Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 2b Gúmmíendur synda víst Norski leikhópurinn Manefjes „Eins og tunglí fyllingu“ NORSKI leikhópurinn Manefjes sýn- ir leiksýninguna „Eins og tungl í fyllingu" á menningarhátíðinni Sól- stöfum um þessar mundir. Sýnt verður á ísafirði, Akureyri og i Reykjavík. Það er leikarinn Henn- ing Farner sem leikur eina hlut- verkið í sýningunni, en leikstjóri er Tim Dalton. í kynningu segir: „Sýningin er ætluð unglingum jafnt og fullorðn- um. Sumir kalla hana eins konar örþróunarsögu, aðrir segja að hún sýni sköpun heimsins út frá sjónar- hóli homo sapiens, hins viti borna manns, allt frá árdögum til þess augnabliks er hann hverfur á braut frá áhorfendum sínum. Henning Farner byijaði að leika árið 1981 og hefur leikið með sjálf- stæðum leikhópum í Noregi, Dan-' mörku og Frakklandi. Siðsetning þessarar sýningar er árangur nokk- urra ára tilraunavinnu þar sem gengið er út frá skapandi en ag- aðri líkamstjáningu, en slíkt er hluti af listrænni þróun nútímaleikhúss. Henning Farner lítur á þessa vinnu sem ferðalag gegnum öll þau óend- anlegu samskiptaform sem eru grundvöllur sköpunarinnar í töfra- heimi leikhússins." „Eins og tungl í fyllingu“ verður sýnt á ísafirði 2. og 3. mars, á Akureyri 6.-8. mars og í Möguleik- húsinu í Reykjavík 9. og 10. mars. ---------------- Verk Josefs Albers OPNUÐ hefur verið sýning á verkum Josef Albers í sýningarsalnum „Önn- ur hæð“, Laugavegi 37. Josef Albers fæddist 1888 í smábænum Bottrop í Þýskalandi. Hann starfaði í hinu fræga Bauhaus-skóla frá stofnun hans árið 1920 allt til þess dags er honum var lokað 1933. I kynningu segir m.a.: „Albers þróaði og kenndi m.a. undirstöðu- námskeið sem orðið hefur fyrirmynd slíks náms um víða veröld m.a. hér á landi. Á ferli sínum skrifaði Albers nokkur rit og er bók hans frá 1963, Intercation of color, talin í hópi merk- ari rita um litafræði. Myndlist Albers er fjölbreytt en telja verður myndröð hans, Hylling ferningsins, sem hélt honum hugföngnum síðustu 25 ár ævi hans, hvað þekktasta og var vís- ir að því sem síðar skyldi koma á sviði óhlutbundinnar listar. Hann lést 1976.“ Sýningin er opin miðvikudaga frá kl. 2-6 eða eftir samkomulagi, út apríl. ------♦■■ ♦■■■♦- Nýjar plötur • UT er komin geislaplata sem inni- heldur 13 af betri lögum útvarpsþátt- arins Party Zone á síðasta ári. Þátt- urinn er á dagskrá X-ins á laugar- dagskvöldum og í umsjón Helga Más Bjarnasonar og Kristjáns Helga Stef- ánssonar. Tveir plötusnúðar settu „diskinn“ saman. Það voru þeir DJ Margeir og DJ Grétar úr SCOPE sem hljóð- blönduðu „diskinn" með tveimur SL-1200 Technics vínyl spilurum, sem skapa það andrúmsloft sem plötusnúðar vinna við á skemmtistöð- um borgarinnar. Flytjendur eru Sagat, Jamiruquai, South Players, D-Mob, Headrush, SUAD (Jay-Dee), Transglobal Und- erground, River Ocean, Paperclip People, Scopi, Fire Island, Aphro- head og Phuturescope (DJ Pierre). Útgefandi er Skífan. SÝNINGAR á leikritinu Gúmmí- endur synda víst eftir Eddu Björgvinsdóttur, sem Fræðslu- leikhúsið hefur sýnt í skólum undanfarið ár, eru nú orðnar um eitt hundrað talsins. í kynningu segir: „Alls staðar hefur leikritinu verið vel tekið og hefur fulltrúi frá Áfengis- varnaráði sljórnað umræðum eftir sýningar og hafa oft kom- ið fram þær óskir unglinga að foreldrar fengju að sjá þessa sýningu líka. Fræðsluleikhúsið vill hér með verða við þessum óskum og bjóða fyrirtækjum sem hafa hug á að efla forvarnir í áfeng- ismálum, sýninguna. Gúmmíendur synda víst er 25 mínútna leikþáttur ætlaður til sýninga í skólum, á vinnustöð- um og fyrir félagasamtök. Verkið fjallar um hinar ýmsu hliðar á áfengisvandanum, brugðið er upp nokkrum fjöl- skyldumyndum sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar. Smá- myndirnar eru með gamansömu ívafi þó undirtónninn sé alvar- legs eðlis.“ Edda Björgvinsdótt- ir vann handritið upp úr viðtals- bók Súsönnu Svavarsdótur, Gúmmíendur synda ekki, ásamt höfundi. Edda er einnig leik- stjóri sýningarinnar, en leik- endur eru þau Jón Hjartarson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Margrét Ákadóttir. Sýningin er farandsýning, hún er einföld í sniðum og má leikast nánast hvar sem er, i íþróttahúsum, matsölum, kennslustofum o.s.frv. Á næstu vikum mun starfs- maður Fræðsluleikhússins hafa samband við fyrirtæki og stofn- anir og bjóða sýninguna. VAXIALAUST f mni HJA OKKUR ER MIKIÐ ÚRVAL NOTAORA BÍLA Á GÓÐU VEROI OG SÉRLEGA HAGSTÆÐUM KJÖRUM. VERIÐ VELKOMIN 0G LÁTIÐ SÖLUMENN OKKAR AÐSTOÐA VIÐ AÐ FINNA RÉTTA BÍLINN. ALLT AÐ kr. 600.000 VAXTALAUST LAN TIL ALLT AÐ 2JA ARA SAMNINGALIPRIR SÖLUMENN 0KKAR VEITA ÞÉR GÓÐA ÞJÓNUSTU ÞU GERIR HAGSTÆÐU BÍLAKAUPIN HJÁ OKKUR! BÍLAÞINGÍEKLU N ° T A Ð 1 R B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Sími 569 5660 • Fax 569 5662 OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGUR - FÖSTUDAGUR KL. 9.00-18.00, LAUGARDAGUR KL. 12.00-16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.