Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forboðin sýning skyndilega sett upp London. Daily Telegraph. SÝNING á 63 meistaraverkum málaralistinnar, sem opnuð var í Púshkin-safninu í Moskvu í fyrradag, virðist hafa verið sett upp í miklum fljótheitum, að sögn listfræðinga. Engin sýningarskrá er fyrir- liggjandi og gestir fá því engar upplýsingar um myndirnar. Svo virðist sem sýningin hafi verið sett upp í skyndingu eftir að fréttir voru sagðar af fyrirhug- aðri sýningu á 74 ennþá verð- mætari málverkum, sem opnuð verður í Pétursborg 30. mars næstkomandi. Kröfur Þjóðverja Þannig var þýska sendiráðið fyrst látið vita í síðustu viku að sýningin stæði fyrir dyrum. Þjóðveijar hafa krafist þess að myndunum, sem sovéskir her- menn tóku traustataki í þýskum listasöfnum í stríðsiok, verði skilað. Þá er ekki lengra síðan en í október sl., að Valentín Sídorov menningarmálaráðherra Iagði bann við því að myndirnar á sýningunni í Púshkín-safninu kæmu fyrir almenningssjónir. MEÐAL verka á sýningunni er mynd af Júlíönu Gab- erskaju eftir Brandt. Safnið hefur gefið sýningunni yfirskriftina „Bjargað tvisvar" og er hún sögð opnuð í tilefni 50 ára afmælis sigurs sovéska hersins á Þjóðverjum, eh»s og komist er að orði. „Okkur er það mikil ánægja, að sú stund skuli runnin upp, að myndirnar eru sýndar opin- berlega," sagði frú Írína Ant- onova, forstöðumaður Púshkín- safnsins, við opnun sýningarinn- ar, sem stendur yfir í fimm mánuði. „Eigum björgunarlaun skilið“ „Sovéskar hersveitir björg- uðu þessum listaverkum en fas- istarnir skemmdu okkar. Her- menn okkar unnu raunverulegt björgunarstarf. Við eigum björgunarlaun skilið,“ bætti hún við. Antonova, sem er 75 ára, var majór í Rauða hernum og hafði umsjón með skipulegu brottnámi verkanna úr þýskum söfnum. Hingað til hefur mikil leynd hvílt yfir þeim listaverkum sem geymd eru í Púshkín-safninu. Heimildir herma hins vegar, að nú sé unnið að listaverkaskrám yfir tvö dýrmætustu söfnin, sem komust í hendur Rússa. Annars vegar meistarateikningar Hans Konigs og hins vegar dýrgripa- safnið sem Heinrich Schliemann gróf upp í Tróju árin 1874-76. Reuter VERÐMÆTASTA myndin er Syndafallið eftir Lucas Cranach. Fyrrverandi yfirmaður spænska þjóðvarðliðsins Fannst í Asíu eftir 10 mánuði Madrid. Reuter. LUIS Roldan, fyrrver- andi yfirmaður spænska þjóðvarðliðs- ins, sem farið hefur huldu höfði í 10 mán- uði, var fluttur til Madridar í gær en hann var handtekinn í Suðaustur-Asíu. Hafa spænskir stjórnmála- menn fagnað handtök- unni og segja, að Rold- an geti hugsanlega skýrt ýmislegt varð- andi hneykslismálin, sem verið hafa spænsku sósíalista- stjóminni þung skauti síðustu tvö ár. Skjalafals og fjárdráttur Roldan er sakaður um alls kon- ar svindl og misferli, skjalafals og fjárdrátt, meðal annars að hafa gengið í leynilega sjóði innanríkis- ráðuneytisins. Hann varð yfirmað- ur þjóðvarðliðsins 1986 og komst í mikil efni áður en hann lét sig hverfa í apríl á síðasta ári. Vonast er til, að Roldan geti gefið upplýsingar um tengsl stjórnvalda við leynilegan hóp lögreglumanna, sem börðust gegn aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA, og eru sakaðir um að hafa myrt 27 manns á síðasta áratug. Hefur oft verið lagt að Felipe Gonzalez forsætis- ráðherra að segja af sér vegna þessa máls en hann neitar allri vitneskju um það. Dagblaðið E1 Pais sagði í leið- ara í gær, að pólitískur stöðugleiki á Spáni hefði aukist með handtöku Roldans og stjómvöld hefðu sýnt, að þau vildu komast til botns í málinu. Indónesar umsvifa- miklir hugverkaþjófar Jakarta. Reuter. TALSMENN bandarískra fyrir- tækja sögðu á mánudag, að nú þegar samningar hefðu náðst um að Kínverjar virtu höfundarrétt og hættu að fjölfalda ólöglega banda- rískt efni, væri röðin komin að Indónesíu. í Indónesíu er mikið um þjófnað á bandarískum og öðrum erlendum hugverkum. Samtök bandarískra hugbúnaðarfyrirtækja ætla að skera upp herör gegn víðtækum brotum þar en auk þess vilja þau, að Búlgaríu og Tyrklandi verði bætt á listann yfir þau ríki, sem virða alþjóðlega samninga að þessu leyti að(vettugi. Talið er að erfitt geti orðið að beijast gegn hugverkaþjófnaðinum í Indónesíu en í Kína vegna þess að í fyrmefnda landinu er ólögleg fjölföldun á geisladiskum einkum í höndum glæpasamtaka. Strokupiltinum fagnað við heimkomuna Reuter PETER Kerry með föður sínum, John, á Heathrow-flugvelli. Peter segist munu hafa hægt um sig á næstunni en móðir hans vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Vilja lækna hann af fiökkueðlinu London. Reuter. PETER Kerry, 14 ára gamall, breskur drengur, sem stakk af til Malasíu eftir að hafa stolið vegabréfi og greiðslukorti föður síns, kom aftur til síns heima í London í gær. Var hann heldur slæptur eftir ferðalagið en gaf litlar skýringar á uppátækinu. Foreldrar Kerrys, lögreglu- menn og fjöldi fréttamanna tóku á móti honum við komuna til Heathrow-flugvallar en hann stökk að heiman vegna deilu við föður sinn um niðursuðudós með spaghetti, sem fór til spillis. Fallegt í Malasíu „Mig hefur lengi langað til Malasíu enda er það fallegt land og ég hef gaman af því að ferð- ast,“ sagði Kerry og foreldrar hans létu sér skýringuna nægja að sinni. „Við ætlum að jafna okkur aðeins en síðan munum við ræða í rólegheitum hvernig hægt er að lækna hann af flökkueðlinu," sagði John Kerry, faðir Peters, en þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Peter leggst í ferðalög, innan- lands eða utan. Myndir í öllum höfnum Peter Kerry komst framhjá vegabréfaeftirlitinu jafnt í Lond- on sem í Malasíu en þegar hann ætlaði að koma sér fyrir á hóteli í bænum Johor Baru var honum vísað burt þar sem búið var að loka greiðslukorti föður hans. Lét hann þá loks vita af sér enda var hann hræddur um, að sér yrði stungið í fangelsi. Kerry sagði við fréttamenn, að hann ætlaði að hafa hægt um sig þar til hann yrði eldri en móðir hans sagði, að nú yrði þess gætt, að hann kæmist hvorki í vegabréf né peninga. „Eg vona, að myndirnar ykkar af honum verði hengdar upp í öllum höfnum og flughöfnum landsins til að hann þekkist og komist ekki úr landi,“ sagði hún við fréttamennina. Lítil hætta stafar af ísfleka Hringsólar um Suðurskautslandið Sydney. Reuter. EKKI er líklegt, að skipum stafi hætta af gífurlega stórum ísfleka, sem brotnaði frá suðurskautsísn- um, og er ástæðan sú, að hann mun berast með sjávarstraumum réttsælis um skautið. Kom það fram í Reuters-fréttum í gær og að flekinn hafi losnað suður af Nýja Sjálandi sem er rangt, hann losnaði suður af Hornhöfða, syðsta odda Suður-Ameríku. ísflekinn er 78 sinnum 37 km stór og um 200 metra þykkur en ástralskir vísindamenn segja, að hann muni berast með straumum réttsælis um suðurskautið. Þeir spá því raunar, að hann muni taka niðri á grunnu vatni fljótlega og brotna upp á nokkrum mánuðum eða jafnvel árum. Brot úr honum gætu þó borist inn á siglingaleiðir og valdið hættu. Hlýnandiveðurfar Breskir vísindamenn segja, að ísflekinn hafi brotnað frá vegna þess, að veðurfar sé að hlýna í suðurhöfum. Hafi meðalhitinn hækkað um 2,5 stig á celcíus frá því á fimmta áratugnum. Ástralir eru þó ekki á því, að sú sé ástæð- an, heldur telja einfaldlega, að ís- flekinn hafi verið búinn að skríða svo langt, að hann hafi brotnað undan eigin þunga. Þessi ísfleki er alls ekki sá stærsti, sem vitað er um, _að hafi brotnað frá meginísnum. Á ofan- verðum sjöunda áratugnum brotn- aði fleki úr Amery-hellunni, sem var 300 km langur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.