Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Tommi og Jenni
i
Ljóska
EKKI bræða snjó- Ekki! Ekki! Ekki Hættu! Gerðu það, Arinn! Maður getur tal-
karlinn minn! gera það! hættu! Hættu!! að við tunglið, en sólin
hlustar ekki.
«
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Vísindi, stjörnuspeki
og þróunarkenningin
Frá Kristni Eysteinssyni:
FÖSTUDAGINN 10. febrúar síð-
astliðinn birtist í Morgunblaðinu
bréf eftir Snorra Guðmundsson
sem bar yfirskriftina „Vísindi og
stjömuspeki“. í bréfinu segir
Snorri stjörnuspeki ekki standast
vísjndalega athugun vegna þess
að hinni vísindalegu aðferð verði
ekki beitt gagnvart henni. Hann
segir m.a.: „í fyrsta lagi skal setja
fram tilgátu, sem síðan er reynt
að afsanna... í öðru lagi er þess
krafíst að tilgáta leyfi athugun.
Tilgátur sem ekki er hægt að prófa
með athugunum eru þannig ekki
tilgátur og er hafnað... í þriðja
lagi verður tilgátan að leyfa endur-
tekningu athugana. Öðruvísi er
ekki hægt að safna vísbendingum
um gildi tilgátu og því yrði henni
hafnað.“ Síðar í bréfínu segir
Snorri: „Allt þetta fellur þó á því
prófí sem hin vísindalega aðferð
setur. Stjörnuspekin fellur m.a.
vegna þeirra vísbendinga sem ekki
styðja spádóma hennar og vegna
þess að ef tilgátur hennar eru próf-
aðar með athugunum, kolfalla þær
á endurtekningum."
Þessu öllu er ég sammála. Ég
trúi ekki á stjörnuspeki eða neitt
annað sem Snorri nefnir í bréfinu
frekar en hann sjálfur, en ég vil
gera smá athugasemd við algeng-
an misskilning sem kemur fram í
bréfinu. Á einum stað segir Snorri
um hina vísindalegu aðferð: „Einn
afhennar mikilvægustu eiginleik-
um er að enga tilgátu er hægt að
sanna, aðeins afsanna. Ef ekki
tekst að afsanna hana þá verður
hún að viðtekinni reglu og kallast
lögmál (það á t.d. við um þyngdar-
lögmálið og þróunarlögmál Darw-
ins).“ (Áhersla K.E.) í niðurlagi
bréfsins segir: „Það vekur samt
ávallt undrun og forvitni í hve
mikla varnarstöðu menn fara þeg-
ar því sem „þeir trúa á“ er hafnað
með vísindalegum rökum.“ Þama
kemur s.s. fram sá misskilningur
að allt sem er „vísindalegt" er
satt og allt sem er „óvísindalegt"
eða „trúlegt“ er ósatt.
Vísindi geta haft rangt
fyrir sér
Vísindin eru ekki, eins og marg-
ir halda, safn staðreynda eða sann-
inda um ýmis mál heldur aðferð
sem hefur verið fundin upp til að
rannsaka og auka þekkingu á hlut-
unum. Þar sem vísindamenn eru
breyskir eins og við hin koma þeir
stundum með kenningar sem síðar
reynast vera rangar. Sem dæmi
má nefna að einu sinni töldu menn
að í líkamanum væru fjórir vessar
og að allir sjúkdómar væru vegna
ójafnvægis milli vessanna. Voru
þá blóðtökur gerðar til að minnka
rauða vessann í líkamanum og ef
menn voru taldir hafa of mikinn
svartan vessa var helsta ráðið að
taka laxerolíu. Þe'tta er hávísinda-
leg kenning. Hún stenst allar kröf-
ur sem Snorri setur fram í bréfi
sínu. Það er hægt að prófa hana
með athugunum sem hægt er að
endurtaka. Þessi kenning var við-
urkennd af öllum vísindamönnum
þess tíma og töldu þeir sig styðj-
ast við vísindaleg rök. En' þessi
kenning reyndist röng eins og
margar aðrar og reyndar kostaði
þessi kenning marga lífið þar sem
tekið var úr þeim blóð sem þeir
þurftu til að beijast við sjúkdóma
sem í dag teljast lítilvægir, t.d.
dó Georg Washington, fyrsti for-
seti Bandaríkjanna, úr flensu eða
réttara sagt úr „lækningunni“ sem
var beitt. Hvað skyldu vera uppi
margar vísindalegar kenningar í
dag, viðurkenndar af öllum vís-
indamönnum, sem verður búið að
afsanna eftir t.d. 100 ár?
Trú getur verið rétt
Að segja að eitthvað sé „óvís-
indalegt" er ekki það sama og að
segja að það sé rangt. Þessu til
staðfestingar vil ég nú setja fram
tvær kenningar: 1) Guð er til. 2)
Guð er ekki til. Báðar þessar kenn-
ingar eru óvísindalegar, þ.e. hinni
vísindalegu aðferð verður ekki
beitt á hvoruga þeirra. Samt hlýt-
ur önnur kenningin að vera rétt.
Annaðhvort er Guð til eða ekki,
það er enginn þriðji möguleiki. Það
gengur ekki heldur að segja að
Guð sé til fyrir þig en ekki fyrir
mig, því þá er verið að segja af
Guð sé ekki til sem sjálfstæð per-
sóna og þar með að seinni kenn-
ingin sé sú rétta.
Þróunarkenningin - vísindi
eðatrú
Snorri segir að stjörnuspekin
falli á því prófi sem hin vísinda-
lega aðferð setur en „þróunarlög-
mál“ Darwins gerir það líka og
af sömu ástæðum, vegna vísbend-
inga sem mæla gegn henni og
vegna þess að ekki er hægt að
prófa hana með athugunum sem
hægt er að endurtaka. Sem dæmi
um vísbendingar gegn þróunar-
kenningunni má nefna tæplega 8
m hátt steingervt tré sem fannst
nálægt Cromford á Englandi og
stendur lóðrétt í gegn um mörg
jarðlög, harla ólíklegt ef hvert
jarðlag á að hafa þurft milljónir
ára til að myndast. Athuganir er
ekki hægt að gera af þrem ástæð-
um: 1) framkvæmdin tæki of lang-
an tíma, jafnvel milljónir ára, 2)
ekki væri hægt að hafa viðmiðun-
arhóp sem væri tryggt að ekki
þróaðist, 3) slíka tilraun væri aldr-
ei hægt að endurtaka vegna þess
að ekki væri hægt að komast aft-
ur á sama byijunarpunkt, a.m.k.
ekki ef tilraunin tækist. Þetta af-
sannar ekki þróunarkenninguna,
það er ekki hægt, en þetta og
fleira, sem væri allt of langt mál
að telja upp hér, sýnir að hún er
ekki vísindaleg kenning heldur
trúarleg. Ég held að rökræður
milli þróunar- og sköpunarsinna
myndu ganga betur ef þróunar-
sinnar viðurkenndu að trú þeirra
á þróun er jafnmikil trú og trú
annarra á Guð, stjörnuspeki eða
hvað annað sem menn trúa á sem
ekki er hægt að sanna vísindalega.
KRISTINN EYSTEINSSON,
Vífilsgötu 1, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.