Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 43
-1 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 43 I < I I 4 4 1 4 4 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 4 FRÉTTIR AFMÆLI ■ Á KRINGL UKRÁNNI mið- I vikudaginn 1. mars leika þeir félag- ar Guðmundur Steingrímsson, trommuleikari, Björn Thorodds- en, gítarleikari, Karl Möller, píanóleikari og Bjarni Svein- björnsson, bassaleikari. Þeir félag- ar hafa leikið mikið saman og verð- ur efnisskráin fjölbreytt. Tónleik- arnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. ■ NÝ DÖGUN er með opið hús á morgun fimmtudag kl. 20 í Gerðu- bergi. Fyrirlestur sr. Braga Skúlasonar: Karlmenn í sorg, sem vera átti á morgun frestast til 9. mars nk. á sama stað og tíma. Opna húsið er opið öllum syrgjend- um. ■ HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN stendur í kvöld, miðvikudag- inn 1. mars, fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu kl. 20. Byijað verð- ur á að heimsækja Húsgagna- hönnunarsýninguna í Hafnar- húsinu. Síðan verður val um tvær gönguleiðir: Að ganga upp Þingholtin og Skólavörðuholtið (Arnarhólsholtið) yfir Vatnsmýrina, um Öskjuhlíðina og niður í Nauthólsvík eða að ganga styttri leið með Tjörninni um Hljómskálagarðinn eftir nýrri leið um Vatnsmýrina og Seljamýr- ina suður í Nauthólsvík. Á leiðinni verður rabbað um eld- neytisöflun almennings fyrir daga kola og olíu. Þegar báðir hóparnir hittast í Nauthólsvík verður kveikt lítið fjörubál og boðið upp á kaffi og pönnukökur. Að þessu loknu er hægt að velja um að ganga til baka Skildinganesleiðina eða taka SVR. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. ■ FORMLEG útsending; frá nýrri útvarpsstöð hefst miðvikudaginn 1- mars. Útvarpið hefur fengið nafnið Radíóvitinn en útvarpsstöð- in er staðsett í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði. Opnunarkvöldið er kallað Sljörnukvöld því þá verður bein útsending frá tónleikum fimm ungra bílskúrsbanda. Um er að ræða hafnfirskar hljómsveitir sem æfa á Hrauninu en það er aðstaða sem Æskulýðsráð býður unglinga- hljómsveitum upp á. Tónleikarnir eru í félagsmiðstöðinni Vitanum og verður húsið opnað kl. 20 en lokað kl. 22.30. Allir unglingar á aldrinum 13-16 ára eru velkomnir og er aðgangseyrir 100 kr. Radíóvitinn mun útvarpa fjögur kvöld í viku þ.e. frá mánudegi til fimmtudags á milli kl. 19 og 22.30 á FM 91,7. Allt efni sem útvarpað verður er unnið af unglingum í grunnskólum Hafnarfjarðar. í hveijum skóla, þar sem er ungl- ingastig, er rekinn útvarpsklúbbur og þar fer fram undirbúningsvinna á dagskrá. Síðan fá allir tækifæri til að vera með eigin þátt. Ungling- arnir hafa veitt þessu viðfangsefni mikla athygli og er allur útsend- ingatími fullbókaður. ■ FERÐAFÉLAG íslands efnir til myndakvölds miðvikudaginn 1. mars í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, sem liefst stundvíslega kl. 20.30. Ingvar Teitsson frá Ferða- félagi Akureyrar lýsir gönguleið- um í máli og myndum. Liggur leiðin um Norðaustur- land, þ.e. Ódáðahraun, Glerárdal og víðar. Gott tækifæri gefst til þess að kynnast gönguleiðum sem Ferðafélag Akureyrar hefur stik- að og „skálavætt“ eða bara kannað sem framtíðargönguleiðir. Allir eru velkomnir, félagar og aðrir. ■ FÉLAG nýrra íslendinga heldur félagsfund fimmtudags- kvöldið 2. mars kl. 20 í Faxafeni 12 á 2. hæð í Miðstöð nýbúa. Al- mennar umræður verða um hátíðir og merkisdaga fólks í heimalandi þess. FNÍ er félagsskapur fyrir útlend- inga og velunnara. Aðalmarkmið félagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum sem býr á íslandi með auknum menningar- legum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Morgunblaðið/Kristinn BÖRNIN bregða sér í alls kyns gervi á öskudaginn. Sungið fyrir sælgæti á Laugaveginum UNDANFARIN ár hefur sá skemmtilegi siður viðhaldist að kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti bjóða krökkum sem klæðast grimubúningum upp á sælgæti. Það sem krakkarnir þurfa að gera í staðinn er að syngja eitt lítið lag. Kaupmenn við Laugaveg bjóða krakkana innilega velkomna og vonast til að sjá sem flesta í skemmtilegum búningum. Sæl- gætið verður gefið til kl. 13 en ekki frá kl. 13 eins og sagt var í blaðinu í gær. Kötturinn sleginn úr tunnunni og kóngadans í Kringlunni í TILEFNI af öskudeginum verð- ur efnt til „Kringlukarnevals" í Kringlunni í dag. Dagskráin hefst kl. 13 en þá mun kötturinn verða sleginn úr tunnunni á tákn- rænan hátt, flutt af leikurum Götuleikhússins ofan í gosbrunni við Hagkaup á fyrstu hæð. Tunnukóngur verður síðan krýndur og farið í kóngadans um alla Kringluna undir stjórn leik- hópsins og tunnukóngsins. Kóngadansinn verður síðan leystur upp þar sem leikhópurinn slær trumbur, blæs eldi, syngur og dansar. Kl. 15 verður Karlinn í tunn- unni sýndur, sem er eldfjörug trúðasýning full af gríni og gamni. Karlinn í tunnunni er at- riði á vegum Norrænu menning- arhátíðarinnar Sólstafa. Hallveig Thorlacius verður með brúðusýningar, trúðar, stultufólk, götumálarar og töfra- maður verða á ferðinni um Kringluna. Auk þess geta krakk- ar fengið andlitsmálun og sungið í karaoke. Ennfremur er vakin athygli á sýningu á grafískri hönnun sem stendur nú yfir í Kringlunni í tengslum við hönnunardaga. Sýn- ingin stendur til 5. febrúar nk. Verslanir Kringlunnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga til kl. 19.30 og föstudagatil kl. 19. Um næstu helgi verða versl- anir opnar til kl. 16 á laugardag ogfrákl. 13-17 ásunnudag. Öskudagur í Gerðubergi Á ÖSKUDAGINN verður sam- kvæmt hefð mikið um að vera í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Þá fyllist húsið af allskonar undarlegum verum af öllum stærðum og gerðum sem sleppa fram af sér beislinu i dansi og leik. Hljómsveitin Sniglabandið mun sjá um að halda uppi fjöri, kötturinn verður sleginn úr tunn- unni og boðið verður upp á and- litsmálningu. Húsið verður opnað kl. 14 en dagskráin hefst um kl. 14.30. Börn á öllum aldri eru velkomin á meðan húsrúm leyfir og að- gangseyrir eru 300 kr. Breiðablik með öskudagsgleði Öskudagsgleði Breiðabliks verður haldin í íþróttahúsi fé- lagsins, Smára, í Kópavogsdal á Öskudagkl. 13-15. Körfuhittni, reipitog, leikir, karaoke o.m.fl. verður boðið upp á. Allir velkomnir börn sem full- orðnir. Ókeypis aðgangur. 80 ára ÁSTA BRYNDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR ÆTTMÓÐIRIN á af- mæli í dag. Ættmóð- irin hún mamma mín. Hún er áttræð og hafði langan tíma til að undirbúa sig undir virðingarstöðuna ætt- móðir, því forveri hennar, móðir henn- ar, lifði fram á aðra öld, varð 101 árs. Þannig að það má kannski líkja mömmu við Karl Bretaprins sem er nú kominn á miðjan aldur, en er ennþá bara prins og strákurinn hennar mömmu sinnar, hennar Elísabetar Georgsdóttur. Ekki það að mömmu hafi legið á að komast í þessa virðingarstöðu, enda hefur hún æ síðan gegnt henni af hæversku og lítillæti og nánast látið eins og hún væri yfir- höfuð ekki í þessari stöðu. Eitt af því sem einkennir höfuð ættarinnar er hið unglega fas, sem reyndar er sannanlega ætt- gengt í kvenlegg og við karlmenn- irnir höldum auðvitað í þá von að við höfum að einhveiju marki erft þennan eiginleika. Hver hefði til dæmis trúað því að þessi kona sé orðin 80 ára gömul? Eigi börn á miðjum aldri og meira að segja örverpið langyngsta, ég, sé komið hættulega nálægt fertugsaldri. Ég veit það ekki, ég er í hálfgerð- um vandræðum með það sjálfur og er reyndar helst á því að hér sé um stærðfræðileg. mistök að ræða, en þrátt fyrir margendur- teknar tilraunir tekst mér ekki að sanna það að um mistalningu Sé að ræða. Hvað segir maður um konu eins og þessa? Hvað segir sonur um móður sína? Ég hef ekkert annað en hrós að flytja, en borgar það sig? Verður það bara ekki eins og innihaldslaust jarm sem svo oft einkennir greinar og ræður á há- tíðarstundum? En hver er hún? Hvaðan kom hún? Hún er kona sem er fóstruð í skjóli vestfirskra fjalla, fjalla sem láta engan mann ósnortinn sem eitt sinn hefur séð þau. Og þetta var á öðrum áratug _þessarar ald- ar, á tímum þegar Island var að breytast á þann hátt sem engan hafði órað fyrir. Enda fór þessi kona úr faðmi fjallanna fyrir vestan og hingað suð- ur, þá leið sem svo margir hafa síðan farið. En þessi kona ætlaði lengra og fór lengra. Hún fór út fyrir landsteinana. Hún fór í land gömlu nýlenduherranna, til að nema það sem sú þjóð kann mörgum öðrum betur: Matar- gerð. Hún fór sem sé á grautarháskólann í Sórey, eins og Halldór Laxness kallar það í Guðsgjafaþulu. Og svo kom þessi kona aftur, en ekki til vestfirsku fjallanna heldur til að dvelja núna í skjóli Esjunnar, fjallsins sem Reykvíkingar eiga. Og í höfuðborg þessa lands hefur hún búið æ síðan. Unnið sína vinnu, alið sín börn og lifað sínu lífi. Og eins og svo margir af henn- ar kynslóð, sló hún ekki slöku við og lét heldur ekki bugast þótt á móti blési, heldur barðist harðar og aðlagaði sig að breyttum að- stæðum. Það er einmitt slíkt sem sannar ættmæður geta og gera. Það er ekki nóg að vera elstur, maður verður líka að hafa dug. Ég veit að það er móður minni mæða að ég sé að láta vita í sjálfu Morgunblaðinu að hún eigi af- mæli, því hún gengur með þá grillu að það viti það svo til enginn. Dæmin eru mýmörg um það þegar hún hefur átt afmæli, ekki boðið neinum og bara verið heima, að undrunarsvipur kemur á hana þeg- ar íbúðin skyndilega fyllist af vin- um og vandamönnum. Alveg er það dæmalaust hvað þetta getur komið henni á óvart ár eftir ár. Mikið vildi ég að ég væri gæddur því að verða svona hissa yfir sama hlutnum aftur og aftur. Én í kvöld ætlar hún meira að segja að leika á sjálfa sig, því hún ætlar ekki að vera heima. Mamma! Þótt þú sért orðin átt- ræð og ég sjálfur orðinn eldri en mig langar til að tala um, vil ég bara biðja þig um eitt: Ekki hætta að reyna ala mig upp, það veitir ekki af. Haukur. VINNIN LAUGA 4)< GSTÖLUR RDAGINN 25.02.1995 | J3)(20) ffjfjfp (34)(37) (V) ! VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2.043.842 rr“ 320.660 3. 4ai5 59 9.370 4. 3a(5 2.356 • 540 Helldarvinnlngsupphæð: 4.189.572 i ÉmSm BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Bifreið frá Bifreiðum oq landbúnaðarvélum kr. 1.239.000 36475 Snjósleði frá Bifreiðum oa landbúnaðarvélum kr. 950.000 22800 Utanlandsferðir með Fluqleiðum kr. 100.000 406 8308 10422 22761 40608 51627 61513 75426 88596 96911 1092 8392 13324 30667 46677 54560 63414 77850 90795 97863 2338 10134 22205 32103 50170 54982 66242 83740 93375 98165 Vöruúttekt frá Radíóbúðinni kr. 90.000 1342 17858 23010 30310 37319 45046 50830 60125 73494 85794 11640 18627 27722 34431 37422 47867 51717 71105 77618 89087 15494 21312 27844 36714 43405 49004 59895 71769 77830 94366 Vöruúttekt frá IKEA kr. 50.000 1943 9615 17457 29398 40836 47076 56924 70908 83935 90508 3271 10032 18205 30056 41713 48998 58109 71727 ’ 84481 91055 3553 10895 19928 30455 41869 49011 58784 72767 85034 91938 4187 10920 21635 32163 42130 49598 59546 73378 86145 92303 4833 11367 22137 33091 42359 49732 59591 73790 88134 92487 5117 12841 22322 33853 42788 50319 60065 73832 86245 92621 5817 12900 23167 33881 43569 50501 60106 74964 88358 93790 6962 14322 24140 36786 43672 51464 61674 78724 89127 96552 7435 14896 26400 37487 43733 54306 63957 79135 89350 97859 7525 17250 26872 38065 44349 54806 64573 80735 89764 98622 9576 17432 27739 40106 46244 56043 69683 82334 90068 98967
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.