Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 17 FRÉTTIR; EVRÓPA Grikkir krefjast áfram frekari trygginga fyrir Kýpur Ræðst í dag hvort af tollabandalagi við Tyrki verður Brussel. Reuter. FRAKKAR, sem fara nú með for- ystu í ráðherraráði Evrópusam- bandsins, munu í dag ákveða hvort verður af boðuðum ráðherrafundi ESB og Tyrklands 6. marz, en þar á að ganga frá tollabandalagi sam- bandsins við Tyrkland. Grikkir fara enn fram á að ESB tryggi Kýpverj- um að aðildarviðræður við Kýpur hefjist á fastsettum tíma. Hafi ekki náðst samkomulag í dag, munu Frakkar fresta fundinum með Tyrkjum. Deila Grikkja og annarra aðildar- ríkja Evrópusambandsins stendur einkum um eina setningu í sam- komulagi, sem gert var í ráðherra- ráði ESB 6. febrúar, þar sem Grikk- ir samþykktu tollabandalag við Tyrkland gegn því að viðræður við Kýpur hæfust sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnu ESB, sem mun hefjast á næsta ári. Geti eða muni í texta samkomulagsins segir að viðræður við Kýpur „geti hafizt“ sex mánuðum eftir lok ráðstefnunn- ar, en gríska stjómin vill að þar standi að viðræður „muni heíjast". Hjá mörgum aðildarrílqum og innan framkvæmdastjórnarinnar hafa menn hins vegar áhyggjur af að breyting á orðalaginu gæti haft áhrif á gang mála á ríkjaráðstefn- unni, þar sem nú yrði að skilgreina lok hennar. Fram að þessu hefur viljandi ekki verið skilgreint nákvæmlega hvort lok ráðstefnunnar miðuðust við lok eiginlegra viðræðna, undir- skriftarathöfn eða formlega stað- festingu nýs samstarfssamnings í öllum aðildarríkjum ESB. Grikkir halda ennþá fram þremur öðmm skilyrðum, sem þeir settu fram fyrir nokkm, en leggja lang- mesta áherzlu á að tímasetning við- ræðna við Kýpur sé tryggð. Búizt er við að viðræður hefjist við Möltu um leið og við Kýpur. Evrópuþingið setur strik í reikninginn Fastafulltrúar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að reyna að leysá málið og er búizt við hörðum deilum. Þar með er björninn þó í raun ekki unninn, því að Evrópu- þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir tollabandalagið. Evrópu- þingmenn telja að Tyrkir verði að leggja meira á sig í mannréttinda- málum til að verðskulda svo náin tengsl við ESB. Sjöföld framlög ESB til mannúð- armála Brussel. Reuter. FRAMLÖG ESB til mannúðar- mála hafa sjöfaldast frá því árið 1990, að sögn Emmu Bonino, sem á sæti í framkvæmdastjórninni. „Þessi staðreynd sýnir og sannar að harmleikjum af mannavöldum hefur fjölgað verulega," sagði Emma Bonino er hún kynnti skýrslu um mann- úðaraðstoð ESB í Brussel. I máli hennar kom fram að ESB hefði varið 760 milljónum ECU (tæpum 60 milljörðum króna) í fyrra í þessu skyni og hefðu 63 ríki not- ið þessarar aðstoðar. 42% aðstoð- arinnar hefðu farið til Afríku- ríkja, 35% hefði verið varið til að lina þjáningar íbúa fyrrum Júgóslavíu, og tæp 12% fjárveit- EMMA Bonino. ingarinnar hefðu runnið til lýð- velda fyrrum Sovétríkjanna. Frú Bonino sagði skoðana- kannanir hafa leitt í ljós að mik- ill meirihluti íbúa Evrópusam- bandsríkjanna væri þeirrar hyggju að aðildarríkjunum bæri að hafa beinni afskipti á sviði mannúðarmála. Kok vill nána sam- vinnu við Bandaríkin Washington. Reuter. WIM Kok, forsætisráðherra Hol- lands, vill „allsheijar samstarf" Bandaríkjanna og Evrópu til að tak- ast á við stjórnmála- og efnahagsleg viðfangsefni í alþjóðamálum. Kok setti þessar hugmyndir sínar fram í ræðu í Washington á mánudags- kvöld. Kok sagði að vandamál þau, sem komið hefðu upp vegna hruns komm- únismans væru of flókin til þess að Evrópumenn gætu leyst úr þeim upp á eigin spýtur. Löndin báðum megin við Atlantshaf yrðu jafnframt að leggja saman krafta sína til að tak- ast á við verkefni annars staðar. „Við þurfum allsherjar pólitískt samstarf Bandaríkjanna og Evrópu," sagði Kok. Hann sagði að slíkt „Evró-Atlantshafsbanda!ag“ gæti samanstaðið af tvennum samtökum. Önnur yrðu á sviði varnar- og örygg- ismála og hin sæju um að gæta „sam- eiginlegra pólitískra og efnahags- legra hagsmuna." „Vamar- og öryggismál eru of umfangslítil undirstaða fyrir það Atlantshafssamstarf sem við þurfum nú á að halda," sagði Kok. Hann sagði að nýtt samstarf þyrfti ekki endilega að byggjast á skrifuð- um samningi eins og samstarf Evr- ópu- og Ameríkuríkja í Atlantshafs- bandalaginu gerir. EITT VERÐ J .490 Ath. Aðeins í 2 daga 1. og 2. mars Opið kl. 9-20 ___ Kvenskór Herraskór íþróttaskór Kickersskór Kuldaskór SKOVERSLUN KOPAVOGS PHILIPS Nýjungar fyrír þig! [ÍE^ Sl TIL ALLT AD 36 MÁNADA 77/ al RADGREfÐSLUR altt aö 24 mánaOa munXlan Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt PHILIPS PT-532, 2811 • BLACK-LINE S flatur myndlampi með sérstakri skerpustillingu og litlum sem engum glampa á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI“ litaskerping. {Colour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround hljómur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. » Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • 2x30W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld í notkun. » Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verö:119-900-" Kr. ■ '95 línan frá Philips - þú færð ekkert betra! PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði PHILIPS tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.