Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 33 MIIMIMINGAR GUÐMUNDUR SVEINSSON + Guðmundur Sveinsson fæddist í Djúpuvík í Strandasýslu 11. desember 1946. Hann lést á Borgar- spítalanum 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 24. febrúar. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í Mð hans og draum er förinni heitið. EINN hlekkurinn í vinakeðjunni er brostinn. Tilveran er myrkari en fyrr og öll erum við þrúguð af trega og sorg yfir missi trausts vinar. Þrátt fyrir alltof stopula fundi hin síðari ár minnist ég með þakklæti síðasta samtals okkar Guðmundar. Með yfirvegun, rósemd og kyrrð ræddum við meðal annars sjúkdóm hans og hvert förinni væri heitið. Efst í huga hans var þó Gulla hans og bömin og fjölskyldan hans öll. Seinna minnist ég dásamlegs ferðalags fyrir margt löngu með honum og fleiri vinum hringinn kringum landið, þar sem við öll nutum frábærrar þekkingar hans á landinu og náttúm þess. Við höfðum ekið í þoku og dimmviðri fyrir Tjör- nes, en svo rofnaði þokuveggurinn skyndilega eins og fyrir töfra, og við blasti Axarfjörðurinn og Norður- Ishafið í fjarskanum. Við stóðum öll þögul í brennheitri sólinni og horfðum í fírðina þar sem himinn og haf sameinast, og eitthvað hvísl- aði að okkur að hér sæjum við örlít- ið brot af guðdómi þeim sem bíður okkar handan við skuggana. Kyrrð þess guðdóms veit ég að Guðmund- ur hefur nú sameinast. Elsku Gulla mín, Svenni, Krissi og Helga; Emma, Gulli, Milla, Ella og Hans Ove. Guð gefi að ljúfar minningar um góðan dreng megi sefa ykkar djúpu sorg. Gróa Finnsdóttir. Við emm fátækari en fyrr; Guð- mundur er allur. Þegar við hófum störf við Öldu- túnsskóla, hver á sínum tíma, fór ekki fram hjá neinum okkar hver var nestor hinna óbreyttu í kennara- hópnum. Þar var í fararbroddi skeggjaður og hárprúður náungi sem gustaði af, jafnt á kennarastofunni, í kennslunni sem og í félagslífinu. Við komumst fljótt að þvi að hann var afburða kennari sem gat leikið á bekkinn sinn eins og hljóð- færi. Aðrir kennarar í hópnum leit- uðu til hans með vanda sinn, bæði faglegan og annan. Enginn gekk þar bónleiður til búðar og fyrir nýja kennara var það ómetanlegur styrk- ur að komast í samstarf með Guð- mundi. Hann var deildarstjóri í ungl- ingadeild og yngri deildum um margra ára skeið og naut þar mikill- ar reynslu sinnar og yfirsýnar. Utan kennslustofunnar sigldi Guðmundur heldur ekki með lönd- um, heldur tók mjög virkan þátt í félagsmálum af öllu tagi. Hann var söngvari af Guðs náð, ritfær vel og sögumaður góður. Hann var alltaf að vinna fyrir FH þar sem hann leysti hvers manns vanda og stóð fyrir útgáfumálum um margra ára skeið. Lengi starfaði hann að dóm- aramálum og sat um árabil í stjórn knattspyrnudeildar FH. Guðmundur var góður fjölskyldu- faðir og þau Gulla bjuggu sér og börnum sínum, Sveini, Kristmundi og Helgu, fagurt og hlýlegt heimili. Þangað var gott að koma og ekki mátti á milli sjá, hvort þeirra var gestrisnara og alúðlegra við komu- fólk. Síðustu árin áttum við félagarnir margar ánægjustundir saman. Við spiluðum reglulega saman bridge á síðkvöldum. Ekki voru síðri samveru- stundirnar í litlum söngflokki, sem við komum á laggirnar í tengslum við skemmt- anir kennara. Þá var stundum dreypt á guðaveigum og við þær aðstæður var Guð- mundur hrókur alls fagnaðar, hvort sem fleiri eða færri voru til staðar. Fyrir rúmum tveim árum tók Guðmundur að kenna sér meins þess sem að lokum dró hann til bana. Þar sem og annars staðar einkenndi þó bjartsýnin hann og aldrei var annað að finna en að hann byggist við bata. I síðasta skipti sem við félagarnir spiluðum bridge sat hann i hléunum og undi sér við lestur bókar um viskí. Þá var ekki að sjá að þar færi fársjúk- ur maður, ekki varð betur séð en að þessi lífskúnstner væri að kynna sér það sem hann ætlaði að kafa betur ofan í síðar. Við sem fylgdumst með honum sáum þó, að óvinurinn gekk nær honum og nær, dalirnir urðu dýpri og lengra á milli björtu stundanna. Og svo fór að lokum að líkaminn gafst upp fyrir vágestinum, ekki varð meira á hann lagt. Sorgin reisir hallir í hafdjúpi þinna augna hafdjúpi hreinu, bláu meðan hljóðlátt þú grætur. Útlæg verður gleðin sem áður þar bjó. Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur. Þegar horfst er í augu við dauð- ann mega orð sín lítils. Við sem eftir stöndum getum ekki annað gert en snúið bökum saman, treyst vináttuböndin og horft móti framtíð- inni, þótt söknuðurinn yfirgnæfi allt annað um sinn. Við vottum eftirlifandi eiginkonu, börnunum þrem, móður og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu sam- úð. Matthías, Leifur, Sigurður, Gísli og fjölskyldur. Guðmundur Sveinsson, kær fé- lagi og vinur, er horfínn héðan úr þessum heimi. Eftir stöndum við hnípin og skortir orð. Hann kvaddi á heiðum og fögrum vetrarmorgni, táknrænt fyrir hans líf. Þvi Guð- mundur flutti alls staðar með sér heiðríkjuna, var sannur gleðigjafi með glettni i augum og gamanyrði á vör. Stórt skarð sem aldrei verður fullbætt, hefur verið höggvið í kenn- arahópinn í Öldutúnsskóla i Hafnar- firði. Já, þau voru orðin nokkuð mörg árin sem hann hafði helgað starfs- krafta sína kennslunni, líklega ná- lægt 30. Ég man þegar hann kom fyrst í skólann okkar komungur, iðandi af fjöri og kátlegum uppá- tækjum. Hann var víst bara 17 ára þá, nemandi í Kennaraskólanum og átti að kenna lesgreinar í bekknum mínum. Einhverra hluta vegna leist mér strax vel á piltinn enda kom fljótt í ljós að hann var fyllilega starfi sínu vaxinn. Hann átti auð- velt með að ná tengslum við nem- endur sína enda gleymdi hann aldr- ei því sem mestu máli skipti, mann- lega þættinum. Ef sá þáttur var ekki með þá var allt harla lítils virði. Þetta skildi ungi maðurinn. Arin liðu. Ungi strákurinn varð að fullþroska manni og alltaf hélt hann áfram að kenna. Hann óx mjög í starfí sfnu, lagði ætíð eitt- hvað gott til málanna, var uppfullur af hugmyndum, tók gjarnan til máls á fundum. Hann ræddi mál- efnalega um hlutina og fylgdi máli sínu eftir af hjartans sannfæringu. Guðmundur var í gegnum árin einn traustasti hlekkurinn á vinnustað sínum, sá sem allir gátu leitað ráða hjá ef svo bar undir, öllum var tek- ið með sömu ljúfmennskunni. Hann var einnig ágætlega ritfær og stund- aði m.a. um tíma blaðamennsku. Þegar nú minningarnar hrannast að sé ég Guðmund alltaf fyrir mér fyrst og fremst sem mann gleðinn- ar. Svo sannarlega gladdi hann oft og tíðum samferðarmennina t.d. með söng sínum. Honum þótti af- skaplega gaman að syngja, hafði fallega, bjarta rödd. Hann var á tímabili félagi í sönghóp sem kallaði sig Randver og flutti mörg skemmti- leg og hressandi lög við miklar vin- sældir. Einnig tók hann þátt í upp- færslu á rokkóperunni Jesus Christ Superstar í Austurbæjarbíói árið 1973. Og svo voru þær ótaldar skemmtanirnar þar sem Guðmundur ásamt fleiri félögum sínum fór á kostum með vísnasöng og alls kyns spaugi svo ógleymalegt var. Það geislaði svo sannarlega af Guðmundi. Hann átti svo glettnislegt og hlýtt bros, sem byijaði í augunum og breiddist síðan um allt andlitið. Það var raunar útilokað að vera lengi í slæmu skapi ef hann var einhvers staðar nálægur. Hann hafði sérstakt lag á því að sjá spaugilegu hliðamar á hlutunum og sagði oft græsku- lausar grínsögur svo áhreyrendur veltust um af hlátri. Og nú er rödd hans þognuð, fót- takið hljóðnað. Við sem eftir erum drúpum höfði í þögn. Guðmundur var mikill gæfumað- ur í einkalífí sínu. Hann eignaðist einstaka eiginkonu, Guðlaugu Krist- mundsdóttur, og börnin þijú urðu sannir sólargeislar. Ég bið Alföður að styrkja alla fjölskylduna í hinni djúpu sorg og blessa minninguna um góðan dreng. Þetta eru sannarlega dimmir dag- ar. En sólin á eftir að bijótast fram á bak við skýin. Því skulum við líta upp til fjallanna, reyna að koma auga á bjarma vonarinnar yfír tind- unum í fjarskanum. Arabíska skáldið Kahlil Gibran sagði um dauðann: „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inní sólskinið?" Nú er Guðmundur Sveinsson horfinn inn í sólskinið. Ég sé hann fyrir mér ganga hröðum, ákveðnum skrefum fram á veginn á móti morg- unroðanum, reiðubúinn að takast á við ný verkefni. Góða ferð, vinur, og þökk fyrir allt. Sigríður I. Þorgeirsdóttir. Ástkær kennari okkar til margra ára, Guðmundur Sveinsson er lát- inn. Fregn þessi barst okkur föstu- daginn 17. febrúar sl. Fyrstu við- brögð okkar allra eru söknuður og sorg er við sjáum á eftir þessum góða kennara og vini. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Við munum ávallt minnast þeirra. Flest okkar kynntumst Guðmundi strax í 3. bekk Oldutúnsskóla. Hann varð fljótt vinsæll meðal okkar krakkanna. Hann var ekki einungis góður kennari heldur líka mikill fé- lagi okkar og vinur. Oft ræddi hann við okkur heilu kennslustundirnar um daginn og veginn og vann þann- ig hylli okkar allra. Sem dæmi um alúð hans í okkar garð má nefna að hann las fyrir okkur sögu í hveij- um einasta nestistíma frá því að hann byijaði að kenna okkur í 3. bekk, þar til við fórum í unglinga- deild. Hann kom ætíð eins fram við alla og leitaðist við að kenna okkur hið sama. Ef hann sá ástæðu til var hann strangur, en jafnframt fljótur i sitt góða skap aftur. í huga okkar allra hefur Öldu- túnsskóli og Guðmundur kennari verið næstum eitt og hið sama svo lengi. Við þekktum fótatak hans næstum því betur en okkar eigið er hann gekk á klossunum sínum um ganga og stofur. Fótatak þitt er nú hljóðnað. En við munum ávallt geyma með þakk- læti í huga allar góðu minningarnar um vináttu okkar. Við kveðjum þig með söknuði og virðingu elsku Guðmundur okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Guðlaug, Svenni, Krissi og Helga. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. J. umsjónarbekkur Guð- mundar árin 1988 til 1993. Það var sólskinsdagur 30. júní 1950. Tveir strákhnokkar sátu við bunka af húsavið sem nota átti f íbúðarhús sem reisa skyldi í Djúpu- vík. Þeir voru að úða í sig hafra- mjöli sem þeir höfðu sníkt annað- hvort hjá Guðfinnu ömmu eða hjá móður annars hvors þeirra. Allt í einu kom Milla systir Guðmundar og spurði hvort hann vissi hvað hann væri búinn að eignast. „Lítinn kálf,“ svaraði Guðmundur að bragði. „Nei, lítinn bróður," svaraði hún. Þau ruku af stað til að sjá litla bróð- ur, en ég sat eftir með afganginn af haframjölinu. Litli bróðirinn óx úr grasi og var samband þeirra bræðra alla tíð mjög náið. Síðar þegar við komumst betur á legg og lærðum að lesa, drukkum við í okk- ur íslendingasögurnar. Einkum varð Njála okkur kær. Settum við ýmis atriði þeirra á svið ásamt öðrum leikfélögum okkar. Guðmundur eignaðist öxi úr timbri og var því sjálfkjörinn í hlutverk Skarphéðins á Bergþórshvoli. Með öxinni Rimmugýg klauf hann margan ósýnilegan fjandmann í herðar nið- ur. Snemma hafði iækurinn í Djúpu- vík mikið aðdráttarafl. Þar undum við tímunum saman við að veiða síli og setja þau í sérstakan silunga- poll. Einnig gerðum við stíflu í læk- inn fram undir Oddnýjargjáarholti og höfðum þar bátapoll. Þar hafði hver sína höfn og skipastól og þar voru siglingar stundaðar af kappi. Allir strákar í sjávarþorpi laðast að bryggjunni. Það átti líka við um okkur á Djúpuvík. Langtímum sám- an stunduðum við veiðar af bryggj- unni. Aflinn var einkum sandkoli og marhnútur. Marhnútinn spýttum við uppí og hentum aftur í sjóinn með þeim fyrirmælum að gefa okk- ur betri veiði, kolinn fór aftur á móti oftast í harðfisk. En það var ekki alltaf friður á Djúpuvík. Stundum slettist upp á vinskapinn. í minningunni eru þeir dagar, þegar ósætti ríkti, tengdir norðaustanátt með súld og þoku niður í miðjar hlíðar ijallanna um- hverfís Reykjarfjörð. En breytingar voru framundan. Vegna bágs at- vinnuástands á Djúpuvík fór Sveinn, faðir Guðmundar, að fara á vertíð yfir veturinn. í kjölfarið fór fjöl- skyldan að hafa vetursetu fyrir sunnan. Fyrst í Reykjavík, svo í Keflavík. Það var alltaf fagnaðar- efni þegar þau komu aftur á vorin. Það var svo haustið 1957 að fjöl- skyldan flutti endanlega suður og settist að í Hafnarfirði. Tveim árum síðar fluttu foreldrar mínir einnig til Hafnaríjarðar. Það var mér, ráð- villtum unglingi, mikill styrkur að eiga að þá bræður Guðmund og Gulla á þessum tímamótum. Guðmundur var snemma ráðinn í því að gerast kennari. Að loknu gagnfræðaprófi lá því leið hans í Kennaraskólann. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1967. Meðan hann var enn i Kennaraskólanum hóf hann að kenna við Öldutúnsskóla. Að námi loknu var hann fastráðinn við þann skóla og starfaði þar alla tíð síðan. Hann var farsæll í starfi og ávann sér vináttu og virðingu sam- starfsmanna og nemenda. Enda átti hann mjög gott með að umgangast fólk, einkum börn og unglinga. Þeg- ar fjölskyldan mín flutti í skóla- hvérfi Öldutúnsskóla fóru synir mín- ir þangað. Bekkurinn sem Jóhann lenti í, var svo óheppinn að kennara- skipti urðu á hveiju ári. Yfirmenn skólans sáu að við svo búið mátti ekki standa og var Guðmundur fenginn til að taka bekkinn að sér. Á skömmum tíma tókst honum að ná góðum tökum á bekknum. Ný sjá börnin á eftir góðum kennara og vini. Þrátt fyrir veikindi var Guðmundur með hugann við bekk- inn sinn og þegar skólastarf hófst sl. haust sá hann svo um að einn ákveðinn kennari tæki bekkinn að sér. Sá kennari reyndist vandanum vaxinn og hefur náð vel til nemend- anna. Guðmundur kom víða við í bæjar- lífinu í Hafnarfírði. Ásamt tveim félögum sínum stofnaði hann blaðið Fjarðarfréttir og síðar Fjarðarpóst- inn. Undir stjórn þeirra félaga urðu þessi blöð virt og vinsæl meðai Hafnfirðinga. Undanfarin ár sat hann í stjóm knattspyrnudeildar FH og sá að mestu um útgáfumál deild- arinnar.’ Einnig starfaði hann í nokkmm nefndum á vegum Hafn- arfjarðarbæjar. Tónlist var eitt af hans áhugamálum. Sérstaklega hélt hann upp á Bítlana og Jethro Tull. Þeim Guðmundi og Gulla á ég það að þakka að ég varð mikill aðdá- andi Jethro Tull. Það var stór stund hjá okkur þegar við héldum upp á Akranes til að vera á tónleikum hljómsveitarinnar. Guðmundur var góður söngmaður og hafði fallega tenórrödd. Hann söng með ýmsum sönghópum, var t.d. fastamaður í FH-bandinu. En þekktasta hljóm- sveitin var þó Randver. Mesta gæfuspor sitt i lífinu steig Guðmundur er hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Guðlaugu Krist- mundsdóttur. Hjónaband þeirra var farsælt og í veikindum hans stóð Gulla eins og klettur við hlið hans. Vinátta þeirra hjóna í garð fjöl- skyldu minnar var mikil og traust. Það sýndi sig best þegar veikindi steðjuðu að hjá okkur. Saman áttum við margar góðar stundir, bæði á heimilum hvert annars og víðar. Þrátt fyrir áralanga búsetu í Hafnarfirði áttu bernskustöðvamar alltaf sterk ítök í Guðmundi. Saman fórum við nokkrar ferðir til Djúpu- víkur. Hæst ber þó ættarmótið 1991 og málningarferðin 1993. Þrátt fyr- ir að Guðmundur væri þá orðinn veikur, lét hann það ekki aftra sér frá því að taka þátt í málningarvinn- unni. Þetta varð hans síðasta ferð norður og hann naut hennar ríku- lega. Sérstaklega gladdi það okkur hversu börnin okkar tóku miklu ástfóstri við Djúpuvík. Við áttum okkur þann draum að eignast at- hvarf á Djúpuvík. Honum auðnaðist ekki að lifa til að sjá þennan draum rætast. . i- Snemma árs 1993 fór Guðmund- ur að kenna þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Veikindum sínum tók hann af karlmennsku og æðruleysi. Eflaust hefur hann þó átt sínar erfiðu stundir. Hann kærði sig ekki um vorkunnsemi og ræddi opinskátt um sjúkdóm sinn. Þetta gerði það að verkum að það var auðvelt að heimsækja hann. Enda urðu margir til þess. Þær stundir sem ég sat hjá honum á spítalanum ræddum við um áhugamál okkar, s.s. gengi FH á íþróttasviðinu, rifj- uðum upp bernskubrek o.fl. Þessar stundir voru mér dýrmætar. Undir lokin var sýnt hvert stefndi og vafa- laust hefur Guðmundur gert sér . grein fyrir því að endalokin væru skammt undan. Kannski var það táknrænt að þau skyldu verða á fyrsta degi kennaraverkfalls. Elsku frændi. Að leiðarlokum vil ég þakka þér og fjölskyldu þinni alla vináttu í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Sorg okkar er mik- il. Ég á áreiðanlega eftir að gá oft út um gluggan minn, hvort gangir þú um hliðið inn. Elsku Emma frænka. Nú hefur þú þurft að sjá á bak tveim af böm- um þínum og eiginmanni. Elsku Gulla, Svenni, Krissi og Helga. Þið hafið misst ástfólginn eiginmann og föður. Elsku Milla og Gulli. Þið hafi misst kæran bróður. Við Hanna og börnin okkar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar missir er mestur. En minningin um góðan dreng lifir. Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.