Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 21 LISTIR Gerður Gunnarsdóttir og Einar Kr. Einarsson á Háskólatónleikum í Norræna húsinu Verk eftir Paganini, Giuliani og Þorkel Sigurbjörnsson Isabelle van Osmo Keulen VfinskS Tónleikar í Hallgrímskirkju Mozart og Jón Leifs Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 2. mars kl. 20, verða á efnisskránni Fiðlukonsert nr. 5 eftir W.A. Mozart og Sögusinfónían eftir Jón Leifs. Einleikari á tónleik- unum er Isabelli van Keulen og hljómsveitarstjóri er Osmo Vánská. Einleikarinn Isabelle van Keulen er jafnvíg á fiðlu og víólu og hefur sópað að sér verðlaunum í fiðlu- keppnum, s.s. Yehudi Menuhin keppninni 1983 og árið 1984 hlaut hún titilinn Tónlistarmaður ársins í Eurovision keppni ungra hljóm- listarmanna. Hún hefur komið fram á listahátíðum víða um heim og í dag er hún í fremstu röð ungra fiðlu- leikara. í kynningu segir: „Það er kannske ekki á allra vitorði að Mozart var ekki eingöngu yfirburða tónskáld og píanósnillingur heldur var hann einnig mjög góður fiðluleikari og lék jafnvel á víólu ef svo bar undir. Fiðlukonsert í A-dúr er sá fimmti í röð fiðlukonserta sem Mozart, samdi árið 1775, þá á 19. aldursári, síðar bætti hann tveim við. Þessa fimm konserta samdi hann fyrir hirð Max- imilians erkihertóga og lék Mozart sjálfur einleikshlutverkið í þeim öll- um. Fá tónskáld þykja tala íslenskara tónmáli en Jón Leifs (1899-1968). Sautján ára gamall sigldi Jón til Þýskalands, nánar tiltekið Leipzig þar sem hann lagði stund á nám í píanóleik, hljómsveitarstjórn og tón- smíðum. Í Þýskalandi bjó Jón til ársins 1944 er hann flutti aftur til fóstuijarðarinnar. Jóni vegnaði vel í Þýskalandi, tónsmíðar hans voru fluttar þar og gefnar út og einnig stjórnaði hann þar ýmsum virtum hljómsveitum. Hann fór með Fíl- harmóníuhljómsveit Hamborgar í tónleikaför um Norðurlönd sumarið 1926. Þeirri ferð lauk á íslandi og markaði heimsóknin tímamót hér á landi því þá heyrðu íslendingar í fyrsta sinn í fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit. í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari flutti Jón aftur heim og var hann alla tíð mjög virkur bæði sem tónskáld og ekki síður sem baráttumaður fyrir hagsmunum ís- lenskra tónlistamanna. Hann stofn- aði Tónskáldafélag Islands árið 1945 og STEF (samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) árið 1948. í lifanda lífi átti Jón ekki velgengni að fagna meðal landa sinna, tónverkum hans var í besta falli tekið með tómlæti, oftast mætti þeim andúð, en á seinni árum hafa augu manna lokist upp fyrir snilld hans. Sögusinfóníuna hóf Jón að semja árið 1942. Hún var síðan frumflutt í Helsinki undir stjórn Jussi Jalas, þá dálítið stytt og þannig var hún hjóðrituð á hljómplötu tuttugu og fimm árum síðar af Sinfóníuhtjóm- sveitinni undir stjórn Jussi Jalas. Samningar hafa tekist milli SI og sænska útgáfufyrirtækisins BIS um útgáfu á verkum Jóns Leifs og mun Sögusinfónían verða fyrst í röðinni. Stjórnandi tónleikanna og hljóðritunarinnar er aðalhljóm- sveitarstjóri SÍ, Osmo Vánská. Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag, miðvikudaginn 1. mars, leika þau Gerður Gunnars- dóttir fiðluleikari og Einar Kr. Einars- son gítarleikari. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Flutt verða verk eftir Niccolo Pagan- ini, Mauro Giuliani og Þorkel Sigur- björnsson. í kynningu segir: „Paganini (1782-1840) var ekki einungis fiðlu- snillingur heldur einnig liðtækur gít- arleikari og samdi töluvert fyrir gítar og fiðlu, og einnig strengjakvartett með gítar. Mauro Giuliani (1781- 1829) var ítalskur gítarsnillingur og oft nefndur „Paganini gítarsins". Hann starfaði mest í Vínarborg þar sem hann spilaði m.a. fyrir Beethov- en. Þorkel Sigurþjömsson segir um verk sitt Vapp (samið 1993): „Mér fannst hreyfingar tónanna minna mig dálítið á vapp fugla.“ Gerður Gunnarsdóttir lauk einleik- araprófi í fiðluleik frá Tónlistarhá- skólanum í Köln 1991. Árið 1990 vann hún til fyrstu verðlauna í Post- bank-Sweelinck fiðlukeppninni í Amsterdam. Gerður hefur verið 3. konsertmeistari í Sinfóníu- og óperu- hljómsveit Kölnarborgar síðan í jan- úar 1992 og starfar nú tímabundið sem 2. konsertmeistari í Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hún hefur verið í Caput-hópnum síðan 1987 og leikið með Kammersveit Reykjavíkur m.a. sem einlejkari. Einar Kristján Einarsson hefur komið fram á tónleikum í Svíþjóð, Englandi og á Spáni og við margvís- leg tækifæri víða hérlendis, m.a. á Gítarhátíð á Akureyri, Sumartónleik- um í Skálholti, Sumartónleikum á Norðurlandi og Myrkum músíkdög- um. Hann hefur leikið með Caput- hópnum og Sinfóníuhljómsveit íslands og komið fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar og Kammer- sveit Reykjavíkur. Á sl. ári var Einar þátttakandi í íslenskri gítarhátíð sem haldin var í Wigmore Hall í London." Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 kr. leggur þú lið! Idag,öskudag, er fjáröflunardagur Rauða Kross íslands. Með kaupum á penna leggur þú fjölþættri starfsemi Rauða Kross íslands lið. e % ^ > il| ífl *?§ 1 ’CT fl # . § RAUÐI KROSS ISLANDS ■m———im-im ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.