Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 19
Framleiddu
Irakar
sýklavopn?
ÍRAKAR hafa ekki getað gert
grein fyrir 20-30 tonnum af
næringarvökva sem nota hefði
mátt til þess að framleiða tvö
til þrjú tonn af sýklum til efna-
vopnahernaðar. Rolf Ekeus,
sem hefur eftirlit með afvopn-
un íraka fyrir SÞ, sagði ný-
kominn úr ferð til Baghdad,
að árangur hefði náðst á öllum
sviðum í viðræðum við íraka
að undanfömu_en þeir gætu
þó enn ekki sýnt fram á hvað
varð af sérstöku næringarefni
sem þeir fluttu inn 1988-89
og kostaði þá margar milljónir
dollara.
Loka göngum
við Gaza
ÍSRAELAR lokuðu í gær
manngengum jarðgöngum
undir landamæri Gazasvæðis-
ins og ísraels, sem fundust á
mánudag. Talið er öruggt að
Palestínumenn hafi grafíð
göngin sem voru 60 metra
löng og lágu á hálfs þriðja
metra dýpi.
Erfiðleikar
í landbúnaði
JIANG Zem-
in formaður
kínverska
kommúni-
staflokksins
og Li Peng
forsætisráð-
herra hvöttu
landsmenn í
gær til þess
að gefa land-
búnaði meiri gaum. Er það
tekið til marks um vaxandi
erfiðleika Kínverja við að
brauðfæða þjóðina en akur-
lendi er þar lagt undir bygg-
ingastarfsemi í stórum stíl á
ári hveiju, þrátt fyrir áskoran-
ir yfirvalda um hið gagnstæða.
Iðrast á
Taiwan
LEE Teng-hui forseti Taiwan
baðst í gær afsökunar á fjölda-
morðum á um 18.000 inn-
fæddum Taiwönum árið 1947,
sem sveitir Chiang Kai-shek
tóku af lífi er þær gerðu eyna
að bækistöð sinni. Er þetta í
fyrsta sinn sem ráðamaður
iðrast atburðarins opinberlega.
Kúrdar deila
um tilræði
ANDSTÆÐAR fylkingar
Kúrda í írak sökuðu hverja
aðra í gær um að hafa staðið
á bak við bílsprengju sem varð
73 manns að bana í borginni
Zakho í norðurhluta íraks á
mánudag.
Gæsluliðum
rænt
NORÐUR-Kóreumenn fluttu
pólska gæsluliða Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) við vopnahlés-
línuna á Kóreuskaganum úr
búðum sínum í fyrrinótt. Talið
er að þeir hafi verið fluttir til
bæjarins Panmunjon en
sænskir gæsluliðar, sem eru í
búðum við hlið pólsku búð-
anna, reyndu árangurslaust
að ná talstöðvarsambandi við
Pólveijana í gær.
Krafa blaðsins The Financial Times eftir óvænt hrun Baringsbanka
Bankaeftirlit
stokkað upp
Reuter
FREMST sést mannlaust borð Leesons á gjaldeyrismarkaði Sing-
apore í gær, aftar starfsfólk annars banka.
London, Singapore. Reuter, The Daily
Telegraph.
ÁHYGGJUR manna á verðbréfa-
mörkuðum vegna hruns Barings-
bankans breska minnkuðu nokkuð
í gær og sögðu heimildarmenn að
fyrstu viðbrögðin, þ. e. gengisfall
nokkurra gjaldmiðla, yrðu varla
varanleg. Breskir fjölmiðlar og fjár-
málasérfræðingar eru á því að
kenna beri stjórnendum bankans um
að svo illa tókst til, þeir hafí ekki
gætt nægilegar varkámi og gefið
ungum undirmanni sínum í Singap-
ore, Nick Leeson, allt of frjálsar
hendur. Óskiljanlegt sé að ekki skuli
hafa verið bmgðist við í aðalstöðv-
unum í London áður en allt var um
seinan.
Breskir íjölmiðlar em harðorðir
um stjóm Barings. „Það er ekki
víst að eftirlitsmenn ríkisins sætti
sig að þessu sinni við kenninguna
um einn einstakan bijálæðing",
sagði Guardian. Blaðið sagði að
undanfarin tvö ár hefði starf skrif-
stofu Barings í Singapore verið end-
urskoðað vandlega að minnsta kosti
þrisvar, þar af var í eitt skiptið
endurskoðandi utan bankans að
störfum.
The Financial Times taldi að yfír-
menn Leesons hjá Baringsbanka
bæm mesta ábyrgð en einnig opin-
berir eftirlitsmenn og endurskoð-
endur bankakerfísins í Bretlandi og
Singapore. Það yrði að vera „megin-
atriði líkskoðunarinnar" að rann-
saka þennan brest í innra öryggi
kerfisins.
Ýmsar ijármálastofnanir, bresk-
ar, bandarískar, þýskar og hollensk-
ar, hyggjast bjóða í þá hluta bank-
ans sem þeim líst best á og em
þegar byijaðar að þreifa fyrir sér.
Enn óvíst um fjárhæðina
Málið er svo flókið að enn er
ekki vitað með vissu hve mikið tap
bankans raunvemlega verður, samt
talið að það geti orðið meira en
milljarður Bandaríkjadollara, yfír
66 milljarðar króna. Var þessi óvissa
ein helsta ástæða þess að ekki tókst
að fá aðra banka til að hlaupa und-
ir bagga og bjarga Barings.
Bankinn þurfti reyndar á slíkri
hjálp að halda fyrir einni öld. Þá
fékk hann hjálp, ekki vegna vænt-
umþykkju keppinautanna heldur
vegna þess að þeir óttuðust að hmn
svo áhrifamikillar lánastofnunar
gæti komið af stað keðjuverkun í
fjármálaheimi Bretlands.
Peter Baring, stjórnarformaður
Baring, sagðist telja hugsanlegt að
um svik og samsæri um vísvitandi
skemmdarverk hefði verið að ræða
en fjármálamenn í Singapore töldu
það afar ósennilegt.
Kenneth Clarke, fjármálaráð-
herra Bretlands, hét því að gerð
yrði rannsókn á því hvernig einn
maður gat kippt fótunum undan
bankanum með spákaupmennsku
sinni. Hann virtist í gær ekki trúað-
ur á að þá kenningu frammámanna
bankans að Leeson hefði verið mút-
að til að skaða Barings, engar vís-
bendingar hafa komið fram er benda
til þess, að sögn ráðherrans.
„Trylltist"
Starfsmaður hjá bandarískum
banka í Singapore var sammála
Clarke. „Tap Leesons var greinilega
afleiðing rangrar stefnu. Hann
trylltist einfaldlega og gerði allt sem
hann gat til að reyna að bæta upp
tapið. Hann flúði, eins og sannur
verðbréfasali gerir“ sagði maðurinn.
Þess má geta að stjórnendur Bar-
ings voru að láta setja upp tölvu-
kerfí sem m.a. átti að nota til að
fylgjast betur með því hvað starfs-
menn hinna ýmsu deilda og útibúa,
einnig í Singapore, voru að gera en
kerfíð var ekki komið í notkun. Tal-
ið er víst að megnið af skuldbinding-
unum hafí Leeson ákveðið síðustu
dagana fyrir hrunið.
Reyndir ráða-
menn brugðust
London, Kuala Lumpur, Singapore. Reuter, The Daily Telegraph.
ÞAÐ hefur vakið
undrun um allan heim
að gamlir og reyndir
bankamenn skuli hafa
látið 28 ára gamlan
mann leika sér með
alla fjármuni Barings-
banka á mörkuðum
Asíu. Bent hefur verið
á að hann var yfirmað-
ur sinnar deildar skrif-
stofunnar en hafði
sjálfur eftirlit með eig-
in gerðum.
Leeson er sagður
eins konar skopstæl-
ing á ungum og
framagjömum mönn-
um, uppunum svonefndu, á níunda
áratugnum er flestir telja að séu
nú að hverfa úr tísku. En þótt
þeim sé ekki hampað jafn mikið
nú og fyrir áratug eru þeir víða að.
Leeson er sjálfur af lágum stig-
um. Er fréttamenn reyndu að ná
tali af föðurnum í úthverfínu Wat-
ford í London birtist hann fokreið-
ur, með ístruna lafandi út um
skyrtuna og sagði þeim að „hunsk-
ast burt“.
Bankí á ókunnum
slóðum
Baringsbanki hefur
að jafnaði helgað sig
lánum og ráðgjöf fyrir
stórfyrirtæki og lítinn,
útvalinn hóp við-
skiptavina. Heimild-
armenn fullyrða að
æðstu ráðamenn hans
hafí lítið vit á viðskipt-
um með svonefnda
afleidda samninga er
Leeson fór svo flatt á.
Er aldraðir stjórn-
endur ræða við ungu
mennina er það oft
svo að hinir fyrr-
nefndu skilja ekki þá tækni sem
veldur því ungmennin geta verið
að leika sér að milljörðum dollara
á tölvuborðinu og allt gerist þetta
á augabragði. Heimildarmenn
segja að gömlu refírnir láti oft
skeika að sköpuðu, láti nægja að
vona að þessir undarlegu tölvuleik-
ir haldi áfram að sýna hagnað.
NÝLEG mynd
af Leeson.
Féll í stærðfræði
Leeson féll á stærðfræði í
grunnskóla en reyndist síðar hafa
gott vit á fjármálum og bankinn
var reiðubúinn að greiða honum
vel fyrir hæfíleikana. Ungi snill-
ingurinn naut lífsins í Singapore
með eiginkonu sinni, þau bjuggu
í ríkmannlegu fjölbýlishúsi og lifðu
við allsnægtir.
Það er gífurleg freisting fyrir
unga, fífldjarfa verðbréfasala að
reyna að sleppa út úr klípu sem
þeir hafa komið sér í með því að
halda áfram að taka áhættu, í von
um að þróunin verði þeim aftur í
hag, fremur en að viðurkenna
mistök. Þeir spenna því bogann æ
hærra — og stundum brestur hann
með látum.
V
i
}
Opin samfyeppni á vefjum 9-íeimiíisiðncuíarsí^óíans
um fiönnun á peijsum fifrir íiestamenn
Peysurnar mega vera hand- og/eða vélprjónaðar.
Allar innsendar peysur verða að vera úr íslensku bandi.
Allar upplýsingar og samkeppnisreglur er að fá á skrifstofu
Heimilisiðnaðarskólans, Laufásveqi 2,101 Reykjavík, sími 17800, fax 15532.
mísiEx,
ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F.
HESTAR
i
•m m
í
í
tí