Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMNINGAR UM VOR í ÞJÓÐARBÚ- SKAPNUM ÞAÐ ER VOR í lofti í íslenzkum þjóðarbúskap. Þrátt fyrir efnahagslægð og aflasamdrátt mörg undanfarin ár býr þjóðin við stöðugleika og byrjandi hagvöxt, sem mikilvægt er að festa í sessi. Enginn vafi er á því að sá árangur, sem náðst hefur að þessu leyti við erfiðar aðstæður, á fyrst og fremst rætur að rekja til þjóðarsáttarsamninganna, er gerðir voru árið 1990, og þeirrar samstöðu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem tekizt hefur að varðveita síðan. Þeir samning- ar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði nýverið sýna og ótvírætt, að aðilar hafa lagt sig fram um að raska sem minnst stöðugleikanum í samfélaginu. Efnahagslægðin og viðbrögðin, sem óhjákvæmileg voru, þrengdu kosti þjóðarinnar. Ríkisbúskapurinn hefur verið rekinn með óheyrilegum halla um langt árabil. Fjárhagsstaða sveitar- félaga hefur og versnað umtalsvert, sérstaklega hin síðari árin. En verst Iék kreppan láglaunafólkið í landinu, sem sætti rýrðum kaupmætti, minnkandi yfirvinnu og vaxandi atvinnu- leysi. Það var því ekki óeðlilegt að nokkurs óþols gætti á þeim vettvangi, eftir bættum hag, þegar byrjandi bati sagði til sín í samfélaginu. Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkti nýgerða kjara- samninga með naumum meirihluta á félagsfundi í fyrradag, 290 atkvæðum gegn 252. Það, hve mjótt var á munum, verð- ur að skoða í ljósi þrenginga í samfélaginu í heild - en þó - fyrst og fremst á láglaunaheimilum. Af þeim sökum var for- ysta verkalýðshreyfingarinnar í erfiðri stöðu. Ekki sízt forysta hinna stóru og sterku félaga, eins og Dagsbrúnar. Annars vegar varð að taka tillit til vaxandi þrýstings um kjarabætur. Hins vegar til mikilvægis þess að varðveita stöðugleikann í .efnahagslífinu sem forsendu hagvaxtar og fjölgunar starfa. Ekki verður annað sagt en að forysta Dagsbrúnar og annarra ASI-félaga hafa staðið að þessu málum af ábyrgð og festu, bæði gagnvart umbjóðendum sínum og samfélaginu í heild. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, var einn af þremur höfundum þjóðarsáttarinnar í febrúar 1990. Fáir, ef nokkrir, verkalýðsforingjar hafa verið í jafn erfiðri stöðu og hann á vettvangi síns félags. Naumur meirihluti með samningunum sýnir, að formaður Dagsbrúnar hefur metið rétt, hve erfið staða félagsmanna hans væri og í því ljósi ber að skoða yfirlýsingar hans síðustu vikur fyrir samkomulagið. Guðmundur J. Guðmundsson á virðingu skilið fyrir hlut hans að kjarasamningum frá ársbyijun 1990. ÚRELT VINNUBRÖGÐ AVIÐSKIPTASÍÐU Morgunblaðsins í gær var sagt frá skýrslu sem Þóroddur Th. SigurðsSon verkfræðingur hefur unnið fyrir Aflvaka Reykjavíkur. í skýrslunni er gagn- rýnt hvernig staðið hefur verið að því að laða orkufrekan iðn- að til Iandsins. Tvennt sé einkum orsökin fyrir slælegum ár- angri í þeim efnum, of mikil pólitísk afskipti og of litlar mark- aðsrannsóknir. í skýrslunni er Iagt til að Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar (MIL) verði efld til þess að auka megi markaðsrannsóknir. Byggja þurfi upp góðan gagnabanka og hefja markaðstengda leit að líklegum fjárfestum. Um núver- andi aðstæður skrifstofunnar segir hins vegar í skýrslunni: „Starfsmenn MIL eru nú aðeins tveir auk ritara en yfir henni eru fimm pólitískt skipaðir stjórnarmenn, sem vart eru þess megnugir að leggja mikið til málanna ef nauðsynlegar grunn- upplýsingar eru af skornum skammti." Það er vafalaust álitamál, hvort efla á Markaðsskrifstofuna eða leita annarra leiða en vandamálið, sem hér er bent á, er raunar ekki nýtt af nálinni. Pólitísk afskipti annars vegar og skortur á rannsóknum hins vegar eru að minnsta kosti hluti skýringar þess hvernig fór fyrir sumum þeim nýju atvinnu- greinum, sem hér voru bundnar vonir við, til dæmis loðdýra- rækt og fiskeldi. Oftrú á pólitískar lausnir og takmarkað tillit til lögmála markaðarins og framtíðarhorfa komu þessum grein- um, sem hefðu getað orðið vænlegir vaxtarbroddar, ef rétt hefði verið á haldið, í ógöngur. Nú ættu menn hins vegar að hafa lært af reynslunni og áttað sig á því að gömlu vinnubrögðin eru úrelt. Þörf er á að taka upp nýja starfshætti í leit að erlendri fjárfestingu og leggja aukna áherzlu á rannsóknir, bæði til þess að finna vænlega erlenda fjárfesta og til að geta veitt þeim sem beztar upplýsingar um aðstæður hér á landi, markaðshorfur og fleira af því taginu. Slík vinna er auðvitað fyrst og fremst verkefni fagmanna. Stjórnmálamennirnir koma svo til sögu, þegar taka þarf ákvarðanir á grundvelli vinnu þeirra. NORRÆNT MENNINGAR- OG FRÆÐ SAMSTARF er nauðsynlegt hvort sem er á milli einsta Islenskt skólast góðs af norrænu Norræna ráðherranefndin ghefur veitt fé til ýmissa verkefna svo sem hlustunarefnis í dönsku fyrir grunnskólanema, bókmennta- verkefna og kennsluefnis í landafræði á myndböndum auk ýmissa samskiptaverk- efna í grunn- og framhaldsskólum. FYRSTA sérhannaða náms- efnið til þjálfunar í hlustun á dönsku fyrir íslenska grunnskólanemendur er að sjá dagsins ljós þessa dagana, þrátt fyrir að danska hafi verið skyldufag í nokkra áratugi. Efnið er allt unnið að af íslenskum kenn- urum, en um er að ræða sex hlust- unarspólur og þijú verkefnahefti. Fjöldi annars nýs kennsluefnis er einnig að koma á markað, meðal annars bókmennta-, menningar- og samskiptaverkefni, svo og kennslu- efni í landafræði á myndböndum. Norræna ráðherra- __________ nefndin hefur veitt fé til allra verkefnanna sem falla undir svokallaða Nordmál-áætlun, en það er fimm ára áætlun nefndarinnar um aukin samskipti milli Norður- landa. Biynhildur Ragnars- dóttir kennsluráðgjafi og starfsmaður Norðurlandaráðs bend- ir á að íslenskt skólastarf njóti mjög svo góðs af norrænu samstarfi. „Við fáum meðal annars kennslubækur á móðurmáli sem eru unnar í samvinnu við móðurmáls- kennara á Norðurlöndum, samnorr- æn endurmenntunarnámskeið kennara auk alls kyns námskeiða- halds og styrkja sem kennarar geta sótt um,“ segir hún. Lifandi menningarmiðlun Menningarmálaráðherra Norður- Þetta er í fyrsta sinn sem útbúið er sérhannað hlustunarefni í dönsku fyrir grunnskóla. landanna hafa einnig styrkt norræn skólaverkefni eins og þemalýsingar fyrir nemendur í grunnskólum og lifandi menningarmiðlun í mennta- skólum í tengslum við þá klúbba- starfsemi sem þar fer fram. „Lif- andi menningarmiðlun er enn á hugmyndastigi en getur orðið skemmtilegt verkefni, þar sem tungumálið er tæki í samskiptum en ekki markmið," segir Brynhildur. „Tökum sem dæmi skóla þar sem kvikmynda- eða myndbandsklúbbar eru starfræktir. Þar yrði hægt að fá fagmann frá einhveiju Norður- ------- landanna til þess að vinna með nemendum í viku og leiðbeina þeim. Með þessu móti er hægt að tengja tungumálið við það sem nemendur eru að fást við.“ Að þemalýsingunum stendur hópur reyndra kennara sem þekkja vel til aðstæðna í íslenskum skólum og viðkomandi löndum. Við- fangsefnin eru fjölbreytt og henta vel sem smærri verkefni einstakl- inga og fámennra hópa eða til þemavinnu í heilum bekkjum eða skólum. Markhópurinn er nemendur grunnskóla en sum verkefni geta einnig hentað í framhaldsskóla, en verkefnunum er skipt í þijú þyngd- arstig. Gengið er út frá því efni sem er til á skóla- og almenningsbóka- söfnum, á tölvudisklingum og í gagnabönkum. Jafnframt er ýtt BRYNHILDUR Ragnarsdóttir k Norðurlandaráðs segir að verkef starf fari vaxandi i Stuðlað1 SÖgU- ( NORDLIV, fortíð - nútíð - fram- tíð - er sameiginlegt verkefni Norrænu félaganna fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefninu er ætlað er að stuðla að samnorrænni sögu- og menn- ingarvitund og skiptist í fimm meginþætti, grasrótar- og vina- bæjasamstarf, skóla- og fræðslu- verkefni, söfn og menningar- stofnanir, sagnfræði á háskóla- stigi og fjölmiðla. Hugmyndin er komin frá Finnum, sem óttuðust að þegar flestar Norðurlanda- þjóðanna væru gengnar í eða væru að huga að inngöngu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.