Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Umbúðir heimsins HÖNNUN Gallcrí Úmbra ÖSKJUR GRÍMA EIK KÁRADÓTTIR Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 8. mars. Aðgangur ókeypis. UMBÚÐIR af öllu tagi eru í hugum flestra auðvirðileg einnota fyrirbrigði, öðru fremur til trafala í hinu daglega lífí; þær skulu rifn- ar af innihaldinu og þeim síðan fleygt. Ógnvænlegur hluti alls þess sorps sem maðurinn dreifír í kringum sig er af þessu tagi, og virðist ekkert lát á hvemig það eykst og margfaldast. En það má nálgast umbúðir frá öðru sjónarhorni, og líta á þær sem varanlegan hlut, sem getur bæði verið nýtilegur og fagur í senn. Með slíku viðmóti má sporna við ruslinu, og um leið leggja nokkuð til að bæta mannlegt umhverfí. Þetta er sú nálgun sem blasir við á þessari litlu sýningu. Gríma Eik Káradóttir útskrifaðist frá textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1990, þar sem hún hefur augljóslega tileinkað sér virðingu fyrir ólíkum efnum og möguleikum þeirra, því hér kemur ýmislegt á óvart. í fyrsta lagi er það viðfangs- efnið, en Gríma Eik sýnir hér eingöngu öskjur af öllum stærð- um og gerðum. Fæstir myndu hugsa til þessa einfalda kring- lótta forms sem vettvangs list- rænna tilburða, en listasagan er samt sneisafull af dæmum um að góð hönnun nytjahluta hefur farið saman við aðra framþróun í listinni, og nægir að nefna leir- listina og stílbreytingar hús- gagna í því sambandi. Askjan er því engu síðra verkefni en t.d. stóllinn, og hin „endanlega" hönnun verður seint fundin. í öðru lagi er það efniviðurinn sem listakonan velur sér, en allar öskjurnar eru úr pappa. Þetta forgengilega efni sýnir hér á sér óvænta hlið; það er hart og þétt viðkomu, líkt og tré, og geislar af öryggi hins sterka og varan- lega. Það er aðeins við mjög ná- kvæma skoðun að hið sanna kemur í ljós. Loks er að nefna úrvinnsluna. Gríma Eik hefur litað öskjurnar í fjölbreyttum en mildum litum Gríma Eik öskjur og gengið frá lokum með mis- munandi hætti. Með uppsetning- unni er loks lögð áhersla á að hinar mismunandi stærðir af öskjum geta þjónað ólíkum hlut- verkum, allt eftir þeim leyndar- dómum sem fólk kýs að fela þeim að varðveita. Með vissum hætti má líta á þessar öskjur sem höggmyndir, þar sem sjálfstæð úrvinnsla og samsvörun við hið næsta fara saman. Hönnunarhugtakið stendur þeim þó nær, einkum þegar notagildið er haft í huga; þessir gripir eru ekki aðeins ætl- aðir til skrauts, heldur geta þeir gegnt fjölbreyttu og um leið leyndu hlutverki hirslunnar, sem geymir dulúð tilverunnar. Umbúðir heimsins þurfa þann- ig ekki að vera forgengilegur fjandi umhverfisins, sem við er- um í stöðugum vandræðum með að koma frá okkur með sóma- samlegum hætti, heldur geta þær verið sjálfsagður hluti þess sem okkur er kært í lífinu. Þessi fyrsta sýning ungrar lis- takonu er fersk og hlýleg og byggir á skemmtilegri nálgun við viðfangsefnið, sem vonandi á eft- ir að fylgja henni í framtíðinni í öðrum listrænum verkefnum. Eiríkur Þorláksson Eilífðin BðKMENNTIR Skáldsaga MEÐ HÆGÐ Höfundur: Milan Kundera. Þýð- andi: Friðrik Rafnsson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi. Útgefandi: Mál ogmenning 1995.133 síður. Verð kr. 1.780. ÞAR SEM sögumaður situr við stýrið og ekur eftir þjóðveginum, þar sem öllum liggur á, á leið í höll sem hann ætlar að dvelja í næsta einn og hálfan sólarhringinn, rifjast upp fyrir honum saga sem skrifuð var á 18. öld, um aðalskonu og ungan riddara sem óku um þennan sama veg í átt að þessari sömu höll. Bara á minni hraða. I þessari nýjustu skáldsögu sinni, sem kom út samtímis á íslandi og í Frakklandi, fjallar Kundera um tím- ann og hraðann í ótrúlegu samsafni af skemmtisögum og nánast kjafta- sögum. Og sögumaðurinn hans sér í gegnum holt og hæðir; sest bara nið- ur, horfír á atburði sem hafa átt sér stað og tengjast höllinni meira og minna; augnablik sem annaðhvort hafa gert menn að hetjum eða hund- ingjum. Hann horfir á það hvemig þráin eftir frægð og athygli leiðir menn út á hæpnar brautir og teflir á móti sögu af mönnum sem hafa leynst á bak við dulnefni en tíminn ákveðið að svipta hulunni af þeim. Augna- bliksfrægð í fjölmiðlaheimi nútímans er skammvinn og kallar á mikla út- sjónarsemi þess einstaklings sem hennar krefst; hann verður að dansa eftir lögmálum miðlanna til að frægð- arsól hans rísi sem snöggvast, til þess eins að hníga með sama hraða. I þeim heimi gerist allt hratt. En hrað- inn er andstæða tímans, athyglin andstæða ódauðleikans. Aðeins tíminn getur gert menn ódauðlega, sama hversu mikið þeir þrá frægðina. Athyglin og hraðinn eru aðeins þrö- skuldar sem menn hnjóta um, á þann hátt að allir taka eftir því og halda að það sé frægð. Þannig er þvi farið með menningarvitann Berck og þing- manninn Duberques, sem eru í harðri samkeppni við að búa til „sensasjón- ir“ í kringum sjálfa sig, fá athygli myndavélarinnar í nokkur augnablik á stangli og eru vægast sagt hlægileg- ir í viðleitni sinni. Hlægilegir, athygl- issjúkir, ófijálsir og valdalausir; ekk- ert nema sýniþörfm, því eins og sögu- maður segir, þá er frægðin „búin að tæta í sig hvem einasta snefíl af frelsi hans og hann veit það vel; nú á tím- um geta-aðeins fullkomlega skynlaus- ir menn sóst eftir því að drattast með skaftpotta frægðarinnar glamrandi á eftir sér.“ Og þótt þetta sé algild fullyrðing á sögumaður hér við Karl Bretaprins, máli sínu til stuðnings. Hann ber saman krónprinsinn sem er „valdalaus og ófijáls, en geysilega og augnablikið Milan Kundera Friðrik Rafnsson frægur" og Vaclav konung Tékka á 14. öld, sem „hafði unun af því að sækja gistihúsin í Prag og spjalla við alþýðuna án þess að nokkur vissi hver hann var. Hann var í senn valda- mikill, frægur og fijáls" - enda ljós- myndunin ekki enn fundin upp. A móti þeim Berck og Duberques teflir sögumaður fram sögunni af hefðarfrú T. og hinum unga riddara sem skrölta í hestvagni að höllinni þar sem þau eyða saman nótt - sem er svo löng að henni er skipt í þrennt. Hún er nótt nautna, nótt leiks; nótt þar sem ekki er formálalaust girt nið- ur um sig og hafðar samfarir eða látist hafa þær, eins og í sögunni sem hann segir af Vincent og Júlíu. Hjá hefðarfrú T. og riddaranum unga er tíminn vel nýttur í aðdraganda, sér- stakt tungumál viðhaft til að gefa í skyn, skapa eftirvæntingu; kitlandi daður sem gerir hvert augnablik í leiknum að nautn - og sagan verður ódauðleg, sagan Dagur ei meir sem eignuð hefur verið höfundinum Vivant Denon og er nú talin meðal þeirra bókmenntaverka sem best endur- spegla list og anda 18. aldarinnar, eftir því sem sögumaður segir. Tíminn er nautn, hraðinn er víma og nútímamaðurinn er háður hraðan- um, háður vímuástandinu, lifir fýrir augnablikið. Hann kann ekki að setj- ast niður og njóta þess að vera með sjálfum sér og öðrum; njóta þess að hlusta á orð og þögn. Andstætt við hinn erótíska leik 18. aldar konunn- ar, kastar nútímakonan sér á þann mann sem hún vill fá. Hún vill fá hann, strax, eins og þáttagerðarkon- an Immaculata vill fá Berck, og fær hann því alls ekki. Aðallega vegna þess að hann vill eitthvað allt annað, strax, en fær ekki. Þau eru af sömu tegund; tegund sem ekki hefur tíma til tjáningar og samskipta, hvað þá leikrits í heila nótt; tegund sem liggur svo á að hún nánast krefst fullnæg- ingar áður en líkamleg samskipti hefj- ast - hefur engan tíma til að njóta þeirra. Gæti dottið of lengi út úr sviðs- Ijósinu. í höllinni er alþjóðleg ráðstefna skordýrafræðinga, sem keppa um athyglina; yfírborðsleg og leiðinleg leið til að drepa tíma sem ekki er hægt að hrinda inn í hraða og al- gleymi, nema hjá þeim sem eru ötul- ir við að skreppa á bar- inn. Ráðstefnan snýst um að taka þátt í sagn- fræðilegu augnabliki þegar endurreistur vís- indamaður, sem hefur verið í byggingavinnu sökum pólitísks mis- skilnings, ávarpar þing- heim. Allir ætla að eiga hlutdeild í augnablikinu en hugsa minna um hversu mikils virði hann er sem vísindamaður og hvort hann á einhveija möguleika á að tileinka sér aftur þann hugsunarhátt og þær vinnuað- ferðir sem vísindin kalla á. Hann er frægur fyrir að hafa ekki fengið að stunda vísindin og það eitt skiptir máli. Með hægð er hreint makalaus stú- día á hræsninni, yfírdrepsskapnum, athyglissýkinni, grunnhyggninni, flóttanum og brengluðu gildismatinu sem einkennir nútímasamfélag; brenglun sem stýrt er af fjölmiðlum sem allir verða að dansa eftir. Þetta er hörð ádeila í skemmtisagnastíl og vegna þess hversu skemmtilegar sögumar eru, er auðvelt að verða fótaskortur í því völundarhúsi af gagnrýni og ádeilu sem fléttað er inn í textann. En þræðirnir eru sterkir og litríkir og smám saman renna þeir saman í heild sem opnar sýn inn í hugsunarhátt sem nútímamaðurinn þarf á að halda. Hugsunarhátt sem skefur hismið frá kjarnanum og vísar okkur leið að hægari hjartslætti, meiri íhygli, opnar augu okkar fyrir því fínlega og mikilvæga í kringum okkur og fyrir gildismati sem gerir líf hvers einstaklings ríkara í hans nánasta umhverfi. Textinn er mjög meitlaður, frá- sögnin hæg og bygging verksins mjög „kúnderísk", þ.e.a.s. mörgum sögum fer fram samtímis; sögum sem virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt vegna þess hve langt er milli þeirra í tíma. En það er ein- mitt galdurinn í þessari skáldsögu; tíminn hefur ekkert með almanakið að gera. Atburðir í sögu sem skrifuð er á 18. öld standa okkur jafn nærri og atburðir í sögu sem skrifuð er í dag. Sögumar sem virðast svo ein- faldar við fyrstu sýn, afhjúpa ólíkan hugsunarhátt, ólíkt gildismat og ólíkt hegðunarmynstur, annars vegar á 18. öld, hins vegar á 20. öld. En það hefur ekkert með tímann að gera, heldur fremur tæknina. Við lifum á hinum raunverulega tíma upplýs- inganna - og það er spurning hvert það hefur leitt okkur. Hvað þýðinguna varðar, les ég ekki frönsku og get því ekki borið textana saman. En málfar er mjög gott á þýðingunni, litríkt og lifandi i og ég verð að segja eins og er, að ég naut þess virkilega að lesa hana. 0. Súsanna Svavarsdóttir TONLIST íslcnska ópcran SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt íslensk hljómsveitarverk. Ein- söngvari Michael J; Clarke. Stjóm- andi Guðmundur Óli Gunnarsson. Laugardagurinn 25. febrúar 1995. ÞRÁTT fyrir að ekki séu til lög um tónlistarmenntun á íslandi, hvorki er varðar grunnmenntun þá í tónlist, sem ungu fólki stendur til boða í tón- listarskólum landsins eða að nokkur lagabókstafur standi um framhalds- menntun á því sviði, hafa orðið ótrú- legar framfarir varðandi alhliða tón- listarmenntun hér á landi. Það er eðlilegt að listiðja eigi sér upphaf í listþörf áhugamanna og þannig hefur háttað til á íslandi, að fyrst komu fram áhugamenn i leiklist, myndlist, tónlist og jafnvel ritlist, er með vax- andi umsvifum gátu aflað sér tekna, svo að á nokkrum áratugum reis upp fjölmenn starfsstétt listamanna. A sviði tónlistar markaði stofnun Tón- listarskólans í Reykjavik, 1930, upp- haf reglulegrar tónlistarmenntunar á íslandi, þó enn hafí ekki verið skotið undir hann grunnstoð í lögum. Sinfó- níuhljómsveit íslands hafði starfað í Ný sinfóníuhljómsveit áratugi án lagaheimildar, áður en henni var markaður starfsvettvangur með lögum. Þannig standa málin í dag að Sl er nær eina tónlistarstofn- unin, sem starfar eftir lögum og má segja, að allt annað tónlistarlíf í land- inu sé ein lögleysa, frá upphafí til enda og þar með, að í raun sé tón- listarmenntun ekki viðurkennd sem menntunarbraut í íslenska skólakerf- inu. Fyrir þá er hafa ótrú á flutningi skólastarfs frá ríkinu til sveitarfélag- anna, má benda á, að gróskan í tón- listarmenntun íslendinga er verk tón- listaráhugamanna í samvinnu við sveitatfélögin, er nutu framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar, en hann fékk þingmenn til að samþykkja lög um fjárhagsleg- an stuðning við tónlistarskóla og eru það einu lögin í landinu, sem beinlín- is snerta tónlistarmenntun. Fyrir til- styrk þessara laga sputtu upp tónlist- arskólar víða um land og þeir sem fyrir voru, náðu að auka verulega við starfsemi sína. Þessi framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar er nú að blómstra fyrir norðan, því Akureyringar hafa stofn- að sína sinfóníuhljómsveit, er þarf lík- lega að ganga í gegnum svipað þróunarferli og SÍ fyrr á árum. Heim- sókn Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands er merkur viðburður og var til þeirrar ferðar stofnað af Tónskáldafélagi ís- lands, á svo nefndum Myrkum músíkdögum. A efnisskránni voru ein- göngu íslensk verk og hófust tónleikamir á Hátíðarmarsi eftir Pál ísólfsson og var flutn- ingur verksins ótrúlega vel mótaður og skýr, þó enn eigi hljómsveitin verk að vinna-í mótun tónblæs og hver einstaklingur hennar einnig eftir að öðlast öryggi í samleik, sem tekur sinn tíma að ná valdi á. Annað verk tónleikanna var söngverk eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, sem hann nefnir Næturregn, við Ijóð eftir Davíð Stefánsson. Einsöngvari var Michael J. Clarke og flutti hann ljóðið á sann- færandi máta. Hróðmar notar hljóm- sveitina til að undir- byggja stemmningar textans og túlkar þær einnig með löngum milliköflum, sem bútar kvæðið nokkuð í sundur. Lagferli sönglínunnar er látlaust og hæfir vel tregafullu Ijóðinu, sem er í raun vögguvísa og endar á „Blómin sofna, bömin litlu dreymir við bijóst þín, móðir jörð“. Fallegt verk sem í heild var vel flutt. Michael J. Clarke er góður söngv- ari og söng sérlega vel lagaflokkinn Of Love and Death, eftir Jón Þórarinsson. Verkið er samið 1950 og var elsta verkið á tónleikunum en um leið nútí- malegast að tónskipan og byggingu. Þrátt fyrir erfiðar stundir hjá blásur- unum var nokkuð góður heildarhljóm- ur í hljómsveitinni, sérstaklega strengjunum. Hljómsveitartröll, eftir Þorkel Sigurbjömsson, er samið fyrir norræna æskulýðshljómsveit og ber Michael J. Clarke þess nokkuð merki, varðandi tónskip- an og kröfur til hljóðfæraleikaranna. Þorkell byggir á stefbrotum úr nor- rænum þjóðlögum en mest áberandi var þó það lag sem við íslendingar þekkjum með textanum „Dóttir spurði móðir sín“. Flutningur hljómsveitar- innar var ótrúlega góður og auðheyrt að hljómsveitarstjórinn kunni á tón- fiéttuleik Þorkels, sem kom afar skýrt fram hjá hljómsveitinni. Lokaverk tónleikanna var Fomir dansar, þjóð- lagasyrpa eftir undirritaðan, sem af eðlilegum ástæðum hafði því nokkum samanburð varðandi flutning verks- ins, er í heild var mjög góður og oft- lega fallega mótaður af stjómandan- um. Rétt er að óska Akureyringum til hamingju með sína sinfóníuhljóm- sveit og sé rýnt þar niður í kjölinn, er ekki annað að sjá, að þegar sé að finna vel verktæka hljóðfæraleikara, blásara, slagverksmenn og strengja- leikara, þó enn vanti nokkuð á, að norðanmenn geti fullskipað sína hljómsveit. Guðmundur Óli Gunnars- son á þama verk að vinna og hefur þegar náð góðum árangri í erfíðu starfi sínu, að byggja upp sinfóníu- hljómsveit. Við horfum fram á veginn með Guðmundi og óskum honum til hamingju með vel unnið verk. Jón Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.