Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarsýn eða fortíðar- hyggja? Stjómmálaflokkum ber að móta framtíðar- sýn. Á tímum hraðfara breytinga þýðir óbreytt ástand stöðnun eða afturför. Alþýðuflokk- urinn er ófeiminn við að setja fram stefnu sína og bendir á leiðir til betri lífskjara í land- inu. Framtíðarsýn Al- þýðuflokksins er áræð- in og óbundin af sér- hagsmunum. Þess vegna er hún líka um- deild og uppspretta frjórra umræðna í samfélaginu. Nýjasta dæmið um þetta er Evrópustefna Alþýðuflokksins, sem á sér mikinn hljómgrunn, en mætir um leið heiftugri andstöðu sérhags- munahópa og þeirra sem hefta vilja eðlilega umræðu í landinu. Evrópumálin EES-samningurinn var próf- steinn á viðhorf stjómmálaflokka til samstarfs Evrópuþjóða og þor þeirra til að takast á við nýja tíma. Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi tregur, en sölsaði um eftir að hann komst í ríkisstjóm. Framsóknar- flokkurinn hálf lamaðist af hræðslu og lagði stein í götu samningsins. Sömu sögu er að segja af Alþýðu- bandalaginu, hinn gamli þjóðlegi sósíalismi varð þar ofan á. Þrátt fyrir miklar heitstrengingar um útflutning er Alþýðubandalagið ennþá einangmnarsinnaður flokkur sem ekki þorir að skipta um utan- ríkisstefnu. Málflutningur andstæðinga EES-samningsins var dæmalaust safn öfugmæla sem flestir vilja nú gleyma. Ástæðan fyrir þessu er ein- föld. Andstaðan byggðist á ótta við samstarf Evrópuríkja, en lamandi ótti er sjaldnast heppilegur fylgi- fiskur skynsamlegra ákvarðana. Alþýðuflokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn sem frá upp- hafi til enda fylgdi samningnum um EES. Alþýðuflokkurinn hefur stigið skrefið til fulls og stefnir nú að fullri aðild þjóðarinnar að bandaiagi lýðræðisþjóða Evrópu. Flokkurinn lætur hræðsluáróður andstæðinganna sem vind um eyru þjóta. Reynslan af EES kenn- ir okkur að jákvæð skoðun á möguleikum okkar í Evrópu fram- tíðarinnar sé vænlegri framtíðar- sýn en lamandi ótti við nágranna okkar. Fortíðarhyggja Ár kalda stríðsins voru um margt þægi- leg; heimsmyndin var einföld og föst í skorð- um. Við lok kalda stríðsins og vaxandi mikilvægi Evrópusam- bandsins standa ís- lendingar á krossgöt- um. Allt tal um óbreytt ástand _er fortíðar- hyggja. ísland verður að taka sér nýja stöðu í samfélagi þjóðanna. Á þessum miklu breyt- ingatímum er ekkert til sem heitir óbreytt ástand. Það hefur óumdeil- anlega mikil áhrif á íslenskt samfé- lag og stöðu okkar í umheiminum að sækja ekki um aðild að ESB. Þeir sem vilja ekki sækja um aðild að ESB verða því að rökstyðja þá ákvörðun jafn sterkum - eða sterk- ari - rökum og þeir sem vilja sækja um aðild. Þetta grundvallaratriði vill gjaman gleymast í umræðunni. Alþýðuflokkurinn vill ekki festast Full aðild að ESB •• er, að mati Ossurar Skarphéðinssonar, lykillinn að bættum lífskjörum í landinu. í fortíðinni. Slíkt boðar afturför að okkar mati. Með því að horfa fram á við með jákvæðum huga komast menn ekki hjá því að sjá hina miklu möguleika sem Evrópusambandið býður upp á. Full aðild að ESB er að okkar mati lykillinn að bættum lífskjörum í landinu og möguleikum til áhrifa í mörgum mikilvægustu hagsmunamálum okkar. I okkar huga er þetta mál ein- falt: Hafa stjórnmálaflokkar á ís- landi þor til þess að láta á það reyna í samningum við ESB hvort mikil- vægustu þjóðarhagsmunir verði tryggðir? Hafa þeir framtíðarsýn eða eru þeir fastir í neti fortíðar- hyggjunnar? Höfundur er umhverfisráðherra. Össur Skarphéðinsson - kjarni málsins! Viðskiptafrelsi í heil- brigðisþj ónustu SÍÐARIHLUTI í FYRRI HLUTA þessarar greinar var rætt um hvernig tilvís- anaskylda minnkar sjálfræði al- mennings um val á heilbrigðisþjón- ustu. Einnig það hvernig sjúkra- tryggingar hafa verið notaðar til að niðurgreiða heilsugæslu að mestu leyti meðan sjúklingar hafa greitt sífellt meir af þjónustu sér- fræðinga uns þeir greiða hana að mestu úr eigin vasa í dag. Sú staða útilokar það að þvinguð tilfærsla heilbrigðisþjónustu frá sérfræð- ingum yfir til heilsugæslu geti þýtt annað en kostnaðarauka fyrir tryggingar og ríki. Hlutur heilbrigðis- ráðuneytis Ekki er hægt að ræða þessi mál svo að heilbrigðisráðuneytis- ins sé ekki getið sérstaklega. Þetta mikla ríkisrekstrarráðu- neyti hefur sýnt ótrúlega elju við að auka miðstýringu í þessu landi. Án tillits til þess hvaða stjómmála- flokki heilbrigðisráðherrar hafa tilheyrt hefur ríkisrekstraráráttan verið óbreytt. Þörfin fyrir einlitt ríkisrekið kerfi. Eitt nýjasta dæm- ið er heilsugæslustöðin í Álfta- mýri. Hún var stofnsett á sínum tíma fyrir sjálfstætt framtak dug- legra lækna með nokkrum stuðn- ingi Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Stöðin flutti nýlega í fullkomnara hús- næði. Læknarnir kostuðu þetta sjálfir eins og áður, en ráðuneytis- menn linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu fengið stöðina keypta í þeim tilgangi einum að því er virðist að geta bent á útþenslu síns einlita kerfis. Þetta gat gerst í miðri Reykjavík í miðri sparnað- arherferð á sama tíma og önnur heilsugæslustöð var og er enn í húsnæðiskreppu. Sérfræðingar með sjálfstæðan rekstur, sem og sjálfstætt starfandi heimilislækn- ar, njóta lítilla vinsælda í þessu musteri miðstýringar- sósíalismans á íslandi. Virðist helst stefnt að útrýmingu þeirra, a.m.k. útrýmingu hinna sjálfstæðu heimilislækna. Sama gildir um þær fáu sjúkrastofnanir sem enn dirfast að vinna fyrir sér (með dag- gjöldum) fremur en að þola ríkisframfærslu með fjárlögum. Er endurhæfingarstöðin á Reykjalundi gott dæmi um það. Heil- brigðisráðuneytið er nátttröll í nútímanum. Ótrúlega ráðríkir ráðsmenn þess eru fangar úreltra stjórnunar- og rekstrar- hugmynda. Ráðherrar hafa allir fylgt sömu hugmyndum, en hafa á starfstíma sínum sinnt eigin pólitískum markmiðum og reist heilsugæsluhallir í héruðunum heima. Aðrar hugmyndir Fyrir tæpum 10 árum skrifaði ég tvær greinar undir heitinu: „Við þurfum verðskyn á heilbrigð- ismál^ og „Tillögur til úrbóta“ (Mbl 7. og 8. mars 1985.) Gagn- rýndi ég, að á þeim tíma var heil- brigðisþjónusta svo ríflega niður- greidd að hún var ýmist ókeypis eða að afar lág föst gjöld giltu óháð öllu verði. Hvorki veitendur né neytendur í heilbrigðisþjón- ustunni gátu vitað um raunveru- legt verð á nokkrum hlut, hvorki lyfjum né læknisþjónustu innan eða utan spítala. ðhóf hins opin- bera í byggingarmálum var regla frekar en undantekning. Hin af- leita verðstýring heilbrigðisráðu- neytisins hafði margvísleg trufl- andi áhrif. Kostnaður óx afar hratt við þessar aðstæður. Sósíalismi kom í stað einstaklingsábyrgðar og vitund um fyrir- komulag trygginga þvarr. Þær tillögur sem ég setti fram 1985 gilda allar enn efnislega. Verða þær ekki raktar hér, en segja má að engin hugmynda minna hafi orðið að veruleika nema að litlu leyti hugmyndin um hlut- fallsgreiðslur sjúkl- inga fyrir lyf og sér- fræðiþjónustu. Hins vegar hafa nokkrar þessara hugmynda fundið farveg inn í stefnu Sjálfstæðisflokksins síðari árin. Sú stefna er afar sparlega notuð og að því er virðist fáum kunn. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins 1993 Landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins frá 1993 um heilbrigð- is- og tryggingamál leggur til gagngera skipulagsbreytingu í átt til einstaklings- og viðskiptafrelsis í rekstri heilbrigðismála. Þar segir m.a. í inngangi: Dregið verði úr miðstýringu og rekstri á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. Heilbrigðisútgjöld verði að- greind frá öðrum útgjaldaliðum ríkissjóðs. Tryggingakerfi verði endur- vakið. Kostnaður við alla heilbrigðis- þjónustu verði ljós. Skipulagning og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri færist til stofnana sjálfra. Aukin fjölbreytni verði í rekstr- arfyrirkomulagi. Valfrelsi einstaklinga verði tryggt. Ingólfur S. Sveinsson Listaháskóli Islands; Nýr áfangi í listasögnnni ALÞINGI samþykkti í síðustu viku frumvarp til laga um listmenntun á háskólastigi. í því felst heimild fyrir menntamálaráðherra til að ganga til samn- inga við einkaaðila um að koma á fót Listahá- skóla íslands. Tillögur um skipulag á slíkum skóla og fjármögnun hans er að finna í grein- argerð með frumvarp- inu. Menntamálanefnd Alþingis hafði málið til meðferðar og fékk já- kvæðar umsagnir um það. Um margra ára skeið hefur verið rætt, hvemig unnt væri að færa listnám hér á háskólastig. Hafa margir komið að málinu og frum- vörp verið samin, sem annaðhvort hafa dagað uppi á Alþingi eða að- eins lagst í skjalasafn menntamála- ráðuneytisins. Að frumkvæði Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra var enn skipuð nefnd til að fyalla um málið og skil- aði hún samhljóða áliti eftir nokkurra mánaða starf vorið 1993. Við, sem sátum í nefndinni, gerðum til- lögu um, að Listahá- skóli Islands yrði sjálfseignarstofnun, sem gerði samning við ríki, Reykjavíkurborg og fleiri aðila um fjár- mögnun, en þróaðist eftir eigin Iögmálum undir gæðaeftirliti menntamálaráðuneyt- isins. Ríkið legði skól- anum til fullbúið hús- næði í Laugamesi, en þangað hefur hluti Myndlista- og handíðaskóla íslands þegar flutt. Góðar viðtökur Eftir að tillögur okkar lágu fyrir voru þær rækilega kynntar fyrir listamönnum og samtökum þeirra. Tóku þær nokkmm breytingum í viðræðum menntamálaráðuneytis- ins við forráðamenn listamanna. Björn Bjarnason Bandalag íslenskra listamanna und- ir forystu Hjálmars H. Ragnarsson- ar tónskálds lýsti við svo búið ein- dregnum stuðningi sínum við fram- gang málsins. Þótti einsdæmi í sögu þess, hve einhuga öll aðildarfélögin vom. Þessi stuðningur listamanna var ákaflega mikilvægur og gefur góðar vonir um, að tafarlaust verði ráðist í að nýta þær heimildir, sem felast í nýsamþykktu framvarpi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir, að ríkisvaldið hafi allt fmmkvæði í málinu, eftir að Alþingi hefur veitt menntamálaráðherra hinar nauð- synlegu lagaheimildir og mælt fyrir um háskólakennslu í listmenntun. Nú er komið að öðrum að stofna félag um Listaháskóla íslands og semja við ríkið, Reykjavíkurborg og aðra aðila um fjármögnun hans. Er við því að búast, að Bandalag íslenskra listamanna hafi þar for- ystu. Ákveða þarf endanlega innra skipulag skólans, ráða skólameist- ara og setja skólanum þau mark- mið, sem hæfa listaháskóla. Tillög- ur um þetta allt liggja fyrir, en það var ekki Alþingis að taka afstöðu til þeirra. Áðild Bandalags íslenskra lista- manna að undirbúningi málsins, eindregin samstaða meðal allra samtaka listamanna og mikill áhugi innan þeirra skóla, sem nú starfa og koma helst við sögu, Myndlista- og handíðaskóla íslands, Leiklistar- skóla íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík em til marks um eindreg- inn vilja til að hrinda lögunum sem fyrst í framkvæmd. Alþingi samþykkti fmmvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.