Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 13
AKUREYRI
Lærði gluggaútstillingar í Danmörku
Verslanir selja út
á fallega glugga
HELGA María Símonardóttir er
nýkomin heim frá Viborg í Dan-
mörku þar sem hún var við nám
í gluggaútstillingum í skólanum
Leensbak Dekoratorskole, en skól-
inn sérhæfir sig í gluggaútstilling-
um. Námið tekur hálft ár.
„Mig hefur langað til að læra
þetta frá því ég var 17 ára,“ sagði
Helga María, en hún ætlaði upp-
haflega í slíkan skóla í Kaup-
mannahöfn en búið var að leggja
hann niður.
Námið skiptist í tvær annir, á
þeirri fyrri læra nemarnir að mála,
blanda saman litum, skera út
myndir, teikna og skrifa á skilti
svo eitthvað sé nefnt en síðari hluti
námsins er helgaður útstillingum
í verslunarglugga. Alls eru 16
nemar í einu í skólnum og eru
þeir nokkuð sjálfstæðir í náminu.
Þeir eru mikið á ferðinni um bæinn
og stilla út í glugga verslana þar,
en fyrst þarf að teikna gluggann
upp og fá samþykki kennarans.
Náminu lýkur með prófi sem tekur
eina viku, nemendur draga um
verkefni sem þeir eiga að leysa á
þeim tíma. Verkefni Helgu Maríu
var stilla út í glugga dömufatnaði.
Blóma- og borðskreytingar
Skólinn í Viborg er einkaskóli
og námið því töluvert dýrt að sögn
Helgu Maríu, en hún notaði tímann
vel og lærði auk gluggaútstilling-
anna blómaskreytingar og borð-
skreytingar, þ.e. að leggja á borð
og sjá um skreytingar fyrir stærri
veislur.
„Mig langar helst að starfa hér
á Akureyri og vona að ég fái eitt-
BRUNAHJOL
! | ^ NOHA \ \ -
Lengdir 25 og 30 Mtr.
Brunaslöngur á hjóli
og i skáp.
Heildsala - smásala
^ VATNSVIRKINN HF
ÁRMÚLA21 S:568-6455
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
-kjarni málsins!
hvað að gera. Það þykir sannað
mál að það selst mikið út á fallega
glugga,“ sagði hún. „Mig langaði
mjög mikið að læra þetta og ákvað
því að fara út þó svo ég vissi að
erfítt gæti verið að fá vinnu.“
Verslunarglugga á Akureyri
sagði hún afar misjafna, sumar
verslanir legðu mikið upp úr
gluggaútstillingum en aðrar ekki.
M.a. væri í tísku varðandi útstill-
ingar um þessár mundir að lífga
upp á gluggann með ávöxtum,
greni eða gömlum húsgögnum svo
dæmi væru nefnd.
HJOLATJAKKAR
HVERGI BETRA VERÐ!
CML hjólatjakkarnir
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þeir eru á einföldum
eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
sem ekki skaða gólf.
Verð frá
kr. 35.990
N/
Hringás hf.
Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
HELGA María Símonardóttir er nýkomin heim frá Danmörku
þar sem hún lærði gluggaútstillingar.
Náttúruverndarár Evrópu
1995
Hvað er atvinnulífíð að
gera í umhverfismálum?
Sjálfbær þróun í atvinnurekstri
og góð sambúð við umhverfíð
Ráðstefna á Hótel Sögu, 7. mars 1995
Dagskrá
11:30 Innritun.
12:00 Hádegisverður í Átthagasal.
13:00 Ávarp og setning, Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra.
13:10 Góð umhverfisstefna er góð viðskiptastefna, Laurens J. Brinkhorst, þingmaður á
Evrópuþinginu og fyrrverandi yfimiaður umhverfismála framkvæmdastjómar ESB í Brussel.
Ársalur
w *
13:40 Atvinnulífið og umhverfismál - stefnumótun VSI, Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ.
13:55 Stefnumótun fyrirtœkja í umhverfismálum, Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf.
14:10 Bœtt nýting hráefnis; meðhöndlun fljótandi úrgangs frá fiskvinnslu, Hafsteinn Helgason, lektor
við verkfræðideild Háskóla íslands.
14:25 Sambúð fyrirtækis og umhverfis, Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs
Olíuverslunar íslands hf.
14:40 í sátt við umhverfið, Geir Þórðarson, formaður Umhverfisfélags íslandsbanka.
15:00 Kaffihlé.
15:20 Hreinni framleiðslutœkni og nútíma stjórnunarhœttir, Guðjón Jónsson,
deildarstjóri umhverfisdeildar Iðntæknistofnunar íslands.
15:35 Frá orðum til athafna, Bjami Snæbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs hf.
15:50 Stefna ÍSAL í umhverfismálum, Rannveig Rist, steypuskálastjóri íslenska álfélagsins hf.
16:15 Yfirlit og lokaorð, Árni Mathiesen, alþingismaður.
16:30 Móttaka í boði umhverfisráðherra í Skála.
Ráðstefnustjóri Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, VSÍ.
Ráðstefnugjald er krónur 2.500. lnnifalið í verðinu er hádegisverður, kaffi og fundargögn.Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir
kl. 12:00, mánudaginn 6. mars nk. til KOM hf. í síma 562 2411 eða með faxi 562 3411. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér
rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra atvika.
Umhverfísráðuneytið
ISLANDSBANKI
II
Skeljungur hf.
Shell einkaumboö
Umsjón og skipulag KOM hf.