Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugráð telur nauðsynlegt að endurnýja flugbrautir á Rey kj aví kurflugvelli Ekki hægt að draga endur- nýjun af öryffgisástæðum Skákkeppni barna Hlynur Hafliðason Islands- meistari Á SUNNUDAG iauk íslandsmóti bama í skák hjá Skáksambandi ís- lands. Bömin em fædd 1984 og síðar. í fyrsta sæti var Hlynur Hafliða- son, fæddur 1985, nemi í Breiðagerð- isskóla, en hann hlaut átta vinninga af níu mögulegum. í öðm sæti var Ingibjörg Edda Birgisdóttir, fædd 1984, nemi í Breiðagerðisskóla, en hún hlaut sjö og jiálfan vinning af níu mögulegum. í þriðja til sjötta sæti var Elí B. Frímannsson, fæddur 1984, nemi í Grundaskóla, en hann hlaut sex vinninga. Með jafnmarga vinninga vora Sigurður Heiðar Hös- kuldsson, Kársnesskóla, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Hólabrekku- skóia, og Emil H. Petersen, Digra- nesskóla. FLUGRÁÐ telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafíst handa við að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Endurskoða þurfí allar hönnunarforsendur frá síðustu hugmyndum um flugstöð. í ályktun ráðsins kemur fram að um Reykjavíkurflugvöll fara árlega um 300 þúsund farþegar, eða tæplega 90% af öllum þeim sem fljúga í innanlandsflugi á íslandi. Við samþykkt flugmálaá- ætlunar árið 1986 hafi tvö af þremur sérverkefnum sem átti að fjármagna með sérframlögum á fjárlögum, verið framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli, annars veg- ar endurnýjun á flugbrautum en hins vegar bygging nýrrar flug- stöðvar. Kostnaður ekki undir 100 millj. „Enn hefur ekkert fjármagn fengist til þessara framkvæmda og nú er svo komið að af öryggisá- stæðum verður ekki hægt að draga í mörg ár að endurnýja flug- brautirnar. Flugráð hefur því gert að tillögu sinni að í slíkar fram- kvæmdir verði farið 1997 og fjár- magn tekið af framkvæmdafé flugmálaáætlunar. Þessar fram- kvæmdir era hins vegar það fjár- frekar að verulega mun draga úr framkvæmdum á öðrum stöðum þann tíma sem endurnýjunin tek- ur,“ segir í ályktuninni. Hilmar B. Baldursson formaður Flugráðs segir að hjá því verði ekki komist að setja fé í endurnýj- un fiugbrauta vegna ástands þeirra, sem stefni í að stofna ör- yggissjónarmiðum í hættu verði ekkert að gert. Bæði þurfi að und- irbyggja brautirnar á köflum og leggja nýtt slitlag. Kostnaður við þetta yrði ekki undir 100 milljón- um króna, og eigi að taka þetta fé af framkvæmdafé flugmálaá- ætlunar mundi það koma niður á framkvæmdum öðram á lands- byggðinni. „Flugstöðin, sem hefur verið miðstöð innanlandsflugsins, ann- ar í fyrsta lagi ekki lengur þeim flutningum sem um hana fara á álagstímum. í öðru lagi er það landi og þjóð til skammar að þeir skúrar sem hrúgað hefur verið hveijum utan á annan og sumir hveijir eru upprunnir frá stríðs- tímum, skuli enn vera flugstöð á flugvelli höfuðborgarinnar.“ Ráð- ið telur ekki óeðlilegt að sveitarfé- lög á Stór-Reykjavíkursvæðinu komi með einum eða öðrum hætti að þessu máli, þar sem þau eigi verulegra hagsmuna að gæta við að viðhalda mikilvægi Reykjavík- urflugvallar í samgöngukerfinu. Vörugjald á bifreiðar lækkað Mesta lækkun á bíl er 480 þúsund krónur Meðaltalslækkun á bensínbílum um 3% Verðbreytingar á dísilbifreiðum Bifreiðargerð Verð fyrir Verð eftir Jeep Cherokee 2.975.000.- 2.690.000.- Mazda 626 GLX Mercedes Benz C 200 2.295.000.- 3.075.000.- 2.220.000.- 3.025.000.- Mercedes Benz C 220 Mercedes Benz C 250 3.495.000.- 3.855.000.- 3.175.000.- 3.495.000.- Mercedes Benz E 200 Mercedes Benz E 250 3.495.000.- 4.315.000.- 3.450.000.- 3.850.000.- Mercedes Benz E 300 Mercedes Benz E 300 turbo 5.045.000.- 5.675.000.- 4.750.000.- 5.360.000.- Mercedes Benz E 300 4-Matic turbo Mitsubishi Pajero Super Wagon Mitsubishi Pajero Super W., sjálfsk. Mitsubisbi L-300 Minibus 4x4 6.610.000.- 3.800.000.- 3.950.000.- 2.690.000.- 6.180.000.- 3.494.000.- 3.632.000.- 2.384.000.- Nissan Primera SLX Nissan Patrol Wagon 1.805.000,- 3.995.000.- 1.751.000.- 3.682.000.- Nissan Patrol High Roof Wagon Nissan Terrano II Wagon SLX Nissan Terrano II Wagon SGX Opel Astra GL Station 3.591.000.- 3.026.000.- 3.150.000,- 1.530.000.- 3.310.000,- 2.819.000.- 2.943.000.- 1.420.000.- Opel Astra GL Station turbo Opel Vectra GLS 1.660.000.- 1.825.000. 1.520.000,- 1.670.000.- Opel Omega Peugeot 405 GLX 3.150.000.- 1.575.000. 2.670.000.- 1.529.000.- NÝ lög um vömgjald á ökutæki sem sett voru á lokadögum þings leiðir til allt að 60-70 þúsund kr. lækkun- ar á fólksbílum með bensínvél og allt að 300 þúsund kr. lækkun á dísilbílum. Helstu breytingarnar sem nýju lögin feia í sér er að í stað 45% vörugjalds í gjaldflokki II verður vömgjaldið 40% og ökutæki knúin dísilolíu raðast í sérstaka gjald- flokka. Breytingin tekur gildi 1. mars. Gjaldflokkar dísilknúinna öku- tækja verða fjórir. Gjaldflokkur I ef sprengirými vélar er 0-1900 rúms- entimetrar og bera þessi ökutæki 30% vörugjald, II. gjaldflokkur fyrir 1901-2500 rúmsentimetra vélar ber 40% vörugjald, III. gjaldflokkur fyr- ir 2501-3000 rúmsentimetra vélar ber 60% vöragjald og í IV. gjaldflokk falla ökutæki ef sprengirými véiar er yfir 3000 rúmsentimetrar og bera þau 70% vöragjald. Bifreiðaumboðin hafa reiknað út nýjar verðskrár í samræmi við nýtt vörugjald og er meðaltalslækkunin á fólksbílum með bensínvélum til kaup- enda er nálægt 3% en meðaltalslækk- un á dísilbílum er nálægt 10%. Mercedes-Benz E 250 dísil lækkar um 465.000 kr. Hjá Toyota er mest verðlækkun á 4Runner 3,0 1 eða 280 þúsund kr., fer úr 3.469.000 kr. í 3.189.000 kr. Corolla Touring 1,6 1 lækkar um 45.000 kr., fer úr 1.699.000 kr. í 1.654.000 kr. Hjá Jöfri hf. lækkar verð á Jeep Cherokee 2,5 I turbo diesel um 285.000 kr., fer úr 2.975.000 kr. í 2.690.000 kr. Peuge- ot 405 GTX 2,0 1 sjálfskiptur lækkar um 56.000 kr., fer úr 1.755.000 kr. í 1.699.000 kr. Ræsir hf. er með umboð fyrir Mazda og Mercedes-Benz bifreiðar. Mazda 626 2000 GLX iækkar um 80.000 kr., fer úr 2.310.000 kr. í 2.230.000 kr. Vegna hækkunar toll- gengis hækka sumar gerðir Merce- des-Benz í verði, en þó minna en að óbreyttu vörugjaldi. Þó lækkar C 180 um 50.000 kr., fer úr 2.985.000 kr. í 2.935.000 kr. og lækkun verður á öllum dísilbílum, mest um 465.000 kr. á E 250 stallbak sem fer úr 4.315.00 kr. í 3.850.000 kr. Hekla hf. er með umboð fyrir VW, Mitsubishi og á auk þess Kia bíla á Islandi sem flytur inn samnefnda bíla frá Suður-Kóreu. Kia Sportage jeppinn sem er með bensínvél lækk- ar um 178.000 kr., fer úr 2.168.000 kr. í 1.990.000 kr. Mitsubishi Space Wagon GLXio beinskiptur lækkar um 74.000 kr., fer úr 2.390.000 kr. í 2.318.000 kr. en Pajero 50 Super Wagon diesel turbo 2800 lækkar um 318.000 kr„ fer úr 3.950.000 kr. í 3.632.000 kr. VW lækkar á bilinu 43-67.000 kr. Golf CL 1800 sjálf- skiptur lækkar um 43.000 kr„ fer úr 1.370.000 kr. í 1.327.000 kr. en Vento GL 2000 sjálfskiptur lækkar um 67.000 kr„ fer úr 1.865.000 kr. í 1.798.000 kr. Mesta lækkunin á Opel Omega dísil Honda Cicic 3 dyra DXi 1,5 1 lækkar um 46.000 kr„ fer úr 1.395.000 kr. í 1.349.000 kr. en Accord LSi 2,0 1 sjálfskiptur lækkar mest, eða um 80.000 kr„ fer úr 2.265.000 kr. í 2.185.000 kr. Bílheimar hf. flytja m.a. inn Op- el. Opel Astra GL stallbakur lækkar um 50.000 kr„ fer úr 1.530.000 kr. í 1.480.000 kr. en mesta lækkunin verður á Omega 2,5 1 turbó dísil sem lækkar um 480.000 kr„ fer úr 3.150.000 kr. í 2.670.000 kr. Ingvar Helgason hf. er með um- boð fyrir Nissan og Subaru. Subam Legacy 2,0 1 GL beinsskiptur lækkar um 67.000 kr„ fer úr 2.138.000 kr. í 2.071.000 kr. Nissan Patrol Wagon 2,8 1 disil lækkar um 313.000 kr„ fer úr 3.995.000 kr. í 3.682.000 kr. Suzuki bílar eru eingöngu með bensínknúnar Suzuki bifreiðar. Þar verður lækkun á Vitara jeppanum. Mestu munar á Vitara JLXi l,d6 I fimm dyra sem lækkar um 87.000 kr„ fer úr 2.345.000 kr. í 2.258.000 kr. en aðrar útfærslur lækka um 80.000 kr. í verði. Brimborg hf. er með umboð frá fjórum framleiðendum, Ford, Volvo, Daihatsu og Citroen. Almennt lækka bílarnir um 3%. Mestu munar á verðlækkun á Daihatsu Feroza, eða 60.000 kr„ sem fer úr 1.798.000 kr. í 1.738.000 kr. en Volvo 850, 2,0 1 sjálfskiptur lækkar 50.000 kr„ fer úr 2.498.000 kr. í 2.448.000 kr. þrátt fyrir að hliðar- Ioftpúðar bætist við sem staðalbún- aður í allar Volvo 850 bifreiðar frá og með 1. mars nk. Hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um lækkar Renault um 34-61.000 kr. Renault 19 RT 1,8 1 sjálfskiptur lækkar um 40.000 kr„ fer úr 1.569.000 kr. í 1.529.000 kr. en Renault Laguna RT 2,0 1 lækkar um 61.000 kr„ fer úr 1.759.000 kr. í FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík mun væntanlega koma saman til fundar í vikunni til að ganga frá breytingum á listanum vegna þess að Markús Örn Antons- son hefur ákveðið að hætta stjórn- málaafskiptum í kjölfar þess að hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útvarpsins en hann átti að skipa 10. sæti listans. Alþingi samþykkti rétt fyrir þing- slit að breyta kosningalögum þannig að Flakkarinn svokallaði, sem verið hefur uppbótarþingsæti óbundið kjördæmum, verður fast uppbótar- þingsæti í Reykjavík. Við það fjölgar alþingismönnum kjördæmisins úr 18 í 19. Flokkarnir miða yfirleitt við að 1.698.000 kr. Hyundai lækkar á bil- inu 35-50.000 kr. í verði. Accent 1500 GLSi lækkar um 35.000 kr„ fer úr 1.119.000 kr. í 1.084.000 kr. en Sonata 2000 GLSi 2,0 1 lækkar um 50.000 kr„ fer úr 1.598.000 kr. í 1.548.000 kr. hafa á framboðslistum sínum tvö- falda þingmannatölu kjördæmisins. Því eru 36 nöfn á þeim listum sem gengið hefur verið frá í Reykjavík. Er það til athugunar hjá flokkunum hvort ástæða sé til að bæta tveimur nýjum nöfnum á framboðslistana vegna færslu Flakkarans. Baldur Guðlaugsson, formaður stjómar fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík, segir að það verði ákveðið á fulltrúaráðsfundi sem væntanlega verður haldinn í vikunni hvort nöfnum verði bætt við um leið og tekin verður ákvörðun um breyt- ingar á listanum vegna brotthvarfs Markúsar Arnar. 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, ioggiltur fasteignasali Nýjar á fasteignamarkaönum til sýnis og sölu: Suðurendi - sérþvhús - frábært verð Mjög góð óvenju stór 5 herb. endaíb. á 1. hæð v. Hjallabraut, Hf. um 140 fm. 4 rúmg. svefnherb. m. innb. skápum. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Útsýni. Skipti mögul. á einbh. í Hafnarf. m/a.m.k. 5 svefnherb. í nágrenni Kjarvaisstaða í tvíbhúsi 3ja herb. íb. á neðri hæð í reisul. steinh. Gott rými fylgir í kj. Nánari uppl. á skrifst. Milli Botnsár og Rangár Þurfum að útvega jörð fyrir traustan kaupanda. Skipti mögul. á úrvals- eign í lyftuhúsi. Nánari uppl. veitir Lárus á skrifst. í Hafnarfirði óskast gott einb- eða raðhús m/a.m.k. 5 rúmg. svefnherb. Ennfremur lítið sérbýli m. 3ja-4ra herb. íb. Má þarfn. endurbóta. • • • FJöldi góöra eigna í skiptum. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA f A5TEIGNASALAN ÍÁÍJGÁvÉGM8SÍMÁR2ÍÍ5r^2Í37Ö Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Akvörðun um 10. sætið í vikunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.