Morgunblaðið - 01.03.1995, Side 10

Morgunblaðið - 01.03.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugráð telur nauðsynlegt að endurnýja flugbrautir á Rey kj aví kurflugvelli Ekki hægt að draga endur- nýjun af öryffgisástæðum Skákkeppni barna Hlynur Hafliðason Islands- meistari Á SUNNUDAG iauk íslandsmóti bama í skák hjá Skáksambandi ís- lands. Bömin em fædd 1984 og síðar. í fyrsta sæti var Hlynur Hafliða- son, fæddur 1985, nemi í Breiðagerð- isskóla, en hann hlaut átta vinninga af níu mögulegum. í öðm sæti var Ingibjörg Edda Birgisdóttir, fædd 1984, nemi í Breiðagerðisskóla, en hún hlaut sjö og jiálfan vinning af níu mögulegum. í þriðja til sjötta sæti var Elí B. Frímannsson, fæddur 1984, nemi í Grundaskóla, en hann hlaut sex vinninga. Með jafnmarga vinninga vora Sigurður Heiðar Hös- kuldsson, Kársnesskóla, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Hólabrekku- skóia, og Emil H. Petersen, Digra- nesskóla. FLUGRÁÐ telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafíst handa við að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Endurskoða þurfí allar hönnunarforsendur frá síðustu hugmyndum um flugstöð. í ályktun ráðsins kemur fram að um Reykjavíkurflugvöll fara árlega um 300 þúsund farþegar, eða tæplega 90% af öllum þeim sem fljúga í innanlandsflugi á íslandi. Við samþykkt flugmálaá- ætlunar árið 1986 hafi tvö af þremur sérverkefnum sem átti að fjármagna með sérframlögum á fjárlögum, verið framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli, annars veg- ar endurnýjun á flugbrautum en hins vegar bygging nýrrar flug- stöðvar. Kostnaður ekki undir 100 millj. „Enn hefur ekkert fjármagn fengist til þessara framkvæmda og nú er svo komið að af öryggisá- stæðum verður ekki hægt að draga í mörg ár að endurnýja flug- brautirnar. Flugráð hefur því gert að tillögu sinni að í slíkar fram- kvæmdir verði farið 1997 og fjár- magn tekið af framkvæmdafé flugmálaáætlunar. Þessar fram- kvæmdir era hins vegar það fjár- frekar að verulega mun draga úr framkvæmdum á öðrum stöðum þann tíma sem endurnýjunin tek- ur,“ segir í ályktuninni. Hilmar B. Baldursson formaður Flugráðs segir að hjá því verði ekki komist að setja fé í endurnýj- un fiugbrauta vegna ástands þeirra, sem stefni í að stofna ör- yggissjónarmiðum í hættu verði ekkert að gert. Bæði þurfi að und- irbyggja brautirnar á köflum og leggja nýtt slitlag. Kostnaður við þetta yrði ekki undir 100 milljón- um króna, og eigi að taka þetta fé af framkvæmdafé flugmálaá- ætlunar mundi það koma niður á framkvæmdum öðram á lands- byggðinni. „Flugstöðin, sem hefur verið miðstöð innanlandsflugsins, ann- ar í fyrsta lagi ekki lengur þeim flutningum sem um hana fara á álagstímum. í öðru lagi er það landi og þjóð til skammar að þeir skúrar sem hrúgað hefur verið hveijum utan á annan og sumir hveijir eru upprunnir frá stríðs- tímum, skuli enn vera flugstöð á flugvelli höfuðborgarinnar.“ Ráð- ið telur ekki óeðlilegt að sveitarfé- lög á Stór-Reykjavíkursvæðinu komi með einum eða öðrum hætti að þessu máli, þar sem þau eigi verulegra hagsmuna að gæta við að viðhalda mikilvægi Reykjavík- urflugvallar í samgöngukerfinu. Vörugjald á bifreiðar lækkað Mesta lækkun á bíl er 480 þúsund krónur Meðaltalslækkun á bensínbílum um 3% Verðbreytingar á dísilbifreiðum Bifreiðargerð Verð fyrir Verð eftir Jeep Cherokee 2.975.000.- 2.690.000.- Mazda 626 GLX Mercedes Benz C 200 2.295.000.- 3.075.000.- 2.220.000.- 3.025.000.- Mercedes Benz C 220 Mercedes Benz C 250 3.495.000.- 3.855.000.- 3.175.000.- 3.495.000.- Mercedes Benz E 200 Mercedes Benz E 250 3.495.000.- 4.315.000.- 3.450.000.- 3.850.000.- Mercedes Benz E 300 Mercedes Benz E 300 turbo 5.045.000.- 5.675.000.- 4.750.000.- 5.360.000.- Mercedes Benz E 300 4-Matic turbo Mitsubishi Pajero Super Wagon Mitsubishi Pajero Super W., sjálfsk. Mitsubisbi L-300 Minibus 4x4 6.610.000.- 3.800.000.- 3.950.000.- 2.690.000.- 6.180.000.- 3.494.000.- 3.632.000.- 2.384.000.- Nissan Primera SLX Nissan Patrol Wagon 1.805.000,- 3.995.000.- 1.751.000.- 3.682.000.- Nissan Patrol High Roof Wagon Nissan Terrano II Wagon SLX Nissan Terrano II Wagon SGX Opel Astra GL Station 3.591.000.- 3.026.000.- 3.150.000,- 1.530.000.- 3.310.000,- 2.819.000.- 2.943.000.- 1.420.000.- Opel Astra GL Station turbo Opel Vectra GLS 1.660.000.- 1.825.000. 1.520.000,- 1.670.000.- Opel Omega Peugeot 405 GLX 3.150.000.- 1.575.000. 2.670.000.- 1.529.000.- NÝ lög um vömgjald á ökutæki sem sett voru á lokadögum þings leiðir til allt að 60-70 þúsund kr. lækkun- ar á fólksbílum með bensínvél og allt að 300 þúsund kr. lækkun á dísilbílum. Helstu breytingarnar sem nýju lögin feia í sér er að í stað 45% vörugjalds í gjaldflokki II verður vömgjaldið 40% og ökutæki knúin dísilolíu raðast í sérstaka gjald- flokka. Breytingin tekur gildi 1. mars. Gjaldflokkar dísilknúinna öku- tækja verða fjórir. Gjaldflokkur I ef sprengirými vélar er 0-1900 rúms- entimetrar og bera þessi ökutæki 30% vörugjald, II. gjaldflokkur fyrir 1901-2500 rúmsentimetra vélar ber 40% vörugjald, III. gjaldflokkur fyr- ir 2501-3000 rúmsentimetra vélar ber 60% vöragjald og í IV. gjaldflokk falla ökutæki ef sprengirými véiar er yfir 3000 rúmsentimetrar og bera þau 70% vöragjald. Bifreiðaumboðin hafa reiknað út nýjar verðskrár í samræmi við nýtt vörugjald og er meðaltalslækkunin á fólksbílum með bensínvélum til kaup- enda er nálægt 3% en meðaltalslækk- un á dísilbílum er nálægt 10%. Mercedes-Benz E 250 dísil lækkar um 465.000 kr. Hjá Toyota er mest verðlækkun á 4Runner 3,0 1 eða 280 þúsund kr., fer úr 3.469.000 kr. í 3.189.000 kr. Corolla Touring 1,6 1 lækkar um 45.000 kr., fer úr 1.699.000 kr. í 1.654.000 kr. Hjá Jöfri hf. lækkar verð á Jeep Cherokee 2,5 I turbo diesel um 285.000 kr., fer úr 2.975.000 kr. í 2.690.000 kr. Peuge- ot 405 GTX 2,0 1 sjálfskiptur lækkar um 56.000 kr., fer úr 1.755.000 kr. í 1.699.000 kr. Ræsir hf. er með umboð fyrir Mazda og Mercedes-Benz bifreiðar. Mazda 626 2000 GLX iækkar um 80.000 kr., fer úr 2.310.000 kr. í 2.230.000 kr. Vegna hækkunar toll- gengis hækka sumar gerðir Merce- des-Benz í verði, en þó minna en að óbreyttu vörugjaldi. Þó lækkar C 180 um 50.000 kr., fer úr 2.985.000 kr. í 2.935.000 kr. og lækkun verður á öllum dísilbílum, mest um 465.000 kr. á E 250 stallbak sem fer úr 4.315.00 kr. í 3.850.000 kr. Hekla hf. er með umboð fyrir VW, Mitsubishi og á auk þess Kia bíla á Islandi sem flytur inn samnefnda bíla frá Suður-Kóreu. Kia Sportage jeppinn sem er með bensínvél lækk- ar um 178.000 kr., fer úr 2.168.000 kr. í 1.990.000 kr. Mitsubishi Space Wagon GLXio beinskiptur lækkar um 74.000 kr., fer úr 2.390.000 kr. í 2.318.000 kr. en Pajero 50 Super Wagon diesel turbo 2800 lækkar um 318.000 kr„ fer úr 3.950.000 kr. í 3.632.000 kr. VW lækkar á bilinu 43-67.000 kr. Golf CL 1800 sjálf- skiptur lækkar um 43.000 kr„ fer úr 1.370.000 kr. í 1.327.000 kr. en Vento GL 2000 sjálfskiptur lækkar um 67.000 kr„ fer úr 1.865.000 kr. í 1.798.000 kr. Mesta lækkunin á Opel Omega dísil Honda Cicic 3 dyra DXi 1,5 1 lækkar um 46.000 kr„ fer úr 1.395.000 kr. í 1.349.000 kr. en Accord LSi 2,0 1 sjálfskiptur lækkar mest, eða um 80.000 kr„ fer úr 2.265.000 kr. í 2.185.000 kr. Bílheimar hf. flytja m.a. inn Op- el. Opel Astra GL stallbakur lækkar um 50.000 kr„ fer úr 1.530.000 kr. í 1.480.000 kr. en mesta lækkunin verður á Omega 2,5 1 turbó dísil sem lækkar um 480.000 kr„ fer úr 3.150.000 kr. í 2.670.000 kr. Ingvar Helgason hf. er með um- boð fyrir Nissan og Subaru. Subam Legacy 2,0 1 GL beinsskiptur lækkar um 67.000 kr„ fer úr 2.138.000 kr. í 2.071.000 kr. Nissan Patrol Wagon 2,8 1 disil lækkar um 313.000 kr„ fer úr 3.995.000 kr. í 3.682.000 kr. Suzuki bílar eru eingöngu með bensínknúnar Suzuki bifreiðar. Þar verður lækkun á Vitara jeppanum. Mestu munar á Vitara JLXi l,d6 I fimm dyra sem lækkar um 87.000 kr„ fer úr 2.345.000 kr. í 2.258.000 kr. en aðrar útfærslur lækka um 80.000 kr. í verði. Brimborg hf. er með umboð frá fjórum framleiðendum, Ford, Volvo, Daihatsu og Citroen. Almennt lækka bílarnir um 3%. Mestu munar á verðlækkun á Daihatsu Feroza, eða 60.000 kr„ sem fer úr 1.798.000 kr. í 1.738.000 kr. en Volvo 850, 2,0 1 sjálfskiptur lækkar 50.000 kr„ fer úr 2.498.000 kr. í 2.448.000 kr. þrátt fyrir að hliðar- Ioftpúðar bætist við sem staðalbún- aður í allar Volvo 850 bifreiðar frá og með 1. mars nk. Hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um lækkar Renault um 34-61.000 kr. Renault 19 RT 1,8 1 sjálfskiptur lækkar um 40.000 kr„ fer úr 1.569.000 kr. í 1.529.000 kr. en Renault Laguna RT 2,0 1 lækkar um 61.000 kr„ fer úr 1.759.000 kr. í FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík mun væntanlega koma saman til fundar í vikunni til að ganga frá breytingum á listanum vegna þess að Markús Örn Antons- son hefur ákveðið að hætta stjórn- málaafskiptum í kjölfar þess að hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útvarpsins en hann átti að skipa 10. sæti listans. Alþingi samþykkti rétt fyrir þing- slit að breyta kosningalögum þannig að Flakkarinn svokallaði, sem verið hefur uppbótarþingsæti óbundið kjördæmum, verður fast uppbótar- þingsæti í Reykjavík. Við það fjölgar alþingismönnum kjördæmisins úr 18 í 19. Flokkarnir miða yfirleitt við að 1.698.000 kr. Hyundai lækkar á bil- inu 35-50.000 kr. í verði. Accent 1500 GLSi lækkar um 35.000 kr„ fer úr 1.119.000 kr. í 1.084.000 kr. en Sonata 2000 GLSi 2,0 1 lækkar um 50.000 kr„ fer úr 1.598.000 kr. í 1.548.000 kr. hafa á framboðslistum sínum tvö- falda þingmannatölu kjördæmisins. Því eru 36 nöfn á þeim listum sem gengið hefur verið frá í Reykjavík. Er það til athugunar hjá flokkunum hvort ástæða sé til að bæta tveimur nýjum nöfnum á framboðslistana vegna færslu Flakkarans. Baldur Guðlaugsson, formaður stjómar fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík, segir að það verði ákveðið á fulltrúaráðsfundi sem væntanlega verður haldinn í vikunni hvort nöfnum verði bætt við um leið og tekin verður ákvörðun um breyt- ingar á listanum vegna brotthvarfs Markúsar Arnar. 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, ioggiltur fasteignasali Nýjar á fasteignamarkaönum til sýnis og sölu: Suðurendi - sérþvhús - frábært verð Mjög góð óvenju stór 5 herb. endaíb. á 1. hæð v. Hjallabraut, Hf. um 140 fm. 4 rúmg. svefnherb. m. innb. skápum. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Útsýni. Skipti mögul. á einbh. í Hafnarf. m/a.m.k. 5 svefnherb. í nágrenni Kjarvaisstaða í tvíbhúsi 3ja herb. íb. á neðri hæð í reisul. steinh. Gott rými fylgir í kj. Nánari uppl. á skrifst. Milli Botnsár og Rangár Þurfum að útvega jörð fyrir traustan kaupanda. Skipti mögul. á úrvals- eign í lyftuhúsi. Nánari uppl. veitir Lárus á skrifst. í Hafnarfirði óskast gott einb- eða raðhús m/a.m.k. 5 rúmg. svefnherb. Ennfremur lítið sérbýli m. 3ja-4ra herb. íb. Má þarfn. endurbóta. • • • FJöldi góöra eigna í skiptum. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA f A5TEIGNASALAN ÍÁÍJGÁvÉGM8SÍMÁR2ÍÍ5r^2Í37Ö Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Akvörðun um 10. sætið í vikunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.