Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Miðill fágnnar TUMI Magnússon: Skordýraeitur og munnvatnsskol. 1994-5. MYNPLIST Listasafn.Kópavogs — Gerðarsafn MÁLVERK SAMSÝNING Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 19. mars. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 500. ÞAÐ vekur athygli hversu vel hefur verið gert við málverkið í Kópavoginum í vetur. Hér er kom- in þriðja sýning Listasafnsins í röð, þar sem málverkið er þungamiðjan, og hér má segja að enn sé málverk- ið nálgast með nýjum hætti. Er rétt að hvetja listunnendur til að líta framtakið eigin augum. Til að auka vægi málverksftis hin síðari ár hefur því oft verið haldið fram að hér sé um eins konar endurreisn að ræða, þar sem það hafi horfið af vettvangi skap- andi lista í kjölfar listhræringa á sjöunda áratugnum. í aðfaraorð- um sýningarskrár segir Guðbjörg Kristjánsdóttir m.a. í þessu sam- hengi: „Sú skoðun varð almenn meðal yngri kynslóðar listamanna að breyttar forsendur kölluðu á nýjar aðferðir í listum og málverk- ið var dæmt úr leik sem úreltur miðill." Þessi vinsæla kenning um tíma- bundinn dauða málverksins á sjö- unda áratugnum stenst þó illa, a.m.k. hvað varðar þróun mynd- lista hér á landi, hvort sem ein- göngu er litið til SÚM-hópsins eða annarra ungra listamanna sjöunda áratugarins. Tryggvi Ólafsson og Vilhjálmur Bergsson hafa ætíð verið listmálarar öðru fremur, og á þessum tíma voru menn eins og Einar Hákonarson og Hringur Jó- hannesson einnig að hasla sér nýjan völl í íslensku málverki; upp úr 1970 bættust síðan við listmál- arar eins og Sigurður Örlygsson og Gunnar Örn, en allir þessir listamenn hafa verið í hópi okkar öflugustu myndlistarmanna alla tíð síðan. Þannig má segja að í yfírskrift sýningarinnar („Wollemi fura“) felist ónákvæm samlíking, þó vissulega sé hún ljóðræn. Annars vegar er tijátegund, sem enginn hafði hugmynd um að væri enn til og var því talin útdauð, en hins vegar er málverkið, sem hefur öll þessi ár verið til staðar allt í kring- um okkur, þó vissulega hafi vin- sældir þess og mikilvægi fyrir list- ina verið í öldudal á stundum. Hins vegar er satt og rétt að mikill hluti yngri myndlistar- manna lítur málverkið nú öðrum augum en áður var gert; það er aðeins einn þeirra fjölbreyttu miðla, sem myndlistin hefur tekið í þjónustu sína. Hér nálgast menn málverkið með nýjum hætti, eins og Tumi Magnússon segir í sýn- ingarskrá: „Kveikjan að þessari sýningu var sú hugmynd að velja saman hóp listamanna sem mála á þeim forsendum að hugmyndin, hugsunin, sé undirstaða hins sjón- ræna eða efnislega þáttar. Sem sagt, málverk sem slíkt er ekki útgangspunktur heldur aðferð. Andstætt kenningum [Clement] Greenbergs er ekki litið á málverk- ið sem eingöngu sjónræna upplif- un, heldur sem miðil fyrir hug- mynd eða hugsun. Og það er einn- ig ólíkt þeirri málaralist sem setur efnistilfínningu, form og liti ofar innihaldinu eða lítir á það sem innihald í sjálfu sér.“ Hópinn sem hefur verið valinn til sýningarinnar á þessum for- sendum fylla ýmsir áhugaverðir myndlistarmenn. Eggert Péturs- son, Hallgrímur Helgason, Húbert Nói Jóhannesson, Inga Þórey Jó- hannsdóttir, Kristinn G. Harðar- son, Kristján Steingrímur Jónsson, Ráðhildur Ingadóttir, Sigurður Ámi Sigurðsson og Tumi Magnús- son hafa öll haslað sér völl innan myndlistarinnar, og flest haldið eftirtektarverðar einkasýningar á síðustu árum. Verk þeirra hér eru í anda þess sem þau hafa áður sýnt, og falla vel að framangreindri lýsingu Tuma Magnússonar. Flest mál- verkin eru og þar með áfangar í framþróun viðkomandi sem lista- manns; einnig njóta þau hér ákveðins samhengis við verk ann- arra, sem almennt verður til að styrkja framlag hvers og eins. í verkum Hallgríms Helgasonar og Kristins G. Harðarsonar ríkir ákveðin kímni, en þegar litið er til heildarinnar má segja að áhorf- andanum verði helst hugstæð sú fágun, sem listaverkin bjóða upp á. Er þá sama hvort litið er til verka Húberts Nóa („Málverka af málverkum“), Ráðhildar (þar sem hringurinn ríkir undir heitum eins og „Milluhjól"), uppstillinga Sig- urðar Árna, andstæðna Kristjáns Steingríms, undarlegra samsetn- inga Tuma („Eggjahvíta og flug- vélabensín") eða ónefndra verka Eggerts og Ingu Þóreyjar, alls staðar er tæknileg úrvinnsla og frágangur lýtalaus - vitnisburður þess að þetta listafólk kann sann- arlega að vinna í þessum miðli. Þessi fágun ber ef til vill einnig með sér þá kyrrð, sem mun ein- kenna myndlist komandi ára. í aðfaraorðum sínum vísar Guð- björg Kristjánsdóttir til þeirra orða Hreins Friðfínnssonar um stöðu myndlistarinnar, að nú ríki viss tómleiki, sem þó eigi fullan rétt á sér og kunni að vera áhugaverður sem slíkur. Ef til vill endurspegla málverkin hér þann tómleika eða hvíld, sem myndlistin getur boðið upp á sem valkost í moldviðri þjóð- lífsins. En ef til vill endurspegla þau aðeins lognið á undan storminum. Eiríkur Þorláksson ÚR sýningunni Þótt hundrað þursar... Beaiwás Sámi Teáhter sýnir á Akureyri „Þótt hundrað þursar...“ FJÖLDI atriða á norrænu menn- ingarhátíðinni Sólstöfum, eru flutt á Akureyri og ber þar hæst sýn- ingu samíska Þjóleikhússins, Bea- iwás Sámi Teáhter á leikritinu Þótt hundrai) þursar... í íþrótta- skemmunni á Akureyri næstkom- andi laugardag kl. 20.30. Sýningin verður eingöngu sýnd á Akureyri. í kynningu segir: „í sýningunni er rakin saga samískrar menning- ar o g allar þær hættur sem henni hefur staðið ógn af. Á norsku heitir sýningin: Omsá hundre stalloer... Hún hefur hlotið heitið: „þótt hundrað þursar...“, á ís- lensku. „Stallói" er nafn á óvætti í samískri þjóðsögn. Stallói er risa- vaxinn, voldugur og hættulegur, líkt og þurs. í íslenskri þjóðtrú voru þursar stórir, heimskir og hættulegir. Sýningin var í upphafiegri gerð unnin fyrir samíska áhorfendur. Hún sló f gegn og leikhúsinu var tryggð varanleg Iífsafkoma og hefur list þeirra síðan verið helsta framlag þjóðarinnar til kynningar á þjóðararfleiðinni. Samíska þjóð- leikhúsið er hluti af norska þjóð- leikhúsinu ásamt Det norske teat- er (sem notar gömlu norskuna fyrir aðaltungumál), Det nye norske teater (sem leikur á ný- norsku) og Norsku óperunni. í sýningunni er rakin saga Sama í gegnum aldirnar með söng (jo- iki), dansi, látbragði og slagverks- spÚi. Það þarf enginn að óttast tungumálaerfiðleika, því sýningin er sérstaklega unnin fyrir þá sem ekki hafa gert heimadæmin sín í samísku í barnaskóla! Á hinum margrómuðu Vetrar- ólympíuleikum í Lillehammer í Noregi á síðasta ári var sýningin sýnd undir berum himni í frost- hörkunni. Þetta var litskrúðugt karnival í snjónutn og vakti mikla athygli." Nýjar bækur Heimili dökku fiðrildanna Verölaunabók Leenu Lander ÚT ER komin bókin Heimili dökku fíðrild- anna eftir finnsku skáldkonuna Leenu Lander. Bókin er kynnt svo: „Nóttin er stund hins iila, þá þrífst það Iíf á Eynni sem ekki þolir dagsljósið: pyntingar eiga sér stað í svefnsal drengjanna; elskendur eiga forboðna fundi; lítið bam gengur í svefni niður að sjó; morð er framið. Allt á þetta sér stað að næt- urlagi á Eyjunni þar sem drengimir vinna eins og þræl- ar meðan dagsins nýtur. En hvers vegna verða vængir fiðrildanna ekki hvítir heldur dökkir þegar þau skríða úr púpum sínum? Juhani Johansson verkfræðing- ur stendur á tímamótum í lífínu sem krefjast þess að hann líti yfír ævi sína. Frá níu ára aldri fram á unglingsár dvaldist Juhani á upptökuheimili fyrir drengi þar sem forstöðumaðurinn stjómaði drengjunum eins og sannur her- stjóri. Árin á Eynni geyma ógn- vænlega reynslu sem markar Ju- hani fyrir lífstíð." Leena Lander (f. 1955) er cand, mag. í fínnsu og bókmennt- um. Heimili dökku fiðrildanna er sjöunda skáldsaga hennar og hefur vakið mikla at- hygli. Sagan hlaut Kalevi Jantti verð- launin,^ en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir besta verk ungs höfundar; hún hlaut verðlaun finnskra út- gefenda; og var til- nefnd til Finlandia verðlaunanna, helstu bókmenntaverðlauna Finnlands. Hún var síðan tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1993. Eftir bókinni hef- ur verið gerð leikgerð sem frum- sýnd verður í Borgarleikhúsinu 4. mars. Bandarískt kvikmyndafyrir- tæki hefur keypt kvikmyndarétt- inn. Heimili dökku fiðrildanna er 252 blaðsíður, prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún er seld sem Bók mánaðarins í mars og kostar 1.385 kr. en frá 1. apríl kostar hún 1.980 krónur. Hjörtur Pálsson þýddi úr fmnsku. Leena Lander illlltlf tlltlllltlM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.