Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður Dagvistar barna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guðjón
Ólafur Jónsson, sljórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta, og Dagur B. Eggertsson, formaður
Stúdentaráðs Háskóla Islands.
Reykjavíkurborg, Félagsstofnun
stúdenta og Stúdentaráð Háskóla íslands
Heilsdagsrýmum fjölgað
fyrir börn stúdenta
REYKJAVIKURBORG, Félags-
stofnun stúdenta og Stúdentaráð
Háskóla íslands hafa undirritað
samkomulag um rekstur leikskóla
fyrir böm stúdenta. Jafnframt hafa
sömu aðilar undirritað samning um
byggingu leikskóla á stúdentagarði
við Eggertsgötu 34. Gert er ráð
fyrir að heilsdagsrýmum fyrir börn
stúdenta fjölgi úr 180 í 230. Þar
af verða allt að 30 rými ætluð börn-
um á aldrinum eins til tveggja ára.
Rekstur í höndum
Dagvistar barna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri undirritaði samkomu-
lagið fyrir hönd borgarinnar með
fyrirvara um samþykki borgarráðs.
Dagvist barna mun sjá um rekstur
leikskólans við Efrihlíð v/Stigahlíð,
sem er eign Félagsstofnunar stúd-
enta. Ennfremur rekstur leikskól-
anna við Eggertsgötu 12 og Egg-
ertsgötu 34 sem verður sameiginleg
eign Félagsstofnunar og borgarinn-
ar. Mun borgin greiða kostnað við
leikskólann og þær breytingar á
byggingunni sem hann hefur í för
með sér. Fram kemur að Félags-
stofnun stúdenta leggur fram lóð
auk 10 milljónatil framkvæmdanna
við Eggertsgötu 34.
Til umráða fyrir börn stúdenta í
Háskóla íslands verða ígildi 230
heilsdagsrýma þar með talin öll
rými í Efrihlíð og hlutdeild Félags-
stofnunar í leikskólunum við Egg-
ertsgötu 12 og 34. Gert er ráð fyr-
ir að hagsmunanefnd stúdentaráðs
hafi tillögurétt um úthlutun dag-
vistunarrýma og er nefndinni heim-
ilt að gera ráð fyrir vistun allt að
30 barna á aldrinum eins til tveggja
ára. Aðallega á leikskólann við
Eggertsgötu 34. Börn stúdenta
skulu njóta forgangs á heimilin við
Eggertsgötu.
Sveitarfélög greiði fyrir
börn af landsbyggðinni
Fram kemur að heilsdagsrýmin
230 geti skipst niður á fleiri börn
þegar um er að ræða vistun hluta
úr degi. Um einstætt foreldri við
nám í háskólanum gilda almennar
úthlutunarreglur og reiknast þeirra
rými ekki með dagvistunarrýmum
stúdenta. Þá er gert ráð fyrir að
vistuð verði böm háskólanema með
lögheimili í Reykjavík og þeirra með
lögheimili á landsbyggðinni að því
tilskildu að viðkomandi sveitarfélag
taki á sig rekstrarkostnað eins og
Dagvist barna gerir vegna reyk-
vískra barna. Um vistgjöld gitda
almennar reglur sem eru í gildi hjá
rekstraraðila en áfram verður sér-
stakur lægri gjaldflokkur fyrir börn
námsmanna. Loks er lýst yfir vilja
til að greiða fyrir sveigjanleika á
þeim árstíma þegar próf eru við
háskólann.
Frumsýning : laugardag 4. mars
2. sýning : sunnudag 5. mars
Höfundur: Leena Lander
Þýðandi: Hjörtur Pálsson
Leikgerd: Páll Baldvin Baldvinsson
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Dansahöfundur: Nanna Ólafsdóttir
Sýningarstjóri: Ingibjörg Bjarnadóttir
Leikstjóri: Eija-Elina Bergholm
Leikarar: Ari Matthíasson,
Benedikt Erlingsson, Eyjólfur Kári
Friðjónsson, Guðmundur Ólafsson,
Hanna María Karlsdóttir,
Jón Hjartarson, Jakob Þór Einarsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir,
Magnús Jónssonj Sigrún Edda
Björnsdóttir, Sigurður Karlsson,
Stefán Sturla Sigurjónsson,
Steinunn Ólafsdóttir, Theodór
Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikfélag Reykjavíkur
Borgarleikhús
Sími: 680 680
Fyrsta vél-
skóflustunga
INGIBJÖRG Sól-
rún Gísladóttir
borgarstjóri tók á
mánudag fyrstu
skóflustungu að
fjögurra deilda
leikskóla við Lau-
frima 9. Hann
mun rúma 80 börn
og eru áætluð
verklok bygging-
arinnar 22. febr-
úar 1996. Gert er
ráð fyrir bygging-
arkostnaði upp á
97 miiyónir fyrir
fullfrágengið hús
og frágenginni
lóð. Stefnt er að
því að ljúka jarð-
vinnu um miðjan
mars og verða til-
boð í framkvæmd-
ir og fullnaðarfrá-
gang lóðaropnuð
23. mars. Arkitekt
bússins er Albína
Thordarson.
Andlát
SIGFUS ORN
SIGFÚSSON
SIGFÚS Örn Sigfús-
son verkfræðingur lést
í umferðarslysi í Mary-
land-fylki í Bandaríkj-
unum aðfaranótt
mánudags.
Slysið mun hafa
orðið vegna hálku og
lentu í því 22 bílar. 9
manns slösuðust en
Sigfús var sá eini sem
lést.
Sigfús fæddist 5.
janúar 1932 í Reykja-
vík. Hann lauk fyrri-
hlutaprófi í verkfræði
frá Háskóla íslands
1955 og prófi í bygg-
ingaverkfræði frá DTH
í Kaupmannahöfn 1958.
Sigfús hefur í tæp 20
ár búið vestanhafs og
starfað fyrir Alþjóða-
bankann í Washington.
Hann var áður yfirmað-
ur áætlanagerðar Vega-
gerðar ríkisins.
Eftirlifandi eiginkona
Sigfúsar er Margrét
Jensdóttir. Hann lætur
auk þess eftir sig aldr-
aða móður, uppkomna
dóttur og tvo uppkomna
stjúpsyni.
6 vikurá
Benidorm
frá kr. 54.630*
Verðfrákr. 68560
m.v. 2 í íbúð. Century Vislamar, 23. aprfl.
Frábær aöbúnaöur:
Móttaka, veitingastaður, bar, sjónvarp, sími,
sundlaug og garður.
HEIMSFERÐIR
Austursti-æti 17,2. hæð. Sími 624600.
m.v. hjón með 2 böm.
Verðírakr. 54.630
Ótrúlegt kynningartilboð Heimsferða í fyrstu
sumarbrottförina, 23. apríl. Njóttu vorsins á Benidorm
við frábæran aðbúnað og tryggðu þér þetta ótrúlega verð
með því að bóka fyrir 10. mars. Við bjóðum glæsilegan
gististað, Century Vistamar með afbragðs aðstöðu.
23. apríl - l.júní