Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þrenn
verðlaun
afhent
ÞRENN verðlaun Norðurlanda-
ráðs voru veitt í tengslum við
þing Norðurlandaráðs. í gær-
kvöldi voru bókmennta- og tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs
afhent við hátíðlega athöfn í
Þjóðleikhúsinu. í fyrrakvöld
voru norrænu blaðamannaverð-
launin afhent.
Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur hlýtur bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs að
þessu sinni, fyrir bókina Englar
alheimsins. Einar Már er fimmti
islenzki verðlaunahafinn frá
stofnun bókmenntaverðlaun-
anna árið 1961.
Tónlistarverðlaunin hlýtur
Eric Ericson, prófessor og kór-
sljóri frá Svíþjóð. Hann þykir
hafa haft mikil áhrif á kór-
söngvara í Svíþjóð og víðar.
Hann stofnaði Kammerkórinn
(nú Kammerkór Erics Ericson)
árið 1951.
Við verðlaunaafhendinguna í
Þjóðleikhúsinu í gær lék Blás-
arakvintett Reykjavíkur verk
eftir Þorkel Sigurbjömsson.
Einar Már Guðmundsson flutti
ávarp og las úr Englum al-
heimsins. Kammerkór Erics
ÞING NORÐURLANDARÁÐS
EINAR Már Guðmundsson tekur við bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs úr hendi Geirs H. Haarde.
Ericson flutti Norræna Svítu
eftir Bo Holten, og fjögur ís-
lenzk þjóðlög í útsetningu Haf-
liða Hallgrímssonar, undir
sljórn stofnanda síns.
Báðir verðlaunahafar tóku
við verðlaunum sínum úr hendi
Geirs H. Haarde, forseta Norð-
urlandaráðs. Kynnir við athöfn-
ina var Sveinn Einarsson.
A mánudagskvöld voru
finnska blaðamanninum Tuva
Korsström afhent blaðamanna-
verðlaun Norrænu bókmennta-
og bókasafnanefndarinnar. Þau
eru veitt þeim norræna blaða-
manni, sem þykir skrifa beztu
umfjöllunina um norrænar bók-
menntir. Korsström er menn-
ingarritstjóri á Huvudstads-
bladet í Helsinki og bókmennta-
gagnrýnandi.
ERIC Ericson með tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
TUVA Korsström tekur við blaðamannaverðlaunum úr hendi
Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra.
Skiptar skoðanir um framtíð Norðurlandaráðs
Míkíll áhugí á örygg-
is- og varnarmálum
FRÁ þingi Norðurlandaráðs í gær. Davíð Oddsson í ræðustól.
Til hvers er
N or ður landar áð?
í ALMENNU umræðunum á þingi
Norðurlandaráðs í gær vörpuðu
nokkrir þingmenn fram þeirra
spumingu hvers vegna Norður-
landaráð ætti að vera gefa öðmm
löndum góð ráð og vera fyrirmynd
í alþjóðlegu samstarfi þegar ekki
væri einu sinni hægt að nota ráðið
til að leysa deilur landanna innan
þess. Hér var átt við Smugudeilu
Islendinga og Norðurlanda og deilur
Færeyinga og Dana um bankarann-
sókn.
Umræðurnar spruttu upp í kjöl-
far ræðu Marianne Jelved efna-
hagsráðherra og norræns sam-
starfsráðherra Dana, þar sem hún
undirstrikaði þátt Norðurlandanna
í að stuðla að öryggi og stöðugleika
í Evrópu. Á eftir spurði Carl I.
Hagen þingmaður norska Fram-
faraflokksins hvort það skyti ekki
skökku við að tala um að stuðla
að stöðugleika í Evrópu úr því Norð-
urlöndin gætu ekki einu sinni leyst
sín eigin deilumál og spurði Jelved
í framhaldi af því hvort Smugudeila
Norðmanna og íslendinga ætti ekki
erindi á dagskrá Norðurlandaráðs.
Jelved svaraði að deilurnar væru
mál landanna tveggja og þær gætu
þau leyst. Ef þau þyrftu aðstoð,
myndu þau væntanlega fara fram
á hana. Hagen gerði sér svarið
ekki að góðu og undirstrikaði að
hann áliti það sjálfsagt að leysa
fyrst eiginn vanda, áður en farið
væri að bjóðast til að leysa vanda
annarra.
Þessi orðaskipti urðu til að Aage
Brusgaard þingmaður danska
Framfaraflokksins spurði Marianne
Jelved hvort ekki væri ástæða til
að Norðurlandaráð ræddi banka-
hneykslið í Færeyjum, sem drægi
að sér athygli almennings bæði í
Danmörku og Færeyjum, í stað
þess að ætla sér að stilla til friðar
utan Norðurlandanna. Jelved svar-
aði stuttaralega að málið væri og
yrði rekið innan ríkjasambands
Dana og Færeyinga og #etti ekki
annars staðar heima.
UMRÆÐURNAR á þingi Norður-
landaráðs í gær snerust að miklu
leyti um áframhaldandi starf ráðs:
ins, sem nú er í endurskoðun. í
máli ræðumanna gætti ýmist
bjartsýni eða svartsýni um fram-
vindu þess. Hún réðist af hvort
tækist að glæða það pólitísku inni-
haldi í stað þess að það snerist
um of um formsatriði. Án pólitísks
þunga laðaði það ekki að sér
áhrifamikla stjómmálamenn og
þar með glataði ráðið áhrifamætti
sínum. Auk þess kom fram mikill
áhugi á að halda áfram umræðum
á vettvangi ráðsins um öryggis-
og varnarmál. I ræðu sinni benti
Davíð Oddsson forsætisráðherra á
að kanna ætti með hvaða hætti
hægt væri að nota upplýsinga-
tækni til að tengja ýmsa norræna
starfsemi betur saman.
Efnahags- og stjórnmálanefnd
komið á stofn
Til að glæða pólitíska umræðu
ráðsins hefur verið lagt til að kom-
ið verði á stofn efnahags- og
stjórnmálanefnd, sem forseti ráðs-
ins væri formaður fyrir, meðan
forsætisnefnd ráðsins hefði á sinni
könnu ýmis skipulagsmál. Um leið
færðist áherslan í starfí ráðsins
frá einstökum löndum yfir á
flokksstarf, líkt og er á þjóðþing-
unum og þingi Evrópusambands-
ins.
í ræðu sinni á þinginu í gær
sagði Hans Engell leiðtogi danska
íhaldsflokksins og formaður þing-
mannahóps íhaldsflokkanna í
Norðurlandaráði að hópurinn vildi
einfalda samstarfið innan ráðsins
svo það márkaðist síður af skrif-
ræði en því meir af stjórnmálum.
Glæða þarf póli-
tíska umræðu í
flokksstarfi
Bijóta yrði á bak aftur þá ímynd,
sem yrði æ greinilegri að Norður-
löndin splundruðust meðan Evrópa
þjappaði sér saman. í samtali við
Morgunblaðið sagði Engell að ef
ekki næðist samstaða nú um
starfshætti ráðsins gæti hann ekki
séð að forsendur yrði heppilegri
síðar. Því væri ekki að leyna að
íslensku og norsku þingmennirnir
hefðu verið hikandi við breytta
starfshætti, en íslendingarnir
hefðu síðan söðlað um og stutt
aukið pólitískt starf og hugmyndir
um breytta starfshætti. Sama
væri ekki að segja um norsku
þingmennina. Hann liti þannig á
að öflug efnahags- og stjórnmála-
nefnd yrði löndunum hvatning til
að tilnefna áhrifamikla þingmenn
í hana og um leið og einhveijir
flokkanna gerðu það væri það
hvatning til hinna að gera hið
sama, svo ekki hallaðist á þá í
nefndarstarfinu. Slíkt yrði þá
grundvöllur mikilvægra pólitískra
umræðna. Að öðrum kosti væri
hætta á að ráðið dagaði uppi.
Fundur Eystrasaltsráðsins og
Norðurlandaráðs.
Ræða Carls Bildts leiðtoga
sænskra hægrimanna var snörp
ádrepa í sama anda og ræða Eng-
ells. Bildt lagði til þijú áþreifanleg
efni, sem ræða ætti í ráðinu, nefni-
lega evrópskt varnarsamstarf og
þá einnig norræna friðargæslu-
sveit, sem hann hefur áður stung-
ið upp á, upplýsingasamfélagið og
að komið yrði á sameiginlegum
fundi Eystrasaltsráðsins og Norð-
urlandaráðs.
Gudrun Schyman formaður
sænska Vinstriflokksins tók mjög
undir að öryggis- og varnarmál
ætti að ræða á þinginu og nefndi
að vinstrisinnaðir þingmenn ráðs-
ins hefðu áhuga á sameiginlegri
norrænni stefnu í þessum máli.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra undirstrikaði einnig
að hugmyndir um norrænt sam-
starf nú fælu í sér markvissara
samstarf, ekki síst á sviði utanrík-
ismála. Því miður væri þó ekki
hægt að horfa framhjá að Norður-
löndin skiptust í tvennt eftir að
þijú þeirra væru orðin aðilar að
ESB, meðan tvö landanna stæðu
utan. Enginn vafi væri á að sam-
starfsmöguleikar hefðu verið allt
aðrir, ef öll löndin hefðu orðið
samferða inn í ESB. Almennt
gætti mikils áhuga í máli þing-
manna á umræðum um öryggis-
og varnarmál, sem um árabil voru
utan umræðusviðs þingsins.
Upplýsingatækni til
að auðvelda samstarf
í ræðu sinni kom Davíð Oddsson
inn á að meðan íslendingar hefðu
farið með formennsku í Norður-
landasamstarfínu undanfarið ár
hefði sérstaklega verið hugað að
á hvern hátt löndin gætu samrænit
starfsemi og verkefni ýmissa
stofnana. I því sambandi benti
Davíð á að í athugun væru ýmsir
áhugaverðir möguleikar á notkun
upplýsingatækni til að auðvelda
slíka samræmingu og samstarf.