Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Framhaidsskóli Almenn starfsnámsbraut - svipuö fyrir allar starfsgreinar. Breiður grundvöll fyrir faglegt starfsnám.' Faglegt starfsnám L J í eingöngu í skóla, alfarið í fyrirtæki eða með víxl- Samræmt verkun skóla starfspróf Meistaraskóli -► og fyrirtækis. í hverri Símenntun Námstími mis- starfsgrein. langur eftir starfsgrein. Háskólar Framhaldsnám STARFSNÁM getur haft mismunandi aðdraganda. Vilt þú að barnið þitt fari í iðnnám? SEGJUM sem svo að þú eigir ungling í 10. bekk grunnskóla sem lýkur prófum í vor ef allt fer á besta veg. Hvort vilt þú að barnið þitt fari í almennt nám í mennta- eða fjöl- brautaskóla eða í iðn- nám? Ekki svo að skilja að þú getir tekið fram fyrír hendur unglings- ins — en hvað ráðlegg- ur þú honum? Flestir foreldrar hvetja böm sín til að fara í fjölbraut eða menntaskóla og helst til að ljúka þar stúd- entsprófi — einfaldlega vegna þess að það er eina leiðin fyrir nemendur til að verða sér úti um almenna undirstöðumenntun. „Lærðu svo það sem þig langar til eftir að þú ert búinn að taka stúdentspróf," segjum við foreldrar gjarnan við börn okkar. Ástæðan fyrir því, að sá mögu- leiki að beina 16 ára unglingum í iðnnám er ekki aðlaðandi kostur, er m.a. að með því þrengir mjög að möguleikum þeirra nemenda til að breyta ákvörðunum sínum síðar; tækifærum ijölgar hins vegar að loknu almennu námi í framhalds- skóla. Meðan skólakerfið er svona uppbyggt eru tilraunir til að snúa þessari þróun við því dæmdar til að mistakast og það er jafnvel stór- lega ámælisvert að beina efnilegu námsfólki beint í iðnnám að loknum grunnskóla og gera því þar með þrengra um vik að breyta ákvörðun- um sínum síðar. Fimmtán og sextán ára unglingar eru þar að auki fæst- ir reiðubúnir að ákveða starfsval sitt og hafa varla forsendur til þess. Það má öllum vera ljóst, að þessi uppbygging skólakerfísins er komin í miklar ógöngur og atvinnulífið í landinu er farið að líða fyrir lélegt og furðu fábreytt starfsnám. Blind- gata iðnnámsins er á góðri leið með að gera iðnaðinn illa í stakk búinn til að glíma við breytingar í tækni og vinnuaðferðum sem þó eru óum- flýjanlegar. Úr viðjum löggiltra iðngreina Iðnnám er innan löggiltra iðn- gre'iha og annað formlegt starfsnám á framhaldsskólastigi er afar fá- breytt. Með það í huga að störfum í löggiltum iðngreinum fækkar þá kreppir enn frekar að starfsmennt- uninni. Það þarf að brjótast úr viðj- um löggiltra iðngreina og stórfjölga möguleikum til að ljúka starfs- menntun með formlegum hætti. Skilgreina þarf markmið hundraða starfsgreina, sem allar sitji við sama borð, ekki einungis í iðnaði, heldur einnig í verslun, þjónustu og sjávar- útvegi. Almenn starfsnámsbraut í stað þess að starfsnám sé utan alfaraleiða, eins og nú er, þarf að breyta framhaldsskólum þannig, að þar verði hægt að velja á milli al- mennra starfsnámsbrauta og bók- námsbrauta, og hvorum tveggju væri hægt að Ijúka með stúdents- Guðbrandur Magnússon prófi á jafn löngum tíma ef nemendur vilja það. Nám á almennri starfsnámsbraut á að vera spennandi og krefjandi. Þar ætti að leggja áherslu á að búa nemendur undir ævilangt nám og stöð- ugar breytingar á tækni og vinnuaðferð- um. Ef starfsnám felst eingöngu í því að læra ákveðna tækni, t.d. að nota ákveðin forrit eða verklag, þá verður slíkt nám örugglega úrelt á örfáum árum. Þannig er um stóran hluta náms í mörgum iðngreinum. Almennt starfsnám á hins vegar að gera nemendum kleift að bæta stöðugt við sig nýrri kunnáttu; breiður grundvöllur undir faglegt starfsnám. Almenn starfsnámsbraut ætti að vera eins eða svipuð fyrir allar starfsgreinar, námið gæti verið eins til tveggja ára og þar ætti að leggja áherslu á tölvur, upplýsingatækni og gagnavinnslu, umhverfismál, gæði og þjónustu, samstarf og for- ystu, hönnun og skapandi hugsun auk íslensku, erlendra tungumála og stærðfræði. Faglegt starfsnám Að loknu prófi frá almennri starfsnámsbraut gætu nemendur annaðhvort haldið áfram námi til stúdentsprófs eða farið í faglegt starfsnám í ákveðinni starfsgrein, eingöngu í fyrirtæki, alfarið í skóla eða með víxlverkun skóla- og vinnu- staðanáms. Nú þegar er öflugt menntunarstarf rekið í mörgum fyrirtækjum og það ber að efla og styrkja. Öllu faglegu starfsnámi ætti að ljúka með sérstöku samræmdu starfsprófi, sem kæmi í stað sveins- prófa í iðngreinum. Ef starfsprófin væru haldin á ákveðnum tímum gætu nemendur þreytt þau þegar þeir telja sig undir það búna, náms- tíminn yrði með öðrum orðum mis- langur og færi það m.a. eftir náms- færni nemenda, gæðum kennslu og eðli starfsgreina. Faglegt starfsnám myndi með þessum hætti vera upphaf ævi- langrar menntunar og ætti þess vegna að tengjast eftirmenntun sterkum böndum. Nám á almennri starfs- námsbraut á að vera spennandi og kreff andi, skrifar Guðbrandur Magriússon. Þar ætti að leggja áherslu á að búa nemendur undir ævilangt nám og stöð- ugar breytingar á tækni og vinnuaðferðum. Til þess að hefja faglegt starfs- nám væri besti undirbúningur að hafa lokið prófi af almennri starfs- námsbraut, en einnig þurfa menn að vera vakandi fyrir því að nem- endur geti komið úr mörgum áttum, líka eftir stúdentspróf, eftir tveggja ára nám í framhaldsskóla eða að loknu háskólanámi. Því fjölskrúð- ugri sem bakgrunnur þeirra er sem í starfsnám fara, því meiri verður breytinga- og nýsköpunarkraftur- inn í atvinnulífinu. Það þarf jafnvel að vera opin leið fyrir nemendur, sem kjósa að fara beint í starfsnám eftir grunnskóla, að fá skipulagða og formlega verkþjálfun. Frumvarp til laga um framhalds- skóla sem nú liggur fyrir er skref í rétta átt, en það þarfnast lagfær- inga — enn er það í viðjum gam- alla viðhorfa til starfsmenntunar. Fagmennska í fyrirrúmi Hnitmiðaðra faglegt starfsnám með sterkum tengslum við eftir- menntun og símenntun myndi trú- lega leiða til þess að við eignuð- umst sérhæfðari fagskóla þar sem áherslan yrði lögð á fagmennsku fyrst og fremst — þar sem byggt yrði ofan á margskyns þekkingu nemenda. Besta eftirlit með kennslugæðum skólanna felst í .því að meta færni nemenda með samræmdum prófum. Skólarnir eiga að hafa mikið frelsi í kennsluháttum, ef nemendur þeirra ná tilsettum markmiðum starfsprófa eiga skólarnir að njóta jafnræðis varðandi fjárveitingar. Engu máli á að skipta hvort það er ríkið, einstaklingar eða einhver samtök sem reka skólana. Til þess að af þessu geti orðið þarf að byggja upp miðstöð faglegr- ar þekkingar á námskrár- og náms- gagnagerð fyrir starfsnám í skólum og fyrirtækjum, bæði á sviði grunn- menntunar og eftirmenntunar. Skól- ar og atvinnulíf ættu að byggja upp slíka miðstöð í samvinnu nú þegar og leggja til þá fjármuni sem til þarf. Undirbúningsfélag var stofnað í byijun febrúar til þess meðal ann- ars að skoða möguleikana á þessu sviði og er ætlunin að niðurstaða liggi fyrir í lok mars og ákvarðanir þá teknar um framhaldið. Félagið var stofnað af starfsmenntaskólum landsins og fjölmennum samtökum og stofnunum í iðnaði með dyggum stuðningi Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra. Ég bind mikl- ar vonir við, að undirbúningsfélagið sé upphafið að öflugu samstarfi iðnmenntaskóla og atvinnulífs, sem geri róttækar breytingar á starfs- menntun í landinu mögulegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Smugur og landhelgi MIKILSVERÐ- ASTA mál.í komandi alþingiskosningum er ný fiskistefna og hvemig eigi að nýta hinn allt of stóra flota stórra úthafsveiðskipa í þágu samfélagsins. Slæm umgengni um fiskimiðin og eftirfar- andi minnkun þors- kveiðanna er stað- reynd, sem nýir þing- menn verða að taka til bráðrar afgreiðslu. Minnkun þorskveið- anna úr 450.000 tonn- um niður í 165.000 tonn, með nýjum hug- myndum Hafró um enn frekari nið- urskurð í 120.000 tonn, er stað- reynd, sem stjórnmálamenn verða að taka tillit til og getur ekki farið framhjá neinum við umræður um myndun nýrrar stjórnarstefnu eftir kosningar. Verður þá efst á blaði nú sem fyrr, hvemig sé sanngjam- legast og skynsamlegast að nýta veiðamar innan 200 mílna fiskilög- sögunnar. Kemur þá fyst til athugunar sú grunnhugsun, sem liggur að baki öllum ákvæðum um fiskilögsögu, að hún er sett til að vernda hags- muni þess fólks, sem (a) býr í við- komandi landi og (b) nýtir þessar fiskveiðar. Þetta eru þær tvennar forsendur, sem öll umræða um físki- lögsögu hlýtur að byggjast á. Þar sem önnur eða báðar þessar for- sendur eru ekki fyrir hendi er eng- in fískilögsaga. Eyðieyjar og sker utan 200 mílna lögsögu annars lands ættu þannig samkvæmt þess- arri venjulegu skilgreiningu ekki Önundur Ásgeirsson mál til að hafa neina fiskilög- sögu. Samkvæmt sömu reglum ættu fiskveiðar stundaðar til atvinnu eða framfæris lands- fólkinu að hafa for- gang fram yfir veiðar þar sem afli er ekki lagður á land, svo sem á sér stað um mikinn hluta togaraflotans. Úthafsveiðarnar Ráðstefna Samein- uðu þjóðanna í New York um veiðar á út- hafinu, sem kemur saman fljótlega aftur, mun áfram hafa þessi umræðu og úrlausnar. Þá skiptir miklu fyrir íslendinga og sérstaklega eigendur úthafsveiði- skipa, að ofangreindar grundvallar- reglur séu haldnar í heiðri og að þær fáist viðurkenndar á alþjóða- vettvangi. Það er þegar orðið aug- ljóst, að úthafsveiðiskip muni ekki fá að veiða innan íslenzkrar fiski- lögsögu og að veiðar þar muni mjög fljótlega eingöngu verða stundaðar af dagróðrarskipum, sem leggja aflann á land til fullvinnslu. Sam- starf íslendinga við ESB byggist algjörlega á þeirri hugsun, enda myndi fást veruleg vermætisaukn- ing í útflutningi landsins eftir að svo væri komið. Þess vegna er svo mjög áríðandi, að íslenzkum úthafs- veiðiflota verði séð fyrir möguleik- um til veiði á úthafinu, eða að unnt verði með samstarfssamningum við önnur lönd eða ríki að útvega að- stöðu til nýtingar þessa flota þar. íslendingum er ekki tamt að leggja meginlínur í stjórnmálum, Skipulag úthafsveið- anna er mikið hags- munamál íslands, segir Onundur Asgeirsson, og hvetur útgerðina til að vera vel á verði. en eru stöðugt að leika sér í flokka- pólitíkinni við að hygla gæðingum eða hagsmunaklíkum. Menn sjá ekki skóginn fyrir tijám, eins og þetta er orðað. Meðan íslenzkir stjórnmálamenn virða ekki rétt fólksins í sjávarþorpunum til fisk- veiðanna innan landhelginnar í næsta nágrenni þeirra er þess ekki að vænta, að þeir geti fengið aðrar þjóðir til að fallast á slíkar reglur á alþjóðavettvangi, sem þó er eitt mesta hagsmunamál landsins nú. Eitt gleggsta dæmið er nú, þegar vestfirskir dagróðrarbátar verða að veiða fyrir utan skuttogarahjörðina. Það getur engin sagt, að þetta sé eðlilegt ástand. Svipuð staða er við Reykjanes, þar er allur skuttogara- flotinn að drepa hrygningarþor- skinn, nú yfir 40 skip innan 50 mílnanna skv. Mbl. Smugurnar í úthafinu Utgerðarmenn eru þessa dagana kampakátir yfir að fá aðgang að veiðunum við Rockall, þegar 200 mílna landhelgi Breta fellur þar niður í samræmi við ofangreindar reglur, því að Rockall telst eyði- sker. En hvað um Jan Mayen, Sval- barða og Bjamarey? Þetta eru allt eyðisker samkvæmt sömu skilgrein- ingu, því að þarna er hvorki fólk né eru fiskveiðar stundaðar þaðan. Það væri algjör tvískinnungur af íslands hálfu, að viðurkenna út- færslu Norðmanna við þessi eyði- sker út í 200 mílur meðan krafizt er niðurfellingar við Rockall. Sam- kvæmt grundvallarreglunni er eng- in fiskilögsaga við þessi sker í út- hafinu. Þetta hafa Norðmenn viður- kennt í samningum við íslendinga, þar sem fiskilögsaga íslands í átt til Jan Mayen er viðurkennd 200 mílur og engin miðlína, svo sem er í átt til Grænlands og Færeyja. Það er þannig enginn gmndvöllur fyrir útfærslu Norðmanna á fiskilögsögu við þessi þijú eyðisker og þessvegna em bæði „Smugan“ og „Síldar- smugan" ranglega skilgreind af þeim og geta ekki haft gildí sam- kvæmt alþjóðalögum, sem þó eru ekki endanlega frá gengin, og bíða endanlegrar ákvörðunar nýrrar ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Sá skilningur kom fram á síðustu ráðstefnu í fyrra, að líta beri svo á, að þetta svæði væri eins konar innhaf, sem Iúta ætti sameig- inlegri stjórn aðliggjandi fiskveiði- þjóða, þe. Rússlands, Noregs, Fær- eyja, Islands og etv. Grænlands, þótt setja mætti spurningarmerki við síðasta landið, þar sem þaðan eru ekki stundaðar neinar fiskveið- ar frá aðliggjandi landi. Þetta er það hagsmunamál, sem stórútgerðin á íslandi þarf að sam- einast um, og þeirra stærsta mál, því að það er þegar ljóst, að breyt- ing er óumflýjanleg á skipan veiða stórra togara innan íslenzku fiski- lögsögunnar og að kvótaúthlutun til þessarra skipa hlýtur að falla niður mjög bráðlega. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.