Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 56
K
N__G
L*TT*
alltaf á
Miðvikudögnm
MORGUNBLADID, IPUNGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Hulda Ásgeirsdóttir
Sameinaðir verk-
takar greiða 200
milljónir kr. í arð
AÐALFUNDUR Sameinaðra verk-
taka hf. samþykkti á mánudag að
greiða 10% arð af markaðsvirði
hlutabréfa miðað við gengið 7,2 eða
sem nemur tæplega 200 milljónum
króna.
Bókfært hlutafé fyrirtækisins er
310 milljónir en arðgreiðslan miðast
við 2.232 milljónir. Þar af á fyrirtæk-
ið sjálft um 7% hlutafjárins. Þetta
er svipuð arðgreiðsla og samþykkt
var að greiða út á aðalfundi félags-
ins á síðasta ári.
A fundinum var skýrt frá því að
bókfærður hagnaður félagsins nam
alls um 100 milljónum króna á sl.
ári samanborið við 64 milljónir árið
áður. Þar er meðtalin hlutdeild í
afkomu íslenskra aðalverktaka og
Dverghamra sf. Félagið á um 32%
hlut í íslenskum aðalverktökum.
Að sögn Bergs Haraldssonar,
stjórnarformanns, var mikil umræða
á aðalfundinum um stöðu og fram-
tíð félagsins. Samþykkt var að fresta
fundinum um óákveðinn tíma þegar
kom að kjöri stjómar. Hana skipa
nú auk Bergs, þeir Jakob Bjamason,
Bjami Thors, Páll Gústafsson og Jón
Halldórsson.
Ránið á peningum olíufélagsins Skeljungs
Engar handtökur
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins verst allra frétta af gangi rann-
sóknar á miljjónaráninu sem framið
var við dyr íslandsbanka í Lækjar-
götu í fyrradag þegar þrír menn
komust undan með rúmlega 5,2
milljónir króna. Enginn ákveðinn
var í gær grunaður um verknaðinn.
Fjölmargir rannsóknarlögreglu-
menn vinna að rannsókninni, sem
er alfarið í höndum RLR.
Þó mun fíkniefnalögreglan líka
vinna að málinu, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, og reyna
að nýta sambönd sín til að afla um
það upplýsinga.
Enginn hafði þó verið handtekinn
eða færður til yfirheyrslu vegna
gruns um aðild að málinu sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins.
■ Fyrirspumum/4
Nomin og
prinsessan
ÖSKUDAGUR er miðvikudagur
í 7. viku fyrir páska. Þá hefst
langafasta og stendur allt til
páskadags. Dagsheitið er dregið
af því að þá var ösku dreift yfir
höfuð iðrandi kirkjugesta í kat-
ólskum sið. Þetta segir í Sögu
daganna eftir Ama Björnsson
um öskudaginn. Bömin gera sér
margt til tilbreytingar á þessum
degi og reyna að koma öskupok-
um á aðra og einnig er orðinn
siður að þau gangi um í grímu-
búningum á þessum degi og slái
köttinn úr tunnunni. Systumar á
myndinni, Sonja Huld, 7 ára, og
Eva Sigrún, 5 ára, Guðjónsdæt-
ur, völdu sér ólík gervi, nornina
með gandinn og prinsessuna
prúðbúnu.
Frestur til að sækja um rekstur bílasölu runninn út
Aðeins örfáar um-
sóknir hafa borizt
MIKILL misbrestur er á því að forsvarsmenn starfandi bílasala á land-
inu hafi sótt um áframhaldandi starfsleyfi til viðkomandi sýslumanna,
en frestur til þess rennur út um þessi mánaðamót. Fulltrúi sýslumanns
á Akureyri býst við því að loka þurfí bílasölum um mánaðamótin, en
í dag taka gildi ný lög um sölu á notuðum bílum. í Reykjavík hafði
verið sótt um leyfi fyrir 13 bílasölur en þær eru um 32 í borginni.
Enginn hafði sótt um leyfi á sýslumannsskrifstofunni á Egilsstöðum.
Á landinu er áætlað að séu um 60 bílasölur, þar með talin bílaumboð-
in, en meðal þeirra 13 sem hafa sótt um leyfi í Reykjavík eru öll bif-
reiðaumboðin sem selja notaða bíla.
w w
Onnur loðnugang’a
við Hrolllaugseyjar
SVANUR RE fann í gær loðnu við
Hrolllaugseyjar og var í gærkvöldi
á leið til hafnar með 730-740 tonn.
IJitt annað skip var búið að fylla sig
og nokkur voru á leið á miðin.
Gunnar Gunnarsson, skipstjóri á
Svani, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að engin áta væri
í loðnunni. Hún væri frekar smá,
55-60 stykki í kílóinu, en hann taldi
að hún færi engu að síður í frystingu.
Gunnar sagðist hafa kastað
' klukkan fjögur í gærdag og hann
hefði fyllt skipið í tveimur köstum.
Þá sagði hann að Jóna Eðvalds frá
Höfn hefði fyllt sig í einu kasti og
væri á leið til hafnar og að nokkur
skip væru á leið á miðin og yrðu
komin þangað. um miðnætti.
Hann sagðist ekki vita hversu
mikið magn væri þarna, nóg hefði
verið að sjá, en loðnan væri brellinn
fiskur og í gærmorgun hefði til
dæmis ekki sést neitt.
Botninn virðist dottinn úr loðnu-
frystingu á þessari vertíð. Hún nem-
ur nú 16 til 18 þúsund tonnum, sem
er nokkru minna en í fyrra og allt
að helmingi minna en samið hafði
verið um sölu á til Japans.
Áætlað verðmæti framleiðslunnar
er nálægt 1,5 milljörðum króna en
var um 2,2 milljarðar á síðasta ári.
Þá fóru utan um 18.200 tonn. Síðan
þá hefur verðið Iækkað um 10 til
20% eftir stærðarflokkum, en loðnan
er einnig smærri nú.
■ Aðeins fryst upp í/Cl
Lög voru sett á Alþingi í maí sl.
um sölu notaðra ökutækja þar sem
sérstaklega var tekið á starfi bíla-
salans. í lögunum var þeim sem við
gildistöku þeirra unnu við sölu not-
aðra ökutækja gefmn sex mánaða
aðlögunartími til að sækja um leyfi
til sýslumanns og níu mánuðum frá
gildistöku laganna er með öllu
óheimilt að stunda sölu notaðra
ökutækja i atvinnuskyni án leyfis.
Áður en hægt er að sækja um leyf-
ið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði
sem m.a. snerta tryggingar, aldur,
eigin fjárhagsstöðu og námskeið og
próf á vegum Fræðslumiðstöðvar
bílgreina.
Jón Garðar Hreiðarsson, fram-
kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar
bílgreina, sem annaðist námskeiða-
hald fyrir bílasala, sagði að um 30%
fall hefði orðið í námskeiðunum.
„Lögunum samkvæmt eiga þeir að
hafa leyfi og það er lögregluemb-
ætta víðsvegar að fylgja því eftir
eins og öðrum lögum. Þetta kemur
mér ekkert á óvart. Ég vissi að
margir höfðu ekki sótt um og sum-
ir þurftu nánast að ýta við sýslu-
mönnum með fyrirspurnum," sagði
Jón Garðar.
Hann segir að leyfísveiting sýslu-
manns tryggi það að viðkomandi
bílasali hafi ábyrgðartryggingu sem
Iryggir viðskiptavinum skaða sem
bílasali er valdur að.
Borgarplast
Veltajókst
VELTA Borgarplasts hf. jókst á
síðasta ári um 70% frá árinu 1993
og var á síðasta ári um 230 milljón-
ir króna.
Að sögn framkvæmdastjórans,
Guðna Þórðarsonar, munar mest
um stóraukna sölu fiskikara en
söluaukning varð einnig í öðrum
vöruflokkum. Sala innanlands var
um 70% heildarinnar og útflutning-
ur um 30% og jókst hann um 120%
á árinu. Mikil áhersla er lögð á
vöruþróun, gæði og hagræðingu í
rekstri og var um 7% af veltu árs-
ins varið til þeirra mála.
■ Borgarplast tvöfaldar/C8
-------*-♦-*---
Hundahald í Reykjavík
Gjaldskrá
lækkuð
um 12%
HEILBRIGÐISNEFND Reykjavík-
ur hefur lagt til við borgarstjórn
að gjaldskrá fyrir hundahald í borg-
inni verði lækkuð um 12%.
Erindið var lagt fyrir borgarráð
og var því vísað til afgreiðslu í borg-
arstjórn. Lagt er til að gjaldskráin
verði lækkuð úr 9.600 krónum í
8.500 krónur eða um 12%. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að endur-
skoðun, sem nú stendur yfir á sam-
þykkt um hundahald í borginni
verði lokið eigi síðar en 1. nóvem-
ber 1995.