Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jón Harðarson
fæddist á
Hólmavík 1. októ-
ber 1963. Hann lést
af slysförum 19.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Kópavogs-
kirkju 28. febrúar.
VINUR minn Jón
Harðarson er fallinn
frá langt fyrir aldur
fram. Ekki fæ ég skilið
hvemig hægt er að
—^nema á brott mann
sem átti svo mikið eftir
ógert í sínu lífi. Mönnum er frjálst
að útskýra fyrir mér hver sé tilgang-
ur lífsins því á þessari stundu skort-
ir mig haldbær rök. Eftir sitja minn-
ingar um samverustundir okkar á
liðnum árum þó að þær séu yfir-
gnæfðar af sárum söknuði.
Við Jón kynntumst í bamaskóla
og vora samskipti okkar mikil á
+ íris Dögg Óladóttir fæddist
10. febrúar 1981. Hún lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 8. febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Akureyrarkirkju 20. febrúar.
ELSKU íris Dögg, við kveðjum þig
með sárum söknuði. Við þökkum
fyrir stundimar sem við fengum að
eiga með þér þegar þú komst suður
til að koma fram í uppáhalds þætt-
inum þínum. Við minnumst þín eins
og þú varst þá. Þegar við sátum öll
^ saman og horfðum á þig í sjónvarp-
inu varstu svo sannarlega stjarna
og sú stjama, elsku frænka, verður
þú í huga okkar um ókomin ár.
Elsku Rúna, Svenni og Badda,
Óli og fjölskylda og aðrir ástvinir,
Guð styrki ykkur og styðji á þessum
erfiðu tímum.
Edith Ragna Jónsdóttir,
Sandra Marý Arnardóttir.
„Hæ, má ég koma í heimsókn,"
vora orð nágranna okkar sem heim-
sóttu okkur fyrst eftir að við fluttum
í Keilusíðu. Þarna var komin ung
og lífsglöð stúlka sem kynnti sig
og sagðist heita íris Dögg. Við buð-
um hana velkomna og upp frá þeirri
' títundu urðum við íris miklir vinir.
Heimsóknirnar urðu nánast dagleg-
ar og alltaf birtist íris með sama
glaðlega og hlýja viðmótið.
íris var þroskaheft og fæddist
með mikinn hjartagalla. Barátta
hennar við sjúkdóma var því afar
hörð, en hún hafði með dugnaði og
vilja sigrast á þeim öllum fram að
þeim degi er hún varð að láta undan
í baráttunni. Viðhorf hennar til lífs-
ins var aðdáunarvert og lærdóms-
ríkt og hún var ávallt tilbúin til að
hjálpa og aðstoða aðra. Skemmst
er að minnast umhyggju írisar er
við spurðum hana hvort hún vildi
koma með okkur til að horfa á
íþróttaæfíngu í íþróttahúsi Glerár-
skóla./'Hún var tilbúin til þess, en
veitti því jafnframt athygli að annað
okkar var með kvef. Hún fór síðan
til móður sinnar til þess að biðja
um leyfi til að fá að fara með, en
kemur fljótt til baka með fullan lófa
af magnýltöflum og segir: „Þú verð-
ur að taka þær svo þér batni nú
fljótt." Þessi orð segja allt um það
hversu umhyggjusama sál Iris hafði
að geyma.
Allar þær sögur sem íris sagði
okkur úr skóla, af framtíðaráform-
um og af vinkonu hennar, henni
Jtöku, munum við geyma, en þær
vora sagðar af mikilli einlægni og
á skemmtilegan hátt.
Elsku íris, vinkona okkar, við
kveðjum þig með söknuði og trega,
en huggum okkur við það að nú líði
þér vel. Minningin um þig mun lifa
í hjarta okkar og við þökkum þér
fyrir allar þær góðu stundir sem þú
"véittir okkur.
gagnfræða- og
menntaskólaárunum.
Ásamt Magnúsi
frænda mínum stund-
uðum við skrautfiska-
eldi í stóram stíl. Við
vorum eflaust álitnir
stórskrýtnir af mörg-
um vegna þessarar iðju
en við voram í þessu
af heilum hug og náð-
um sérlega vel saman.
í þessu nána samstarfi
komu eiginleikar Jóns
vel fram. Jón var ákaf-
lega traustur maður og
áreiðanlegur. Að við-
bættri hans vandvirkni, varfærni og
útsjónarsemi er ljóst að án hans
hefði þessi starfsemi okkar aldrei
orðið fugl né fiskur.
Auk fiskræktar voram við félag-
arnir iðnir við veiðiferðir í ótal ár
og vötn þar sem veiðivon var al-
mennt talin lítil sem engin. Var það
segin saga að Jón dró upp físk á
Kæra Guðrún, Badda og aðrir
aðstandendur, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ágúst og Guðrún.
Fimmtudaginn 9. febrúar fengum
við þær fréttir að Iris Dögg hefði
kvatt þetta jarðlíf kvöldið áður. Það
var þungt fyrir okkur að standa
andspænis bekkjarfélögum hennar
sl. fimm ár og tilkynna þeim lát
hennar. Öll vissum við að Iris hafði
átt við vanheilsu að stríða allt frá
fæðingu. Samt vorarrí við full bjart-
sýni og vonuðum að hún kæmist
yfír erfiðleikana nú eins og alltaf
áður. En svo fór ekki í þetta skiptið.
íris Dögg var full lífsgleði og allt-
af var eitthvað skemmtilegt að ger-
ast í lífi hennar og alltaf hlakkaði
hún til einhvers. Hún var ósvikin
selskapsmanneskja og þótt henni
mislíkaði eitthvað þurfti ekki nema
smávegis til að yfir henni birti og
hún léki á als oddi á ný.
Að hafa írisi á meðal okkar var
þroskandi og lærdómsríkt, bæði fyr-
ir okkur og ekki síður bekkjarfélaga
hennar. Minning hennar mun lifa í
huga okkar. Við sendum foreldram
og öðram ástvinum írisar innilegar
samúðarkveðjur.
Kristín og Elfa.
íris var besta vinkona mín, og
margra annarra bama. Nú er hún
á leiðinni til þín, upp til himinsins
stjama. íris var líka sæt og fín og
lék sér hér við marga. Nú er hún
komin upp til þín og aldrei hún
kemur til baka. Mig langar að fá
hana aftur til mín, en hvergi hana
ég finn. Nú er hún komin upp til
þín, Himnafaðir minn.
Fjóla Eiríksdóttir,
6-17 Glerárskóla.
Elsku Iris mín, nú ertu farin frá
okkur og eina huggun mín er sú
að þú hafír það gott og veikindi þín
séu horfín - og ég eigi eftir að hitta
þig aftur seinna. Þessa síðustu daga
þegar þú lást á sjúkrahúsinu, var
ég svo stolt af þér fyrir það hvað
þú varst og hafðir alltaf verið dug-
leg og sterk í þessari lífsbaráttu
þinni.
Við kynntumst í haust þegar ég
byijaði sem liðveitandinn þinn. Eg
man svo vel eftir því þegar ég kom
í heimsókn fyrst, hversu stressuð
ég var, hvemig myndi þér líka við
mig og mér við þig. En ég hafði
aðeins verið þarna í nokkrar mínút-
ur þegar þú varst búin að leiða mig
um allt og sýna mér heimili þitt.
Þetta varst bara þú, jákvæð og hress
og jgafst manni svo mikið.
Eg gleymi aldrei öllum þeim ferð-
um sem við fóram, í sund, í bíó, á
skauta, út að borða og margt fleira.
Sérstaklega man ég eftir því þegar
við fóram fyrst saman út. Við fórum
MINNINGAR
ólíklegustu stöðum og var vonlaust
að keppa við hann á þeim vettvangi.
Eftir menntaskólann skildu leiðir.
Magnús flutti til Bandaríkjanna tii
náms og er þar enn, en við Jón fór-
um í Háskólann hér heima. Eitt
helsta áhugamál Jóns upp frá þessu
vora fjallaferðir og kunna aðrir betri
skil á þeim. Þó er ljóst að trúlega
sá Jón meira af náttúra ísland á
nokkram áram en flestir íslendingar
sjá á heilli mannsævi. Mér er sér-
lega minnisstæð tíu daga gönguferð
okkar Jóns um Hornstrandir 1985.
Við lögðum af stað seinni hluta
sumars þegar flestir ferðamenn
höfðu skilað sér til byggða og geng-
um við í þrjá sólarhringa án þess
að verða varir við nokkum mann.
Ferð af þessu tagi er góð prófraun
á vináttu fólks og aldrei varð okkur
sundurorða þrátt fyrir ýmis vanda-
mál vegna aftakaveðurs. Tveimur
áram síðar lögðum við aftur af stað
tveir saman í slíka ferð en urðum
frá að hverfa vegna veðurs og geng-
um í staðinn um suðurvesturhluta
Vestfjarða.
Á síðustu áram vora samskipti
okkar Jóns æði stopul þar sem ég
heim til mín og ætluðum svo í
Brynju að fá okkur ís, en þú varst
alveg hörð á því að það þyrfti nú
fyrst að laga til hjá okkur Ásu og
það varð úr áð áður en við fóram
var allt orðið skínandi hreint.
íris mín, þú skilur eftir stórt
tómarúm í hjarta mínu sem ekki
verður aftur fyllt og ég veit að þann-
ig líður öllum þeim sem vora svo
heppnir að fá að kynnast þér.
Elsku Rúna, Óli, Badda og aðrir
aðstandendur, ykkur votta ég mína
dýpstu samúð. Guð gefí ykkur styrk
í þessari miklu sorg.
Kristín Einarsdóttir.
Elsku íris Dögg.
Takk fyrir allt. Ég geymi allar
góðu minningamar hjá mér og
gleymi því aldrei þegar ég kom til
þín og þú hljópst í fangið á mér og
sagðir: „Æ, mér þykir svo vænt um
þig.“ Það er sárt að missa þig en
ég kveð þig með þessu erindi sem
ég samdi fyrir þig:
Hve sárt er að sjá þig fara.
Alla þá elsku og kærleik
sem gafst þú mér.
Þú fylltir hjarta mitt af blíðu og ást.
Sú minning lifir um þig.
Hjarta mitt er sem opið sár, sem seint grær,
og alltaf verður ör.
Elsku íris, þú lifír í mér,
þín minning lifir að eilífu.
Hvíldu í friði.
Elsku Rúna, Badda og fjölskylda.
Nú þegar íris er farin er líkt og
eitt skærasta ljós lífsins hafí slokkn-
að. En minningar um þessa litlu
stelpu sem alltaf var svo glöð og
gaf svo mikið af sjálfri sér munu
lifa með okkur. Guð gefi ykkur styrk
og hjálpi ykkur í gegnum þessa erf-
iðleika.
Jónheiður Pálmey.
+ Þröstur Óskarsson fæddist í
Reykjavík 28. júní 1958.
Hann lést á heimili sínu, Skóla-
vörðustíjg 38, 15. janúar síðast-
liðinn. Utför hans fór fram frá
Hallgrímskirkju 24. janúar.
ÞRÖSTUR „bró“ er dáinn. Það getur
ekki verið satt, eru mín fyrstu við-
brögð. Þó vissi ég að hann var hel-
sjúkur. Það er svo stutt síðan við
vorum saman. Minningarnar eru
margar, en síðustu jól era mér efst
í huga á þessari stundu.
Það er Þorláksmessa og skötu-
lykt, Þröstur elskaði þennan vest-
fírska sið og flotið hennar mömmu.
Það er aðfangadagskvöld. Bjössi
bróðir les á pakkana alveg eins og
í gamla daga. Þröstur situr á móti
mér í sínu fínasta pússi, og virðist
alsæll. Aldrei hef ég séð Þröst minn
hef búið erlendis undanfarin sex ár.
Okkur tókst þó stöku sinnum að
komast í veiðitúra þegar ég kom til
landsins að sumri til. Þá kom ávallt
á daginn að tíminn hafði ekki nagað
vinskapinn. Jón var sem fyrr traust-
ur vinur, líkt og klettur í hafí.
Ég votta fjölskyldu Jóns og öðr-
um aðstandendum innilega samúð
mína á þessari sorgarstundu.
Einar Orn Sveinbjörnsson.
Dáinn, horfinn, - harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir;
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson)
Fyrir fjórtán áram gekk Jón
Harðárson til liðs við Hjálparsveit
skáta í Kópavogi. Strax kom í ljós
að Jón hafði til að bera alla þá kosti
er prýða góðan björgunarmann.
Rólegur, traustur og sterkur. Einnig
ákveðinn og skapfastur. Jón var um
tíma í stjóm sveitarinnar og gegndi
þá stöðu gjaldkera. Sinnti hann því
starfi af stakri nákvæmni. Eftir
setu í stjóm lá leiðin í bátaflokkinn,
þar var hann formaður í mörg ár
og kom mörgum góðum málum til
leiðar. Síðan lá leiðin yfír í sleða-
flokk og einnig þar var honum treyst
til forystu. Barðist hann ötullega
fyrir bættum aðbúnaði sleðaflokks.
Þrátt fyrir mikið starf í flokkum
lét Jón sig ekki vanta í almennt
starf á vegum sveitarinnar. Hann
var liðtækur klifur- og skíðamaður,
tók að sér fararstjóm og sinnti
kennslu. Snjóflóðavarnir og björgun
vora eitt af hans áhugamálum. Sótti
hann námskeið erlendis um þessi
efni og miðlaði síðan sveitarfélögum
af þekkingu sinni. Alltaf var Jón
boðinn og búinn að mæta í útkall
og oft var leitarstjóm lögð á hans
herðar.
Með Jóni er genginn góður dreng-
ur og hans er sárt saknað. Þökkum
við allar þær stundir sem við áttum
með honum. Foreldram, systkinum
og öðram ættingjum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
hveim sér góðan getur.
(Hávamál)
Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta
í Kópavogi,
Iris Marelsdóttir.
Okkur langar með fáeinum orðum
að kveðja góðan vin okkar og fé-
laga, Jón Harðarson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guð þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
eins fínan og dálítið afalegan, með
stafinn sinn, eins og þetta jólakvöld,
þá orðinn blindur.
Árin líða hratt, mér finnst ekki
svo langt síðan ég heimsótti hann
til New York fyrir tólf árum, en þá
hafði hann búið þar um nokkurt
skeið. Ég, litla systir, fékk að fara
til stórborgarinnar. Það var stórkost-
legt, bara það að hitta stóra bróður
í Ameríku var heilt ævintýri.
Tónlistin var sameiginlegt áhuga-
mál, þó að stíllinn væri ólíkur, hann
í poppinu en ég í klassíkinni. Þröstur
sá til þess að ég kæmist á tónleika
til að hlusta á bestu tónlistarmenn
heims. Mér var það mikils virði á
þessum tíma. Þröstur var mjög
hvetjandi og sá alltaf möguleikana.
Ég var því orðin all sjálfstæð og
hugrökk eftir dvölina hjá Þresti
„bró“.
Hafðu þökk fyrir margar góðar
stundir og óteljandi skemmtilegar
og erfíðar siglingar. Betri kennara
og leiðbeinanda var ekki hægt að
hugsa sér.
Foreldram, systkinum og öðram
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð og biðjum guð að
styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Magnús Oddur Guðjónsson,
Ágústa Símonardóttir.
Miklar vonir era bundnar við
tölvutæknina, þar sjá menn framtíð-
armöguleika okkar Islendinga í at-
vinnumálum. Tölvutæknin er harður
heimur þar sem krafist er mikillar
þekkingar og áræðis, iðjusemi og
natni. Til þeirra starfa þarf duglegt
hæfileikaríkt fólk, ósérhlífið og
fórnfúst. í þeim flokki var Jón Harð-
arson starfsfélagi okkar, sem hrif-
inn var á brott svo skyndilega.
í frítíma sínum stundaði Jón
fjallaferðir með Hjálparsveit skáta
úr Kópavogi. Margoft kom kall-
merki úr píptækinu og Jón varð að
tjúka til ásamt félögum sínum í
fómfúst leitarstaf að ólánsömum
samborguram. Helgunum var síðan
varið til æfinga. Með fannbarið and-
lit og fröStbitnar kinnar sagði hann
okkur sögur af hrikalegum ævintýr-
um sem hann hafði ratað í þannig
að að okkur setti kuldahroll. Af
sögum Jóns lærðum við borgarböm-
in, sem vart þolum frostið né norð-
annæðinginn, um hin víðáttumiklu
öræfi landsins sem virtust draga
hann til sín. Þar vildi hann kanna
hvern krók og hvem kima. Það var
eins og fjallstindarnir væra aldrei
of illkleifir, norðanbálið aldrei full
biturt né frostið full grimmt fyrir
Jón. Þannig kaus hann að lifa líf-
inu, takast á við það erfiða, kanna
hið ókunna. Og þannig gekk Jón
að sínu starfi á skrifstofu sinni.
Engin þraut sem leysa þurfti á tölv-
ur var honum ofraun, ekkert vanda-
mál var honum óleysanlegt, stöðugt
vildi hann bæta við þekkingu sína.
Tölvuheimurinn er margbrotinn og
engir sem kunna skil á honum öll-
um, en þekking Jóns spannaði hin
ólíklegustu svið sem varð til þess
að til hans var leitað sýknt og heil-
agt með þau vandamál sem leysa
þurfti á skrifstofu okkar. Hin mikla'
þekking hans og viljinn til að leysa
vandamálin af vandvirkni var hans
sterka hlið
í hvert sinn sem fréttist af slysum
á hálendinu setti að okkur sam-
starfsmönnum Jóns ugg, en við
hugguðum okkur ávallt við það að
Jón væri svo vanur og varkár að
fyrir hann gæti ekkert komið.
Sunnudaginn örlagaríka urðum við
þó óvanalega hljóð þegar fyrstu
fréttir bárust og við hringdum okk-
ur saman til að spyrja hvert annað
hvort einhveijar fréttir væri að hafa
af Jóni. í kvíða og eigingirni biðum
við nánari frétta, við máttum ekki
hugsa til þess að eitthvað hefði kom-
ið fyrir hann Jón okkar, hann var
okkur svo dýrmætur sem vinur,
starfsfélagi og fagmaður.
Jón var prúðmenni hið mesta og
hvers manns hugljúfí. Aldrei hrökk
honum styggðaryrði af vöram og
aldrei lagði hann illt orð til nokkurs
manns en stóð þó fastur á sínu og
Það var leiklistin, tónlistin og
myndlistin sem áttu hug hans allan.
Mörg voru póstkortin gegnum árin,
sem ég fékk til Svíþjóðar. Ekki var
alltaf mikið skrifað, en þeim mun
meira sögðu myndirnar. Þröstur var
maður líðandi stundar og kannaðist
ekki við orðin „þetta er ekki hægt“.
Ekkert var ómögulegt aðeins ef vilj-
inn væri fyrir hendi.
Með þessum ljóðlínum Sigurðar
frá Arnarholti kveð ég þig, elsku
bróðir:
Þú stóðst hér í stofunni minni.
Þú stirndir á myndanna fjöld.
Það varð bjartara allt héma inni
og uppljómað, grindur og spjðld.
Sál min varð saklaus hjá þinni
og syngur með englum í kvöld.
Klara Óskarsdóttir.
JÓN HARÐARSON
ÍRIS DÖGG ÓLADÓTTIR
ÞRÖSTUR ÓSKARSSON