Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 21 LISTIR Gerður Gunnarsdóttir og Einar Kr. Einarsson á Háskólatónleikum í Norræna húsinu Verk eftir Paganini, Giuliani og Þorkel Sigurbjörnsson Isabelle van Osmo Keulen VfinskS Tónleikar í Hallgrímskirkju Mozart og Jón Leifs Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 2. mars kl. 20, verða á efnisskránni Fiðlukonsert nr. 5 eftir W.A. Mozart og Sögusinfónían eftir Jón Leifs. Einleikari á tónleik- unum er Isabelli van Keulen og hljómsveitarstjóri er Osmo Vánská. Einleikarinn Isabelle van Keulen er jafnvíg á fiðlu og víólu og hefur sópað að sér verðlaunum í fiðlu- keppnum, s.s. Yehudi Menuhin keppninni 1983 og árið 1984 hlaut hún titilinn Tónlistarmaður ársins í Eurovision keppni ungra hljóm- listarmanna. Hún hefur komið fram á listahátíðum víða um heim og í dag er hún í fremstu röð ungra fiðlu- leikara. í kynningu segir: „Það er kannske ekki á allra vitorði að Mozart var ekki eingöngu yfirburða tónskáld og píanósnillingur heldur var hann einnig mjög góður fiðluleikari og lék jafnvel á víólu ef svo bar undir. Fiðlukonsert í A-dúr er sá fimmti í röð fiðlukonserta sem Mozart, samdi árið 1775, þá á 19. aldursári, síðar bætti hann tveim við. Þessa fimm konserta samdi hann fyrir hirð Max- imilians erkihertóga og lék Mozart sjálfur einleikshlutverkið í þeim öll- um. Fá tónskáld þykja tala íslenskara tónmáli en Jón Leifs (1899-1968). Sautján ára gamall sigldi Jón til Þýskalands, nánar tiltekið Leipzig þar sem hann lagði stund á nám í píanóleik, hljómsveitarstjórn og tón- smíðum. Í Þýskalandi bjó Jón til ársins 1944 er hann flutti aftur til fóstuijarðarinnar. Jóni vegnaði vel í Þýskalandi, tónsmíðar hans voru fluttar þar og gefnar út og einnig stjórnaði hann þar ýmsum virtum hljómsveitum. Hann fór með Fíl- harmóníuhljómsveit Hamborgar í tónleikaför um Norðurlönd sumarið 1926. Þeirri ferð lauk á íslandi og markaði heimsóknin tímamót hér á landi því þá heyrðu íslendingar í fyrsta sinn í fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit. í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari flutti Jón aftur heim og var hann alla tíð mjög virkur bæði sem tónskáld og ekki síður sem baráttumaður fyrir hagsmunum ís- lenskra tónlistamanna. Hann stofn- aði Tónskáldafélag Islands árið 1945 og STEF (samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) árið 1948. í lifanda lífi átti Jón ekki velgengni að fagna meðal landa sinna, tónverkum hans var í besta falli tekið með tómlæti, oftast mætti þeim andúð, en á seinni árum hafa augu manna lokist upp fyrir snilld hans. Sögusinfóníuna hóf Jón að semja árið 1942. Hún var síðan frumflutt í Helsinki undir stjórn Jussi Jalas, þá dálítið stytt og þannig var hún hjóðrituð á hljómplötu tuttugu og fimm árum síðar af Sinfóníuhtjóm- sveitinni undir stjórn Jussi Jalas. Samningar hafa tekist milli SI og sænska útgáfufyrirtækisins BIS um útgáfu á verkum Jóns Leifs og mun Sögusinfónían verða fyrst í röðinni. Stjórnandi tónleikanna og hljóðritunarinnar er aðalhljóm- sveitarstjóri SÍ, Osmo Vánská. Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag, miðvikudaginn 1. mars, leika þau Gerður Gunnars- dóttir fiðluleikari og Einar Kr. Einars- son gítarleikari. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Flutt verða verk eftir Niccolo Pagan- ini, Mauro Giuliani og Þorkel Sigur- björnsson. í kynningu segir: „Paganini (1782-1840) var ekki einungis fiðlu- snillingur heldur einnig liðtækur gít- arleikari og samdi töluvert fyrir gítar og fiðlu, og einnig strengjakvartett með gítar. Mauro Giuliani (1781- 1829) var ítalskur gítarsnillingur og oft nefndur „Paganini gítarsins". Hann starfaði mest í Vínarborg þar sem hann spilaði m.a. fyrir Beethov- en. Þorkel Sigurþjömsson segir um verk sitt Vapp (samið 1993): „Mér fannst hreyfingar tónanna minna mig dálítið á vapp fugla.“ Gerður Gunnarsdóttir lauk einleik- araprófi í fiðluleik frá Tónlistarhá- skólanum í Köln 1991. Árið 1990 vann hún til fyrstu verðlauna í Post- bank-Sweelinck fiðlukeppninni í Amsterdam. Gerður hefur verið 3. konsertmeistari í Sinfóníu- og óperu- hljómsveit Kölnarborgar síðan í jan- úar 1992 og starfar nú tímabundið sem 2. konsertmeistari í Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hún hefur verið í Caput-hópnum síðan 1987 og leikið með Kammersveit Reykjavíkur m.a. sem einlejkari. Einar Kristján Einarsson hefur komið fram á tónleikum í Svíþjóð, Englandi og á Spáni og við margvís- leg tækifæri víða hérlendis, m.a. á Gítarhátíð á Akureyri, Sumartónleik- um í Skálholti, Sumartónleikum á Norðurlandi og Myrkum músíkdög- um. Hann hefur leikið með Caput- hópnum og Sinfóníuhljómsveit íslands og komið fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar og Kammer- sveit Reykjavíkur. Á sl. ári var Einar þátttakandi í íslenskri gítarhátíð sem haldin var í Wigmore Hall í London." Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 kr. leggur þú lið! Idag,öskudag, er fjáröflunardagur Rauða Kross íslands. Með kaupum á penna leggur þú fjölþættri starfsemi Rauða Kross íslands lið. e % ^ > il| ífl *?§ 1 ’CT fl # . § RAUÐI KROSS ISLANDS ■m———im-im ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.