Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 17 FRÉTTIR; EVRÓPA Grikkir krefjast áfram frekari trygginga fyrir Kýpur Ræðst í dag hvort af tollabandalagi við Tyrki verður Brussel. Reuter. FRAKKAR, sem fara nú með for- ystu í ráðherraráði Evrópusam- bandsins, munu í dag ákveða hvort verður af boðuðum ráðherrafundi ESB og Tyrklands 6. marz, en þar á að ganga frá tollabandalagi sam- bandsins við Tyrkland. Grikkir fara enn fram á að ESB tryggi Kýpverj- um að aðildarviðræður við Kýpur hefjist á fastsettum tíma. Hafi ekki náðst samkomulag í dag, munu Frakkar fresta fundinum með Tyrkjum. Deila Grikkja og annarra aðildar- ríkja Evrópusambandsins stendur einkum um eina setningu í sam- komulagi, sem gert var í ráðherra- ráði ESB 6. febrúar, þar sem Grikk- ir samþykktu tollabandalag við Tyrkland gegn því að viðræður við Kýpur hæfust sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnu ESB, sem mun hefjast á næsta ári. Geti eða muni í texta samkomulagsins segir að viðræður við Kýpur „geti hafizt“ sex mánuðum eftir lok ráðstefnunn- ar, en gríska stjómin vill að þar standi að viðræður „muni heíjast". Hjá mörgum aðildarrílqum og innan framkvæmdastjórnarinnar hafa menn hins vegar áhyggjur af að breyting á orðalaginu gæti haft áhrif á gang mála á ríkjaráðstefn- unni, þar sem nú yrði að skilgreina lok hennar. Fram að þessu hefur viljandi ekki verið skilgreint nákvæmlega hvort lok ráðstefnunnar miðuðust við lok eiginlegra viðræðna, undir- skriftarathöfn eða formlega stað- festingu nýs samstarfssamnings í öllum aðildarríkjum ESB. Grikkir halda ennþá fram þremur öðmm skilyrðum, sem þeir settu fram fyrir nokkm, en leggja lang- mesta áherzlu á að tímasetning við- ræðna við Kýpur sé tryggð. Búizt er við að viðræður hefjist við Möltu um leið og við Kýpur. Evrópuþingið setur strik í reikninginn Fastafulltrúar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að reyna að leysá málið og er búizt við hörðum deilum. Þar með er björninn þó í raun ekki unninn, því að Evrópu- þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir tollabandalagið. Evrópu- þingmenn telja að Tyrkir verði að leggja meira á sig í mannréttinda- málum til að verðskulda svo náin tengsl við ESB. Sjöföld framlög ESB til mannúð- armála Brussel. Reuter. FRAMLÖG ESB til mannúðar- mála hafa sjöfaldast frá því árið 1990, að sögn Emmu Bonino, sem á sæti í framkvæmdastjórninni. „Þessi staðreynd sýnir og sannar að harmleikjum af mannavöldum hefur fjölgað verulega," sagði Emma Bonino er hún kynnti skýrslu um mann- úðaraðstoð ESB í Brussel. I máli hennar kom fram að ESB hefði varið 760 milljónum ECU (tæpum 60 milljörðum króna) í fyrra í þessu skyni og hefðu 63 ríki not- ið þessarar aðstoðar. 42% aðstoð- arinnar hefðu farið til Afríku- ríkja, 35% hefði verið varið til að lina þjáningar íbúa fyrrum Júgóslavíu, og tæp 12% fjárveit- EMMA Bonino. ingarinnar hefðu runnið til lýð- velda fyrrum Sovétríkjanna. Frú Bonino sagði skoðana- kannanir hafa leitt í ljós að mik- ill meirihluti íbúa Evrópusam- bandsríkjanna væri þeirrar hyggju að aðildarríkjunum bæri að hafa beinni afskipti á sviði mannúðarmála. Kok vill nána sam- vinnu við Bandaríkin Washington. Reuter. WIM Kok, forsætisráðherra Hol- lands, vill „allsheijar samstarf" Bandaríkjanna og Evrópu til að tak- ast á við stjórnmála- og efnahagsleg viðfangsefni í alþjóðamálum. Kok setti þessar hugmyndir sínar fram í ræðu í Washington á mánudags- kvöld. Kok sagði að vandamál þau, sem komið hefðu upp vegna hruns komm- únismans væru of flókin til þess að Evrópumenn gætu leyst úr þeim upp á eigin spýtur. Löndin báðum megin við Atlantshaf yrðu jafnframt að leggja saman krafta sína til að tak- ast á við verkefni annars staðar. „Við þurfum allsherjar pólitískt samstarf Bandaríkjanna og Evrópu," sagði Kok. Hann sagði að slíkt „Evró-Atlantshafsbanda!ag“ gæti samanstaðið af tvennum samtökum. Önnur yrðu á sviði varnar- og örygg- ismála og hin sæju um að gæta „sam- eiginlegra pólitískra og efnahags- legra hagsmuna." „Vamar- og öryggismál eru of umfangslítil undirstaða fyrir það Atlantshafssamstarf sem við þurfum nú á að halda," sagði Kok. Hann sagði að nýtt samstarf þyrfti ekki endilega að byggjast á skrifuð- um samningi eins og samstarf Evr- ópu- og Ameríkuríkja í Atlantshafs- bandalaginu gerir. EITT VERÐ J .490 Ath. Aðeins í 2 daga 1. og 2. mars Opið kl. 9-20 ___ Kvenskór Herraskór íþróttaskór Kickersskór Kuldaskór SKOVERSLUN KOPAVOGS PHILIPS Nýjungar fyrír þig! [ÍE^ Sl TIL ALLT AD 36 MÁNADA 77/ al RADGREfÐSLUR altt aö 24 mánaOa munXlan Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt PHILIPS PT-532, 2811 • BLACK-LINE S flatur myndlampi með sérstakri skerpustillingu og litlum sem engum glampa á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI“ litaskerping. {Colour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround hljómur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. » Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • 2x30W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld í notkun. » Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verö:119-900-" Kr. ■ '95 línan frá Philips - þú færð ekkert betra! PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði PHILIPS tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.