Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 7
MORG^NBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 2. MARZ 1995 7 FRÉTTIR Grein í fréttablaði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Víða væn hægt að komast af án sjúkraliða I AÐSENDRI grein í febrúarhefti fréttablaðs Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga undir fyrirsögninni Tilfinningasinfónía - tilbrigði við verkfall á bráðasjúkrahúsi - eru sjúkraliðar m.a. sakaðir um að hafa ekki virt leikreglur í verk- falli sínu og að þeir hafi spilað þannig úr sínum málum að aug- ljóslega mætti víða vera án þeirra. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, telur greinina varla svaraverða en segir hana því miður lýsa því and- rúmslofti sem ríki inni á sjúkra- húsum. Greinina skrifar Ingibjörg Þór- hallsdóttir. Hún segir að hjúkrun- arfræðingar hafi staðið frammi fyrir óvæntum vanda 11. nóvem- ber sl. Eftir að hafa undirbúið deildir sínar fyrir verkfall sjúkral- iða með öryggislista að leiðarljósi hafi komið í ljós að sömu leikregl- ur hafí ekki gilt og áður því víða hafí sjúkraliðar ekki ætlað að mæta til vinnu samkvæmt listun- um. Tíminn nýttist í hjúkrun en ekki fyrirmæli Ingibjörg lýsir því hvað iijúkr- unarfræðingar upplifðu í verkfalli sjúkraliða. Hún segir m.a. að þeir hafí orð- ið undrandi á því „að hægt væri að ganga frá bjargarlausum skjól- stæðingum hjúkrunar með þessum hætti, og hvernig hægt er að hundsa leikreglur verkfalla svo gjörsamlega“. Að þeir hafí fagnað tækifæri sem fékkst til að vinna með öðrum hjúkrunarfræðingum „þannig að tíminn nýttist í hjúkrun en fór ekki í fyrirmæli og leiðbein- ingar til aðstoðarfólks“. Að sjúklingar hafí lýst ánægju sinni yfír því að njóta hjúkrunar frá hjúkrunarfræðingum ein- göngu. Að hjúkrunarfræðingar hafí orðið hræddir um að verkfall- ið yrði notað til að þvinga Alþingi til að lögvemda störf sjúkraliða. Að reynslan í verkfallinu hafí sýnt að „á bráðadeildum var hægt að veita betri hjúkrun með tveimur hjúkrunarfræðingum á vakt en með einum hjúkranarfræðingi og tveimur sjúkraliðum fyrir verkfall. Svipuð reynsla kom á daginn á mörgum öðram deildum.“ í höndum heilbrigðisyfirvalda að lægja öldur Kristín Á. Guðmundsdóttir segir að þessi grein og fréttablaðið í heild hafí ekki komið sér á óvart, þar skíni heiftin út úr hverri grein. „Þetta er akkúrat það sem sjúkra- liðar fá að heyra dag eftir dag í vinnunni og lýsir því andrúmslofti sem hefur ríkt á undanfömum mánuðum inni á sjúkrahúsunum. Mér finnst mál til komið að öld- umar verði lægðar því þetta er orðið til stórskaða fyrir sjúkrahús- in og sjúklingana fyrst og fremst. Það er í höndum heilbrigðisráð- herra og landlæknis að fara al- mennilega ofan í kjölinn á þessum málum og hlusta á kvartanir sem upp hafa verið bornar. Vonandi verður fréttablað þetta til þess að opna augu heilbrigðisyfírvalda fyr- ir því að nú sé nóg kornið," segir Kristín. Hótanir hjúkrunarfræðinga alvarlegri Kristín segir að einu í grein Ingibjargar vilji hún þó svara. „Fram kemur að sjúkraliðar hafí sýnt fádæma vanvirðu og ónóga ábyrgðartilfínningu með því að yfírgefa sjúklinga. í því sambandi vil ég benda á að 1. maí í fyrra vora hjúkrunarfræðingar búnir að segja upp og hótuðu allir sem einn að ganga út frá sjúklingum og kom þá upp sama staða og komin er upp á Ákranesi í dag. Ég tel að það hafí verið mun alvarlegra en það sem sjúkraliðar vora að gera, þ.e. að fara eftir leikreglum í verkfalli. Það er tölu- verður munur á því og þeim hótun- um sem hjúkranarfræðingar höfðu uppi." Fullar búðir af nýjum vörum: Einlitt, röndótt, köflótt, rósótt. Rúskinnspils, rúskinnsvesti, rúskinnsskyrtur, stuttir kjólar, síðir kjólar, tutt pils, síð pils, dragtir o.fl. o.fl. Morgunblaðið/Þorkell Kynning HVOLPUM, er eins og litlum börnum, forvitnin í blóð borin. Bjartur litli, þriggja mánaða íslenskur fjárhundur í Hús- dýragarðinu, uppgötvar eitt- hvað nýtt á hveijum degi. En hættumar leynast viða og hann hefur notið aðstoðar Þóra Ath.: Ennþá hægt að gera góð kaup í útsöluhorninu, Laugavegi 95. afsláttur. Scram, starfsmanns, við að kynnast sínu nánasta umhverfi. Hér kynnir Þóra hann fyrir öðrum íbúa garðsins. Eflaust berst hjarta Bjarts ótt og títt en ef að líkum lætur verða hundur og hestur fljótlega perluvinir. Sjúkraliðar saka stjómvöld um svik KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, segir að stjórnvöld hafí svikið lof- orð, sem þau gáfu í tengslum við lausn kjaradeilu ríkisins og sjúkral- iða í vetur, um að sjúkraliðafrum- varpið fengi afgreiðslu á þessu þingi. Hún segist vera þeirrar skoð- unar að frumvarpið hefði verið svæft á þingi vegna þrýstings frá hjúkrunarfræðingum. Sjúkraliðaframvarpið fól í sér að sjúkraliðum yrði heimilað að starfa sem aðstoðarmenn lækna, sjúkra- þjálfara og ljósmæðra, en í núgild- andi lögum er þeim einungis heimil- að að starfa á hjúkrunarsviði undir stjóm hjúkrunarfræðinga. Kristín sagði að sjúkraliðum hefði verið lofað að frumvarpið yrði flutt sem stjómarframvarp og að það fengi afgreiðslu á Alþingi fyrir þingslit. Hún sagði að stjórnvöld hefðu tekið fram að þau gætu ekki ábyrgst að allir þingmenn stjórnar- flokkanna styddu framvarpið. „Við litum svo á að þetta þýddi að málið kæmi til afgreiðslu á þing- inu og að þingið tæki ákvörðun um hvort það yrði að lögum eða ekki. Málið fór hins vegar ekki þá leiðina því það kom aldrei út úr nefnd og er óafgreitt á þinginu. Það var á engan hátt komið á móts við þau loforð sem gefin voru. Ég tel að þetta hafi ekki farið í gegn vegna hamagangs í hjúkrun- arfræðingum. Þeir hafa af einhveij- um orsökum talið að vandamál myndi skapast ef frumvarpið yrði að lögum. Þetta er að mínu mati misskilningur. Frumvarpið fól ein- ungis í sér heimild, sem hefði þýtt að við hefðum verið með sömu ákvæði um þetta og gilda annars staðar á Norðurlöndum. Það þekk- ist hvergi að einhver stétt eigi aðra stétt,“ sagði Kristín. Stjóm Sjúkraliðafélagsins ræddi málið á fundi í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.