Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FYRSTA ioðnan sem fer í gegnum Fiskmarkað Vestmannaeyja ísuð í kör á markaðnum. Loðna á markaði í Eyjum Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. FYRSTA loðnan sem seld er í gegnum Fiskmarkað Vestmanna- ejja var seld þar um síðustu helgi. Þá voru seld 30 kör af flokkaðri loðnu af Júpiter og var kaupand- inn Sæver í Reykjavík. Verðið sem greitt var fyrir loðnuna var 35 krónur á kílóið en loðnan fór til frystingar hjá Sæveri. Að sögn Páls R. Pálssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkað- arins, var þetta fyrsta loðnan sem fer í gegnum markaðinn hjá þeim. Hann sagði að hún hafi ekki verið boðin upp á markaðn- um heldur hefði markaðurinn annast milligöngu um sölu loðn- unnar frá Júpíter til Sævers. Páll sagði að þó ekki væri mikil loðnusala í gegnum mark- aðinn þá væri líf og fjör í við- skiptum með aðrar fisktegundir og sem dæmi um það nefndi hann að Fiskmarkaður Vestmannaeyja væri það sem af væri ársins bú- inn að selja helmingi meira magn en á sama tíma á síðasta ári. Gagnrýna ríkis- aðstoð til Iberia Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins tilkynnti í gær að hún hefði hafið athugun á áætlunum spænskra stjórnvalda um að veita ríkisflugfélagi Iberia um 66 millj- arða íslenzkra króna aðstoð. í yfirlýsingu framkvæmdastjórn- arinnar kom fram að vafi léki á að fyrir hendi væru „sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður", sem réttlættu aðstoðina. Þess vegna kynni hún að bijóta gegn samkeppn- isreglum Evrópusambandsins. Spænsk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af gagnrýni framkvæmda- stjórnarinnar. Hins vegar sagði Sarah Lambert, talsmaður Neils haldsfélag Iberia, ríkisfyrirtækið Teneo, myndi hegða sér með sama hætti ef um einkaaðila væri að ræða. Hefur þegar fengið 60 milljarða Framkvæmdastjórnin minnti á að Iberia hefur þegar fengið um 60 milljarða króna aðstoð á núvirði, sem veitt var félaginu í ágúst 1992. Eitt af þeim skilyrðum, sem ESB setti þá fyrir styrk til félagsins, var að hann yrði sá síðasti sem það fengi á endurskipulagningartímabili, sem rennur út í árslok 1996. Spánverjar segja hins vegar að efnahagskreppan á alþjóðavett- FLUGVÉLAR Iberia í flugskýli. Framkvæmdastjórnin athugar nú hvort nýr ríkisstyrkur til félagsins sé réttlætanlegur. Kinnock, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórninni, að útkoma athugunarinnar væri ekki fyrirfram ákveðin. Hún sagði að athugun fram- kvæmdastjórnarinnar myndi meðal annars beinast að því hvort eignar- vangi, gengisfellingar pesetans og aukin samkeppni í áætlunarflugi á Spáni réttlæti ríkisaðstoð. Framkvæmdastjórnin mun reyna að ljúka málinu áður en Spánn tek- ur við forsæti í ráðherraráði ESB 1. júlí næstkomandi. Mengunarmælingar í sjó umhverfis ísland Geislavirkni o g mengun hverfandi lítil í hafinu MENGUN er hverfandi lítil á ísland- smiðum samanborið við mengun annars staðar í Norðaustur-Atlants- hafi að því er fram kemur í niður- stöðum lokaskýrslu um mengunar- mælingar í sjó við ísland, sem um- hverfísráðherra kynnti fyrir helgi. Þetta gildir um mælipgar á geisla- virkni, þungmálmum, magni þrá- virkra lífrænna efna og næringar- saltaaukningu. Rannsóknirnar sem skýrslan greinir frá voru gerðar á árabilinu 1989 til 1992. Safnað var sjávarsýn- um, sýnum úr seti, lífverum og þangi og þau rannsökuð með tilliti til þung- málma, þ.e. kvikasilfurs, kadmíns, blýs, sinks og kopars, lífrænna þrá- virkra efna, þ.e. PCB, HCB og DDE, geislavirkra efna, þ.e. Cesín 134 og 137 og næringarsalta og seltu sjáv- ar. Almennt benda niðurstöðurnar til að mengun sé mjög lítil á helstu fískimiðum við landið og fram kem- ur að aukinn styrkur næringarsalta frá þéttbýlinu í Faxaflóa sé ekki merkjanlegur. Þvert á móti aukist styrkurinn er Qær dregur landi með aukinni seltu. Geislavirkni sú lægsta í N-Atlantshafi Styrkur geislavirkra efna í sjó hér við land er mjög lítill og sá minnsti sem mælist í Norður-Atlantshafi. Þó sýna mælingamar marktækan mun á geislavirkni í sjó fyrir Norð- ur- og Austurlandi annars vegar og fyrir Suður- og Vesturlandi hins vegar. Geislavirkni mælist meiri fyr- ir Norður- og Austurlandi þegar fjær dregur landi og er það rakið til kjam- orkuversins í Sellafield á Bretlandi og gera hafstraumar þetta að verk- um. Jafnframt er geislavirkni í lífver- um mjög lítil hér við land og minni en annars staðar við Norður-Atl- antshaf þar sem rannsóknir hafa farið fram. Ekki er marktækur mun- ur milli hafsvæða hér við land á geislavirkni í fiski. Mikið kadmín Hvað magn þungmálma í lífverum hér við land varðar segir að í flestum tilvikum séu þeir undir þeim mörkum sem mælast annars staðar og í sum- um tilvikum sé um mun lægri styrk að ræða. Hins vegar megi finna undantekningar frá þessu og til dæmis reynisí kopar og sink í hærra lagi í kræklingi. Styrkur kadmíns mælist einnig mikill í lífverum í sjónum við ísland, en þó ekki í holdi fiska. Er talið að þessi tilvik eigi sér náttúrlegar skýr- ingar, en séu ekki af mannavöldum, og er bent í því sambandi á mikla eldvirkni hér á landi. . Þrávirk lífræn efni má nánast ein- göngu rekja til áhrifa mannsins á náttúruna. Þau fundust hér við land en samanburður við önnur hafsvæði leiðir í Ijós að magn PCB, HCB og DDE er sambærilegt við það lægsta sem þekkist á nálægum hafsvæðum og tvö- til sexfalt lægra en mælist í sunnaverðum Norðursjó. Þá er styrkur PCB í seti allt að tuttugu- falt lægri en í seti í Norðursjó, \ Skagerak og Kattegat. í skýrslunni segir að ljóst sé að verulegur hluti þessarar mengunar af völdum þrávirkra efna sem hér finnst sé langt að kominn, meðal annars frá iðnaðarsvæðum Norður- Ameríku og Evrópu og ætti að styrkja enn frekar baráttu íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi fyrir banni við losun þrávirkra lífrænna efna út í umhverfið. Höfundar skýrslunnar eru eftir- taldir: Magnús Jóhannesson, Jón Ólafsson, Sigurður M. Magnússon, Davíð Egilsson, Steinþór Sigurðs- son, Guðjón Atli Auðunsson og Stef- án Einarsson. Mikið af mikilvægum upplýsingum Össur Skarphéðinsson, umhverf- isráðherra, sagði að vinna við þetta verkefni hefði hafist árið 1989. Meg- inmarkmiðin hefðu verið þrjú. _ I fyrsta lagi að leggja til gögn af ís- lands háifu í sameiginleg alþjóðleg vöktunarverkefni sem hafi farið í gang vegna varna gegn mengun hafsins á Norðaustur-Atlantshafi. í öðru lagi að afla almennra upp- lýsinga um mengun sjávar hér við land og í þriðja lagi að skapa traust- an grundvöll að reglubundinni vökt- un á mengun sjávar hér við land í framtíðinni. „Þetta skiptir verulegu miklu máli fyrir okkur. Við viljum í fram- tíðinni vera með reglubundnar mengunarmælingar hér við land. Það tengist okkar umhverfisvöktun- aráætlunum og er í sterkum tengsl- um við ýmis alþjóðleg verkefni," sagði Össur. Hann sagði að í skýrslunni væri mikið magn af mikilvægum upplýs- ingum og þetta skipti máli fyrir hreinleikaímynd íslands og sókn okkar með íslenskar sjávarafurðir inn á erlenda markaði. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hvetur til þess að samdar verði alþjóðlegar reglur um erlenda fjárfestingu í samvinnu OECD og hinnar nýju heimsviðskiptastofnunar. f slík- um reglum yrði meðal annars kveðið á um rétt erlendra fyrir- tækja til stofnsetningar og bann við mismunun þeirra umfram innlend fyrirtæki. Framkvæmda- stjórnin telur að alþjóðlegar reglur um fjárfestingu geti aukið heimsviðskipti að minnsta kosti jafnmikið og nýja GATT-sam- komulagið. • YFIRMAÐUR franskrar ríkis- stofnunar, sem sér um útboð verkefna í varnarmálum, Henri Conza, sagði í gær að Evrópuríki yrðu að samræma innkaup sín á vopnum og varnarbúnaði til þess að spara fé. Forðast yrði að dýr- keypt mistök fortíðarinnar end- urtækju sig; til dæmis væri mikil- vægara að hagkvæmni réði við smíði nýrra vopna en að dreifa vinnu við hana til margra ríkja. Um þessar mundir er unnið að smíði þriggja orrustuþotna í sam- vinnu ýmissa Evrópuríkja. „Næst verður aðeins smíðuð ein evrópsk orrustuvél," sagði Conza. EÞ fellir einkaleyfi á líftækni LÍFTÆKNIIÐNAÐURINN í Evrópu beið ósigur í gær er Evrópuþingið felldi frumvarp til löggjafar um einkaleyfi á líftækni, þar á meðal plöntum og dýrum með breytta erfða- vísasamsetningu og á uppfinn- ingum, sem byggðar eru á erfðavísum manna eða öðrum líkamshlutum. Þingið felldi málamiðlunar- tillögu svokallaðrar sátta- nefndar þings og ráðherraráðs og sögðu margir þingmenn að hún hefði ekki tryggt að ströngustu siðgæðiskröfum yrði fylgt við líftæknitilraunir. Stofnanir ESB hafa deilt i sjö ár um siðferðilegar afleiðingar þess að leyfa einkaleyfi á upp- fínningum í líftækni. Þetta er í fyrsta sinn sem þingið notar nýfengin völd sín til að fella tillögu, sem kemur frá sáttanefnd. Framkvæmdastjórn ESB Samvinna símfyrir- tækja stöðvuð? Brussel. Reuter. KARL Van Miert, sem fer með sam- keppnismál innan framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, segir hugsanlegt að komið verði í veg fyrir boðað samstarf þýsku og frönsku símafyrirtækjanna France Telecom og Deutsche Telekom AG. Þýskir embættismenn í Brussel skýrðu frá þessu og sögðu fram- kvæmdastjórnina hafa af því áhyggjur að samstarf þessara fyrir- tækja myndi færa þeim óeðlilega ráðandi stöðu á fjarskiptamarkaðn- umj en stefnt er að því að hann verði opnaður fyrir samkeppni árið 1998. Embættismenn kváðu þessa yfir- lýsingu Van Miert gefa til kynna að hugmyndir fyrirtækjanna tveggja og Sprint Corp. um sam- vinnu á sviði fjarskiptaþjónustu um allan heim væru einnig í hættu. f- 1 i ft í i í l > i l I : I I : I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.