Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR leika og litlum skilningi á því lykil- hlutverki sínu að búa atvinnulífínu samkeppnishæf starfsskilyrði. Það er ekki hægt að skella skuldinni al- farið á vanmáttug fyrirtæki og smæð heimamarkaðar eins og stund- um er gert. Meinið liggur í umgjörð- inni og sífelldri óvissu sem skerðir mjög samkeppnishæfni. JEnnfremur er athyglisvert að skoða þróunina á vinnumarkaðinum í umræðunni um vaxtarskilyrði í atvinnulífinu. Það er umhugsunar- efni að ársverkum hjá hinu opinbera Glöggt er gests augað Auðlindir og samkeppnishæfni Á VIÐSKIPTA- ÞINGI Verslunarráðs íslands, sem haldið var fyrir skemmstu, hélt bandarískur prófessor við Harvard-háskóla, dr. Bruce R. Scott, fyr- irlestur um áhrif opin- berra aðgerða og efna- hagsstefnu á starfs- skilyrði atvinnulífs. í máli hans komu fram mörg athyglisverð sjónarmið sem ástæða er til að gaumgæfa og draga lærdóm af. Meg- ininntak erindisins var að efnahagsstefna stjórnvalda getur skipt sköpum fyrir vöxt og viðgang hag- kerfis á sama hátt og stefna fyrir- tækis getur ráðið úrslitum um af- komu þess. Manna á meðal hafa í áranna rás verið skiptar skoðanir um hvert hlut- verk stjómvalda á að vera í efna- hagsmálum, allt frá algjöru afskipta- leysi til mikilla afskipta, miðstýring- ar og áætlanabúskapar. Sagan hefur kveðið upp sinn dóm yfir seinni stefnunni með afgerandi hætti og nú blandast fáum hugur um að hin- ar öfgarnar, algjört afskiptaleysi, er áhugavert frá fræðilegu sjónarmiði en ijarri þvi að vera raunhæfur kost- ur. Almennt er viðurkennt að skyn- samleg hagstjórn, markviss efna- hagsstefna gmndvölluð á skilningi á hagrænum lögmálum, hæfileg la- gaumgjörð og þróað siðgæði ráða úrslitum um það hvemig tekst að byggja upp lífskjör og velferð þjóða. En bein afskipti stjómmálamanna af rekstri einstakra fyrirtækja og atvinnugreina geta valdið brenglun á eðlilegum framgangi í efnahagslíf- inu og haft í för með sér velferð- artap og minni hagvöxt. Utflutningur og hagvöxtur Milliríkjaviðskipti verða stöðugt fyrirferðarmeiri í heimsbúskapnum. Hafta- og einangrunarstefna hefur víða verið á hröðu undanhaldi, góðu heilli, þótt enn eigi hún dygga fylgis- menn. Með GATT-samningnum hafa ríflega 120 aðildarþjóðir, þar á með- al ísland, staðfest áhuga sinn á því að'sérhæfing og hagsæld aukist enn frekar fyrir tilstuðlan frekari við- skipta. Það er athyglivert að á síðustu tuttugu áram hefur útflutningur aukist mun meira í löndum OECD en á íslandi. OECD-löndin hafa að meðaltali þrefaldað magn útflutn- ings vöru og þjónustu en á Islandi hefur útflutningur tvöfaldast. Hlut- fall útflutnings af landsframleiðslu er nánast óbreytt á þessum tíma á Islandi meðan það hefur hækkað verulega í flestum OECD-löndum. OECD-löndin hafa þannig nýtt sér betur en ísland þann hag^ sem hlýst af milliríkjaviðskiptum. í mörgum Asíulöndum hefur hagvöxtur og út- flutningur aukist enn meir en OECD-lönd geta státað af og hlut- fall útflutnings af landsframleiðslu hækkað mun meira. Hagvaxtarstefna eða auðlindarhagstjórn Prófessor Scott ræddi sérstaklega efnahagsundrið í Asíu. Hinn mikli hagvöxtur í Kóreu, Tævan, Hong Kong, Singapúr, Tælandi og Malasíu á undanförnum áram grundvallast á stigvaxandi útflutningi, sérstaklega á níunda áratugnum. Þennan glæsilega árangur má ekki síst rekja til þess að stjórnvöld hafa með- vitað haldið gengi mynta landa sinna lágu og skapað þannig grandvöll fýrir blómleg- an útflutning. Vissu- lega eru orsakirnar fleiri en hagstætt gengi. Árangurinn á sér líka rætur í samfélagsgerð- inni og viðhorfi til vinnu, viðskipta og nýt- ingar tækifæra. En það sem máli skiptir er að stjórnvöld í þessum löndum hafa rekið meðvitaða og markvissa hag- vaxtarstefnu með góðum árangri. Um 20 af hverjum 100 íslendingum starfa hjá því opinbera. Þorsteimi M. Jónsson telur mikil- vægt að huga betur að undirstöðunni, verð- mætasköpuninni, það er hins almenna vinnu- markaðar. Hagstjórn sem miðast við nýtingu einnar auðlindar getur staðið upp- byggingu annarra atvinnugreina fyrir, þrifum. Prófessor Scott tók Noreg sem dæmi í þessu efni. Þar hefur gengisskráning í áranna rás að verulegu leyti miðast við nýtingu olíuauðlindarinnar, meira að segja þannig að sjávarútvegur er ríkis- styrkt atvinnugrein. Aðrar atvinnu- greinar hafa af þessum sökum átt mjög erfitt uppdráttar og í þeim skilningi er olían vafasamur ávinn- ingur. Það fylgir böggull skammrifi. Þegar Norðmenn standa frammi fyr- ir því að olían þver eða þrýtur alveg sitja þeir uppi með einhæft og van- búið atvinnulíf. Þetta er ástand sem við könnumst við. Lærdómurinn Nú á tímum erfiðleika í þjóðarbú- skapnum er markviss hagvaxtar- stefna nauðsynleg á íslandi. Stöðugt lakari lífskjör og aukið atvinnuleysi, sem gæti ágerst þegar fjölgar á vinnumarkaðinum á næstu árum, gera kröfu til afgerandi áherslu- breytinga og stefnufestu í efnahags- málum. íslendingar þurfa að skapa sér hagvaxtartækifæri, sem grand- vallast á viðvarandi traustum starfs- skilyrðum og markvissri sókn á ný mið. Fordómar og þröngir sérhags- munir mega ekki ráða ferðinni við stjórn efnahagsmála. Þar þarf að hafa almannahag að leiðarljósi. Það ætti að vera okkur áminning að þróun útflutnings hefur ekki ver- ið með þeim hætti sem önnur iðnríki státa af. ísland er nánast eina land- ið innan OECD sem ekki hefur búið við aukið hlutfallslegt vægi útflutn- ings á síðustu árum. Stjórnvöld hafa, þar til nýverið, rekið útflutnings- fjandsamlega efnahagsstefnu með rangri gengisskráningu, óstöðug- Þorsteinn M. Jónsson hefur fjölgað um 46 prósent frá upphafi síðasta áratugar á meðan störfum á almenna vinnumarkaðin- um hefur aðeins fjölgað um 4,6 pró- sent. Um 20 prósent vinnuaflsins er nú í þjónustu hins opinbera en árið 1980 var hlutfallið ríflega 15 prósent. Hið opinbera hefur tekið til sín meira en helming nýliða á vinnu- markaðinum á þessu tímabili. Þessa þróun þarf að stöðva. Vaxtarbroddar framtíðarinnar era ekki hjá hinu opinbera. Við þurfum að beina sjón- um okkar annað í leit að nýjum tækifæram og viðhalda hagstæðum skilyrðum til útflutnings og hagvaxt- ar. Niðurlag íslendingar era að súpa seyðið af því um þessar mundir að hafa ekki af fullri einurð rennt fleiri stoðum undir efnahagsstarfsemina, án þess að nokkur bæri skarðan hlut frá borði, með skynsamlegri hagstjórn og ábyrgri efnahagsstefnu. Það hef- ur verið einblínt um of á nýtingu „auðlindarinnar“ og uppbygging annars atvinnulífs Iátin reka á reið- anum. Nú er lag til að snúa af braut auðlindarhagstjórnar í eitt skipti fýr- ir öll og fylgja markvissri hagvaxtar- stefnu, sem nýtist öllu atvinnulífi. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum gefa fyrirheit um áframhaldandi stöðugleika og geta lagt granninn að viðvarandi efna- hagsbata og vexti i útflutningi. Eft- ir stendur að ná víðtækri sátt um hvernig unnt er að jafna hagsveifl- ur, sem eiga rætur í sjávarútvegi, með árangursríkum hætti. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Flutningsmiðlun Með öflugu neti eigin skrifstofa og umboðsmanna heima og erlendis býður Eimskip faglega ráðgjöf við að finna hagkvæmasta flutningsmátann frá sendanda til endan- legs móttakanda. Eimskip rekur 14 skrifstofur í 10 löndum í Evrópu og Norður - Ameríku og á jafn- framt eignaraðild að sérhæfðum flutningsmiðlunarfyrirtækjum. í samvinnu við þessi fyrirtæki og skrifstofur Eimskips erlendis getur innflutningsdeild í Reykjavík aflað hagstæðra samninga um forflutninga á vörum frá öllum heimshornum. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip." "7. Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 72 40 • Fax 569 71 97 Netfang: mottaka@eimskip.is Wt! /iBmBI BAÐÞILJUR Stórglæsilegar amerískar baöplötur. Mikið úrval á hreint ótrúlega lágu verði. Komið og skoðið í sÝningarsal okkar í Ármúla 29. Alltaf til á lager |M« \ m <9 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.