Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sólgin... ílist MYNÐLIST Nýlistasaínld BLÖNDUÐ TÆKNI SAMSÝNING Opið alla daga kl. 14-18 til 22. mars. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 kr. NÚ FER senn að ná hámarki hér á landi mikil norræn menning- arhátíð, sem hlotið hefur yfír- skriftina „Sólstafír“ og er haldin í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík. Þessi hátíð berst meira eða minna um landið og sýningin hér er í raun aðeins þriðj- ungur af stærra samstarfsverkefni Nýlistasafnsins __ í Reykjavík, Slunkaríkis á ísafírði og Lista- safnsins á Akureyri. Þetta verkefni beinist að kynn- ingu á ungu norrænu listafólki, sem er að hasla sér völl í listheim- inum. Hér hafa verið til kvaddir þrír ungir Svíar, þau Anders Boq- vist, Peter Hagdahl og Maria Lind- berg, og norsk listakona, Ann Kristin Lislegaard. Allt er þetta listafólk rúmlega þrítugt, en a.m.k. þijú þeirra hafa verið í list- námi fram á síðustu ár, svo að sýningarferillinn er í sjálfu sér ekki langur og byggir einkum á sýningum á heimaslóðum. í ágætri sýningarskrá er að fínna viðtöl og greinar um eða eftir allt listafólkið, þar sem gefst gott tækifæri til að náigast þann hugmyndaheim sem býr að baki verkum hvers og eins. Eins og vænta má kennir þar ýmissa æði fræðilegra grasa, sem þekkja má úr listumræðunni, þar sem oftar en ekki er blandað saman vissum afbrigðum dulspeki og kenninga um áhrif undirmeðvitundarinnar, líkt og Halldór Bjöm Runólfsson segir um listafólkið í inngangi sýningarskrárinnar: „Blinduð, fönguð, ijötruð eða bergnumin líkjast hetjumar í þessum listræna viðburði ... öllum heimsins Amlóð- um og Ófelíum. Þau em sem strengjabrúður á valdi drauma sinna, en þeir era ekki annað né meira en skilyrt, óbreytanleg til- veran sem umlykur þau.“ Það er þessi tilvera, sem endur- speglast með nokkuð persónuleg- um hætti í verkum hvers og eins. Anders Boqvist hefur leitað fanga í eigin lífí og minningum - eða myndefni af minningum. Söfnun límmiða er æviskeið sem allir drengir ganga í gengum og teng- ist ákveðnum minningum í hverju tilviki. Hið sama má segja um kúluspilakassana sem listamaður- inn hefur sett upp í einum salnum; í íslensku samhengi bætist við sá sögulegi (og nöturlegi) þáttur, að þar sem eitt sinn var metnaðar- fullt listhús (Nýhöfn) er nú spila- tækjasalur. Þannig víkur mynd- listin fyrir öðram þáttum menn- ingarinnar, sem gjama höfða til annars „markaðar“, hvort sem um er að ræða spilatæki eða mynd- skreytingar vélhjóla. Verk Peter Hagdahl fjalla um umbreytingar forms, sem eru tengdar ofskynjunum með nokkuð annarlegri ritgerð í sýningarskrá þar sem hvorki listamaðurinn né verk hans era nefnd á nafn nema í fyrirsögninni. Hagdahl setur þess- í heimi einsemdar BOKMENNTIR Skáldsaga HEIMILI DÖKKU FIÐRILDANNA Höfundur: Leena Lander. Þýðandi: Hjörtur Pálsson. Prentun: Prent- smiðjan Oddi. Útgefandi: Forlagið 1995.252 bls. Verð kr. 1.385 í mars, eftirþað 1.980. JUHANI Johansson stendur á þeim tímamótum í lífi sínu að honum er boðin framkvæmda- stjórastaða í byggingafyrirtæki sem hann hefur unnið hjá árum saman. Staða sem hann getur vissulega hugsað sér — en henni fylgja skilyrði. Skilyrðin sem honum eru sett snerta undirstöður sálarlífs hans og þar af leiðandi stöðu hans sem manneskju. Skilyrðin sem eigandi fyrirtækisins setur honum snúast um tengdaföður hans, Olavi Haij- ula, sem kallaður er herrra Seba- ót, forstöðumanninn á drengja- hælinu sem Juhani ólst upp á frá níu ára aldri. Æskuheimili Juhanis var skelfilegt; undirlagt af drykkju- sýki foreldranna og óleysanlegum vandamálum og voru Juhani og bróðir hans teknir af foreldrun- um. Það ljúfa, ábyrga barn sem » Juhani er í upphafi sögunnar, þvælist á milli barnaheimila, þar sem hann er stöðugt til vandræða uns hann hafnar á „Eyjunni“ þar sem herra Sebaót, elur upp það sérafbrigði af manneskjum sem kallast vandræðadrengir og allir hafa gefist upp á. Herra Sebaót leggur mikinn metnað í uppeldi drengjanna. Hann ætlar að gera þá að fyrsta flokks. verkamönn- um. Herra Sebaót býr á eyjunni með konu sinni og fjórum dætr- um. En þær gætu allt eins verið annars staðar. Þær koma honum ekki við. Hann hefur einangrað sig í hugsjón sinni. Kona hans er einangruð, því annað fólk býr ekki á staðnum, utan fjósakonan Tyyne. Hún elur upp dæturnar — eftir öðrum aðferðum en maður hennar elur drengina upp og til að drepa tímann fer hún að rækta garðinn sinn; hennar garður er öll eyjan. Þó læðist einsemdin og aigert áhugaleysi eiginmannsins aftan að henni, hvað eftir annað. Það er óhugnanleg einsemd í sögunni. Sebaót er einangraður í sínu starfi, konan hans er ein- angruð í sínu hlutverki og þótt fullt sé af drengjum á uppeldis- heimilinu, eru þeir allir einmana. Þeir geta ekki treyst hver öðrum, skortir alla samkennd og eru bara LISTIR PER Anders Boqvist: Flame Job. 1995. ar umbreytingar fram með skemmtilegum hætti í gifs og á myndbandi, þar sem epli breytist smám saman með fjölbreyttum hætti, m.a. í rellu og loks bolla; ljósmyndaefni af því tagi sem hér bregður fýrir er hins vegar að verða ofnotað í myndlistinni. Maria Lindberg sýnir einkum einfaldar, allt að því bamalega teikningar, sem oftar en ekki búa yfír einhverri tregablandinni kímni. Tilveran er ekki eins einföld og hún lítur út fýrir að vera og myndimar endurspegla það, ekki síður en mýsnar sem hafa leitað út í sitt- hvort homið, en eru þó tengdar saman. Listakonan hefur einnig sett upp lítið ævintýri, sem minnir sterklega á þekkt verk eftir Yoko Ono. Framlag Ann Kristin Lislegaard er hið athyglisverðasta á sýning- unni, en hún hefur notað dáleiðslu sem vinnutæki, eins og sést í verk- inu „Liberty Bells“. Um þá fram- kvæmd segir í sýningarskrá: „í þessu verki var listamanninum sagt að teikna myndir undir dá- leiðslu, og hann jafnframt lokkað- ur úr einu rými í annað, af einu svæði á annað, yfir mörk á leið- inni og á að athuga þau um leið.“ Hér er því ekki um að ræða fijálsa birtingu undirmeðvitundarinnar líkt og hjá súrrealistunum, heldur óbeina leiðslu, þar sem fylgt er vissu ferli. Það er áberandi hversu sterkt augu og hendur koma fram í þessum teikningum og benda þær til mikilvægis þeirrar skynjunar sem þessir líkamshlutar standa fyrir, jafnvel undir áhrifum dá- leiðslu. í sýningarskrá er ekki gerð grein fyrir á hvem hátt þessi hóp- ur var valinn til þessara sýninga hér á landi. Tilviljun kann að hafa ráðið. Þrátt fyrir nokkra athyglis- verða þætti situr einkum eftir til- fínning fyrir samkennd listheims- ins; það sem ungt listafólk á norð- urlöndunum er sólgið í er afar svipaðs eðlis og ungt fólk er að fást við hér á landi og hefur verið að gera um nokkurra ára skeið. Nýir straumar í myndlistinni koma fram á ólíklegum stöðum og tím- um og aldrei að vita nema hér séu komnir einhveijir þeirra sem munu bijóta ný lönd í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson Leena Lander Hjörtur Pálsson látnir þræla dag út og inn, vegna þess að herra Sebaót er með svo mikla tilraunastarfsemi. Hann er svo gagntekinn af hugsjón sinni að hann hugsar bara um að láta drengina vinna einhver afrek sem vekja undrun, athygli og aðdáun annarra. Hvernig þeim líður er allt annar handleggur. Kona hans er alger andstæða. Hún er ekki mjög athafnasöm og þá ekki dæturnar. Þeim sögum fer helst af þeim systrum að þær liggja í sólbaði. Frú Haijula rækt- ar sjaldgæfar jurtir á þessari hijóstrugu eyju, jurtir sem ekki eiga að geta þrifst þar. En hún sýnir fram á að með alúð og umhyggju er hægt að rækta hvað sem er. Markmið hennar er hins- vegar ekki að sanna neitt fyrir heiminum, hún nýtur blómanna, nýtur umhverfisins meira en ef það væri hijóstrugt. Tilgangur þeirra hjónanna er svo ólíkur. Frú Haijula fær þó aldrei að koma nálægt mótun drengjanna. Hún og dæturnar fá ekki einu sinni að hafa samskipti við þá. Það er ósýnilegur veggur milli kvenkyns og karl- kyns íbúa á eynni og ekki bara meðvitað- ur, heldur er hugar- heimur kynjanna ge- rólíkur. Eins mikið og drengirnir þyrftu á nærandi samskiptun- um við frú Haijula að halda. En Haijula, öðru nafni Sebaót, er að rækta sérstakan stofn drengja, rétt eins og einn daginn hann fær þá hug- mynd — frá föður Juhanis — að hægt sé að rækta silkifiðr- ildi á eynni. Það yrði vísindalegt undur. Og eitthvað sem hefur þannig merkimiða er í huga Seba- óts ómótstæðilegt. En hann er að rækta fiðrildin við afbrigðilegar aðstæður, ekki náttúrulegu, þ.e.a.s. þau eru inni í húsi. Rétt eins og drengirnir eru ekki í sínu náttúrulega umhverfi, heldur á afskekktri eyju. Það verður sterk samlíking í ræktun fiðrildanna og ræktun drengj- anna. Uppeldisumhverfið er af- brigðilegt og afleiðingarnar koma í ljós, þótt síðar verði. Hin skjannahvítu silkifiðrildi brjótast út eftir langa mæðu og eru svört. En Heimili dökku fiðrildanna er ekki bara einhver uppeldis- og sálfræðistúdía, heldur er atburða- rásin svo margþætt að allt eins má flokka hana undir spennubók. A eyjunni er framið morð, fjósa- konan Tyyne er drepin, og það er enginn leikur að finna út hver á í hlut. Það er engin lögreg- lurannsókn í sögunni en atburða- rásin er ofin inn í textann. Tyyne þessi finnst frú Haijula ómöguleg en getur kvittað undir allt sem Sebaót gerir. Hún er einstakling- ur sem fylgir þeim sem valdið hefur og gengst inn á hans að- ferðir. Þegar hún stendur svo andspænis manneskjulegum hlut- um, eins og ást og kynlífi, þolir hún það ekki. Það brýtur á ein- hvern hátt í bága við skipulagið, móralinn og það sem er rétt og rangt í þessum heimi. Ást, kær- leikur og kynlíf eiga ekki heima á þessari eyju, eins og hún er skipulögð af Sebaót og það veit Tyyne. Þeir sem elskast verða annaðhvort að fórna ástinni eða fjósakonunni. Það er bara spurn- ing um hversu langt einstakl- ingurinn er til í að ganga til að halda í ástina. Og á þessari eyju fá drengirnir ekki siðferðisupp- eldi; Hvað er manneskjulega rétt eða rangt er ekki alveg ljóst. Þeir læra bara boð og bönn, orsakir og afleiðingar. Ástæðurnar liggja á milli hluta. Heimili dökku fiðrildanna er bók sem ég átti erfitt með að leggja frá mér fyrr en ég hafði lokið henni. Sagan er spennandi, persónurnar og örlög þeirra áhugaverðar og bókin er mjög vel skrifuð. Frásögnin er vitundar- flæði Juhanis á meðan hann gerir upp við sig hvort hann ætlar að taka stöðuna sem honum er boðin og auðvitað getur hann bara sagt frá því sem hann hefur heyrt og séð. Hann tekur litla tilfinninga- lega afstöðu til þess sem gerist, heldur horfir á líf sitt eins og kvikmynd, rifjar upp lögnu liðna, hálfgleymda, atburði og sú upp- rifjun er æði óhugnanleg og sár. Málfarið á þýðingunni er mjög gott og finnst mér jafn mikill fengur að þessari þýðingu og „Lesið í snjóinn" eftir Peter Hoeg, sem út kom á síðasta ári. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.