Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HILMAR BERNHARD GUÐMUNDSSON + Hilmar Bern- hard Guð- mundsson var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1962. Hann lést í Ólafsvík 23. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hedwig Meyer og Guð- mundur Guðjóns- son, Reykjavík. Hilmar var annar tveggja sona þeirra hjóna. Guðjón Karl Guðmundsson, bróðir Hilmars, er búsettur í Reykjavík. Eftirlif- andi sambýliskona Hilmars er Kolbrún Steinunn Hansdóttir, búsett í Ólafsvík. Utför Hilmars Bemhards Guðmundssonar fer fram frá Kristskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von f döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (H.Sæmundsson) ELSKU frændi. Nú hefur tíminn numið staðar, rétt stutta stund. Venjulega flýgur tíminn og við sjáum hann fyrst þegar hann er floginn hjá. Daginn sem þú komst í heiminn, gréstu, en ástvinir þínir glöddust. I dag gráta ástvinir þínir, en þér er fagnað í öðrum heimkynnum. Ég fékk að fylgjast með áður en þú fæddist, allur undirbúningur og eftirvæntingin þegar mamma þín og pabbi voru að undirbúa komu þína, allt skyldi fullkomið fyrir litla barnið sem í vændum var. Ég gældi við þá hugsun að barnið væri afmælisgjöf til mín, þó ég þy.rfti að bíða í tvo daga eftir henni. Ég átti engin yngri systkini svo ég eignaði mér pínulít- ið í ykkur bræðrum og var trúlega eigingjörn á ykkur. Ég var ráðin til að gæta Guðjóns bróður þíns, en ég var jafnvel upp- teknari af pínulitla barninu sem enn mátti ekki fara með okkur Guðjóni út að ganga eða leika. Mér fannst biðin löng þar til ég fékk að hafa þig með. Þetta var um það bil þegar ég réði við barna- vagn upp Frakkastíginn. Og þetta var fyrsta alvöru starfið mitt, því ég fór hvern dag með strætó niður í „bæ“. Ég man að á þeim tíma skipti miklu máli að vera með flott- an barnavagn úti að ganga, sér- staklega fyrir svona litla barnapíu og var ég ákaflega stolt með fal- legu, frændur mína, sem voru allt- af í svo fallegum heimasaumuðum fötum sem sáust hvergi annars staðar, og auðvitað í „flottasta" barnavagninum á Skólavörðuholt- inu, fannst mér. Það er undarlegt að vera að rita minningu þína, litla stráksins sem alltaf var glaður og fljótur að tileinka sér aílt nýtt sem fyrir augu bar. í mínum huga varst þú þessi glaði, duglegi og já- kvæði drengur sem tókst á við hlutina og barst ábyrgð á þínu. Þú varst allra hug- ljúfí, bóngóður og hugulsamur. Meðan Hilmar var enn í námi tók hann Birgi son minn til sín út í Háskóla einn vetur í tannviðgerðir og veitti okkur ráðgjöf varðandi tann- réttingar fyrir Birgi. Hann sendi okkur til vinar síns sem hann sagði vera með „grænar hendur" í tann- réttingum, því treysti ég og það stóð heima. Ég vil þakka enn og aftur hvað þú varst mér hjálplegur og nærgæt- inn við lítinn níu ára frænda sem þurfti mikla alúð í vandasömum tannréttingum. Og hvað þú fylgdist vel með framvindu mála eftir að þú slepptir af honum hendi. Hvað getum við átt sjálf, fyrst lífið sjálft er lán? Það er aðeins mögulegt að skilja lífíð aftur á bak, en því verður að lifa áfram. Elsku, Heddý, Diddi og Guðjón, Guð veri með ykkur í ykkar miklu sorg. Ég sendi Kolbrúnu stúlkunni hans og ófæddu barni þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur öll. Guð geymi Hilmar. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Jochumsson.) Anna Sig. Hilmar Guðmundsson, vinur okk- ar, hefur verið kvaddur burt úr þessum heimi, langt fyrir aldur fram. Með honum er genginn góður drengur. En fagrar og góðar minn- ingar ylja okkur þó um hjartaræt- umar og nálægðar hans mun gæta um framtíð alla. Kynni okkar af Hilmari hófust í tannlæknadeild HÍ. Tannlækna- deildin er lítil deild og nemendur því oft sem einn stór vinahópur. Því þótti okkur vænt um að vina- böndin héldust, þótt skóla lyki og fjarlægðir milli heimila okkar ykj- ust. Vflaði hann ekki fyrir sér að „skreppa" frá Ólafsvík austur á Egilsstaði til þess að fara með okk- ur á fjöll. Hilmar var mikill áhuga- maður um fjallaferðir og útiveru, og ferðaðist töluvert með okkur. Það var alltaf jafn gaman að ferð- ast með Hilmari. Hann var einstakt ljúfmenni og þægilegur í viðmóti og alltaf til í tuskið, þótt hann tæki fjallaferðirnar alvarlega. Þótt eitt- hvað bjátaði á, þá tók hann því með jafnaðargeði. Hilmar kom okkur sífellt á óvart. + SIGFÚS ÖRN SIGFÚSSON verkfræðingur, lést af slysförum aðfaranótt 27. febrúar. Margrét Jensdóttir, Elfn Guöbjartsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Viktor A. Ingólfsson, Jens Ingólfsson, Sigríöur Sigfúsdóttir, Helga Sigfúsdóttir, Guðbjartur Sigfússon, Valgerður Geirsdóttir, Þóra Jensdóttir, Björn Kjaran, Hjalti Stefánsson, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir. Brúðargjöfín til okkar var sú eftir- minnilegasta og ánægjulegasta sem við fengum. í svartasta skammdeg- inu það árið renndum við austur fyrir fjall og átum góða helgi í boði Hilmars. Því miður fáum við ekki tækifæri til að endurgjalda þessa höfðinglegu gjöf. Og nú þegar svartasta skamm- degið er að baki þennan veturinn,- hefur Hilmar kvatt þetta jarðlíf. Við þökkum fyrir þær stundir og minningar sem við áttum með Hilm- ari og geymum þær með okkur um ókomna framtíð. Sambýliskona Hilmars, foreldrar og bróðir eiga um sárt að binda. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur í von um að guð styrki þau í þeirra miklu sorg. En minningin um góðan dreng lifír. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Bjarni og Kristín. Vinur okkar og samstarfsmaður, Hilmar Bernhard Guðmundsson, tannlæknir í Ólafsvík, er látinn. Fráfall Hilmars kom sem reiðar- slag yfír byggðarlagið þar sem allir þekktu tannlækninn sinn unga sem hafði verið svo farsæll í starfí og reyndar flestu því sem hann tók sér fyrir hendur þau ár sem hann hafði verið búsettur hér. Kynni okkar hjónanna af Hilmari hófust fljótlega eftir að hann hóf störf hér í Ölafsvík. Tannlækna- stofa hans er á Heilsugæslustöð- inni, starfsvettvangi eiginkonu sinnar. í starfí mínu við grunnskól- ann varð ég fljótlega var við ein- dreginn áhuga hins unga tannlækn- is á forvarnastarfí í tannvémd bama og unglinga í samstarfi við okkur sem starfa við skólann. Af kynnum okkar hjóna af Hilmari skapaðist síðan ævarandi vinátta enda jókst samstarf okkar á öðrum vettvangi er árin liðu. í gegnum tíðina höfum við Ólsar- ar haft marga ágætis tannlækna. Flestir þeirra hafa þó gjarnan haft stutta búsetu, hugur þeirra stefndi í flestum tilfellum suður á bóginn. Við komu Hilmars höfðu því marg- ir sömu væntingar; hvað skyldi hann nú stoppa lengi þessi? Ekki hafði hann verið lengi í starfí þegar margir fóm að kvíða því að hann færi líka eins og forverar hans. En öðm nær, ekkert fararsnið var á Hilmari. Allir urðu fegnir enda sýndi Hilmar hvers megnugur hann var í starfí sínu í stóm læknishér- aði. Hann hafði einlægan áhuga á starfi sínu hér, sérstaklega á tann- vemd og tannuppeldi bama og unglinga þar sem óhætt er að segja að hann hafí náð mjög góðum ár- angri á fáum ámm. Frekast mætti segja að hann ynni með þessum unga sjúklingahópi sínum að settu markmiði sínu, að bæta tannheilsu þeirra samhliða uppbyggingu for- vamastarfs. Jafnan fylgdi hann aðgerðum sínum eftir með þvi að örva þau til bættrar tannhirðu og tíðara eftirlits. Fylgdist hann gjarn- Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LOFTLEIDIIt an vel með öllum sínum sjúklingum, sérstaklega yngsta hópnum. Öll urðum við vör við þennan metnað og þennan áhuga Hilmars sem leiddi af sér vináttu hans og íbúanna. Böm og unglingar fundu fljótlega til þessa viðhorfs hans gagnvart þeim. Hlökkuðu þau gjarnan til að hitta hann á stofu sinni. Slík var einlægni hans og áhugi á starfí sínu enda lét árangur- inn ekki á sér standa. Það besta var að Hilmar virtist hafa ákveðið að setjast hér að. Það gladdi alla, við höfðum fengið farsælan og góð- an tannlækni til áframhaldandi bú- setu. Að flestra dómi var Hilmar frem- ur hógvær maður í daglegu lífí. Víðsýnn var hann og viðræðugóður um alla hluti. Hafði hann sig lítt í frammi í fyrstu en helgaði sig starfí sínu og gaf því ætíð rúman tíma. Fljótlega varð hann virkur þátt- takandi í bæjarlífínu. Óhætt er að segja að þar hafí honum vaxið ás- megin með ámnum. í gegnum áhuga sinn á útivist og ferðalögum kynntist hann starfí björgunarsveit- arfólks hér og varð síðar virkur félagi í starfí þeirra í björgunar- sveitinni „Sæbjörgu“. Ekki leið á löngu áður en Hilmar gekk í slökkvilið Ólafsvíkur. Fyrir þremur ámm gekk hann síðan í Rótarý- klúbb Ölafsvíkur og var forseti hans er hann lést. Við síðustu sveitar- stjómarkosningar var hann kjörinn til starfa í Umhverfis- og ferða- málaráði hins nýja sameinaða sveit- arfélags enda stóðu þau málefni nálægt áhugasviðum hans. Það sem einkenndi þessi störf Hilmars á þessum sviðum var fyrst og fremst áhugi á viðfangsefninu. Hann leit ekki á þau sem kvöð, heldur tók þau að sér af heilum huga og sinnti þeim eftir þeirri forskrift sem hann viðhafði í sínu aðalstarfí, áhuga, einlægni og alúð. Það er því höggvið stórt skarð í raðir okkar sem hér búum. Böm sem fullorðnir horfa á bak vini og samstarfsfélaga sem svo miklar vonir vom bundnar við. Harmur unnustunnar, Kolbrúnar Steinunn- ar Hansdóttur, er þó mestur. Fáum duldist innilegt og gott samband þeirra sem þegar hafði borið ávöxt. Þau höfðu allan sinn hug við bam- ið sitt fyrsta sem fæðast mun á komandi vori. Höfðu þau nýlega fest kaup á íbúð hér á staðnum og höfðu eigi alls fyrir löngu lokið við endurgerð hennar og komið sér upp glæsilegu heimili sem ber vott um smekkvísi þeirra beggja. Framtíðin var þeirra. Með þessum orðum viljum við hjónin og böm okkar kveðja með trega í hjarta vin okkar og sam- starfsmann. Megi hann hvflast í friði og rósemd, sem sannanlega var hans lyndiseinkunn, hjá þeim efsta er öllu ræður um örlög okkar allra. Við fæmm Kolbrúnu Steinunni, foreldrum Hilmars og Qölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Góður guð styrki þau og varðveiti í sorg sinni. Minningin um góðan dreng lifir. Sveinn Þór Elinbergsson, Inga Jóhanna Kristinsdóttir og börn. Að morgni fímmtudagsins 23. febrúar sl. spurðist andlát Hilmars félaga okkar út um bæinn. Okkur setti hljóða. Ungur maður í blóma lífsins hafði fallið frá. Kvöldið áður hafði hann stýrt fundi í félagsskap okkar sem og hann hafði gert sl. hálft ár en hann var forseti Rótarý- klúbbs Ólafsvíkur. Við höfðum í einni svipan niisst vin okkar og félaga. Byggðarlagið hafði misst ástsælan og farsælan tannlækni; mann sem nær allir höfðu eitthvað saman við að sælda í starfí hans eða leik í öðmm þjón- ustustörfum sem hann hafði haft á hendi hér í Ólafsvík. Svo er einnig um okkar félags- skap og kynni af Hilmari. Hann gekk í Rótarýklúbb Ólafsvíkur árið 1992. Fljótlega kom í ljós að félags- skapurinn hafði fengið i sínar raðir öflugan liðsmann, verðugan og góð- an fulltrúa sinnar stéttar, starfs- greinar tannlækninga. Hilmar hafði þá þegar verið við störf hér í bæ um nokkurra ára skeið. Þótti okkur vænt um þennan liðsmann, sem greinilega tók ekkert að sér með hálfum huga heldur af alhug og naut klúbbstarfíð þess til síðasta dags. Þannig var einnig háttað um önnur þau áhugastörf sem Hilmar hafði tekið að sér í byggðinni, s.s. með virkri þáttöku í starfí björgun- arsveitarinnar og slökkviliðsins á staðnum. Þá hafði hann tekið sæti í Umhverfis- og ferðamálaráði bæj- arfélagsins í kjölfar síðustu sveitar- stjómarkosninga. Virtist hann una hag sínum vel í þessum aukastörf- um sínum. Val hans á viðfangsefn- um virtust greinilega tengjast áhugamálum hans sjálfs, sem öll líkt og aðalstarf hans, stuðluðu að samfélagslegri þjónustu við íbúa staðarins. Hilmar var einn þeirra sem helg- aði sig starfí sínu af mikilli kost- gæfni. Fyrstu ár sín hér gaf hann sig að fullu að starfínu. Kom á daginn að hann hafði sér ákveðin markmið að ná með festu utan um viðfangsefni sín. Að baki liggur góður árangur með markvissu starfí. Sinnti hann því einvörðungu starfí sínu til að byija með. Smátt og smátt fór hann að gefa sér tíma í ýmis þau félagsstörf sem áður eru hér nefnd. Má segja að hann hafí allur færst í aukana í þeim störfum hin síðari ár. Þótti okkur ánægjulegt til þess að vita að hann fyndi viðhorfum sínum farveg í starfí og markmiðum Rótaiýklúbbsins sem starfræktur er á grunni samfélagslegrar þjón- ustu við umhverfi sitt. Slíkir liðs- menn efla jafnan þann félagsskap sem þeir starfa í. Svo var einnig um Hilmar, hvort sem um var að ræða hans aðalstarf eða þessi störf sem hann innti af hendi af alhug utan vinnutíma síns. Það er alltaf vandi að velja mönn- um eftirmæli. Hilmar var í eðli sínu fremur hógvær maður dagfarslega og gerði lítið úr eigið ágæti. Áhuga- samur var hann um öll þau við- fangsefni sem hann tók að sér. Við kjósum því að segja um þenn- an félaga okkar á erfíðri skilnaðar- stundu að viðkynni okkar og margra annarra segi okkur það sem við vissum fyrir að margt í viðhorf- um og verkum Hlmars fór vel sam- an við einkunnarorð okkar félags- skaps: Er það satt og rétt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Summa þessara orða er e.t.v. sú að láta gott af sér leiða. í starfí og Ieik var þessi félagi okkar og vinur því sannur fulltrúi þess sem honum var trúað fyrir, að efla manngildishugsjónina með orðum sínum og verkum í þágu annarra. En að vera í Rótarýklúbbi er líka annað og meira. Það er góður og gagnlegur félagsskapur manna úr ólíkum starfstéttum, sem hittast nær vikulega í litlu byggðarlagi. Það gefur mönnum mikið, eflir vin- áttu og skilning á misjöfnum hög- um okkar. Það okkar mati voru kynni okkar af Hilmari að þessu leyti gagnkvæm. Sárt þykir okkur því að mega ekki njóta samvist- anna lengur. Við færum unnustu hans, for- eldrum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum al- máttugan Guð að styrkja ástvini Hilmars og varðveita góða minn- ingu hans. Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur. ERFIDRYKKJUR Crfisdrykkjur áfci a 'VeiUngohú/id GAPi-inn P E R L A N sími 620200 SímÍ 555-4477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.