Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 6

Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 6
6 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eftirlæti íhaldsins Barátta bandarískra republíkana fyrír for- setakosningamar 1996 er hafín. Asgeir Sverrisson segir frá öldungadeildarþing- manninum Phil Gramm, sem hefur fullar hendur fjár en er um margt óhefðbundinn frambjóðandi BANDARÍSKIR repúblík- anar hyggjast fullgera byltinguna í bandarísk- um stjómmálum á næsta ári þegar fram fara forsetakosning- ar. Baráttan um útnefninguna er þegar hafin og repúblíkanar era sigurvissir eftir háðuglega og sögu- Iega útreið Demókrataflokksins í þingkosningunum í nóvembermán- uði. Bob Dole, leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni og hetja úr síð- ari heimsstyrjöldinni, þykir standa vel að vígi. En að undanfömu hef- ur athygli manna beinst að Phil nokkrum Gramm, öldungadeildar- þingmanni frá Texas, sem uppfyllir fyrsta skilyrðið í bandarískum stjómmálum, fuliar hendur fjár, en þykir öldungis laus við allt sem kalla má persónutöfra. Gramm hefur sjálfur sagt að eiginkona hans hafi fyllst mikilli undrun er hún barði þennan ófríða mann fyrst augum. Hljóðið sem hún hafí gefíð frá sér hafí líkst því þegar menn meðtaka sérlega bragðvonda fæðu. „Nú mun koma í ljós hvort Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að kjósa jafn ófríðan mann og mig í embætti forseta," sagði Gramm þegar hann tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir því að verða útnefndur frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forseta- kosningunum haustið 1996. Því fer fjarri að Gramm komi heim og saman við sjónvarpsí- myndina af bandarískum stjórn- málamanni. Hann er kringluleitur, sköllóttur og það verður seint um hann sagt að hann sé maður skjá- vænn. Hann er ekki hetja, kvæntur konu af kóreskum ættum og þykir á engan hátt hrífandi ræðumaður. Gramm á hins vegar áhrifamikla vini og fjölmarga aðdáendur. Hon- um hefur tekist að ná til margra með hinni gamansömu sjálfsgagn- rýni sinni og náð að skapa þá mynd að þar fari óhefðbundinn stjómmálmaður, sem hugsar um annað en að buna út úr sér tíu sekúndna langri, grípandi setningu í fréttatíma sjónvarpsstöðva (í Bandaríkjunum er slíkt jafnan nefnt „sound bite“ og segir það allt um innihaldið). í fótspor Reagans og Perots Þessi stíll Gramms er hvorki nýr né byltingarkenndur. Almenningur í Bandaríkjunum hefur löngum kunnað að meta stjómmálamenn sem tala mál alþýðunnar og geta gert grín að sjálfum sér. Vinsældir Ronalds Reagans forseta komu ekki síst til sökum þessa; hin írska kímnigáfa og sagnahefð nýttist honum vel í embætti. („Sagt er að mikil vinna hafi aldrei orðið manni að fjörtjóni en mér finnst ástæðu- laust að taka áhættuna," sagði forsetinn einhverju sinni er hann var spurður hvort rétt væri að hann tæki sér oftar frí en fyrirrennarar hans). Harry S. Truman var al- þýðumaður, kom ætíð fram sem slíkur í forsetatíð sinni og komst upp með það og vinsældir Ross Perots, milljónamæringsins sem bauð sig fram í forsetakosningnum 1992, er ekki síst að rekja til „Texacana“-mállýskunnar sem hann beitir svo listilega. Líkt og Perrot og Truman talar Gramm oft í skemmtilegum mynd- líkingum. Hann boðar að leggja beri niður ráðuneyti menntunar, viðskipta og atvinnumála og vill að velferðarkerfið verði l_agt til hlið- ar í núverandi mynd. „Ég ætla að biðja alla þá fullhraustu menn og konur, sem eru í vagninum, að hoppa af og hjálpa okkur hinum að draga hann,“ sagði hann ein- hveiju sinni er hann ræddi um misnotkun velferðarkerfisins með sínum sérstaka suðum'kjahreim sem á rætur að rekja til Texas og Georgíu. Rétthugsun og samúð Gramm fæddist ekki með silfur- skeið í munninum, öðru nær. Móð- ir hans var hjúkrunarkona, líkt og móðir Bill Clinton en stjúpfaðir hans var í hemum og varð ungur öryrki. Fjölskyldan dró fram lífið við fátæktarmörk og lítið virðist hafa farið fyrir „samúð“ og „um- hyggju", þessum hugtökum sem setja þarf í samhengi við kalvinis- mann þegar meta ber ítök þeirra í bandarísku þjóðarsálinni. „Ég hef aldrei háð baráttu gegn öðrum en ríkum andstæðingi, sem. átti ríka foreldra og messaði yfír mér um hlutskipti fátæka fólks- ins,“ sagði Gramm í tímaritsviðtali á dögunum. „Ég vil hjálpa fólkinu sem fær aðstoð frá ríkinu. Það er ekki ég sem vil skaða þetta fólk. Ríkisvaldið hefur skaðað þetta fólk. Ríkisstjórnin hefur svipt þetta fólk öllu frumkvæði og skert frelsi þess. Ríkisstjórnin hefur grafíð undan siðferðisvitund þessa fólks, svipt það drifkraftinum og stoltinu. Ég vil hjálpa þessu fólki til að öðlast á ný það sem það hefur glatað.“ A þessum tímum pólitískrar rétt- hugsunar er athyglisvert að Gramm skuli láta slíkar setningar frá sér fara og komast upp með það. Ef til vill er það vegna þess að hann er suðurríkjamaður og er mótaður af þeirri menningu sem þar ríkir sem er víðs fjarri ríkjandi viðhorfum á austurströndinni. A kosningafundi einum tók Gramm upp dagblað þar sem gat að líta mynd af fjölskyldu sem var á at- vinnuleysisbótum: „Sjáið þið þessa mynd? Hérna er mynd af þessu fólki sem er að reyna að sleppa við að verða hungurvofunni að bráð og allir eru feitir... Bandaríkin eru Reuter PHIL Gramm ávarpar „gesti“ sína við upphaf fjáröflunarkvöld- verðar sem hann efndi til á dögunum í Dallas í Texas. Miðinn kostaði um 65.000 krónur. eina landið í heiminum þar sem allt fátæka fólkið er feitt.“ Ein- hveiju sinni ráðlagði Gramm aldr- aðri svartri ekkju að finna sér nýj- an mann þegar hún kvartaði undan því að geta ekki dregið fram lífið af ellilaununum. Gramm boðar byltingu í banda- rísku samfélagi og er óhræddur við að skora viðteknar skoðanir á hólm. Af þessum sökum hefur hann verið borinn saman við Margaret Thatc- her, fyrrum forsætisráðherra Bret- lands. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafí verið íhaldsmaður áður en það varð „smart“ að vera íhalds- maður. Hann hefur heitið því að ná fram jöfnuði í rekstri ríkissjóðs á fjórum árum verði hann kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. Víetnam og föðurlandshyggjan Kristnir hægrimenn, einn öflug- asti hópurinn innan Repúblíkana- flokksins, hafa tekið framboði Gramms fagnandi. Frambjóðandinn gerir sér ljóst að stuðningur þessa fólks er mikilvægur og gætir þess að höfða til þess í ræðum sínum. Hann hefur lýst sig hlynntan dauða- refsingum, hann vill tryggja á ný „réttindi“ byssueigenda í Bandaríkj- unum og hann hefur sagt ótækt að skattborgarar skuli standa straum af kostnaði við fóstureyðingar. Öll eru þessi málefni ofarlega í huga kristnu hægrihreyfíngarinnar. Á þingi hefur Gramm hins vegar kosið að halda sér til hlés þegar þessir málaflokkar hafa komið til umræðu. Hann hefur fyrst og 'fremst haft áhuga á efnahagsmál- um en hann lauk doktorsprófi í hagfræði á sjöunda áratugnum og slapp þar með við að gegna herþjón- ustu. Líkt og fram kom í kosninga- baráttunni 1992 getur reynst erfitt fyrir frambjóðendur í Bandaríkjun- um að standa frammi fyrir þeirri gagnrýni að þeir hafí ekki uppfyllt skyldu sína við föðurlandið, frelsið og lýðræðið. Gramm hefur sagt að hermálayfírvöld hefðu aldrei sent hann til Víetnam hefði hann verið kallaður í herinn. Hann hefði þvert á móti endað sem enn eitt hagfræði- menntaða möppudýrið í skrifstofu- bákni vamarmálaráðuneytisins. Bill Clinton stóð af sér þá gagn- rýni að hafa komið sér hjá herþjón- ustu og verið andvígur stríðinu í Víetnam. Gramm kann að gera það sama og hann leggur áherslu á að hann hafi verið „hugmyndafræði- lega samþykkur" styijöldinni í VI- etnam. Repúblíkanar eru á hinn bóginn ákafiega þjóðhollir í bandarískri merkingu þess orðs og því kann svo að fara að Bob Dole geti kom- ið höggum á öldungadeildarþing- manninn frá Texas vegna þessa fari svo að þeir keppi um að hljóta útnefningu Repúblíkanaflokksins. Dole er 19 árum eldri en Gramm, 71 árs, og visin hægri hönd hans er til marks um fórnir þær sem kynslóð hans færði við að frelsa Evrópu undan oki nasismans og sigra Japani. „Vera kann að kyn- slóð mín hafi, nú í síðasta sinn, nokkuð fram að færa,“ sagði Bob Dole er hann tilkynnti að hann hefði hug á að sigra Bill Clinton og flytja inn í Hvíta húsið við Pennsylvania-breiðgötuna í Wash- ington D.C. Peningarnir besti vinurinn... Þótt forsetakosningar fari ekki fram fyrr en eftir rúma 20 mánuði er tíminn engu að síður naumur. Mikilvæg prófkjör fara fram í febr- úar og mars á næsta ári og til þess að eiga möguleika í þeim er það almennt viðurkennd staðreynd að hver frambjóðandi þurfi þá að eiga 20 milljónir dollara inn á bankareikningi sínum. Söfnunin er því þegar hafin. Gramm fór af stað með glæsibrag, 2.500 moldríkir vinir og stuðningsmenn mættu til fiáröflunarkvöldverðar í Dallas á dögunum og inntu af hendi 4,1 milljón Bandaríkjadala. Leikarinn brosmildi Charlton Heston, annað eftirlæti bandarískra íhaldsmanna, tók á móti veislugestum og skýrði viðstöddum frá helstu eiginreikum gestgjafans. Og menn tóku upp veskin. Aldrei áður í stjórnmála- sögu Bandaríkjanna hefur einstakl- ingur tekið á móti viðlíka framlög- um og Gramm gerði þetta kvöld. „Reiðufé er traustasti vinurinn í bandarískum stjórnmálum," sagði Gramm við þetta tækifæri. Hermt er að hann hafi þegar safnað tíu milljónum dollara. Gramm kann að virðast dæmi- gerður bandarískur erki-íhalds- maður en sú lýsing er eingöngu réttmæt að ákveðnu leyti. Fjöl- skyldumyndin er að minnsta kosti ekki hefðbundin. Eiginkona hans, Wendy Lee, er af kóreskum ættum og þykir skarpgreind. Hún er hag- fræðingur líkt og eiginmaðurinn og ákafur talsmaður hins fijálsa markaðar. Hún hefur náð árangri í starfí og nýtur virðingar sem fræðimaður. Og líkt og eiginmað- urinn er hún af óbrotnu alþýðufólki komin, afí hennar var innflytjandi frá Kóreu og starfaði við syk- urframleiðslu. Kosningavélar Gramms, Dole og fleirir bandarískra repúblíkana eru teknar að snúast. Óvarlegt er að spá fyrir um niðurstöðuna en keppni milli þeirra Gramm og Dole yrði óneitanlega athyglisverður pólitískur viðburður; þungavigtar- maðurinn þaulreyndi, Dole, hold- tekja valdsins, sem fetar meðalveg- inn innan flokksins, gegn ófríða götustráknum, uppáhaldi hinna trúuðu. Repúblíkanar eru ákveðnir í að flæma Bill Clinton á brott úr Hvíta húsinu en áður en þeir geta lagt til atlögu við forsetann munu þeir þurfa að beijast innbyrðis. Engin ástæða er til að ætla að sú barátta fari fram í bróðerni. Kosið í Grænlandi Stjórnar- flokkum spáð sigri Kaupmannahöfn. Reuter. BÚIST var við að grænlenska stjórnin héldi velli í kosningum, sem fram fóru þar í landi í gær. Siumut-flokkur Lars Emils Jo- hansens, forsætisráðherra græn- lensku heimastjórnarinnar, sem er miðflokkur, hefur stjórnað í sam- starfi við vinstriflokkinn Inuit- Ataqatigiit frá kosningunum 1991 er þeir hlutu samstals 56,7% at- kvæða. Snjóleysi á austurströndinni hef- ur torveldað kosningabaráttuna mjög að þessu sinni. Glóandi geimrusl Boston. Morjpinblaðiö. BANDARISKIR vísindamenn hafa komist að því að torkennileg geimský, sem um árabil hafa vald- ið miklum heilabrotum, eru í raun samsett úr geislavirkum efnum, sem hafa lekið úr kjarnaklúfum sovéskra gervihnatta, að sögn The New York Times. Geimruslið gæti valdið tals- verðum skemmdum á gervihnött- um. Geislavirknin gerir það ekki hættulegt, heldur hraði þess í geimnum. Hver dropi efnisins er ekki nema 0,6 til 2 cm í þvermál, en hraði þeirra er 10 km á sek- úndu. Geta þeir því valdið miklum skemmdumlendi þeir á fyrir- stöðu. Árekstur við einn dropa gæti eyðilagt gervihnött lendi hann á viðkvæmum hluta hans. Örtröð í 1.000 km hæð Vísindamenn segja að árekstr- ar af þessu tagi komi af stað keðjuverkun. Lítill hlutur geti brotið stóran í þúsund mola og þannig fjölgi litlum brotum geimruslsins á braut umhverfis jörðu jafnt og þétt. Sovétmenn sendu 33 kjarn- orkuknúna gervihnetti til ryósna frá árinu 1967. Þeir eru í um 1.000 kílómetra hæð og líða gagnslausir um himinhvolfin. Sovésku gervitunglin eru á fjölförnustu brautinni um jörðu. I álíka hæð er örtröð hnatta, sem notaðir eru til siglinga- og flug- umferðarsljórnunar, eftirlits, veðurathuguna og rannsókna á náttúruauðlindum jarðar. -----♦-» 4--- Norska krónan sterkust? Ósló. Morgunblaðið. NORSKA krónan gæti orðið öflug- asti gjaldmiðill Vestur-Evrópu þeg- ar á þessu ári, að sögn sérfræðinga bandaríska stórbankans Bankers Trust Company. Sérfræðingar bankans segja, að Norðmenn standi miklu betur að vígi í samanburði við aðrar Evrópu- þjóðir hvað varðar fjárhagsstöðu ríkissjóðs, erlendar skuldir og utan- ríkisverslun. Til viðbótar komi nýtt endurmat á olíuforða í Norðursjó. Sérfræðingar bankans spá því, að svissneski frankinn og finnska markið verði í öðru og þriðja sæti yfír styrkustu gjaldmiðla Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.