Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 9

Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 9 FRETTIR SKIÐASVÆÐIN BLAFIOLL Veðurhorfur: Norðaustan kaldi eða stinnings- kaldi. Bjart veður að mestu en ef til vill dálítill skafrenningur framan af degi. Frost 7-10 stig, heldur harðnandi þegar líður á daginn. Skíðafæri gott og nægur snjór. At- hygli er vakin á því að lyfturnar í Sólskinsbrekku, stólalyftan í Suður- gili ásamt byrjendalyftu eru lokaðar og einnig eru lyfturnar þrjár í Eld- borgargili lokaðar vegna snjóflóða- hættu. í Kóngsgili er stólalyftan opin og einnig fjórar toglyftur sem þar eru staðsettar. Opið: Kl. 10-18 fös., laug. og sun. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í D/2 klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmundar Jónssonar sjá um daglegar áætlun- arferöir þegar skíðasvæðin eru opin með viðkomustöðum víða í borg- inni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BS( í sími 22300. Teitur Jónasson hf. sór um ferðir frá Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Upp- lýsingar í síma 642030. SKALAFELL Veðurhorfur: Norðaustan stinn- ingskaldi. Bjart veður að mestu en líklega skafrenningur. Frost 7-10 stig, heldur harðnandi þegar líður á daginn. Skíðafæri ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug. og sun. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 116 klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. KOLVIOARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Norðaustan stinn- ingskaldi. Bjart veður að mestu en líklega skafrenningur. Frost 7-10 stig, heldur harðnandi þegar líður á daginn. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10-18 fös., laug. og sun. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Norðaustan stinning- skaldi og él fram eftir morgni en heldur hægari og bjartara veður þegar líður á daginn. Frost 6-9 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Tvær skíðalyftur í Tungudal eru opnar í dag laugardag frá kl. 13-17. Einnig er opið á sunnudag kl. 10-17. Ath. gönguskíðabrautir eru troðnar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (sím- svari). AKUREYRI Veðurhorfur: Norðan stinningskaldi eða allhvass og éljagangur, þó lík- lega heldur hægari og minnkandi él þegar líður á daginn. Frost 8-12 stig. Skfðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (sím- svari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 pg 16.30 og síðasta ferð kl. 18.30. í þæinn er síöasta ferð kl. 19. Lögmaður Sophiu á leið til Islands HASÍP Kaplan, tyrkneskur lögmað- ur Sophiu Hansen, kemur til íslands á miðvikudagskvöld. Umgengnis- réttur Sophiu og dætra hennar hef- ur verið brotinn hátt í 50 sinnum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá átakinu Börnin heim að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögmanns- ins til að fá tyrknesk stjórnvöld í Ankara til að staðfesta málsskjöl sem íslensk stjórnvöld hafa gefið út og undirritað hafi honum ekki tekist að koma því í kring. „Staðfesting á þessum skjölum ef hún fæst í Tyrklandi verður ekki tilbúin fyrir réttarhöldin 16. mars nk. Er nú ljóst að það verður ekki hjá því komist að Hasíp Kaplan komi til Islands til að fá ný skjöl hjá íslenskum yfirvöldum, sem dóm- arinn í Istanbúl tekur gild fyrir dómi,“ segir í fréttatilkynningunni. Lýkur fyrri hluta einsöngsprófs ERLA Berglind Einarsdóttir, lý- rískur sópran, flytur Ljóðaljóð Páls ísólfssonar, Kantötu eftir Haydn og Konsertaríu eftir Moz- art í Langholtskirkju klukkan 17 í dag. Tónleikarnir eru fyrrihluti af einsöngvaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Erla Berglind var nemandi Valgerðar Gunnarsdóttur í Söng- skólanum í Reykjavík. Síðar varð hún nemandi Siglinde Kahmann og hefur verið hjá henni allar götur þar til hún er nú að ljúka einsöngvaraprófi. Síðari hluti einsöngvaraprófs- ins fer fram með tónleikum í Norræna húsinu 20. apríl í vor. A þeim tónleikum verður ein- göngu fluttur Ijóðasöngur. Verslunarfólk á Hornafirði felldi Höfn. Morgunblaðið. DEILD verslunar- og skrifstofufólks í verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Hornafirði felldi samhljóða nýgerðan kjarasamning við vinnuveitendur. Deild iðnaðarmanna samþykkti hins vegar samningana með 75 atkvæð- Sögusvunta sýn- ir „í húfu guðs“ BRÚÐULEIKHÚS Hallveigar Thorlacius, Sögusvuntan, sýnir „í húfu guðs“ á Frikirkjuvegi 11 kl. 15 í dag. Sýningin höfðar best til barna á aldrinum 3 til 8 ára. um gégn 25, en áður hafði deild verkafólks samþykkt samninginn með 60 atkvæðum, tíu voru á móti og 30 sátu hjá. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður Jökuls, sagðj að mjög góð mæting hefði verið á fund deildar verslunar- og skrifstofufólks og samstaða verið um að fella samning- ana. Hún sagði að komið hefði fram mikil óánægja með hvað launakjörin væru lág og að fólk vildi ná meiru fram. Hún sagði að það næsta sem myndi gerast væri að óskað yrði eftir viðræðum við vinnuveitendur um kjarasamning í framhaldi af þessari niðurstöðu. Sirkusinn guðdómlegi ^SÍorska óperan ° Borgarleikhúsið 9. og 10. mars 1995 kl. 20:00 Frumfiutningur á nýrri uppfærslu óperunnar Sirkusinn guðdómlegi eftir danska tónskáldið Per Nprgárd. Leikstjóri Per Fosser. Óperan segirfrá lifshlaupi Adolfs Wölfli ( 1864-1930) sem í verkum sínum skapaði sér nýja persónu og nýja æsku til að bæta sér upp ömurlegan og illbærilegan raunveruleikann. Aðeins þessar tvær sýningar Miðapantanir hjá Borgarleikhúsinu í síma 680 680 Norden i ísland STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ KRINGLAN 8-)2 SÍMI 6892)2 ^ SKOVERSLUN EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.