Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ eftir Elínu Pólmadóttur Fólkið var enn að tala um þessa afbragðs 40 ára afmælisveislu fyrirtækis- ins í Skíðaskálanum, þeg- ar blaðamaður kom í þetta rúm- góða þjarta hús í Skútuvogi 11, sem byggt var yfir sameinaða starfsem- ina eftir að Lystadúnshúsið brann 1987. Það leiddi tal okkar Ögnu að upphafinu, þegar Halldór Jónsson stofnaði heildverslun með fatnað frá Bandaríkjunum 1. febrúar 1955 í lítilli kytru uppi á lofti í Hafnar- stræti 8. Halldór hafði verið full- trúi hjá Tollstjóra, en hætti því brátt, enda hafði hann fljótlega lagt undir sig alla efri hæðina. Reksturinn breyttist yfir í innflutn- ing og sölu á snyrtivörum og hann fékk umboð fyrir Wella-hársnyrti- vörur. Á árinu 1961 hóf Halldór viðskipti við danska fyrirtækið Lystager, sem hófst með innflutn- ingi á svampi fyrir íslenskan hús- gagnaiðnað. Úr því varð Lystadúnn hf. Sem við göngum um húsakynnin heilsar hver maður Ögnu með hlýju og hún segir alltaf: Eg má til með að kynna þig fyrir honum Frey Magnússyni, honum Sævari Snæ- bjömssyni, sem eru búnir að vera hér í 28 ár. Og flestir virðast hafa verið þar í 20-30 ár. Þarna eru enn starfandi þrír starfsmenn yfír sjö- tugt og síður en svo amast við þeim. Þegar ein stúlkan kvaðst hafa verið þar „stutt“, bætti hún við: „En verð lengi“. Andrúmsloftið er sérstaklega hlýlegt og mjög per- sónulegt, enda segja þeir mér sem lengst hafa verið að svo hafí alltaf verið, frá því Halldór Jónsson var við stjómvölinn. Enn fer allt starfs- fólkið í ferðalög og gerir sér saman dagamun. Agna kveðst vera svo heppin að hafa alltaf haft þetta afbragðs starfsfólk, sem stóð þétt með henni eftir að Halldór dó og eftir brunann í Lystadún og gegn- um uppbygginguna. Hún þekki það líka flest svo vel. „Mér fínnst þau vera eins og börnin mín,“ segir hún. Og þeir sem til heyra taka undir það, að þeim fínnist það líka. Arsveltan tvöfaldast Nú er ársvelta Halldórs Jónsson- ar hf. 260 milljónir kr. og Lysta- dúns 115 milljónir og starfsmenn eru 42. Veltuaukning þess fyrr- nefnda segir Kristján framkvæmda- stjóri að sé að tvöfaldast á þessu ári í kjölfar tollabreytinganna. Starfsemin hefur breyst. Meðan tollamir voru 80-90% á snyrtivörun- um og öðrum vamingi, var flutt inn í plasttunnum og áfyllt eða jafnvel framleitt. Eftir að fyrirtækið fékk umboð fyrir hinar heimsþekktu hársnyrtivörur Wella á árinu 1960, fór það m.a. út í að framleiða eftir efnauppskriftum frá Wella. Nú er starfsemi á staðnum meira stoð- deild, þar sem settar eru á íslensk- ar merkingar, leiðarvísar o.fl. Enn- þá er þó framleitt þama rakspíri, baðfroða o.fl. Smám saman var farið í að flytja inn og ganga frá ýmsu sem þótti eiga heima með þessum varningi, svo sem dömu- bindi, pappírsservíettur, sokkar o.fl. Og í hluta Lystadúns-Snælands er framleiddur svampurinn, sem skor- inn er eftir hendinni og saumuð yfír áklæði. Um Halldór Jónsson fertugan Okkur langar að flytja lítinn brag um Halldór Jónsson, fertugan „Halldór, Halldór." I Hafnarstræti hann óx úr grasi strax var keyrt á fullu gasi. Stanslaus vinna, stækka, dafna um að gera sölumönnum safna Fjöldi, þrengsli, breyting allt var komið á þeyting o.s.frv. sungu starfsmennirnir í afmæl- inu um daginn og léku undir á til- sniðin og heimagerð svamphljóð- færi. Agna minnist þessara fyrstu ára, þegar hún stóð í 12 tíma á dag í kjallaranum heima hjá sér með tvær aðstoðarkonur og fyllti á glös Morgunblaðið/Ámi Sæberg AGNA Jónsson fyrir framan hús fyrirtækjanna í Skútuvoginum. BREYTING ÞEYTING msamiKPnsmSs ÁSUNNUDEGI ► Agna Jónsson er stj órnarf ormaður og aðaleigandi fyrirtækjanna Halldór Jónsson hf. og Lystadúns. Hún tók við fyrirtækjunum eftir lát manns síns, Halldórs Jónssonar, sem stofnaði það fyrrnefnda fyrir réttum 40 árum. Og þótt Agna sé nær áttræðu tekur hún enn þátt í rekstrinum og kemur þar daglega. En fyrirtæk- in eru alltaf að færa út kvíarnar, byggja upp, breyta rekstri eftir aðstæðum, bæta við og tengjast fyrirtækj- um.,1991 rann fyrirtækið Pétur Snæland saman við Lystadún og 1. sept. sl. kom inn í Halldór Jónsson hf. umboð bandaríska snyrtifyrirtækisins Sebastian og fleiri umboð. „Agna fylgist með öllu, er aldrei hemill á neitt, stendur 100% bak við okkur í öllum nýjungum og því sem við erum að gera,“ segir fram- kvæmdasíjórinn, Krislján S. Sigmundsson. hárgreiðslu- og snyrtivörur, heima- lagaða varaliti og naglalakk. Hall- dór sá 'um reksturinn og hafði tvo sölumenn. Freyr, sem er sölumaður af guðs náð, eins og Agna segir, er nú innkaupastjóri. Þá bjuggu þau Halldór í Barðavogi 44 og fluttu sig svo í hinn enda götunnar þar sem Agna býr enn í einbýlishús- inu þeirra. Þegar fyrirtækið var stofnað hafði Agna verið á íslandi frá haustinu 1945. Hún er fædd og uppalin í Danmörku, skammt frá Ringköbing. Hún hafði ung farið til Kaupmannahafnar og vah út- skrifuð frá hinu fræga smurbrauðs- fyrirtæki Oscar Davidsen. Síðan var hún í mörg ár kokkur á hinu þekkta veitingahúsi Frascatti í Höfn. Þar kynntist hún íslenskum vinnufélögum. „Ég var ung og langaði til að sjá heiminn," segir Agna. Og hún byrjaði á íslandi. Hafði jafnvel gælt við þá hugmynd að fara áfram til Bandaríkjanna og hafði í bakhöndinni meðmæla- bréf. Á íslandi vann hún á sumrin á Hótel Garði, en að vetrinum tók hún að sér veislur, með köldu borði eða heitum réttum. Og á Garði hitti hún Halldór Jónsson, sem borðaði þar. Halldór hafði orðið stúdent 1941 og farið í lögfræði í Háskólan- um. Þar með var tengingnum kast- að. Þau giftu sig í janúar 1948. Örlygur Sigurðsson lýsir svo komum þeirra samstúdentanna í hið nýstofnaða fyrirtæki skólabróð- urins Halldórs, sem þekktur var þá og síðar að elskulegum við- brögðum: „Það var alltaf hlýtt og notalegt að líta inn á skrifstofu hans í hinu aldna húsi númer 18 við Hafnarstræti, sem er samsett af þremur ævafornum hússkriflum, þar af einum gömlum selstöðu- hjalli allar götur sunnan úr Kefla- vík, Jakobeusarhús, sem síðar hét Nýhöfn. Þar andar hver biti og við- arborð af liðinni tíð og gengnum gaurum, faktorslykt. Þar marrar í hverju þrepi, þegar genginn er stig- inn upp á loft, eins og til að minna okkur á fallvaltleikann á svikulum og ótryggum tröppugangi lífsins. Þar uppi á loftskörinni var jafnan gamall og traustur fjallabóndi aust- an af landi sem lagersveinn Hall- dórs. Tvær og þrjár tiplandi tátur úr Reykjavtk slógu á ritvélar og samlagningamaskínur með ryth- mískum jazzslætti. Og sjálfur fuldmægtiginn Kristján Zoéga í réttri umgjörð forfeðranna, dan- skra og ítalskra kjöbmanna, sveitt- ist við margvíslegar færslur með koparstungu rithendi, eins og skrif- arinn á Stapa.“ Veröld sem var, verður manni að orði eins og Örlygi þegar geng- ið er um stóra glæsihúsið í Skútu- voginum, þar sem vítt er til veggja og þægindi fyrir starfsfólk. Sölu- og sýningarsalur fyrir Lystadún og uppi stór kennslusalur, þar sem haldin eru námskeið og sýnikennsla fyrir notendur hárgreiðsluvaranna og snyrtivörumerkja sem fyrirtæk- ið flytur inn. Getur rúmað 100 manns. Útlendingar koma þar títt til að kynna nýjungar og í við- skiptaerindum. Og lengst af hefur Agna tekið persónulega á móti þeim á heimili sínu. Toppurinn á dönsku exporti Um tilkomu Ögnu skrifaði Örlygur: „Halldór er mikill gæða- og greiðamaður og lánsmaður að eignast aðra eins afbragðskonu og Ögnu. Önnur eins matreiðslukona er vandfundin. Danskar konur þykja kvenna beztar um alla saðn- ingu, matarlega og ástarlega. Þær eru og hafa verið toppurinn á dönsku exporti til íslands alla tíð... Þær dönsku fluttu með sér meira en matgerðarlist, þær fluttu með sér hjartavarma til okkar ísakalda lands, menning, þokka og „Hjemm- ets Hygge“ og síðast en ekki síst Húmör. Þar er frú Agna engin undantekning. Þær eru það varan- legasta og bezta, sem frá Dan- mörku hefur komið, þegar þær hafa setzt hér að á annað borð, fyrir utan handritin." Þetta geta allir sem kynnst hafa Ögnu Jónsson tekið undir. Fram á þennan dag hefur hún verið að gefa af sér og leggja gott til mála eins og ekkert væri sjálfsagðara, eins og þau hjónin gerðu bæði meðan Halldórs naut við. Hún hef- ur starfað mikið í Sjálfstæðis- flokknum, í Dansk kvindeklub og í Thorvaldsensfélaginu, lengst af afgreitt þar í sjálfboðavinnu á bas- arnum einu sinni í viku. Hún er vinmörg, kveðst í 20 ár hafa verið í saumaklúbb með dönskum vin- konum og skólasystkini Halldórs, þessi skemmtilegi hópur, hefur hana alltaf með, eins og hún orðar það. Hún hefur því unað sér vel á Islandi og datt ekki í hug að selja og fara heim til Danmerkur og hafa það gott meðal ættmenna sinna þegar Halldór féll frá 1977, eins og ýmsir töldu þó víst. Byggt upp eftir brunann „Eg kann svo vel við mig hér. Ég var búin að standa í svo mikilli vinnu við þetta fyrirtæki og gat > ; I i \ > > > > > > i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.