Morgunblaðið - 05.03.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 31
FRÓÐIBJÖRNSSON
+ Fróði Björns-
son, fyrrver-
andi flugstjóri, var
fæddur í Reykja-
vík, 19. janúar
1938. Hann lést í
Reykjavík hinn 27.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Björn Franz-
son, f. 1906, d.
1974, og Ragna
Þorvarðardóttir, f.
1904, d. 1991. Björn
Franzson var sonur
Franz Johanness-
en, sem var maður
norskrar ættar, og Guðrúnar
Björnsdóttur frá Dalvík. Björn
var mjög greindur maður.
Hann var m.a. kennari, þing-
skrifari og útvarpsmaður.
Björn var vel lærður í tón-
menntum, tungumálum, stærð-
fræði og eðlisfræði. Rit hans,
Efnisheimurinn, kom út árið
1938. Þorvarður faðir Rögnu,
útgerðarmaður í Keflavík, var
Þorvarðarson, Helgasonar
beykis í Keflavík, en Helgi var
m.a. prentari í Viðey. Mfóðir
Þorvarðar var Guðrún Högna-
LEIÐIR okkar Fróða lágu fyrst sam-
an á golfvellinum. Það eru ekki nema
u.þ.b. 10 ár síðan. Vorum því báðir
komnir á þann aldur þegar við eign-
umst flestir enn nýja kunningja -
síður nýja vini. Þó átti ég eftir að
telja Fróða í hópi þeirra, sem mér
þótti mest um vert að hafa kynnst.
Sem mér þótti vænt um að geta
kailað vin.
í fyrsta skipti sem við lékum sam-
an mætti hann til leiks með Davíð
Helga á móti okkur Emi. Hann var
óaðfinnanlegur til fara, beinn í baki
og heilsaði formlega. Virkaði dálítiö
stífur og alvörugefinn. Ekki man ég
lengur hvernig þessi fyrsti leikur
okkar fór svo sennilega höfum við
Örn tapað honum. En þær áttu eftir
að verða fjölmargar, stundimar sem
við áttum saman á golfvellinum.
Bæði hér heima og erlendis. Skoðun
mín á Fróða átti eftir að breytast
mikið.
Reyndar var hann alltaf dálítið
formlegur. Það var hans eðli. En ég
átti eftir að kynnast og læra að
meta ýmsa kosti, sem hann bjó yfir,
en hampaði þó ekki. Hann var, þrátt
fyrir skrápinn, hlýr að eðlisfari.
Fljúgandi greindur, gamansamur og
afar orðfímur. Við lékum aldrei neitt
iljastrokugolf, félagarnir. Það var til
siðs að vera hæfilega stóryrtur. Láta
ýmislegt flakka og stundum gátu
þau skeyti orðið býsna skæð. í þeim
leik stóð Fróði engum að baki. Eld-
fljótur að hugsa, næmur á hið
spaugilega, beinskeyttur og jafnvel
harðskeyttur - en alltaf smekkvís.
Fróði gerði á golfvellinum öll þessi
hefðbundnu mistök okkar meðal-
Jónanna. Hitti vel eða illa á víxl.
Átti sína góðu daga og líka hina. En
í einu var hann þó óskeikull. Agi
hans og virðing gagnvart golfregl-
unum voru einstök. Það var óhugs-
andi að hann slakaði þar nokkru
sinni á ýtrustu kröfum. Stytti sér
leið eða færi á svig við hina smæstu
reglu golfsins, skráða eða óskráða.
Þannig hygg ég að Fróði hafi
einnig verið í lífi sínu og öllu því,
sem hann tók sér fyrir hendur. Hvik-
aði ekki frá því sem hann taldi rétt.
Ekki hársbreidd. Gerði miklar kröfur
til þeirra sem hann umgekkst.
Ýtrustu kröfur til sjálfs sín. Kannski
gat hann því aldrei orðið að skapi
allra. Hafði heldur ábyggilega engan
áhuga á því. En með vinum sínum
stóð hann eins og jarðfastur klettur.
Drengskapur hans var óbrigðull.
Við fréttum af því félagar Fróða
í golfklúbbnum á jólaföstunni, að
sjúkdómurinn hefði tekið sig upp á
ný. Að nú myndi líklega ekki þurfa
að spyija að leikslokum. Tókum
okkur því saman nokkrir og litum í
heimsókn á aðfangadag. Við stopp-
uðum ekki lengi. Kraftar hans fóru
þverrandi og við svo sem bara komn-
ir til að kveðja. Ekki var rætt um
það, sem öllum var þó efst í huga.
dóttir úr Skorradal.
Móðir Rögnu var
Margrét Arinbjam-
ardóttir frá Tjam-
arkoti í Innri-
Njarðvík. Ætt
hennar er úr Njarð-
víkum og Keflavík,
úr Reykjavik, Kjal-
arnesi og Kjós.
Árið 1962 kvænt-
ist Fróði Hólmfríði
Kofoed-Hansen, f.
20. júní 1941. Þau
skildu árið 1980.
Börn þeirra era
Hallveig, f. 1. júlí
1963, starfsmaður Búnaðarfé-
lags íslands, Ragna, f. 30. sept-
ember 1964, stundar nám í
Samvinnuháskólanum í Bifröst,
Björn, f. 13. maí 1966, starfs-
maður í Prentsmiðjunni Odda
hf. í Reykjavík og Hólmfríður,
f. 26. febrúar 1975, nemandi í
Brussel í Belgíu. Jóhannes Vig-
gósson, lögregluþjónn og
Ragna Fróðadóttir eiga tvö
börn, Huldu Rún og Fróða.
Útför Fróða fer fram frá
Langholtskirkju á morgun og
hefst athöfnin kl. 10.30.
Við spjölluðum um golfið, utanferð-
irnar og minningar gamlar og nýjar.
Glæsileg högg og nýja golfsettið
hans Sigga Sigfreðs. Nokkrar gam-
ansögur látnar fjúka. Fyrir ókunn-
ugan hefði þetta sjálfsagt getað ver-
ið venjuleg kurteisisheimsókn að sjá.
Nema kannski fyrir það að við erum
víst ekki vanir að halda hver utan
um ahnan þegar við kveðjumst, þess-
ir gömlu skrápar, eða að þurfa að
ræskja okkur á leiðinni út.
Fyrir hönd okkar félaganna votta
ég bömum Fróða, öðrum aðstand-
endum hans og vinum öllum innilega
hluttekningu.
Georg H. Tryggvason.
Frá því ég man eftir mér hef ég
þekkt Fróða Björnsson. Við vomm
nágrannar í bernsku og ég held að
vinátta okkar hafi orðið til þess að
vinátta tókst með foreldrum okkar.
Hann var tápmikill drengur, hug-
kvæmur, framkvæmdasamur og
mikill prakkari, en aldrei ótugt. Per-
sónutöfrar hans voru miklir og nýtt-
ust okkur vel þegar við áttum skilið
átölur og refsinga. Tíu ára gamall
fluttist hann til Svíþjóðar með for-
eldrum sínum og bjó þar í fimm ár.
Eftir heimkomu þaðan tókum við
aftur upp þráðinn og gættum þess
upp frá því að hann slitnaði ekki. í
Svíþjóð hafði hann sótt skóla þar
sem afburðanemendur fengu notið
hæfileika sinna og settist í 4. bekk
MR í samræmi við kunnáttu sína.
Líklega hefur það verið misráðið.
Hann var tveimur árum yngri en
bekkjarsystkinin, fann sig illa í
hópnum og flosnaði upp frá námi,
Eftir það settist hann í tónlistar-
skóla og lærði á píanó, en ákvað
síðan að læra flug. Hann varð fljótt
flugmaður hjá Loftleiðum og fékk
þar skjótan frama, var orðinn flug-
stjóri þrítugur. Árið 1976 fékk hann
hjartaáfall og missti þá flugstjórnar-
réttindin. Hann tók því af karl-
mennsku og hóf strax nám í öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð og lauk því með glsæi-
brag á skömmum tíma og varð dúx
á stúdentsprófi. Eftir það settist
hann í lagadeild Háskólans og lauk
þar öllum prófum fyrstu þijú árin.
Þá hafði gripið hann mikill áhugi á
tölvum og með sjálfsnámi hafði hann
aflað sér slíkrar þekkingar að hann
var ráðinn forstöðumaður tölvudeild-
ar Radíóbúðarinnar hf. Hann sá því
ekki lengur tilgang í að ljúka laga-
prófi sem hann hefði vafalaust auð-
veldlega gert hefði hann kosið. Eftir
það starfaði hann við tölvur, nú sein-
ast við að koma hæstaréttardómum
í tölvutækt form.
Fróði Björnsson var um margt
einstakur maður. Hann var glæsi-
menni, grannur og stæltur, Ijós yfir-
litum og svipurinn bjartur. Mér hafa
alltaf fundist þessar Ijóðlínur Gríms
MINNINGAR
Thomsen eiga fullkomlega við um
Fróða:
Skírt var yfírlitið bjarta,
hið ytra þar hins innra naut.
Kurteisi og prúðmennska voru
honum eðlislæg og einkenndu alla
framkomu hans. Hann var dulur og
fáir ef nokkrir munu hafa þekkt
hann til hlítar. Yfírburðagreind og
skarpskyggni duldust þó engum sem
þekkti hann. Hann var listelskur og
þar skipaði tónlistin heiðurssess.
Hann var óvenju geðfelldur maður
og gaman að ræða við hann, óhemju
víðlesinn og að því er virtist alls stað-
ar heima.
í lífi Fróða skiptust á skin og
skúrir meira 'en gengur og gerist.
Um tíma hló heimurinn við honum,
en síðar dundu á honum áföll sem
erfítt var að venjast. Fyrri rúmum
tveimur árum þurfti hann að gang-
ast undir hjartaaðgerð og þá uppgöt-
vaðist illkynja mein sem kallaði á
aðra erfiða skurðaðgerð. Veik von
var þó um varanlegan bata, en hún
brást á þessum vetri. Hann krafðist
ávallt og fékk fullkomna vitneskju
um stöðu sjúkdómsins. Vegna starfs
míns hef ég oft kynnst og undrast
hversu margir bregðast vel við vá-
legum tíðindum. Viðbrögð Fróða ein-
kenndust af hetjulund. Hann ræddi
um sjúkdóm sinn af fullkomnu æðru-
leysi, gerði sínar ráðstafanir og lét
síðan hveijum degi nægja sína þján-
ingu. Eitt af því síðasta sem við
ræddum var hvað skipti máli í þessu
lífi og vorum við sammála um að
þar væri barnalán líklega efst á
blaði. Það átti Fróði Bjömsson. Þau
umvöfðu hann kærleika og fylgdu
honum fast að landamærum líf og
dauða. Láti Guð honum nú raun lofí
betri.
Tryggvi Ásmundsson.
Minnast vil ég vinar míns síðan á
unglingsárum, Fróða Bjömssonar,
sem lést um aldur fram 27. febrúar
sl. Margt spjölluðum við spaklegt á
menntaskólaárunum, ræddum og
deildum um vandamál lífs og dauða,
þóttumst leysa sum. Og létt áttum
við með síðustu samræðumar um
daginn, sem jafnan, þótt okkur væri
minna niðri fyrir en forðum daga.
Þrátt fyrir veikindi Fróða og þverr-
andi þrek, grunaði mig ekki að fjór-
ir dagar væm eftir af liðlega fjög-
urra áratuga kynnum okkar.
Við höfðum mælt okkur mót við
borðið undir glerlistarverki Leifs
Breiðfjörðs, og þar sátum við að
tali góða stund. Fróði hafði fundið
í fómm sínum gamalt fjögurra blaðs-
íðna bréf frá mér, veðurfræðinema
í Ósló, sent honum til Englands þar
sem hann stundaði flugnám. Við
vorum um tvítugt og dæmt eftir
þessu bréfi, frá þeim tíma er lífsgleð-
in ríkti og óendanleg framtíðin blasti
við, höfum við verið mjög andríkir,
mælskir og fyndnir. Meira að segja
var að sjá sem við hefðum breytt
tímatalinu, „líklega yfír það hafnir"
sagði Fróði um daginn.
I lok skilnaðarstundar benti Fróði
mér á málverk eftir Ásgrim Jónsson
sem hékk á vegg í salnum. Við dáð-
umst að landslaginu, vatni, fjalli,
undirlendi og í fjarska virtist móta
fyrir snævi þakinni Heklu sem við
ætluðum einhvern tímann að ganga
á saman. En framtíðin blasir ekki
við með sama hætti og áður. í stað
Heklugöngu slást með í för hugans
minningar um góðan vin sem var
samur og jafn hvort sem liðu vikur,
mánuðir eða ár milli samfunda okk-
ar.
Fróði Björnsson ólst upp á menn-
ingarheimili foreldra sinna, frú
Rögnu og Björns Franzonar rithöf-
undar. Björn var Iærður maður á
mörgum sviðum, einkum náttúruvís-
indum og tónfræðum. Hann var rit-
stjóri merkrar alfræðibókar, sem
nefnist „Undur veraldar“, var lengi
tónlistargagnrýnandi og fékkst við
margvísleg önnur ritstörf.
í þá daga kunni Fróði ekki að
meta þá tónlist sem faðir hans hlust-
aði á og rannsakaði, en þeim mun
meiri varð áhuginn þegar unaðs-
heimar tónlistarinnar lukust upp fyr-
ir honum rúmlega tvítugum. Hann
lagði stund á tónlistamám um skeið,
kunni vel á píanó og hlustaði alla
tíð mikið á tónlist. Snemma tók hann
ástfóstri við „B-in“ þrjú, Bach, Beet-
hoven og Brahms, og hafði nýlega
á orði að eiginlega hafí hann ekki
komist lengra.
Fróði var á menntaskólaaldri þeg-
ar foreldrar hans fluttu heim frá
Svíþjóð. í Reykjavík var þá einn
skóli um hituna á menntaskólastigi
og kennsla öll í fastari skorðum en
nú tíðkast. Þótt Fróði kynni margt
fyrir sér úr skóla sínum í Svíþjóð,
kom honum það lítt að gagni ef það
féll ekki að námskrá í eina mennta-
skóla höfuðstaðarins. Óhugsandi var
t.d. í þá daga að láta sænsku koma
í stað dönsku. Fróði sagði síðar að
hann hefði ef til vill átt að hefja nám
hér heima einum bekk neðar, í hópi
jafnaldra sinna, í stað þess að miðað
var við menntunarstig hans í Sví-
þjóð. Fróði venti kvæði sínu í kross
og ákvað að stefna að flugnámi.
Flugstjóm varð síðan hans starfí
um áratugi, en löngu seinna er hann
var hættur störfum við flugið tók
hann stúdentspróf í öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Hálfnaður var hann með lögfræði
þegar hann ákvað að byija í vinnu
á ný. Hann réð sig til Radíóbúðarinn-
ar. Var það um þær mundir sem
Macintosh-tölvur frá „Apple“-fyrir-
tækinu fóm sigurför um heiminn og
voru kynntar fyrir Radíóbúðinni.
Mun Fróði hafa unnið einna ötulleg-
ast, framheijaár Macintosh-tölva
hér á landi, að því að auka vinsæld-
ir og útbreiðslu vélanna. Fróði var
síðan nokkur ár framkvæmdastjóri
Tölvustofunnar og að svo búnu vann
hann enn um nokkurn tíma að tölv-
um, þar til hann veiktist.
Fróði undi hag sínum vel úti í
guðs grænni náttúranni, stundaði
löngum göngur, og fjallgöngur. Fáir
trúi ég að hafí klifið Esju oftar en -
hann. Hann var dýravinur og taldi
þá tíma koma, að menn drepi ekki
dýr.
Eitt sinn gengum við á unglings-
áram eftir hitaveitustokkunum frá
Öskjuhlíð og þaðan sem leið lá yfír
Elliðaárdal og upp í Ártúnsbrekku.
Þetta þótti þá svo löng leið að eldri
skólabróðir okkar einn sem kom
þarna akandi með splunkunýtt öku-
skírteini klínt upp að framrúðunni,
spurði hvort við væram með öllum
mjalla. Svo mælti hann, en við héld-
um áfram göngu okkar og kapp-
ræddum um alheiminn og skiptumst
með mikilli orðfími á hlutverkum
með eða móti Helga Pjeturss. Þann-
ig minnist ég nú samvera okkar
Fróða er við voram ungir og fóram
fijálsum huga um alheiminn, en í
ævistarfi létum við okkur nægja loft-
hjúp jarðar, Fróði á flugi og ég í
veðurfræðinni, sem kölluð hefur ver-
ið þerna flugsins. Með þökk í huga
minnist ég einnig samstarfs okkar
í um það bil tvö ár á sviði tölvunotk-
unar.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
votta ég dýpstu samúð börnum
Fróða heitins, og öðrum vandamönn-
um, í söknuði þeirra. Blessuð sé
minning Fróða Bjömssonar.
Þór Jakobsson.
• Fleirí minningwgreinar um
Fróða Björasson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
SIGRÍÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Sigríður Frið-
riksdóttir fædd-
ist í Ólafsfirði hinn
30. júní 1917. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Borgarspítal-
ans mánudaginn 27.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar Sig-
ríðar vora Friðrik
Jónsson, fæddur 6.
janúar 1883, og
Ingibjörg Sveins-
dóttir, fædd 28. ág-
úst 1893. Áttu þau
saman 7 böra og
eina uppeldisdóttur
en af þeim Jifa nú Lísbet og
Sigrún. Sigríður yfírgaf for-
eldrahúsin ung að árum og réð
sig í vist til Vestmannaeyja. Þar
kynntist hún eiginmanni sínum,
Guðjóni Ólafssyni, fæddur 30.
janúar 1915 í Eyjum. Hann lést
4. maí 1992. Þau eignuðust þijú
börn, Grétu, fædda 6. apríl
1938, Guðbjörgu Ósk, fædda
27. júlí 1943, dáin 23. desember
1950, og Friðrik Ólaf, fæddan
4. janúar 1948. Sigríður verður
jarðsett frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði á mánudag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
MAÐUR gleymir oft í daglegu lífí
að láta hugann reika um liðna tíð.
Nú þegar kveðjustundin rann upp
sóttu á mig margar yndislegar
minningar um þig, elsku amma.
Hvemig í ósköpunum hefði líf
mitt orðið ef ekki hefðir verið þú?
Það var svo gott að koma til þín á
Hólagötuna úti í eyjum að ég gat
varla látið daginn líða án þess að
kíkja þar inn. Það var
einhver ólýsanleg ró
sem gat fengið mann
til að gleyma öllu
amstri dagsins. Ég
ætla ekki að minnast
á kaffíð, brauðið og
kökumar sem allir
þekktu, heldur hversu
gott var að vera í ná-
vist þinni. Við töluðum
aldrei neitt mikið sam-
an heldur þögðum yfir
handavinnu og blöð-
um, eflaust þurftum
við engin orð. Okkur
þótti bara svo vænt
hvorri um aðra að okkur nægði «-
bara að vera saman. Árin liðu og
alltaf var best að koma til þín,
amma.
Mér finnst ég eiga svo bágt núna
er ég hugsa til þess að þú sért far-
in, lögst til langþráðrar hvíldar í
örmum ástvina sem hafa beðið þín
svo lengi. Ósköp getur maður verið
eigingjam. Ég sem hélt í minni
bamslegu trú að ég ætti þig ein til
eilífðar. Eflaust hefur mér fundist
þú gefa mér svo mikla ást og hlýju
að ég gat ekki ímyndað mér að
nokkuð kæmist þar á milli.
Elsku besta amma, ég vil með
þessum orðum mínum þakka þér
af öllu hjarta fyrir þau ár sem við
fengum að eiga saman. Ég ylja
mér yfir minningum um yndisleg-
ustu ömmu í heimi og sendi þér
kveðjukoss.
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hond þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Þín Guðbjörg Ósk.
Ástkær eiginmaður minn, faðir minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
ISLEIFUR ARASON,
Lindargötu 57,
verður jarðsunginn frá Hóteigskirkju
þriöjudaginn 7. mars kl. 13.30.
Klara Karlsdóttir,
Karl isleifsson, Steinunn Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.