Morgunblaðið - 05.03.1995, Page 35

Morgunblaðið - 05.03.1995, Page 35
MORGUNBLA.ÐIÐ MINNIIMGAR tekst á við samtíðina á vettvangi hins þjóðfélagslega veruleika. Áhrifa þessarar guðfræðitúlkunar Þóris hefur gætt langt út fyrir veggi háskólans, enda fékk hann einatt mikla áheyrn er hann kvaddi sér hljóðs í ræðu og riti. Segja má að Þórir hafi með fjölbreyttum störfum í samfélagsins þágu vitnað um þær áherslur sem einkenndu guðfræði- túlkun hans hvað mest. Þar er af mörgu að taka, en hér verður að- eins vikið að einum en jafnframt ákaflega merkum þætti á starfs- ferli Þóris. Um er að ræða umfangs- mikið starf sem hann vann í þágu samborgara sinna í Reykjavík við mótun nýrrar stefnu í félagslegri þjónustu á vegum borgarinnar, en einnig kom þar við sögu nýskipan á velferðarmálum aldraðra. Þórir átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur tvö kjörtímabil, 1962-70, og gegndi embætti fyrsta varaforseta borgarstjórnar. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar, m.a fræðsluráði, barnavemdarnefnd og félagsmála- ráði. Það er margs að minnast þegar prófessor Þórir er kvaddur hinstu kveðju. En efst í huga er djúp virð- ing og þakklæti fyrir trausta vin- áttu og blessunarríka samfylgd. Fjölþætt og góð samskipti okkar leiddu til þess að fljótt komust á einlæg vináttutengsl milli fjöl- skyldna okkar. Jakobína, hún Bíbí okkar, hefur reynst manni sínum traust og góð eiginkona. Hún hefur stutt hann og styrkt í hvívetna og átt ríkan þátt í lífsláni hans og far- sælum æviferli. Þau hjón voru mjög samhent, enda Bíbí þeim kostum gædd að geta orðið Þóri sálufélagi í öllum hans fjölbreyttu störfum og áhugamálum. Það fór heldur ekki leynt hversu þakklátur Þórir var henni fyrir allt hið góða sem hann átti henni upp að unna. í veikindum hans annaðist hún hann af stakri kostgæfni. Böm hennar, stjúpbörn Þóris, tengdabörn og barnabörn, sem Þórir tók miklu ástfóstri við, lögðu sig fram við að aðstoða og styrkja þau hjónin í erfiðum veik- indum Þóris. Náin vinátta okkar hjóna og Bíb- íar og Þóris varð til þess að við byggðum saman tvíbýlishús að Ara- götu 4. Sú ákvörðun hefur fært okkur fjölskyldunni ómældar ánægjustundir. Samskiptin hafa einkennst af slíkri hlýju og sam- kennd að oft er eins og um eina fjölskyldu sé að ræða. Við hjónin og börn okkar, Sigurð- ur og Ingibjörg, söknum sárt hjart- kærs vinar. Við vottum Bíbí og ástvinum öllum innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Björn Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir. Áður en ég hóf nám við guðfræði- deild Háskóla íslands höfðu mér borist spurnir af ýmsum kennurum við deildina í gegnum kunningja sem höfðu stundað nám við deildina. Ég hafði til dæmis heyrt sagt frá því að stúdentum væri gerð grein fyrir því strax í upphafi að Guð væri ekki að finna í guðfræðideildinni! Það var því með blendnum huga að ég hóf námið, hrædd um að trú mín á Guð myndi spillast í rýni fræð- anna. Mér leið strax vel í guðfræði- deildinni. Strax á fyrsta misseri sóttum við nýnemar námskeið hjá prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni. Hann kenndi okkur um sögu og bók- menntir Hebrea, námskeið sem fjall- aði um uppruna og tilurð Gamla testamentisins. Þóri tókst vel að vekja þessar eldfomu bókmenntir til lífsins, hann sýndi okkur inn í heim sem var svo fjarlægur í tíma og rúmi, en samt svo nálægur í mennsku sinni, við skynjuðum hvað við áttum margt sameiginlegt með hinum fornu Hebreum, 'öll vorum við manneskjur sem vorum að tak- ast á við tilveruna í þessum heimi. Misserið leið, ég naut námsins, sérstaklega fannst mér námskeið Þóris Kr. spennandi. Ég hafði alveg gleymt sögunum um það að Guð væri ekki að finna í guðfræðideild- inni. En svo gerði það einn daginn að ég mætti skólabróður mínum á förnum vegi. Ég hafði ekki verið í tíma hjá Þóri Kr. þann daginn og spurði því þennan skólabróður minn hvað hefði farið fram í tímanum. Hann varð mjög alvarlegur á svip- inn, næstum sleginn, og sagði. „Veistu það Arna, Þórir Kr. sagði það næstum hreint út að Guð væri ekki til!“ Ég tók þessu nú ekki mjög alvarlega, sagði við skólabróður minn að hann hlyti að hafa misskil- ið eitthvað. Við ræddum þetta svolit- ið en skildum svo. Þegar ég fér að hugsa málið áttaði ég mig auðvitað á að þarna var komin fullyrðingin góða sem ég hafði heyrt á skotspón- um áður en ég byq'aði í deildinni. Og ég áttaði mig líka á því í hvaða samhengi hún hafði verið sögð þeg- ar ég vissi hver sagði hana. Þórir Kr. hafði nefnilega sérstaklega gaman af því að ögra stúdentum með fullyrðingum sem stönguðust á við þann hugsunarhátt sem er eðli- legur við fyrstu sýn. Ég hefði þess vegna getað trúað honum til að halda því blákalt fram að Guð væri ekki til, í þeim tilgangi að hrista upp í stúdentum og vekja upp um- ræður. En Þórir Kr. var ekki ein- göngu að ögra stúdentum. Hann var einnig að benda þeim á að í guð- fræðideild lærir maður fræðin um Guð en sækist maður eftir persónu- legu sambandi við Hann verður maður að leita í gegnum bænina og trúarlífið. Þetta þekkti prófessor Þórir af eigin raun. Hann hafði fundið Guð, ekki í gegnum fræðimennsku sína, heldur átti hann persónulegt sam- band við hann. Þetta kom þó aldrei í veg fyrir fræðilega áherslu og vinnubrögð. Hann kom með nýja strauma inn í Gamla testamentis- fræðin hér á landi á sínum tíma og gjörbylti í raun allri umræðu um þau mál. Þórir Kr. Þórðarson var ekki að- eins prófessor að atvinnu, heldur var það lífsstíll hans. Hann hafði yfirbragð heldri manns, fas og klæðaburður gaf til kynna að þarna fór maður sem víða hafði farið og margt séð. Hann var sjálfsöruggur og viss í sinni sök, en tókst þó oft að slá á mannlega og næma strengi í kennslu sinni, sérstaklega þegar hann var að fjalla um einhvetja ákveðna persónu í Gamla testa- mentinu og reynslu hennar. Þá sást að hann átti auðvelt með að setja sig í spor annarra og heimfæra al- dagamla mannlega reynslu upp á nútímann. Þegar ég frétti um andlát Þóris Kr. Þórðarsonar kom mér í hug sagan í Gamla testamentinu af Jak- obsglimunni. Hún segir frá því þeg- ar Jakob, sem er á heimleið úr út- Iegð, glímir heila nótt við engil Guðs á árbakka. Undir morgun bið- ur engillinn Jakob að sleppa sér, en Jakob neitar því nema engillinn blessi hann. Hann verður við því og segir: „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur“ (Gen. 32:22-32). í gegnum tíðina háði prófessor Þórir Kr. margar glímur, örugglega bæði við Guð og menn. Á síðustu misserum var sú glíma löng og ströng en ég er þess fullviss að Þórir Kr. gafst ekki upp fyrr en Guð hafði blessað hann og gefíð honum sigurnafn eins og Jakob. Meðal stúdenta lifir minning um mikilhæf- an kennara, sterkan persónuleika, og mann sem þekkti lífíð af eigin raun. Eiginkonu og ástvinum vil ég að lokum votta samúð mína og minna á orð spámannsins Jesaja: „Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa og koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim en hryggð og and- varpan flýja.“ Arna Ýrr Sigurðardóttir, formaður Félags guðfræðinema. • Mikill fjöldi minningargreina um Þórí Kr. Þórðarson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Frostaskjól - 4ra herb. Vorum að fá í sölu 4ra herb. íb. á 1. hæð (jarðh.) í þríb. á mjög góðum stað í vesturb. íb. skiptist í stofu og 3 svefnherb. m.m. Ný innr. í eldhúsi. Ný gólfefni í stofu, holi og eldhúsi. Góð sér suðurverönd. Sérinng. Sérhiti. Sérbílastæði. Vönduð eign. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI ■ Áhersla á talmál ■ 10 kunnáttu stig ■ Hámark 10 nem. í bekk Julie Samuel Victoria Julia Lorcan Enskuskólinn TÚNGATA 5 - SÍMI 25330 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 35 \ Þjónustuíbúð - Bólstaðarhlíð 45 3ja herb. 85 fm falleg íbúð á 1. hæð. Vandaðar innrétt- ingar. Þvottaherbergi og geymsla innan íbúðar. Laus strax. Verð 8,9 millj. (2610) Ásbyrgi fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, s. 682444. Efni í fermingarfötin Snið frá Burda, New Look og Kwick Sew, auk sníðablaða frá Burda, Knip o.fl. Allt til sauma. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní kl. 10—14. 9 VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). Strandgata - Hfj. skrifstofuhúsnæði Nýkomið í sölu bjart og skemmtilegt skrifstofuhúsn., tvær hæðir, 400 fm hvor hæð. Möguleiki á lyftu. Sérinngangur á jarðhæð. Næg bílastæði. Góð staðs. í hjarta Hafnarfjarðar. Laust fljótlega. Verð tilboð. Hraunbrún - Hf., einb. Nýkomið mjög fallegt tvíl. steinh. 156 fm auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. Góð staðs. Fallegur garður. Verð 12,2 millj. Suðurbær - Hf., sérh. Nýkomin mjög falleg 125 fm efri sérh. í góðu þríb. 2 rúmg. svefnh., stofa, borðstofa o.ft. Sérinng. Útsýni yfir höfnina. Góður 28 fm bílsk. Verð 9,3 millj. Hraunhamar, fasteignasala, Bæjarhrauni 22, sími 654511. BÚSETI HSF., HÁVALLAGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 25788, FAX 25749. ÍBÚÐIR TIL SÖLU í MARS Staður-. Stærð: m2 Til afhend. Suðurhvammur 13,220 Hafnarfirði 4ra herb. 103 fljótlega Garðhús 2-8,112 Reykjavík 4ro herb. 115 fljótlega Trönuhjalli 13-17, 200 Kópavogi 4ra herb. 96 samkomulag Frostafold 18-20,112 Reykjavík 4ra herb. 88 samkomulag Trönuhjalli 13, 200 Kópavogi 3ja herb. 85 ógúst Skólavörðustígur 20,101 Reykjavík 3ja herb. 78 fljótlega Garðhús 8,112 Reykjavík 3ja herb. 80 fljótlega Birkihlíð 2b, 220 Hafnarfirði 3ja herb. 75 samkomulag Miðholt 5,220 Hafnarfirði 2ja herb. 77 strax Laugavegur 146,101 Reykjavík 2ja herb. 59 fljótlega Berjarimi 1-7,112 Reykjavík 2ja herb. 62 strax Birkihlíð 2a, 220 Hafnarfirði 2ja herb. 67 fljóllega Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um (búðirnar verða að hafa borist skrifstofu Búseta fyrir kl 15 fimmtudaginn 16. mars á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig. Upplýsingar um skoðunardaga íbúða og teikningar fást á skrif- stofu Búseta. Ath! Þeirfélagsmenn, sem eru með breytt heimilisföng, vinsam- legast látið vita. BUSETI Homíagofðum, Hóvallagötu 24, lOl Reykjavik, simi 25788.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.