Morgunblaðið - 09.03.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________________FRÉTTIR ___________________________________
Skoðanakönmm Félagsvísindastofnunar á fylgi stj órnmálaflokka fyrir Morgunblaðið
Litlar breytingar
frá síðustu könnun
ÞJÓÐVAKI og Kvennalisti hafa bætt við sig fylgi sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Há-
skóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið, miðað við
síðustu könnun stofnunarinnar í febrúar. Aukningin er þó
í hvorugu tilfellinu marktæk tölfræðilega. Þjóðvaki fær
nú stuðning 11,3% þeirra sem afstöðu taka, miðað við
10,5% í febrúar og fylgi við Kvennalista mælist 5,2% nú
miðað við 3,9% þá. Fylgi Kvennalistans er þó enn langt
undir kjörfylgi en hann fékk 8,3% fylgi í Alþingiskosning-
unum 1991. Breytingar á fylgi fiokkanna frá síðustu
könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblað-
ið eru tiltölulega litlar og teljast í engu tilfelli marktækar.
Könnun Félagsvísindastofnunar í byrjun mars 1995:
Fylgi stjórnmálaflokka eftir landshlutum
Alþýðufl. Frams.fl.
47,6
38,1
Reykjavík
Reykjanes
Landsbyggðin
Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalisti Þjóðvaki
Framsókn og Sjálfstæðis-
flokkur mælast með minna
Alþýðuflokkurinn fær nú stuðn-
ing 10,7% þeirra, sem afstöðu taka,
en fékk 10,5% fylgi í síðustu könn-
un. Það er enn langt undir kosninga-
fylgi flokksins sem var 15,5%.
Nú segjast 17,5% myndu kjósa
Framsóknarflokkinn miðað við
18,7% í febrúar. Fylgi flokksins í
kosningunum 1991 var 18,9%.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn
mælist í könnuninni örlítið undir
kosningafylgi, sem var 38,6% árið
1991, eða 38,1%, en var í síðustu
könnun 39,8%.
Alþýðubandalagið fær nú 15,7%
fylgi en hafði í febrúar 15,6% og
hlaut 14,4% kjörfylgi fyrir fjórum
árum. Fylgi við Suðurlandslistann
mælist 0,9% nú miðað við 0,4% í
febrúar og 0,2% við Kristilegan lista
miðað við 0,1% í febrúar.
Fylgi eftir landshlutum
Þegar litið er á fylgi flokkanna
eftir landshlutum má sjá að fylgi
Kvennalistans á landsbyggðinni og
í Reykjaneskjördæmi er ekki nema
3,4%, en 8,1% í Reykjavík.
Alþýðuflokkur nýtur mests fylgis
í Reykjaneskjördæmi, 19,8%, hefur
5% fylgi á landsbyggðinni og 10,4%
í Reykjavík.
Fylgi Framsóknarflokks í Reykja-
vík er 5,2% og á Reykjanesi 11,1%,
en á landsbyggðinni 33,5%.
''Sjálfstæðisflokkur nýtur mests
fylgis í Reykjavík, 47,6%, 37,4% á
Reykjanesi og 29,5% á landsbyggð-
inni.
Þjóðvaki nýtur álíka fylgis í
Reykjavík og á Reykjanesi eða
13,3% og 12,9% en nokkru minna
á landsbyggðinni eða 8,4%.
Alþýðubandalagið mælist með
14,5% fylgi í Reykjavík, 15,5% fylgi
á Reykjanesi og 17,3% fylgi á lands-
byggðinni.
Hafa ber í huga að skekkjumörk
eru stærri varðandi fylgi flokka í
einstökum landshlutum en fyrir
svarendahópinn í heild.
Fylgi eftir starfsstéttum
Þegar fylgi flokkanna eftir starfs-
stéttum þeirra, sem afstöðu taka,
er skoðað kemur í ljós að stjómar-
flokkarnir njóta um 70% fylgis með-
al sérfræðinga og atvinnurekenda,
Sjálfstæðisflokkur 57,3% og Al-
þýðuflokkur 12,9%. Meðal þessara
hópa njóta Framsóknarflokkur og
Alþýðubandalag 10,4% fylgis,
Kvennalisti 6,5% og Þjóðvaki 1,3%.
Þjóðvaki og Kvennalisti njóta
mests stuðnings meðal skrifstofu-
og þjónustufólks eða 16,3% og
11,3%. Meðal annarra hópa er
stuðningur við þessi öfl minni.
Alþýðuflokkur nýtur mests stuðn-
ings meðal iðnaðarmanna og verk-
stjóra, 14,9%, en minnst meðal sjó-
manna og bænda, 6,1%. Þessu er
alveg öfugt farið með fylgi Fram-
sóknarflokks, sem nýtur mests
stuðnings sjómanna og bænda,
32,7%, og minnsts stuðnings iðn-
aðarmanna og verkstjóra, 7,4%.
35% verka- og afgreiðslufólks
segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Hann nýtur mests stuðnings sér-
fræðinga og atvinnurekenda, 57,3%,
og minnsts stuðnings sjómanna og
bænda, 21,4%.
Dyggustu stuðningsmenn Al-
þýðubandalags eru sjómenn og
bændur. 22,5% þeirra segjast
myndu kjósa flokkinn en sérfræð-
ingum og atvinnurekendum hugnast
það minnst og nýtur það fylgis
10,4% þeirra.
Framkvæmd og heimtur
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 2.-6. mars sl.
Stuðst var við slembiúrtak úr þjóð-
skrá, sem náði til 1.200 manna á
aldrinum 18-75 ára af öllu landinu.
Viðtöl voru tekin í síma og fengust
svör frá 861 en það er 71,7% svar-
hlutfall. Nettósvörun, þegar frá upp-
runalegu úrtaki hafa verið dregnir
nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar
eða þeir sem búsettir eru erlendis,
er 72,7%, sem telst vel viðunandi í
könnunum sem þessum. Félagsvís-
indastofnun telur úrtakið spegla við-
komandi aldurshóp meðal þjóðarinn-
ar allvel.
Spurt var hvað menn myndu
kjósa ef alþingiskosningar yrðu
haldnar á morgun. Þeir, sem sögð-
ust ekki vita það, voru spurðir aftur
hvað þeir teldu líklegast að þeir
kysu. Segðust menn enn ekki vita,
voru þeir enn spurðir hvort líklegra
væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokk-
inn eða einhvem annan flokk eða
Iista. Þeim, sem sögðust líklega
myndu kjósa einhvern annan flokk
eða lista en Sjálfstæðisflokkinn, var
síðan skipt á milli þeirra flokka í
sömu innbyrðis hlutföllum og feng-
ust við tveimur fyrri spurningunum.
Með þessu fer hlutfall óákveðinna
úr 34,8% eftir fyrstu spumingu nið-
ur í 8,5%.
Lögmaður Sophiu
hingað til lands
HASÍP Kaplan, tyrkneskur lög- landi enda viðurkenndi rétturinn
maður Sophiu Hansen, var væntan- ekki fyrirliggjandi íslensk gögn.
legur til landsins seint í gærkvöldi. Lögmaðurinn aflar gagnanna fyrir
Tyrkneskur undirréttur lagði til réttarhöld í málinu 16. mars og
að Kaplan aflaði tilskilinna gagna ræðir stöðuna í forræðisrnálinu við
vegna forræðismáls Sophiu á ís- ýmsa embættismenn.
Þrír bílar lentu í árekstri
ÞRIGGJA bíla árekstur varð á
Suðurlandsbraut á móts við hús
númer 26 klukkan rúmlega hálftíu
í gærkvöldi.
Sjúkrabíll kom á staðinn og
læknir hugaði að meiðslum konu
úr einum bílanna en hún fór síðan
sjálf á slysadeild. Einn bílanna var
fjarlægður af vettvangi með
kranabíl.
Fylgi stjórnmálaflokkanna í kosningum 1991
og í könnunum Félagsvísindastofnunar síðan
18,9 —17,5
Framsóknarflokkur
Þjóðvaki
0—I------1----1—141141«i —|------1----1—M-t-fn n —|------1- ■ i.i i 1111 n —4——|-------1—n-H-m-i ií 11 i-i-m
’91 '92 '93 1994 ’95 '91 '92 ’93 1994 ’95 '91 ’92 ’93 1994 ;95 '91 '92 '93 1994 ’95 ’94 '95
Könnun Félagsvísindastofnunar í byrjun mars 1995:
Fylgi stjórnmálaflokka, flokkað eftir starfsstétt
Verkamenn og afgreiðslufólk
Iðnaðarmenn og verkstjórar
Skrifstofu- og þjónustufólk
Sjómenn og bændur
Sérfræðingar og atvinnurekendur
Ekki útivinnandi
7,1
1,11.5H 1.2 oo
Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Kvennalisti Þjóðvaki Aðrirflokkar
Slökkvilið virði starf-
semi bj örgunars veita
SVÆÐISSTJÓRN björgunar-
sveita á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur sent slökkviliðsstjóranum í
Reykjavík, Hrólfi Jónssyni, bréf
þar sem þess er farið á leit að
Slökkvilið Reykjavíkur virði starf-
semi björgunarsveita og boðkerfi
þeirra og sinni ekki leitar- og
björgunarstarfí heldur láti nægja
að veita aðstoð vegna sjúkraflutn-
inga eða brunatilfella vegna veð-
urs og ófærðar. Tilefni bréfsins
er, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, það að neyðarsveit
sérþjálfaðra slökkviliðsmanna,
sem staðsett er í slökkvistöðinni í
Ártúnshverfí var fyrst á vettvang
til leitar- og björgunarstarfa þegar
snjóflóð féll í Bláfjöllum 20. febr-
úar síðastliðinn. Morgunblaðið bar
efni bréfsins undir Hrólf Jónsson
í gærkvöldi, en hann sagðist ekki
vilja ræða það að svo stöddu.
Snorri Hafsteinsson, formaður
svæðisstjómar björgunarsveit-
anna 12 á höfuðborgarsvæðinu,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að upphaf þessa máls væri að
slökkviliðið hefði gert samning við
tvær björgunarsveitir í Reykjavík
um að þær aðstoðuðu slökkviliðið
við verkefni sín ef á þyrfti að
halda.
Ekki ein björgunarsveitin enn
Eftir snjóflóðið í Bláfjöllum
hefðu orðið mistök í boðun sem
leitt hefðu til þess að slökkviliðið
hefði aðeins boðað þessar tvær
sveitir til björgunar- og leitar-
starfa í stað þess að boðun hefði
farið í gegnum sérstakan neyðar-
síma allra björgunarsveitanna eins
og boðunarkerfí sveitanna og við-
urkennt skipulag gerði ráð fyrir.
Það skipulag tiyggði að ávallt
væri hægt að tryggja að sem best
og skjótast yrði brugðist við. „í
fyrstu leit málið út eins og ekki
ætti að kalla út björgunarsveitir
og það er alveg nýtt að björgunar-
sveitir séu ekki kallaðar út þegar
snjófóð fellur. En það hefur komið
í ljós að þarna áttu sér stað mis-
tök í boðun og það er ekki ætlun
slökkviliðsins að búa til eina björg-
unarsveitina enn.“
Aðspurður um hvort bréfið gæfí
til kynna að björgunarsveitarmenn
væru ósáttir við það að slökkvilið-
ið hefði komið á sérþjálfaðri sveit
til að taka þátt í leitar- og björg-
unarstarfi, en menn úr henni voru
fyrstir á vettvang í Bláfjöilum,
fáeinum mínútum á undan björg-
unarsveitarmönnum, sem voru við
æfíngar á Hengilssvæðinu, sagði
Snorri að björgunarsveitarmenn
teldu óþarft að bæta við nýrri
björgunarsveit eða koma á fót
sveit sem ætti að sinna ákveðinni
tegund útkalla en almennum
björgunarsveitum væri svo ætlað
að sinna verkefnum sem drægjust
á langinn. „Það heldur enginn
uppi áhuga í sveitum sem eru ein-
ungis varaskeifur, þess vegna
virkjum við allar sveitir á svæðinu
við leitir,“ sagði Snorri.
Sérþjálfun
Hann sagði að hins vegar lægi
nú fyrir yfíriýsing slökkviliðsstjóra
um að hin svonefnda neyðarsveit
slökkviliðsins væri ekki hugsuð
sem ný björgunarsveit heldur sveit
sérþjálfaðra manna í því að flytja
og hlynna að slösuðum sem hefði
búnað sem yki möguleika hennar
á að komast á vettvang utan al-
faraleiða.
Hins vegar væru sumar björg-
unarsveitirnar sérhæfðar í t.d. leit
í snjóflóðum og þar hefðu verkefni
af þessu tagi verið æfð áratugum
saman og myndast þar sérþekking
sem gengið hefði frá kynslóð tu
kynslóðar. Slíka þjálfun hafí neyð-
arsveit slökkviliðsins ekki fengið,
auk þess sem yfírleitt væru ekki
fleiri en þrír meðlimir þeirrar sveit-
ar tiltækir á vakt hveiju sinni og
það væri aldrei nægur fjöldi til að
grípa til nauðsynlegra aðgerða í
leit og björgun. Reynslan sýndi
að þegar björgunarsveitum bærust
útköll væru nær alltaf staddir
björgunarmenn í félagsheimilum
sveitanna og þeir gætu þá gnpið
til ráðstafana með síst lengri við-
bragðstíma en slökkviliðið.
1-
1
þ
i
i
i
I
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
l
i
i
i
í