Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Færðu þig, góði, ég verð á milli. Þetta er nú heilög Jóhanna.
Staðan í kennaradeilunni lítið breyst í hálfan mánuð
Ríkið segist bjóða 16%
gegn aukinni vinnu
SAMNINGANEFND ríkisins met-
ur tilboð sitt um að hækka laun
kennara til 16% á tveggja ára
samningstímabili. Hluti af hækk-
uninni er í formi minni kennslu-
skyldm Kennarar telja að tilboð
ríkisins nái hvorki að leiðrétta kjör
þeirra til samræmis við kjör ann-
arra háskólamenntaðra stétta né
að greiða sanngjarnt verð fyrir það
aukna vinnuframlag kennara sem
felist í tilboði ríkisins.
Tilboð ríkisins, sem hefur lítið
breyst frá 19. febrúar, gerir ráð
fyrir að við upphaf samningtímans
hækki grunnlaun kennara um
2.700 krónur á mánuði og að laun
undir 84.000 á mánuði hækki um
1/40 af því sem á 84.000 krónurn-
ar vantar. Þetta þýðir að laun
kennara í KÍ hækka um 3S2% að
meðaltali og kennara í HIK um
2,9%. Laun kennara hækki síðan
um 3% 1. janúar 1996.
Báðir samningsaðilar hafa gert
tillögur um skipulagsbreytinga í
skólastarfi. Ríkið hefur lýst sig
tilbúið til að veija til þessa 740
milljónum, en það felur í sér um
10% hækkun á launaútgjöldum
ríkisins til kennara. Þessar breyt-
ingar ná til breytinga á röðun í
launaflokka, vinnutíma og
kennsluskyldu.
Aldurshækkanir og
breytt launaröðun
Indriði H. Þorláksson, varafor-
maður samninganefndar ríkisins,
segir að breytt launaröðun hækki
laun kennara í HÍK um 3,65% og
laun kennara í KÍ um 2,65%. Rík-
ið hefur boði að kennarar sem
kennt hafa í eitt ár hækki um
einn launaflokk sem þýðir 3%
hækkun og hækkar heildariaun
kennara um 2,9%. Ríkið hefur
sömuleiðis boðist til að hækka
laun kennara sem kennt hafa í
tvö ár um annan launaflokk. Það
þýðir 3% hækkun og hækkun
heildarlauna kennara um 2,8%.
Eiríkur Jónsson formaður KÍ
sagði að þessar launaflokkahækk-
anir eftir eitt og tvö ár ættu að
koma til framkvæmda 1. maí og
1. ágúst 1996. Hækkanirnar skil-
uðu kennurum því litlu á þessu
samningstímabili. Indriði sagði að
samninganefnd ríkisins væri til
viðræðu um að hnika til þessum
dagsetningum.
Kennsluskylda lækkuð
um 0,6-2,2%
Kennarar hafa krafist þess að
kennsluskylda verði lækkuð um
15% og fært þau rök fyrir henni
að breytingar í skólastarfi krefjist
þess að kennarar veiji meiri tíma
til undirbúnings kennslu, stuðn-
ings við nemendur, viðtala við for-
eldra og fleiri þátta.
Samninganefnd ríkisins hefur
lítillega komið á móts við þessa
kröfu. í grunnskólum er kennslu-
skylda kennara 29 kennslustundir
á viku fyrir kennara á aldrinum
25-54 ára. Við 55 ára aldur lækk-
ar hún niður í 25 stundir og við
60 ára aldur lækkar hún niður í
19 stundir. Samninganefndin hef-
ur boðist til að lækka kennslu-
skylduna um einn tíma þar sem
hún er mest. Indriði segir að þetta
svari til 2,2% hækkunar heildar-
launa. Á móti vilji ríkið hins vegar
fá lækkaða sérstaka umsjónar-
þóknun sem sé ígildi 0,7% af heild-
arlaunum.
• Samninganefnd ríkisns hefur
sömuleiðis boðist til að lækka
kennsluskyldu kennara í fram-
haldsskólum um eina kennsiu-
stund þar sem kennsluskyldan er
mest. Þetta þýðir lækkun úr 26
tímum í 25 tíma. Þessi lækkun
nær til minnihluti framhaidsskóla-
kennara vegna þess að starfsaldur
þeirra er tiltölulega hár. Indriði
segir að fyrir þá framhaldsskóla-
kennara sem lækkunin nái til þýði
þetta 4% hækkun launa og áhrif
á heildariaun í framhaldsskólum
sé um 0,6%.
Þessar breytingar á kennslu-
skyldu myndi þýða að meðal
kennsluskylda í grunnskólum færi
úr 27,2 tímum á viku í 26,4 tíma.
Meðal kennsluskylda í framhalds-
skólum færi úr 23,5 tímum í 23,2
tíma á viku.
Kennarar segjast eiga inni 15%
launaleiðréttingu
Miklar deilur hafa verið milli
kennara og samninganefndar
ríkisins um breytingar á vinnu-
tíma. Samninganefnd ríkisins vill
að 12 starfsdögum kennara verði
breytt í kennsludaga. Henni reikn-
ast svo til að fyrir þetta aukna
vinnuframlag beri ríkinu að borga
kennurum 4-6% hærri laun.
Mat kennara á þessu er allt
annað. Þeir líta svo á að ef þeir
ættu að taka á sig aukna vinnu
sem nemi 12 dögum þá jafngildi
það 107 yfirvinnustundum og það
samsvari 180 dagvinnustundum.
180 dagvinnustundir jafngildi 10%
launahækkun. Niðurstaða kenn-
ara er að laun þeirra ættu að
hækka um 10% ef afnema á starfs-
daga.
Eiríkur Jónsson sagði að sam-
kvæmt tölum samninganefndar
ríkisins um dagvinnulaun há-
skólamenntaðra starfsmanna rík-
isins hefðu kennarar dregist um
8-18% aftur úr iaunum annarra
starfsstétta. Að meðaltali þyrfti
að leiðrétta laun kennara með
15% hækkun til þess að þeir stæðu
jafnfætis öðrum. Munurinn væri
enn meiri ef horft væri á heildar-
laun. Eiríkur sagði að út frá þessu
væri augljóst að 10% hækkun
launa dygði alls ekki til að leið-
rétta laun kennara og að greiða
fyrir allar þær skipulagsbreyting-
ar í skólastarfi sem rætt væri um
að gera.
Krossgátublaðið endurvakið
Menn vilja fá
eitthvað meira
að glíma við
Gísli Ólafsson
Gísli hefur unnið að
bókaútgáfu og þýð-
ingum alla ævi.
Hann hefur samið krossgát-
ur í frístundum í ein 57 ár
fyrir Vikuna og gerir enn.
Einnig var hann höfundur
Krossgátublaðsins sem gef-
ið var út í 18 ár en útgáfa
þess hófst aftur um mitt
síðasta ár. Þá kom út eitt
tölublað en nú stendur til
að gefa út fjögur blöð á ári
í tvöþúsund eintökum.
- Hvenær byrjnðir þú að
búa til krossgátur?
„Ég byijaði á þessu eftir
að ég lauk námi við Mennta-
skólann í Reykjavíki Þá gáf-
um við tvéir skólabræður
út nokkur blöð, þetta var
nokkurs konar fíkt. Við
höfðum kynnst krossgátum,
sem fyrst komu í Fálkanum, að
því er ég best veit. Síðan byijaði
Vikan að koma út árið 1948, ég
sá krossgátu í blaðinu og datt í
hug að búa til eina upp á grín.
Ég sendi þeim hana og eftir það
hringdu þeir í mig og báðu mig
um að halda áfram að gera kross-
gátur fyrir þá. Síðan hef ég gert
allar krossgátur í Vikuna.“
- Hvað þarf maður að hafa í
huga við krossgátugerðina?
„Maður þarf að hafa góðan
orðaforða, vara sig á því að af-
skræma ekki merkingu orða og
samheita þeirra? sem notuð eru.
Maður þarf að vera kunnugur
málinu og ég er búinn að fást
svo mikið við þýðingar, bókaút-
gáfu og prófarkalestur að þótt
ég sé ekki lærður íslenskumaður
get ég sagt að ég hafi talsvert
góða þekkingu á málinu og góð-
► GÍSLI Ólafsson fæddist 3.
janúar 1912 að Búðum í Fá-
skrúðsfirði. Foreldrar hans
voru Ólafur Gíslason fram-
kvæmdastjóri í Viðey og Jak-
obína Davíðsdóttir. Gísli lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1933 og
var blaðamaður við Vikuna
1940-41. Hann var ritsljóri
Úrvals frá stofnun þess
1942-59 og útgefandi 1956-59.
Einnig var hann ritstjóri Við-
skiptaskrárinnar 1957-76, að-
stoðarmaður við ritstjórn Ægis
frá 1955 og Tímarits Verk-
fræðingafélags íslands frá
1964. Hann var framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bókaút-
gefenda 1976-81 og hefur unn-
ið við bókaþýðingar frá 1946.
Krossgátublaðið gaf Gísli fyrst
út 1961-1979.
an orðaforða."
- Hvernig eru krossgáturnar
bunar til?
„Stærðin fer eftir síðustærð í
blaðinu. Þær taka yfirleitt eina
síðu. Ég er með autt krossgátu-
mót, sem er bara strikað. Ég
byrja á því að setja mynd í kross-
gátumótið, oftast nær í vinstra
homi og skrifa einhveijar setn-
ingar út frá þeim. Annars vegar
lárétt með örvum til að aðgreina
orðin og hins vegar lóðrétt. Svo
skrifar maður skýringarorð í reit
og leitar í huga sér að öðrum
orðum sem hafa sömu merkingu
og passa í fjölda reitanna út frá
því. Svo set ég örvar milli orð-
anna tii aðgreiningar ef bil
myndast eða pílu ef ekkert bil
er. Maður þarf góðan orðaforða
en það er ekki hægt ___________
að komast hjá því að
nota sömu orðin. Ég
nota til dæmis landa-
og borgarheiti,
mannanöfn, heiti á “
blómum, korntegundum
fleira.“
- Hvað varð til þess að þú
byrjaðir að gefa út Krossgátu-
blaðið á ný?
„Ég hef meiri tíma nú því ég
er hættur að vinna en einnig
hafa þónokkuð margir, sem
keyptu blaðið í gamla daga haft
samband við mig og spurt hvort
meiningin væri að það kæmi út
áfram. Mörgum finnast gáturnar
í blöðunum léttar og fljótkláraðar
og vilja gjarnan fá eitthvað meira
að glíma við.“
- Hvernig eru myndirnar
valdar?
„Maður leitar að skrýtlum eða
teikningum í erlendum blöðum
og býr til einhveija merkingu út
frá því sem myndin sýnir. Ég
reyni að hafa merkinguna svolít-
ið langsótta en einnig hef ég oft
málshátt í gátunni.“
- Er erfitt að fá þær til að
ganga upp?
„Nei, það finnst mér nú ekki.
Ég hef gaman af því að glíma
við þetta, að glíma við málið en
gæta þess jafnframt að mis-
þyrma því ekki.“
- Hvað hefur þú búið til
margar krossgátur um dagana?
„Ætli ég hafi ekki gert um
2.500 fyrir Vikuna og um 500
fyrir Krossgátublaðið.“
- Geymir þú gátumar?
„Nei, því miður á ég
Byrjaði með ej*Í öll blöðin og alls
nokkurs kon- ® j Eg. he.f
__ ... .. ekki haldið henni til
ar TIKTI haga.“
- Hvað ertu lengi
að búa til eina krossgátu?
„Þetta var fjögurra tíma vinna
en kannski er ég aðeins lengur
að þessu núna, ég er orðinn svo
gamall.“
— Gerir þú mikið af því að
ráða krossgátur sjálfur?
„Ég gríp nú alltaf í Lesbók-
ina.“
Ræður þú erlendar krossgátur
eða hefur samband við aðra
krossgátugerðarmenn?
„Nei, aldrei. Ég hef ekki sam-
band við neinn og þekki satt að
segja engan sem býr til krossgát-
ur. Þetta er allt saman til orðið
í mínum eigin huga.“
og