Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SPARIMAÐUR Á SPÍTÖLUNUM Meiri sumarlokanir á spítölunum Segir Land- spítalann kasta frá sér vanda Spamaður hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala á þessu ári á að verða 410 millj- ónir kr. samkvæmt samningi við heilbrigðis- ráðuneytið. Mótaðar tillögur liggja ekki fyr- ir hjá Landspítala hvemig staðið verði að niðurskurðinum, eins og kemur fram í sam- antekt eftir Guðjón Guðmundsson. Heil- brigðisráðherra segir að stjómendur spítal- anna ögri fjárveitingarvaldinu með yfírlýs- ingum um að niðurskurðurinn þýði að hætta verði ýmsum aðgerðum innan spítalanna. AF INNLENDUM VETTVANGI auknum umsvifum spítalanna gegn því að þeir tækju á sig ákveð- inn sparnað. Það sé verið að fram- kvæma nú. „Það má segja að spítölunum hafi verið lyft upp um þrjár tröpp- ur og sagt síðan að færa sig nið- ur um eina tröppu,“ segir Sig- hvatur. Alls staðar matarholur ITENGSLUM við sameiningu Borgarspítala og Landa- kotsspítala í fyrra í Sjúkra- hús Reykjavíkur, gerðu hin nýja sjúkrastofnun og Landspítali samning við heilbrigðisráðuneytið í nóvember á síðasta ári um að ríkissjóður greiddi kostnað sem varð af rekstri spítalanna umfram fjárveitingar í fyrra. Samningur- inn gerði jafnframt ráð fyrir að spítalarnir drægju saman í rekstri á þessu ári, Sjúkrahús Reykjavík- ur um 180 milljónir kr. og Landspítali um 230 milljónir kr., eða samtals um 410 milljónir kr. Fækkað verður um 40 stöðu- gildi á Borgarspítala og Landa- koti og deildum lokað en ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvernig sparnaðinum verður náð á Land- spítala. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra seg- ir að hér sé ekki um að ræða niðurskurð í starf- semi spítalanna heldur leiðréttingu á því sem þeir fóru fram yfír fjár- veitingar á síðasta ári og sakar hann stjórnendur Landspítala um að hafa kastað vandanum frá sér. Sighvatur segir að ráðuneytið hafi viðurkennt vandann og aukið umfang í rekstri beggja spítal- anna. Það hefði því orðið að sam- komulagi milli spítalanna og ráðu- neytisins að þeir fengju bættan sinn hallarekstur frá fyrri árum sem stafaði að verulegu leyti af Sigfús Jónsson, formaður bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að útgjalda- lækkun hjá Borgarspítala á þessu ári verði án niðurskurðar á þjón- ustu við sjúklinga, andstætt því sem Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítalans, segir. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur ákveðið á hvem hátt 125 milljóna króna útgjaldalækkun verður náð fram á þessu ári en alls er því gert að lækka útgjöld um 180 milljónir króna. Sparnaðinum er dreift víða um spítalana en hann felur m.a. í sér uppsagnir og stöðvun nýráðninga. Sigfús segir að nú sé tekist á við næsta áfanga, sem er útgjaldalækkun upp á 55 milljónir kr. sem hann segir að þurfi betri yfirlegu, en ljóst sé að hjá stofnunum sem velta mörgum milljörð- matarholur sem hægt sé að kroppa í. Seinni hluti útgjaldalækkunar- innar á ekki að þurfa að verða til þess að þjónusta við sjúklinga skerðist, að sögn Sigf- úsar. Biðlistar lengjast „Niðurskurðurinn er erfiður og sársaukafullur og kemur auðvitað við mjög marga,“ segir Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspít- ala. Hann segir að aðgerðirnar komi bæði niður á sjúklingum og Stefnir í erfitt um kr- séu inni á milli ástand í sumar starfsliði spítalans en fækkað verður um 40 stöðugildi á spíta- lanum. Til lengri tíma litið hafi aðgerðirnar þau áhrif að biðlistar lengjast. Jóhannes segir að sum- arlokanir nú verði svipaðar eða meiri en í fyrra en þó sé það ekki fullfrágengið enn. Sighvatur segir að stjórnendur Borgarspítalans hafi sagt til um hvernig staðið verði að sparnaðin- um sem felur í sér verulega hag- ræðingu í rekstri. Stjórnendur Landspítala hafi hins vegar kast- að vandanum frá sér og starfs- menn heilbrigðis- og fjármála- ráðuneytis leiti nú hagræðingar- leiða með þeim. Borgarspítalinn fái fjárveitingu til þess að geta tekið inn sjúklinga frá mjög óhagkvæmum rekstrar- einingum, annars vegar Hafnar- búðum og hins vegar tveimur deildum í Heilsuverndarstöðinni. Með þessu sparist umtalsverðar ijárhæðir sem komi m.a. fram í uppsögnum starfsmanna. Hann segir að hörð viðbrögð spítalanna nú séu fyrst og fremst vegna uppsagnanna og þær séu klæddar í þann búning að um sé að ræða niðurskurð á þjónustu við sjúklinga. Tillögur um sparnað hjá Landspítala til ráðherra Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur gert tillögu í þremur liðum til heilbrigðisráðherra um hvernig staðið verði að því að lækka kostnað Landspítala um 230 millj- ónir kr. á þessu ári. Fyrsti liður- inn gengur út á langtímahagræð- ingu í rekstri spítalans sem teng- ist því að öldrunardeild í Hátúni verði flutt nær Landspítalanum. Hefur Heilsuverndarstöðin verið nefnd í því sambandi. Þá er lagt til að bráðadeild á Vífílsstöðum verði komið í nánari tengsl við Landspítalann og augndeild Landakots flytjist á Landspítal- ann. Davíð A. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, segir að allt geti þetta orðið að veruleika þegar byggingu barnaspítala lýk- ur en sparnaðurinn á þessu ári gæti engu að síður orðið um 45 milljónir kr. Stjórnarnefndin áætlar að um 80 milljónir kr. af þeim 175 millj- ónum kr. sem eftir standa náist með innri aðgerðum á spítalanum, þ.e. útböðum, aðhaldi, endur- skipulagningu og fækkun starfa. Davíð segir að reynslan sýni að einhver hundraðshluti náist í hag- ræðingu og sparnað á hverju ári í rekstri svo stórra stofnana. Þess- ar innri aðgerðir yrðu þó ekki til þess að skerða þjónustu við sjúkl- inga. Þá standa enn eftir 95 milljón- ir kr. sem Landspítala er gert að spara á árinu. „Ef menn vilja ná meiri sparnaði verða þeir einfald- lega að draga úr þjónustu ein- hvers staðar. Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hefur ekki treyst sér til þess að taka endanlegar ákvarðanir um hvað helst má missa sín. Heilbrigðis- og fjár- málaráðuneyti hafa verið sendir þeir kostir sem stjórnarnefndin telur helst koma til greina. Stjórn- arnefndin hefur ekki á þessu stigi viljað gera tillögu um það hveijir þeirra ættu helst að koma til framkvæmda. Stjórnarnefndin fer yfir starfsemi spítalans og bendir á hvaða afleiðingar og hvaða kostnaður sé þessu samfara," sagði Davíð. Davíð sagði að undirbúningur að þessum niðurskurði hefði haf- ist þegar í ársbyijun með því að ráða ekki í stöður sem losnuðu og með því að skipuleggja sumar- lokanir í svipuðum mæli eða ívið meiri en var árið 1992, sem var mikið niðurskurðarár hjá spíta- lanum. Sumarlokanir verða mun meiri en í fyrra en þá var helming- ur bráðavakta Landakotsspítala fluttur til Landspítala og var því minna um sumarlokanir en verið hefur um nokkurt skeið. „Við erum í mun erfiðari að- stöðu núna því búið er að bæta við spítalann helmingi bráðavakta Landakotsspítala. Menn fínna því meira fyrir aðgerðunum núna en 1992. Það stefnir í mjög erfitt ástand en vonandi þó ekki svo að það skapi hættu fyrir neinn. Ýmsu mun seinka en ég vona að okkur takist að standa að þessu án þess að það valdi fólki meiriháttar óþægindum,“ sagði Davíð. Gert til að ögra fjárveitingarvaldinu „Landspítalinn skrifaði líka undir samninginn í nóvember. Þar á bæ afgreiða menn málin ekki sjálfir heldur koma með alls kyns ábendingar og kasta þeim í fang- ið á mér og segja mér að velja. Ábendingarnar eru allar á þennan veg: „Nú hættum við að skera hjörtu, nú hættum við að sprengja hryggi og gera mjaðma- __________ raðgerðir.“ Landspítali á að skera niður um 230 milljónir króna en þar er veltan á sjöunda milljarð króna. Maður spyr sjálfan sig hvort þetta sé virkilega það eina sem hægt er að gera til að spara, þ.e. að hætta ýmsum aðgerðum en halda öllum launakostnaði óbreyttum," segir Sighvatur Björgvinsson. Hann segir að tilkynnt sé um slíkar aðgerðir til þess eins að ögra fjárveitingarvaldinu. „Þetta er alþekkt áróðursbragð úr þess- um geira. Aðilar sem selja þjón- Biðlistar munu lengjast á spítölum ustu í þessu kerfi hafa þijár varn- arlínur. Fyrsta varnarlínan er sú að halda því fram að aðgerðir stjórnvalda séu illa undirbúnar, vanhugsaðar og leiði ekki til neins sparnaðar. Næsta varnarlína er að segja að ef aðgerðir stjórn- valda nái fram að ganga verði tilteknir hópar sjúklinga fyrir mjög erfiðum skakkaföllum. Þá eru gjarnan valdir sjúklingahópar sem hafa mikla samúð í samfélag- inu, þ.e. krabbameinssjúklingar, börn og gamalmenni. Þriðja varn- arlínan er sú að fallast á að vinna með stjórnvöldum að samdrætti í kostnaði en þá með því að tekin verði upp kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Þá fá þeir áfram sitt sem selja þjónustu og vöru í kerf- inu, ríkið sparar en sjúklingar eru látnir borga meira," segir Sig- hvatur. Jóhannes Pálmason segir að Sighvatur hafi sjálfur sem heil- brigðisráðherra sem og aðrir ráð- herrar í heilbrigðisráðuneytinu í þessari ríkisstjórn komið á slíkum gjöldum. Jóhannes segir að bent hafi verið á að ef sjúklingar eru tilbúnir til að greiða fyrir heil- brigðisþjónustu úr eigin vasa eigi ekki að útiloka það. „Eins og lög- in eru núna getur enginn íslend- ingur komið hingað inn og beðið um mjaðmaraðgerð og boðið fyrir það greiðslu. Spítalarnir mega ekki veita þá þjónustu. Slíkar fyr- irspurnir hafa þó komið,“ segir Jóhannes. Vilja ekki breytta vinnutilhögun Sighvatur segir að það komi aldrei til álita af hálfu spítalanna að skoða möguleika á lækkun á launakostnaði með breyttri vinnutilhögun. Lækkun á launa- kostnaði geti farið fram með tvennum hætti, lokun deilda eða með breyttri vinnutilhögun. Sighvatur bendir á að háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítal- ans loki kl. 17 á daginn og glasa- fijóvgunardeild Landspítala kl. 16 en samt er þar tveggja ára biðlisti. „Hvers vegna er það? Glasafijóvgunardeildin stendur undir rekstri sínum. Fyrir hvern nýj- an sjúkling sem kemur _____ inn aukast sértekjur spítalanna. Stjórnendur spítalanna hafa ekki haft áhuga á því að breyta vinnutilhögun- inni.“ Jóhannes segir að um vin- nutíma sé samið í kjarasamning- um opinberra starfsmanna og annarra stéttarfélaga og þá kja- rasamninga geri hið opinbera fy1’" ir hönd spítalanna. „Það er búið að benda á að það þurfi að breyta þessu en það hefur ekki náð fram að ganga,“ segir Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.