Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 21

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 21 ÚR VERINU Kristján Ragnarsson formaður útvegsmanna „Tel miðstýrt fískverð ekki koma til greina“ FORYSTUMENN samtaka sjómnna og útvegsmanna greinir mjög á um það, hvort nauðsynlegt sé að skoða nýjar leiðir í verðlagningu á fiski. „Ég fagna öllum hugmyndum um lausn þessa máls,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands. „Ég sé enga þörf á breytingu á þessum málum. Fisk- markaðir verða áfram við lýði fyrir þá, sem sjá sér hag í því að skipta við þá. Aðrir verða að leysa verð- myndun á fiski með samningum án tilstillis heildarsamtaka útvegs- manna eða sjómanna svo ekki sé talað um framkvæmdavaldið," segjr Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í frétt í Morgunblað- inu í gær, að margt benti til þessað verðlagning á fiski væri ófullkomin. Því væri eðlilegt að menn skoðuðu aðrar leiðir en nú væru farnar, eink- um viðskipti milli tengdra aðila, kannað yrði hvort hægt væri að sníða af þá agnúa og galla sem fylgdu núgildandi löggjöf. Brýnt að leysa ágreiningínn Sævar Gunnarsson segir að mjög brýnt sé að leysa ágreininginn um verðmyndun á físki og í sínum huga komi helzt sú leið til greina að allur fiskur farið á markaði. Aðrir forystu- menn sjómanna, svo sem Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, vilja á hinn bóginn að tekið verði upp fast lágmarksverð. „Ég tel að ekki komi til greina að taka aftur upp miðstýrt fisk- verð,“ segir Kristján Ragnarsson. Það var síðast gert af yfirnefnd Verðlagsráðsins fyrsta júlí 1991. Sú ákvörðun var markleysa, sem enginn fór eftir. Aðstæður eru svo breyttar að fiskverð getur aldrei aftur orðið eitt og hið sama alls staðar á land- inu eða til allra fiskverkunaraðferða. Því er tilgangslaust að tala um Verð- Allur fiskur fari á markað, segir Sævar Gunnars- son formaður SSÍ lagsráð eins og það var og er enn að nafninu til. Þetta er dautt ráð í dag og endurvakning þess kemur ekki til greina. Gegn því að allur fiskur fari á markað Hvað varðar hugmyndir um að allur fiskur fari á markaði, líst mér ekki heldur á þær. Það hefur þróast hér áratugum saman að veiðar og vinnsla séu á einni hendi. Með því að skylda menn til að setja allan fisk á markaði, eru þessi tengsl rof- in og viðkomandi fískvinnsla getur ekki treyst á að hafa fisk til vinnslu með þeim hætti, sem verið hefur og þarf að vera, til að haldið sé uppi fiskvinnslu úti á landi. þetta merkir að allar útgerðir, sem ekki eru með vinnslu, selja sinn fisk á mörkuðum og eiga ekki í neinum samskiptaerf- iðleikum við sjómenn sína. Þar eru menn einnig að veiða heimildir annarra og sjá sér þá hag í því að geta aukið afla sinn. Færi allur fískur á markaði, myndi það rjúfa þau tengsl, og óhagræði myndi aukast. Þessu hefur sjómennafor- ysta verið að setja sig upp á móti en hinn almenni sjómaður ekki. Hann sér samhengi þess að geta fengið leyfi til að veiða meiri fisk og fá hlut skipt úr sama verðmæti og útgerðin fær í þeim tilfellum. Upplýsingar um fiskverð um land allt Fiskvinnsla allt í kringum land stendur og fellur með þeirri hráefni- söflum, sem þar á sér stað. Gerist það að einn daginn sé sá fiskur keyptur af öðrum, stendur vinnslan eftir aðgerðarlaus vegna þess að fískurinn hefur verið keytpur annað, til dæmis á suðvesturhornið þar sem aðstæður eru beztar til að nýta sér möguleika eins og útflutning á fersk- um flökum. í þessum tilfellum, þar sem útgerð og vinnsla eru á sömu hendi, eru samskiptaörðugleikar við sjómenn. Við tókum þátt í því að stofna samstarfsnefnd með sjó- mönnum, sem er lögbundin til ára- móta. Hún aflar nú upplýsinga um allt land um fiskverð, bæði milli skyldra og óskyldra aðila. Öllum gefst því kostur á því að vita hvaða fiskverð er greitt um allt landið. Það er hjálpartækið til að leysa ágreining þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Ekki bara mál sjómanna Til að undirstrika andstöðu mína við að allur fiskur farið á markað, vil ég benda á, að það er ekki bara mál sjómanna á togara, til dæmis á Raufarhöfn, að fá eitthvað hærra verð einhvern tíma fyrir fískinn. Þetta kemur fólkinu á staðnum einn- ig við. Það byggir afkomu sína á að verka þennan fisk, konurnar mannanna á togaranum eru í frysti- húsinu að vinna við að verka fisk- inn, sem þeir veiða. Þetta er því ekki bara mál sjómannanna á þess- um tiltekna togara, heldur þess sam- félags, sem byggt er upp í kringum þessar veiðar og vinnslu. Þess vegna verða menn að sýna sanngirni á bóða bóga og leysa málin. Það getur líka verið tímabært í þessu tilfelli að endurskoða hlutaskiptakerfið. Kanna hvort ekki sé eðlilegra að hafa fast kaup sem væri hærra hlut- fall af tekjum sjómanna og aflapr- emíu, sem vægi minna. Það myndi draga úr mismun á tekjum sjómanna og hugsanlega leyst þessi ágrein- ingsmál," segir Kristján Ragnars- son. Ahugi á viðskiptum við Kóreu ÚTFLUTNINGSRÁÐ stendur fýrir kynningu á viðskiptum við Suður- Kóreu á Hótel Sögu í dag klukkan 14.00. Þar munu Hr. Yong Chul Yeon framkvæmdastjóri KOTRA (kóresku viðskiptatengsla samtak- anna), Stefán L. Stefánsson frá Ut- anríkisráðuneytinu og Þorgeir Páls- son frá Útflutningsráði fjalla um Suður-Kóreu og möguleika íslenskra fyrirtækja á viðskiptum við landið. Á fundinum verður kynnt skýrsla sem Útflutningsráð hefur gert um Suður-Kóreu - land morgunkyrrðar- innar eins og heimamenn kalla land sitt. í skýrslunni er einkum fjailað um sjávarútveg í Suður-Kóreu og þá möguleika sem breytt viðskipta- umhverfi í heiminum - með tilkomu GATT-samninga - hefur fært íslensk- um fyrirtækjum. Einnig er rætt al- mennt um Suður-Kóreu og viðskipti íslands og landsins undanfarin ár. Þorgeir Pálsson höfundur skýrsl- unnar fór til Suður-Kóreu í nóvem- ber síðastliðnum til að kynna sér aðstæður í landinu af eigin raun. Hann segir í Fréttaskeyti Útfiutn- ingsráðs að forráðamenn í kóreskum sjávarútvegi hafi mikinn áhuga á samstarfi við íslenska aðila. „Þeir hafa mikinn áhuga á tækniþekkingu Islendinga í sjávarútvegi, einkum varðandi vélar og tæki. Samstarf á sviði úthafsveiða bar einnig á góma og þar að auki spurðu Kóreumenn- imir mikið um ráðgjafastarf ís- lenskra fyrirtækja í erlendum sjávar- útvegi." Fræðslumiðstöð Náttúrulækningafélagsins Sími5528191 Maturinn okkar Ódýrt matreiöslunámskeið þar sem fjallaö er um hráefnisval út frá verði og hollustu. Sýning í gerð nokkurra úrvals hversdagsrétta sem nýta hráefnið. Námskeiðið verður haldið í Matreiðsluskólanum okkar 13. og 14. mars frá kl. 18.00 til 21.00 og kostar aðeins 3.000 kr. Skráning og frekari upplýsingar fást í síma 552 8191 eða á skrifstofu Náttúrulaekningafélagsins, Laugavegi 20b. Hælaskór í st. 36-42, drapplitað nubuk og brunt leður. Verð kr. 4.380. SKO ■$kæ>iÍ5 *.ÓBU f> GLUGGINN 50-IM654275 KRINGLUNNI8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63, SÍMI 10655 Póstsendum samdægurs. ídagkl. 17.30 mun Björn Bjamason fjalla um ísland og umheiminn. Fundurinn vcrður í kosningamiðstöðinni við Lækjartorg, Hafnarstræti 20,2. liæð. ISLAND KOSNINGAFUNDIR í REYKJA VIK BETRA Faxafeni 14, símar 643340 - 687480 Göngunámskeið Vegna mikillar eftirspurnar verða Módelsamtökin með stutt gögunámskeið: Ganga, sviðsframkoma, snúningar, pósur, tískusýning og viðurkenning lok námskeiðsins fyrir ungar stúlkur 13-15 ára og 16 ára og eldri. Kynningartími og innritun verður mánudaginn 13. mars kl. 16.00-17.00 í Faxafeni14. Ath.: Kennslustaðir Reykjavík og Hafnarfjörður. Kennarar: Linda Kettler sýningarstúlka og Unnur Arngrímsdóttir. Notið tímann og komið og kynnið ykkur ódýrt og skemmtilegt námskeið sem er fyrir alla. boðið á fund ídag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.