Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Höfuð konunnar er
líkaþungt
BOKMENNTIR
Ljóóabók
HÖFUÐ KONUNNAR
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Mál
og menning, 1995. Prentun G. Ben.-
Edda — 96 síður. 2.680 kr.
HÖFUÐ tengjast nýjustu ljóða-
bók Ingibjargar Haraldsdóttur, ekki
bara í titli heldur einnig í einkunnar-
orðum sem sótt eru til Sigfúsar
Daðasonar og ónefnds höfundar
Egils sögu. Þessi höfuð eru þung.
Ekki þungt?
Ljóðið Höfuð konunnar hefst þó
á línunni: „Höfuð konunnar er ekki
þungt.“ Þótt létt sé yfir upphafsljóð-
inu og fleiri ljóðum í þessum flokki
er heimurinn villugjarn og auðvelt
að týna áttum:
Þótt höfuð konunnar
sé ekki þungt
getur oft verið erfítt
að halda því
svo ekki sé minnst -
áandlitið
Öll ljóðin í bókinni nema eitt (að
hluta) eru stutt og hniðmiðuð að
gerð. Það er hófsöm tilfinning í
þessum ljóðum. Meira býr undir.
Maðurinn og náttúran eiga samleið,
verða ekki aðskilin. Líkingar eru
sóttar til náttúrunnar.
Að lifa af
Samt segist skáldið ekki syngja
nein ættjarðarljóð og það eru orð
að sönnu. Ljóðin fjalla um manninn
og vanda hans, það að lifa af og
eiga sér þrátt fyrir allt
von. Þetta getur reynst
torvelt.
Frelsið
Ljóð Ingibjargar tjá
stundum öryggisleysi
og athvarfsleysi í ver-
öldinni. En einsemdin
og firringin þurfa ekki
að vera af hinu vonda.
Með „flekkaða sál/ og/
margbrotið/ hjarta" er
unnt að leggja einu
sinni enn_ á brattann,
segir í Áleiðis. Alein
túlkar dýrmæta lífs-
reynslu á óvenjulegan
hátt:
Morpn einn vaknaði konan
alein í grárri birtu
fann enga jörð
undir fótum sér
sá engan himin
yfír höfði sér
heyrði ekki neitt
nema djúpan nið
þaparinnar
Vissi
að nú
var hún loksins fijáls
Eitt af bestu ljóðunum, kannski
er það best, þykir mér Núna sem
verður líklega að teljast ástaljóð
eins og fleiri ljóð bókarinnar.
Yrkisefnið nálgast skáldið með
óvæntum hætti.
Aftur á móti eru líka dæmi um
hefðbundnari tök sem ekki vitna
beinlínis um ofnotkun en eru nokkuð
eintóna. Það er að vísu ekki
sanngjamt að slíta dæmin úr
samhengi, en það sem
ég á við er þriðja
erindið í Nóvemberljóði
dæmigert fyrir. Þar
hermir frá nöktu svörtu
trjánum, náköldu söng-
fuglunum og napurri
þögninni.
Þriðja hluta And-
vökuljóðs má einnig
kalla til vitnis. Þar er
ort um næturmyrkrið
svarta sem vekur nú
feigðarugg í bijósti.
Marína
Rússneska
skáldkonan Marína
Tsvetajeva varð eitt af
fórnarlömbum Sovétkerfisins. Til
hennar yrkir Ingibjörg
Haraldsdóttir, gerir grein fyrir
henni og örlögum hennar og þýðir
eftir hana langt ljóð, Ljóðið um
endalokin. Þetta er þó ekki ljóð sem
speglar ofríki kerfisins heldur
ástarhryggð, snýst um sorgina að
vera hafnað.
Jafnframt því sem ljóðið dregur
upp mynd af ytra umhverfi, Prag,
talar innri rödd skáldkonunnar í því.
Marína Tsvetajeva telst nú meðal
helstu skálda aldarinnar í Rússlandi.
Heimildir um hana koma óðum í ljós
eftir að leyniskýrslur hafa verið
gerðar opinberar. Áður óbirt verk
finnast. Ljóðið um endalokin er ort
1924, kraftmikið ljóð hlaðið þeirri
einkennilegu ákefð sem segja má
að einkenni verk rússneskra skálda
og Ingibjörg Haraldsdóttir kemur
með ágætum til skila.
Jóhann Hjálmarsson
Ingibjörg
Haraldsdóttir
MARGRÉT með eitt verka sinna.
Grafíkmyndir í
Gallerí Umbru
MARGRÉT Birgisdóttir opnar
sýningu á myndverkum í Gallerí
Umbru, Amtmannsstíg 1, í dag,
fimmtudag 9. mars.
Á sýningunni eru grafíkmynd-
ir; einþrykk og þrykk unnin með
blandaðri tækni. Þetta eru ljóð-
rænar myndir og ber sýningin
yfirskriftina „Hillingar".
Þetta er þriðja einkasýning
Margrétar, en hún hefur auk
þess tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hér heima og erlendis.
Sýningin stendur til 29. mars
og verður opin þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13-18, sunnu-
daga frá 14-18 og lokað á mánu-
dögum.
Listamenn frá
*
Alandseyjum
TONLIST
Norræna húsið
EINSÖNGUR OG
PÍANÓLEIKUR
Björn Blomquist, bassi, og Marc-
us Boman, pianóleikari, fluttu
verk eftir Loewe, Wolf, Lars
Karlsson, Boman og Sjögren.
Þriðjudagurinn 7. mars 1995.
EITTHVAÐ hefur misfarist í
skipulagi Sólstafa-hátíðarinnar,
því vart var reynt að kynna fyrir
fóiki hvers væri von hjá bassa-
söngvaranum Bjöm Blomquist frá
Álandseyjum, enda komu aðeins
17 manns að hlýða á hann. Bjöm
er afar góður söngvari, þó hann
sé í raun enn í námi og hafí að-
eins unnið með óperusmiðju
Finnsku óperunnar frá 1994.
Blomquist hóf tónleikana með
Ljóðasveig fyrir bassarödd, op.
145, eftir Carl Loewe. Þetta em
fjögur mjög falleg lög, sem
Blomquist söng afar vel, sérstak-
lega það síðasta, Reiterlied en
einnig var Heimlichkeit fallega
mótað.
Þrír söngvar við Ijóð eftir Mic-
haelangelo eftir Hugo Wolf, em
meðal síðustu söngva þessa sér-
stæða snillings og samdir í mars-
mánuði 1897 en nokkmm mánuð-
um síðar hvarf honum endanlega
allur þróttur og vit til að fást frek-
ar við tónsmíði. Lögin þykja bera
þess merki að honum hafí þá ver-
ið farið að daprast flugið og val
hans á ljóðunum eftir Michaelang-
elo, vitni um að hann sjálfur hafí
fundið að liðið var að „haustnótt-
um“ í hans lífi. Þessir dapurlegu
söngvar vom frábærlega vel flutt-
ir og sérstaklega fyrsta lagið Woh
denk ich oft.
Undirleikarinn Marcus Boman
lék Rapsódíu fyrir píanó eftir
Lars Karsson (1963). Rapsódían
er eins konar tilbrigðaleikur og
oft unnin yfír sekvensa, heldur
svona léttvæg í gerð og líkast til
skólaverkefni, samið 1974. Fimm
smálög, „allt öga blott“ eftir Bo-
man, vom næst á efnisskránni.
Sönglög þessi era heldur sviplítil
og reynt að bæta þar upp á í
undirleiknum, sem vantar í söngl-
ínumar. Emil Sjögren (1858-
1918) átti þijú síðustu lögin á
efnisskránni og em þetta meðal
fyrstu tónverka hans, eða op 2.
Þama var rómantíkin alls ráð-
andi, fallleg en ekki að sama skapi
svipsterk.
Blomquist flutti lögin mjög vel
en það var í aukalögunum, einu
eftir Tsjaikovskíj og aríunni O,
Isis und Osiris schenket, úr Töfra-
flautunni, eftir Mozart, að hann
sýndi hvers vænta má af honum
í framtíðinni. Blomquist er efni-
legur söngvari, hefur fallega og
hlýja bassarödd, ræður yfír tölu-
verðri tækni, bæði er varðar tón-
mótun og framburð og mótar við-
fangsefni sín af smekkvísi. Marc-
us Boman lék undir af öryggi en
án þess að hann snerti nokkru
sinni við þeim blæbrigðum í út-
færslu sinni, er gera undirleik að
listgrein.
Jón Ásgeirsson.
Slappur trúður
LEIKLIST
Mögulcikhúsið
KARLINN í TUNNUNNI
Leikarar: Finn Rye og Torkild
Lindebjerg. 4. mars.
HANN ER fremur þreyttur og dap-
urlegur húsvörðurinn, sem hefst við
í óhijálegum híbýlum og hefur aðal-
lega þann starfa að hreinsa upp drasl-
ið eftir aðra. Hann er lokaður inni í
þessum heimi en dreymir um öðm-
vísi líf. Hann gengur með kuðung í
vasanum til að komast í snertingu
við náttúmna. Þegar hann leggur
eyrað við kuðunginn, heyrir hann
sjávarnið og strandhljóð sem em víðs
fjarri hinu daglega lífí í stórborginni.
Hann blóðlangar í burtu og reyn-
ir að ímynda sér hvemig lífíð gæti
verið á fjarlægum stöðum með því
að raða saman draslinu sem hann
er að hirða upp og ímynda sér, til
dæmis að hann sæki veitingahús.
En þessi leikur gerir hann jafn dapr-
an og annað, vegna þess að hann
þorir ekki að fara burtu úr sínu
daglega umhverfi. Kannski mistæk-
ist allt hjá honum og þá myndu all-
ir gera grín að honum.
Hann sópar saman ruslinu og
kastar því ólundarlega í tunnuna,
eins og aðra daga. En þessi dagur
er ekki eins og aðrir dagar, því msl-
ið skoppar aftur upp úr tunninni.
Þegar sá gamli fer að athuga málið,
kemst hann að því að trúður nokkur
hefur búið um sig í henni. Og trúður-
inn sá gerbreytir tilvemnni.
Framan af fannst mér þessi sýn-
ing mjög skemmtileg. Gamli hús-
vörðurinn er bráðskemmtileg týpa
og vel leikin. Hins vegar fannst mér
trúðinn skorta töluvert og sýningin
pompa dálítið niður eftir að hann
mætti til leiks. Og eiginlega veit ég
ekki hversu gaman börn hafa að
sýningunni, vegna þess að hún fjall-
ar meira um hluti sem fullorðnir þrá
og framkvæma en börn. Þó ekki sé
nema það að húsvörðurinn hefur
enga trú á þvi að draumar hans
rætist - en börn trúa því alltaf að
draumar þeirra rætist, er þar komið
mikilvægt atriði sem varnar skiln-
ingi barna á því sem fram fer.
Trúðurinn var hvorki tragískur
né kómískur, bara dálítið hrekkjóttur
þótt hann vildi peppa karlinn upp.
Hann bjó ekki yfir neinum kúnstum,
hvorki í hreyfíngum, svipbrigðum
né brellum sem gera trúða heill-
andi. Einu skilaboðin sem hægt
væri að lesa út úr sýningunni eru;
„æ-i, góðu verið þið ekki að reyna
að peppa upp fólk sem hefur engan
áhuga á að láta sér líða vel.“ Að
vísu eru það skilaboð sem flest börn
þyrftu að læra - en eins og þessi
sýning var, efast ég um að börn
hafi náð þeim.
Súsanna Svavarsdóttir.
Kammersveit
Reykjavíkur
Norsk
sópran-
söngkona
í óperunni
KAMMERSVEIT Reykjavíkur mun
halda tónleika í íslensku óperunni
sunnudaginn 12. mars kl. 17. Þetta
eru þriðju tónleikar Kammersveitar-
innar á þessu starfsári og eru þeir
hluti af norrænu menningarhátíðinni
Sólstafír sem nú stendur yfir.
Á tónleikunum verða flutt Lítil
svíta op. 1 eftir Carl Nielsen og Ríma
eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir
sópran og strengjasveit, en Rímu
samdi Hafliði sérstaklega fyrir
vetrarólympíuleikana í Lillehammer
1994. Einnig verða flutt Acintyas
eftir Jan Sandström og Rakastava
op. 14 eftir Jean Sibelius.
Einsöngvari á þessum tónleikum
er norska sópransöngkonan Ragn-
hild Heiland Sörensen en hún frum-
flutti einmitt Rímu í Lillehammer
1994 með Norsku kammersveitinni.
Hún hefur margsinnis sungið ein-
söng með helstu sinfóníuhljómsveit-
um Noregs og er nú fastráðin við
norsku ríkisóperuna.
Stjórnandi tónleikanna er Toumas
Ollila frá Finnlandi. Hann starfar
sem aðalstjórnandi og tónlistarstjóri
Fílharmóníuhljómsveitarinnar í
Tampere í Finnlandi. Auk þess hefur
hann komið víða við sem gestastjórn-
andi s.s. í Svíþjóð, Noregi, Þýska-
landi, Sviss, Grikklandi, Spáni, Rúss-
landi og víðar.
Miðar verða seldir við inngang-
inn.
Einsöngur i Digraneskirkju
RANNVEIG Fríða Bragadóttir kem-
ur fram á tónleikum í Digranes-
kirkju í Kópavogi á Iaugardag kl.
17. Rannveig býr og starfar í Vínar-
borg og hefur sungið víða og unnið
með mörgum af fremstu söngvurum
og hljómsveitarstjórum. Með Rann-
veigu leikur Jónas Ingimundarson,
en þau hafa unnið mikið saman síð-
an 1989.
Á tónleikunum verða fluttir söngv-
ar eftir Franz Schubert og lög eftir
íslenska höfunda. Aðgangur verður
seldur við innganginn.