Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 26

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á gægjum LEIKLIST Fclagshcimili Köpavogs LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Höfundur: Joe Orton Leikstjóri: Kári Halldór. Þýðing: Bjarni Guðmarsson & Hörður Sigurðar- son. Leikmynd: Þorleifur Eggerts- son. Leikendur: Bjarni Guðmars- son, Inga Stefánsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Frosti Friðriksson, Hörður Sigurðarson, Skúli Hilm- arsson. Frumsýning 5. mars. ÁSTÆÐA er til að óska Leikfélagi Kópavogs til ham- ingju með nýja leikhúsið sitt í Félagsheimili Kópavogs, en það er kallað Hjáleigan og þar er hægt upplifa leikhús í svo miklu návígi að minnstu munar að þeir sem sitja á fremsta bekk verði þátttakendur í leiknum. Þetta litla svið býður upp á náin kynni. í leikritinu Á gægj- um verða þau eins náin og mað- ur kærir sig um. Leikritið gerist á geðsjúkrahúsi og þar vill svo til að læknaliðið er kolklikkað. Sjúklingar sjást engir en þeir sem rekast þangað inn eru venju- legheitagrey sem fá hina hláleg- ustu útreið. Á gægjum er farsi þar sem gert er óspart gys að geðlæknum og einnig aðskiljanlegri náttúru mannskepnunnar. Mörg tilsvör eru hnyttin, jafnvel sprengi- hlægileg og í þeim broddur sem enn stingur en hefur trúlega dofnað nokkuð frá því að verkið var frumsýnt fyrir hartnær þremur áratugum. Sýningin er hröð og þótt hraði sé nauðsynlegur í farsa (áhorf- andinn má ekki fá ráðrúm til að átta sig á hvað það er ómerki- legt sem hann hlær að) er hann ekki nægilega haminn í síðari hluta verksins. Betra hefði verið að draga fram napurt háðið í textanum. En ég skellihló að ýmsu á þess- ari sýningu og hafði lúmskt gam- an að öðru, einkum vísunum í gríska og breska leikritagerð og fléttu. Skúli Rúnar Hilmarsson var ákaflega álappalegur í hlutverki sínu sem lögga og Frosti Frið- riksson sprenghlægilegur uppá- klæddur sem stúlkukind. Inga Björg Stefánsdóttir átti ekki sjö dagana sæla sem ritaragreyið Geraldine því Geraldine hefur auðheyrilega aldrei kynnst því sem í daglegu tali er kallað heilastarfsemi og lendir í þokka- bót í aðstæðum sem eru henni ofviða. Aðalhlutverkin þijú eru erfið en Bjarni, Jóhanna og Hörður ná þó að gera þeim góð skil. Ugglaust hefðu þau gert enn betur ef leikstjórinn hefði lagt meiri áherslu á framsögn svo og tvískinnunginn og firringuna í fari persónanna en minni á hrað- ann. Tónlistin féll vel að verkinu og leikmyndin er einkar smekk- lega unnin. Þýðingin hefur verið nokkuð vandaverk og er því mið- ur stundum enskuskotin. Enskan Morgunblaðið/Jón Svavarsson ATRIÐI úr sýningnni „Á gægjum". er lævís. Hún hefur slævt eyra okkar fyrir hrynjandi móður- málsins og gerir nú harða hríð að íslenska eignarfallinu. Leikfélag Kópavog hefur dafnað vel undanfarin ár. Með- limir þess sýna talverða breidd í verkefnavali og listrænan metn- að. Þau vilja höfða til sem flestra áhorfenda. Það eitt út af fyrir sig er lofsvert. Og þrátt fyrir ýmsa annmarka er Á gægjum ansi hlægilegt og góð skemmtun fyrir þá sem líður betur vel en illa. Guðbrandur Gíslason. Hvað er í húfu Guðs? HALLVEIG Thorlacius gerði brúður og leikmynd við verk sitt í húfu Guðs, og leikur öll hlutverkin. „Marg- ir hafa aldrei heyrt talað um húfu Guðs,“ sagði Hallveig þegar nafn verks hennar bar á góma í samtali við blaðamann Morgunblaðins. „Þeg- ar ég var bam var mér sagt að ég hefði verið í húfu Guðs, áður en ég komst í magann á henni mömmu minni. Þannig er það líka með aðal sögupersónuna í þessu leikriti, hún fæðist ekki fyrr en eftir hlé.“ Aðal söguhetjan er lítill trölla- strákur. Hann er fyrst alveg ósýni- legur enda hefur honum verið hent út úr „húfu Guðs“. Hann er að von- um örvæntingarfullur yfír því en það vill honum til að ég fínn hann í sög- usvuntuvasanum mínum. Ég fer síð- an með hann og sting honum í húfu Guðs aftur, til þess að vita hvort hann spjari sig ekki þá. Síðan kemur í ljós að þetta er hann Pínu Pons, sem á að verða sonur hennar Skellinefju tröllskessu. Skellinefja er kvödd til og þá upplýs- ist að hún verður óskaplega fegin að endurheimta Pínu Pons í húfuna. Hins vegar stendur svo illa á hjá henni að það eru allirtröllkarlar fam- ir úr landi. Hún á því ekki auðvelt með að koma því kring að Pínu Pons komist í magann á henni. í Sögulandi eru sem betur fer ýmsar lausnir til. Ein af söguhetjun- um, það er hann Hnullungur stein- álfastrákur, hefur það hlutverk í leik- ritinu að vera alltaf að hugsa. Hann hugsar og hugsar þar til honum dett- ur rétta ráðið í hug. Það ráð er líka fengið úr gamalli sögu. Ein af mörg- um sögum sem mér voru sagðar í gamla daga var sagan af Hálf-kisu. Þar er drottning látin gleypa silung og þá fékk hún prinsessu í magann. Hugsuðinum mikla dettur í hug að láta Skellinefju gleypa silung og hún gerir það með góðum árangri. Með dyggri aðstoð áhorfenda tekst að koma Pínu Pons klakklaust í heim- inn. Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir um þessar mundir í húfu Guðs. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Hallveigu Thorlacius höfund verksins. Hún kvað söguhetjur þess sóttar í íslensku þjóð- sögurnar meðal annars. Einnig var rætt við leik- stjórann, Ásu Hlín Svavarsdóttur. Ég átti sjálf sögu-ömmur tvær. Ég heyrði hjá þeim alls konar sögur, önnur amma mín sagði mér bara sögur sem hún hafði heyrt en hin skáldaði sögur. Ég nota mjög mikið einhverjar minningar úr þessum sög- um, án þess að fara alltaf rétt með þær. Úr þessum efnivið bý ég til ný ævintýri. Vondi karlinn í þessari sögu er Skuggabaldur. Það er mjög nauð- synlegt að hafa hið vonda í sögum ekki síður en hið góða. Það er enginn munur á bömum og fullorðnum að þessu leyti, það þarf dramatík í sög- ur fyrir börn. Það þurfa að vera átök milli þess góða og vonda. Sagt er að það sé nauðsynlegur liður í þro- skaferli bama að þeim séu sagðar sögur og þau fái að taka þátt í bar- áttunni milli góðs og ills. Það veiti þeim öryggiskennd þegar hið góða sigrar að lokum. Eldri sögur vom oft hræðilegar. Rauðhetta var t.d. miklu hryllilegri áður. Það er seinni tíma viðbót að veiðimaðurinn skeri ömmuna og Rauðhettu út úr maganum á úlfinum. Áður át úlfurinn þær bara með húð og hári og síðan ekki söguna meir. Sögurnar sem ég er að segja eru frekar mannúðlegar, það er enginn étinn nema að honum sé þá skilað aftur.“ Af hveiju skyldi Hallveig hafa farið að vinna við brúðuleikhús? „Ég hafði aldrei séð brúðuleikhús þegar ég ákvað að þetta ætlaði ég að gera,“ segir Hallveig. „Ég hafði lesið um þetta. Ein bók hafði mikil SKELLINEFJA með Pínu Pons. áhrif á mig í þessa átt. Það var bók eftir Agnar Mykle, höfund Rauða rúbínsins, og konu hans Jönu. Jana þessi var brautryðjandi í norsku brúðuleikhúsi. Þau skrifuðu saman mjög skemmtilega bók um brúðuleik- hús sem ég las. Ég var þó’ komin undir þrítugt þegar ég bytjaði fyrir alvöru að vinna að brúðuleikhúsi." Hvað hefur brúðuleikhús fram yfir venjulegt fólk sem er að leika á leik- sviði? „Það er einmitt það sem maður þarf alltaf að vera að spyija sig um,“ svarar Hallveig. „Þegar sett er upp brúðuleiksýning spyr maður sig hvort verið sé að gera eitthvað Listaverkabók um Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá LISTASAFN Reykjavíkur á Kjarv- alsstöðum hefur gefíð út listaverka- bók um Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Bókin er sýningar- skrá, gerð í tilefni sýningar á verk- um veflistakonunnar Kristínu Jóns- dóttur frá Munkaþverá sem stend- ur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Þar er að finna grein um list hennar eftir Ólaf Gíslason sem ber yfir- skriftina Orð og mynd þess svo og fjölda mynda af verkum hennar. Állur texti í bókinni er bæði á ís- lensku og ensku. í kynningu segir: „Snilldin, hlýj- an og hjartalagið kemur skýrt fram í verkum veflistakonunnar Kristín- ar Jónsdóttur frá Munkaþverá. Frjótt hugmyndaflug einkennir verk hennar og þar kemur skýrt í ljós þekking listamannsins á sögu, hefðum og efninu sjálfu, sem unn- ið er með, ásamt næmri skynjun á samtímanum og dirfskunni við að flétta saman ólíkar listgreinar. í lýsingum á baðstofulífí á ís- landi fyrrum er ullin, frásögnin og hið ritaða mál líkt og samþætt. Við að stefna saman í nútímamynd- verki þessum ólíku efnisþáttum — vefnaðinum og hinu ritaða orði, sem hvorugt hefur nokkra sérstaka skírskotun út af fyrir sig — nær Kristínu fram í verkum sínum alveg nýrri merkingu, nýju samhengi. Bókina hannaði Hildigunnur Gunn- arsdóttir og kostar hún 1.600 krón- ur. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga frá kl. 10 til 18. Bóka- og minjagripasala safnsins er opin á sama tíma. Fornsögnr Borgfirðinga o g Mýramanna Sagnaþing í héraði STOFNUN Sigurðar Nordals og heimamenn í Borgarbyggð gangast fyrir ráðstefnu um Egils sögu Skalla-Grímssonar, Bjamar sögu Hítdælakappa og Gunnlaugs sögu ormstungu í Hótel Borgarnesi dag- ana 26. og 27. ágúst í sumar. Meðal þeirra sem flytja fyrirlestra á þinginu verða Bjarni Einarsson, Bjarni Guðnason, Baldur Hafstað, Bergljót Kristjánsdóttir, Else Mund- al, Helgi Þorláksson, Preben Meu- lengracht Serensen, Rory McTurk, „ Morgunblaðið/Árni Sœbcrg F. V. HALLVEIG Thorlacius og Ása Hlín Svavarsdóttir. Snorri Þorsteinsson, Sveinn Har- aldsson, Sverrir Tómasson og Vé- steinn Ólason. í tengslum við ráðstefnuna verður farið á söguslóðir á Mýrum undir leiðsögn heimamanna. Þá verður bókasýning í Safnahúsi Borgarfjarð- ar í tilefni af sagnaþinginu. Stofnun Sigurðar Nordals veitir frekari upplýsingar. Áhugamenn þurfa að skrá sig fyrir 1. júní hjá stofnuninni eða í Safnahúsi Borgar- fjarðar. sem kannski væri betra að nota leik- ara í. Það er þó ýmislegt sem brúða getur gert sem leikari getur ekki. Það er hægt að búa til miklu meiri ímyndunarleiki með brúðum en fólki, þær eru t.d. ekki háðar þyngarlög- málinu. Þær geta sýnt alls konar viðbrögð sem lifandi fólk getur ekki sýnt. Það er líka hægt að leika sér að stærðarmun, blanda saman dýri og manneskju og þannig mætti áfram telja. Brúðuleikhús er ákveðin listgrein sem hlítir sínum eigin lög- málum." Brúðuleikhús - krefjandi verkefni Hallveig Thorlacius er þekkt sem ágætur þýðandi. „Ég er löngu hætt að þýða,“ segir hún þegar talið berst að þeim efnum. „Ég nýti núna tungu- málakunnáttu mína fyrir brúðuleik- húsið. Ég á t.d. tilbúna sýningu á rússnesku, en því miður var aldrei hægt að sýna hana. Ég var að fara á leiklistarhátíð með hana þegar Persaflóastríðið braust út. Hátíðinni var aflýst og sýningin er enn í húfu Guðs. Þessi möguleiki er þó enn fyr- ir hendi. Mig dreymir um að ferðast með Síberíuhraðlestinni um Rússland og sýna brúðuleikhúsið mitt. Leikstjóri í húfu Guðs er Ása Hlín Svavarsdóttir. „Eins manns sýningar eru mjög frábrugðnar fjölmennari sýningum, það er meira lagt á mann- eskju sem er með eins manns brúðu- leikhússýningu heldur en leikara sem er í eins manns sýningu. Brúðuleikar- inn þarf bæði að leika sjálfur eins og Hallveig gerir í þessari sýningu og svo þarf hún að skipta sér niður á margar persónur. Þetta er mjög krefjandi verkefni," segir Ása Hlín. Hver skyldu vera skilin á milli hennar og Hallveigar í fyrrnefndri sýningu? „Hún gerir allt og ég gagnrýni það sem hún gerir. Ég er hið utanað- komandi auga sem horfir á og segir til um hvað gengur og hvað ekki. Eins er með handritið. Eg hef aldrei kynnst manneskju sem er eins dugleg að endurrita handrit og Hallveig er. Ég hef sett upp barnasýningu með leikurum og leyfi mér að nota svipað- an leikstíl við báðar þessar leikhús- tegundir. Eins konar anga af comme- dia dell’arte-leikhúshefðinni, þar sem alltaf er talað fram og síðan vísað til á eftir. Mér finnst það form ekki síður henta í brúðuleikhúsi." Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir í húfu Guðs á Fríkirkjuvegi 11 á sunnudögum klukkan fimmtán. Þetta verða bara örfáar opnar sýn- ingar, en venjulega sýnir Sögusvunt- an verk sín í ieikskólunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.