Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 27
LISTIR
FRÁ tónleikum kóranna.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fyrirlestur í Ný-
listasafninu
BANDARÍSKI myndlistarmaðurinn
Matt Mullican heldur fýrirlestur í
Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á
morgun föstudag kl. 20. Matt er
staddur hér í boði Myndlista- og
handíðaskóla íslands að frumkvæði
Fjöltæknideildar skólans.
í kynningu segir: „í fyrirlestrin-
um, sem fer fram á ensku, fjallar
hann um eigin verk. Matt Mullican
sem búsettur er í New York hefur
starfað sem myndlistarmaður síðan
1973. Myndlist hans á uppruna í
concept-listinni, en hefur þróast í
að fjalla um spurningar varðandi
þau menningarkerfi sem nútíma-
samfélag framleiðir. Nýtir hann sér
táknræn gildi ýmissa greina s.s.
arkitektúrs, dáleiðslu og trúarkerfa
í myndsköpun sinni.
Hann er frumkvöðull á sviði
myndlistar hvað tölvugrafík og
sýndarrými varðar og er það sú
tækni sem hann mest notar til að
koma myndlist sinni á framfæri. Á
fyrirlestrinum verða sýndar lit-
skyggnur og myndbönd. Matt
Mullican er um þessar mundir ges-
takennari við listaháskólann í Berl-
ín.“
„Fjárlög-
in“ sungin
við Ásólfsskálakirkju fékk Jón
Stefánsson og Margréti Bóasdótt-
ur til að stjórna söngnámskeiði að
Heimalandi í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi fyrstu helgina í mars, ann-
að svipað námskeið var haldið í
mars á síðasta ári og var ánægja
með það hjá kórfólkinu sem margt
syngur í fámennum kórum, að fá
að syngja í svo stórum hóp.
Á námskeiðið mætti söngfólk
úr fjórum prestaköllum, Austur-
og Vestur-Eyjafjöllum, Víkur- og
Skeiðflatar-, Fljótshlíðar- og
Landeyjaprestakalli.
Sungin voru íslensk ættjarðar-
lög fyrir blandaða kóra úr tveimur
heftum sem Jón Stefánsson hefur
safnað saman og gefið út. Efni
heftanna er úr Ljóðum og lögum
(Fjárlögin) og íslensku söngva-
safni. A námskeiðið mættu í kring-
um sextíu manns og hófst það á
föstudagskvöldi og endaði með
tónleikum á sunnudeginum.
♦ ♦ ♦------
Auka-
sýning á
Leyni-
mel 13
AUKASÝNING verður á gaman-
leikritinu Leynimel 13 eftir þá
Emil Thoroddsen, Harald Á. Sig-
urðsson og Indriða Waage föstu-
daginn 17. mars.
I kynningu segir: „Leynimelurinn
var frumsýndur í september og
hefur gengið í allan vetur við frá-
bærar undirtektir áhorfenda. Sýn-
ingum átti að ljúka 25. febrúar en
vegna mikillar aðsóknar var ákveð-
ið að bæta við sýningu þann 17.
mars.“
Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir,
leikmynd gerði Jón Þórisson, bún-
inga Þórunn E. Sveinsdóttir og lýs-
ingu annaðist Ögmundur Þór Jó-
hannesson.
Leikarar eru Guðlaug E. Ólafs-
dóttir; Guðmundur Ólafsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Jakob Þór Einarsson,
Jón Hjartarson, Katrín Þorkelsdótt-
ir, Magnús Jónsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Sigurður Kárlsson,
Þórey Sigþórsdótir og Þröstur Leó
Gunnarsson.
-kjarni málsins!
Opiö
laugardag
°9
sunnudag
kl. 14-17
Verið
velkomin í
reynslu-
akstur
Geríö samanburö
á veröi og búnaöi
Opel Astra
.169.000.
Eöalmerki
á uppleib
Opel Astra VW Golf T. Corolla MMC Lancer
Verð kr. 1.299.000.- 1.255.000,- 1.299.000,- 1.295.000,-
Dyrafjöldi 4 5* 4 4
Lengd 4239mm 4020mm 4270mm 4275mm
Breidd 1696mm 1695mm 1685mm 1690mm
Útvarp og segulb.m/þjófavara Já Nei Nei Nei
Hátalarar 6 stk Nei 2 stk 4 stk
Samlæsing m/þjófavörn Já Nei Nei Nei
Fiarstvrðir útispeglar Já Já Já Já
Bílbeltastrekkjarar Já Nei Nei Nei
Tvöfaldir stvrktarbitar Já Nei Nei Nei
Stillanleq hæð örygqisbelta Já Já Já Já
Einnig fyrir aftursæti Já Já Nei Nei
Vökvastýri Já Já Já Já
Vélastærð & hestöfl 1400cc 82Hö 1400cc 60Hö 1330cc 90Hö 1300cc 75HÖ
islensk ryðvörn Já Nei Nei** Nei
Fjölinnsprautun Já Nei Já Já
* VW Golf ekki fáanlegur 4ra dyra
** aöeins undirvagnsryðvörn
Fossháls 1 HOReykjavík Sími 634000