Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGyNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Hafa íslensk böm ekkí eðli-
legan aðgang að dómstólum?
EINS OG flestum er kunnugt
hefur umræðan um bamavemdar-
mál verið talsvert meiri nú en oft
áður. Bæði hefur fréttaflutningur
varðandi einstök mál aukist og eins
virðist sem öll umræða um þessi
mál hafí komist betur á legg og var
tími til þess kominn, en lengi fram-
an af virtist sem stjórnvöldum ætl-
aði alveg að takast að koma á end-
anlegu „fréttabanni" á þessi mál
og því miður hafa nokkrir fjölmiðlar
látið múlbinda sig fram til þessa
og samþykkt ritskoðun stjórnvalda.
Þriðjudaginn 14. febrúar sl. birti
Morgunblaðið grein eftir dr. Gunnar
Hrafn Birgisson, sálfræðing Bama-
verndarráðs íslands. Var ekki ann-
að að sjá, en að dr. Gunnar vildi
standa vörð um núverandi kerfi,
sem margir hafa gagnrýnt og ekki
síst starfsmenn félagsmálayfir-
valda, sem ítrekað hafa lýst því í
fjölmiðlum, hversu erfitt það er að
starfa við núverandi kerfi, að það
sé niðurbrjótandi og orki illa á alla
sem koma nálægt því. Dr. Gunnar
virðist hins vegar hafa komið sér
fyrir í þeim hópi sérfræðinga, sem
vilja standa gegn réttarúrbótum á
þessu miðaldakerfi og koma í veg
fyrir að þessum málum verði vísað
til dómstóla, þar sem þau vissulega
eiga heima. Hér á ég við úrskurði
í forsjárdeilumálum, forsjársvifting-
armál og umgengnisréttardeilumál,
svo eitthvað sé nefnt.
Skildi ég dr. Gunnar þannig, að
hann teldi réttarúrbætur, þ.e. að
dómstólaleiðin, væri slæmur kostur
og sérstaklega í Ijósi þess, sem
hann gaf sér sem forsendu, að dóm-
stólaleiðin yrði of kostnaðarsöm
fyrir stjórnvöld. Slík rök í þessum
málum valda spurningum um þau
viðhorf sem ríkja hjá barnavemdar-
yfírvöldum og setur óneitanlega
óhug að manni við lestur slíkra
röksemda hjá aðila- sem trúað er
fyrir alvarlegum málum.
Einnig gagnrýndi dr. Gunnar ein-
hliða fréttaflutning af barnavernd-
armálum og vill hann ekki, frekar
en ýmsir kollegar hans hjá bama-
vemdaryflrvöldum, að kastljósi sé
bmgðið á störf hans og vill eins og
hinir standa gegn umræðu um þessi
mál eins og ávallt áður.
Það er þröngur hópur fólks sem
starfar að bamavemd
og er engu líkara en
þessi hópur, með ein-
hvers konar sovésku
lénskipulagi, vilji
standa vörð um vöid
sín og telji það til hags-
muna að ekki verði
breyting á þessum mál-
um, þrátt fyrir að slík-
ar breytingar hafa þeg-
ar átt sér stað alls stað-
ar í kringum okkkur,
fyrir löngu síðan. Von-
ast ég til að vori skjótt
og jákvæðari viðhorf
lýsi upp huga þeirra
sem myrkvaðir em af
fortíðinni og að þeir
hleypi inn nútíð og framtíð til handa
íslenskum bömum.
Undirritaður vill taka það fram,
að hann er félagi í Fjölskylduvernd,
félagi sem býr yfir mikilli vitneskju
um hin ýmsu mál og málslok hjá
félagsmálastofnunum og barna-
verndaryflrvöldum. Innan þessa fé-
lags starfar stór hópur fólks og
margir sem hafa orðið illa úti vegna
lélegra vinnubragða bamavemdar-
yfirvalda. Þarna hefur fólk getað
borið saman mál sín, rannsakað
einstök mál og ýmsa þætti þeirra
og komist að niðurstöðum. Þegar
málin em skoðuð myndast visst
samhengi og góð yfirsýn fæst yfír
úrvinnslu mála og hvernig úr-
vinnslu er háttað hjá stjórnvöldum,
allt frá upphafi mála og að málslok-
um og úrskurðum. Alltof stór hópur
mála virðist vera í raun klúður frá
upphafi til enda. Barnaverndaryfir-
völd hafa í ótal tilfellum sniðgengið
þær leikreglur sem löggjafinn hefur
sett og sem menn deila jú um, virt
að vettugi ýmis réttindi fólks, sbr.
andmælarétt, þannig að niðurstað-
an er í raun sláandi, því hún er
mun verri en nokkur gæti hugsað
sér.
Rétt er í þessu samhengi að það
komi hér fram, að innan félagsins
Fjölskylduverndar em ýmsir „fag-
aðilar" innan barnavemdar og fé-
lagsráðgjafar og einnig sérfræðing-
ar í lögfræði og lögfræðingar.
Félagið er opið öllu áhugafólki
sem lætur sig varða mannréttindi
og réttindi fjölskyldunnar.
Svo virðist sem það
séu sömu einstakling-
arnir sem em viðriðnir
verstu klúðurmálin,
hjá barnaverndaryfir-
völdum. Að auki virðist
ljóst að rík tilhneiging
er innan þess þrönga
hóps sem með þessi
mál fer, að breiða yfír
mistök og að sambæri-
leg samtrygging eigi
sér stað og fullyrt hef-
ur verið að riki meðal
lækna.
Það er útilokað að
átta sig á sumum
vinnubrögðum starfs-
manna barnaverndar-
yfirvalda. Dæmigert mál, sem oftar
en ekki virðist koma upp og hugsan-
lega hefst á þann veg, er að ein-
hver hringir til félagsmálastofnun-
ar. Auðvitað getur slík tilkynning
verið á rökum reist, en hins vegar
virðist hitt vera öruggt að illgjarnt
fólk og hugsanlega veikt, jafnvel
náskyldir, hringja og tilkynna hluti
sem er hreinn tilbúningur. Félags-
málastofnun setur málið í gang.
Einum starfsmanni er falið að
kanna hagi barnsins og koma með
tillögur til úrlausna. Þessi sami
starfsmaður rannsakar síðan málið,
foreldri barnsins er ekki innt um
sannleiksgildi kæru og fær jafnvel
aldrei að vita um innihald heiinar
né hver lagði kæruna fram. Kæran
gæti jafnvel hafa verið lögð fram
af fleirum en einum. Starfsmaður
bamaverndarnefndar leggur til
tímabundna forsjásviftingu, meðan
málið er í rannsókn. Foreldrið fyll-
ist örvæntingu, skilur ekki hvað er
að gerast og andmælir þessari að-
för kröftuglega. Rannsóknaraðil-
inn, starfsmaður félagsmálastofn-
unar, sá sem fer með málið og er
í raun dómarinn sjálfur, túlkar and-
mæli foreldrisins sem mótþróa og
skort á samstarfsvilja og slíkt eykur
líkur á forsjársviftingu sem í raun
er orðin staðreynd, því börnunum
hefur verið komið fyrir „tímabund-
ið“ í fóstur inni á stofnun, en slíkt
þýðir oftast ævilangan dóm yfir
örlögum bamanna og foreldrum
þeirra. Síðan kemur barnaverndar-
nefnd að málinu, á kaffifundi í eftir-
U mgengnisréttarmál
eru í ólestrí, að mati
Sigurgeirs Sigurðs-
sonar, sem hvetur
stjómvöld til úrbóta.
miðdaginn og staðfestir með „form-
legum" hætti aðgerðir starfsmanns
síns og bókar í fundargerð, að til-
lögur starfsmannsins séu góðar og
gildar. Þetta er oftast gert án þess
að barnaverndarnefnd svo mikið
sem hafi séð bamið eða bömin og
sjaldnast hefur foreldrið rætt við
nefndarmenn.
Venjulega, þegar barnaverndar-
nefnd kemur að málum, er það
aðeins til að staðfesta „stóradóm“
sem þegar er fallinn í skýrslu fé-
lagsráðgjafans og hann hefur einn
unnið. Andmælaréttur er ekki virtur
og þótt hann komi inn er það oft
þannig að ekki er á hann hlustað,
enda er rík tilhneiging meðal starfs-
manna félagsmálastofnana, að tala
niður til fólks sem er í rannsókn
hjá þeim. Hafa margir kvartað und-
an þessu og rétt væri að skoða
þetta nánar.
Eftir að forsjársvifting hefur átt
sér stað kemur nýtt tímabil og erf-
itt hjá þeim sem lendir í slíku. Virð-
ist sem barnaverndaryfirvöld virði
ekki eða hafi tilhneigingu til að
virða ekki rétt barna til að þekkja
og umgangast kynforeldra sína. Á
þetta í raun við um stjórnvöld öll
og með ólíkindum er hvernig er á
umgengisréttarmálum haldið hér á
landi.
Dómstólar eru eini vettvangur
þess, að úrskurða um réttmæti þess
hvort barn er svift foreldrum sínum
eða tengslum við önnur systkini.
Allt annað er í raun gróf aðför að
réttindum barna og vanvirðing við
samning þann sem ísland gerði við
samfélag þjóða og fullgiltur var 28.
október 1992 um réttindi barna.
Þar segir í 9. gr. 1. lið, að aðskilnað-
ur barns við foreldra sé háð endur-
skoðun dómstóla. Þess vegna ættu
menn að hætta rökræðum um þessa
Sigurgeir
Sigurðsson
hluti og framkvæma það sem samn-
ingurinn segir. Dómstólar eru eini
vettvangurinn til að úrskurða um
réttmæti þess hvort barn er svift
foreldrum sínum. (Slíkt ákvæði er
einnig í 6. gr. Mannréttindasátt-
mála Evrópu).
Eins og þessu er háttað nú mætti
segja, að banraverndarnefndir og
barnaverndarráð fari með þessi mál
með ólögmætum hætti og að ólög-
lega sé að þessum málum staðið í
dag. Ef úrvinnsla þessara mála er
skoðuð hér á landi og borin saman
við önnur siðmenntuð lönd, eins og
t.d. Noreg, bæði hvað varðar form-
ið og innihald þess, er ljóst að ekki
ríkir réttlæti í þessum málum hér
á landi og þarf ekki nema meðal-
greind og sæmilega réttlætiskennd
til að sjá það.
íslensk stjórnvöld ættu einnig að
snúa sér að því að koma lagi á
umgengisréttarmá( sem eru í alger-
um ólestri í dag. í þeim tilfellum,
sem eru allt of mörg, þegar forsjár-
aðilar virða ekki rétt barna til að
umgangast það foreldri sem ekki
fer með forsjá ættu stjórnvöld að
sýna sóma sinn og fara að virða
7. og 8. gr. samnings þess sem að
framan greinir og taka frumkvæði
það sem lofað var að tekið yrði með
samningi þessum. Það er til skamm-
ar hvernig haldið er á þessum mál-
um í dag. Dæmi um úrlausnir ann-
ars staðar, bæði Norðurlöndum og
USA svo dæmi séu tekin, þá á sá
aðili sem fer með forsjá og ekki
virðir rétt bamsins til að umgang-
ast hitt foreldrið, t.d. eftir skilnað,
ef slík vanvirða við réttindi bamsins
koma fram án rökstuddrar ástæðu,
leiðir slíkt oftar en ekki hjá öðrum
þjóðum til þess að forsjá er tekin
af því foreldri sem sýnir slíka van-
virðingu við barnið og forsjáin er
flutt yfir á hinn aðilann sem ekki
fór með forsjá áður. Auðvitað með
því fororði, að sá aðili virði þennan
rétt barnsins.
Undirritaður hefur dóma undir
höndum erlendis frá sem fjalla um
slík mál og er forvitnilegt að bera
úrvinnslu þar saman við úrvinnslu
sambærilegra mála hér á landi sem
er allt of oft í skötulíki.
Enginn deilir um nauðsyn þess
að barnavernd fari fram. Hún má
hins vegar ekki vera í einhvers kon-
ar miðaldarfari rannsóknarréttar
sem hafin er yfir alla gagnrýni. Ég
vil enn trúa því að tekið verði á
málum þessum og dómstólum verði
falið að sjá um þessi mál sem til-
heyra þeim og þeim er best treyst-
andi fyrir.
Höfundur er í samtökunum
Fjölskylduvernd.
Ráðherralaun frá
félagsmálastofnun
SÍÐASTLIÐINN laugardag birt-
ist í Morgunblaðinu grein eftir Guð-
rúnu Ögmundsdóttur, formann fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkur, þar sem
hún reynir að svara gagnrýni minni
á nýjar reglur um fjárhagsaðstoð,
sem R-listinn vill koma á í Reykja-
vík. Gagnrýni mín hefur meðal ann-
ars komið fram í grein, sem birtist
í Morgunblaðinu 21. febrúar sl. Svo
virðist sem hún hafí alls ekki lesið
grein mína, sem hún er þó að gagn-
rýna og mun ég hér reyna að leið-
rétta eitthvað af rangfærslum
hennar í stuttu máli.
Óljósar upplýsingar
Þær tillögur sem nú eru til um-
ræðu voru fyrst lagðar fram í fé-
lagsmálaráði 9. janúar sl. í nóvem-
ber höfðu að vísu verið lagðar fram
nokkrar hugmyndir um breytingar
á reglum um fjárhagsaðstoð, en
voru ekki ræddar nánar þá. Fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins í félags-
málaráði óskuðu strax eftir nánari
upplýsingum um hvaða áhrif nýju
reglurnar mundu hafa, bæði á borg-
arsjóð og þá sem aðstoðarinnar
njóta. Meðal annars var óljóst hvort
tekið væri tillit til kostnaðar vegna
húsaléigubóta í þeim tölum sem
fyrst voru lagðar fram. Svör sem
fengust voru mjög misvísandi og
var því ekki hægt að taka afstöðu
til tillagnanna á grundvelli þeirra.
Engar nothæfar upplýsingar feng-
ust um áhrif breytinganna á hag
skjólstæðinga. Það er því rangt að
við höfum ekki beðið um upplýs-
ingar. Formaður lagði hins vegar
ofurkapp á að afgreiða tillögurnar
og lét afgreiða þær úr félagsmála-
ráði þremur vikum eftir að þær
voru fyrst lagðar fram, eftir að
hafa allra náðarsamlegast frestað
afgreiðslu þeirra um eina viku að
minni beiðni.
Húsaleigubætur koma í
stað húsaleigustyrks
I fyrri grein minni voru bomar
saman ráðstöfunartekjur aðstoðar-
þega eftir nýjum og gömlum regl-
um, og hver fjárhagsaðstoð getur
mest orðið. Jafnframt var sýnt fram
Fjárhagsaðstoð á
fullan rétt á sér, segir
Guðrún Zoega, en hún
má ekki draga allan
kraft úr sjálfsbjargar-
viðleitni fólks.
á hvaða launatekjur fólk þyrfti að
hafa til að hafa sömu ráðstöfunar-
tekjur og jafnstór fjölskylda, sem
fær fjárhagsaðstoð rá Félagsmála-
stofnun. Til dæmis þarf fjölskylda
með tvö börn að hafa um 190 þús-
und króna mánaðarlaun, en hjón
með fjögur börn þurfa um 280 þús-
und króna mánðarlaun til þess að
hafa jafnmiklar ráðstöfunartekjur
og jafnstór fjölskylda, sem fær full-
an styrk frá Félagsmálastofnun. í
samanburðinum kom greinilega
fram hve mikill hluti ráðstöfunar-
tekna kemur frá Félagsmálastofn-
un og hvað kemur frá trygginga-
stofnun eða úr skatt-
kerfinu. Það er því út-
úrsnúningur. að ég hafi
sagt að tekjumar komi
að mestu „úr vasa
Rey kj avíkurborgar“.
Ég sleppi húsaleigu-
styrk í núverandi kerfí
enda munu húsaleigu-
bætur koma í staðinn,
þannig að sú breyting
hefur ekki teljandi áhrif
á hag þeirra sem aðstoð
fá. Guðrún Ögmunds-
dóttir segir að það sé
ekki dæmigert fyrir þá
sem fá fjárhagsaðstoð
að fá hæstu barnabæt-
ur og barnabótaauka. Bamabætur
eru föst upphæð og er því ekki
hægt að tala um hæstu barnabæt-
ur. Bamabótaauki er tekjutengdur,
en þeir sem fá fjárhagsaðstoð hjá
Félagsmálastofnun hafa yfirleitt
svo Iágar tekjur að hann skerðist
ekki. Þetta er því rangt.
Nýju reglurnar festa
fólk í kerfinu
Gagnrýni sjálfstæðismanna er
einkum tvíþætt:
• Nýju reglurnar festa fólk í kerf-
inu í stað þess að hvetja það til
sjálfshjálpar. Ef fólk er ver sett fjár-
hagslega á vinnumarkaðinum en á
styrk frá Félagsmálastofnun er
ekkert sem hvetur það til að reyna
að bjarga sér sjálft, sama „hvað
mikil vinna er sett í
g;ang til að aðstoða þær
fjölskyldur".
Málið var ekki skoð-
að nægilega vel áður
en það var afgreitt í
félagsmálaráði. Hér er
um þvílíkar grundvall-
arbreytingar að ræða
að þær þarf að skoða
miklu betur en gert
var.
Fjárhagsaðstoð eða
ráðherralaun?
Ekki er deilt um
hvort fjárhagsaðstoð
eigi rétt á sér eða ekki.
Hún er hins vegar ekki að loka
fólk inni í kerfi opinberrar forsjár
o g draga úr því aljan kraft og sjálfs-
bjargarviðleitni. Ég tel að eitthvað
sé bogið við kerfið, þegar fjölskylda
með tvö börn þarf að hafa rífleg
þingmannalaun til að bera það sama
úr býtum og jafnstór fjölskylda, sem
fær fullan styrk frá Félagsmála-
stofnun. Fjölskyldu með fjögur börn
duga hins vegar ekki minna en ráð-
herralaun til að hafa sömu ráðstöf-
unartekjur og jafnstór fjölskylda,
sem nýtur aðstoðar Félagsmála-
stofnunar samkvæmt hinum nýju
reglum.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og situr í
félagsmálaráði.
Guðrún Zoéga