Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON + Þórir Kr. Þórðarson fædd- ist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. mars. Í SVIFFLUGI ríður á að finna uppstreymi. Stórmenni rísa eins og fjöll á sléttunni og gefa vinum sínum byr undir báða vængi uns þeir svífa hærra og lengra en nokkru sinni fyrr. Þórir Kr. Þórð- arson lyfti samferðamönnum sín- um: klerkar, háskólamenn, lista- menn, stjórnmálamenn, alþýðu- menn - jafvel hagfræðingar - svifu þöndum vængjum. Þórir Kr. var íslenskur heims- borgari, hvort tveggja í senn lista- maður og vísindamaður, frábær- lega næmur og greindur. Hann var vitur maður, skyggn á hinn guðdómlega gleðileik. Enginn hafði næmara og vænna skopskyn, enginn var skemmtilegri. Þórir Kr. unni þjóð sinni. Hann sá að leiðtogarnir og við þijóskir og þröngsýnir umbjóðendur þeirra höfum spillt góðri stöðu þjóðarbús- ins og skorið við nögl í menntamál- um, svo að ísland er nú eftirbátur flestra vestrænna ríkja. Þórir Kr. var ákafur um viðreisn þjóðlífsins. Nú er þessi góði drengur horf- inn héðan. Við minnumst hans þakklát og þökkum skapara him- ins og jarðar. Þráinn Eggertsson, Bloomington, Indiana. „VERTU VIÐBÚINN" Kjörorð skáta Viðbúinn hveiju? spurðum við skátadrengir foringja okkar, er við forðum vorum að nema fræðin í Skátabókinni. Viðbúinn öllu, svar- aði foringi okkar, einnig því að mæta sjálfum dauðanum, er þar að kemur fyrr eða síðar - vonandi síðar hjá ykkur, drengirnir mínir. Þórir var viðbúinn er kall hans kom. Fyrir skömmu, er ég heimsótti hann einu sinni sem oftar í stofuna hans í Háskólanum, þá fagnaði hann mér brosandi eins og hans var vandi og sagði: Hermann, fáðu þér sæti, ég þarf aðeins að ljúka við að koma hluta af nýja íslenska (mál-) búningnum hans Móse inn í tölvuna. Þórir o.fl. hafa undanf- arin ár unnið að nýþýðingu Gamla testamentisins úr frummálinu - hebresku. Stefnt er að nýrri ísl. Biblíuútgáfu árið 2000 á 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Eg virti þennan vísa vin minn fýrir mér og minningar tóku að tala. Leiðir okkar lágu fyrst saman á drengjaárum hjá skátum, í Vær- ingja-sveitinni, sem sr. Friðrik stofnaði upphaflega. Á sumardag- inn fyrsta íklæddumst við skátar búningi okkar og stuttar voru buxumar, hvemig sem veðrið þá og þá var blandið. Við gengum fylktu liði undir fánaborg um göt- ur borgarinnar til Dómkirkjunnar, þar sem var sérstök skátamessa. Við fögnuðum sumri glaðir og sungum m.a.: „Nú er sólskin mér í sál í dag og signuð gleðirós. Nú jörð og himinn jafnt mér skín því Jesús er mitt ljós.“ (Fr.Fr.) Á slíkum degi veitti ég Þóri, þessum fallega, dökkhærða og gáfulega dreng, fyrst athygli. Á bijósti búnings hans voru m.a. merki, sem gáfu til kynna að hann talaði ein 2-3 erlend tungumál, þótt ungur væri. Og málin urðu fleiri, því hann tók að tala bæði tungum manna og engla - og bænamálið varð honum tamt, einnig er hann vann við þýð- ingu/endurskoðun Ritningarinnar, ekki síst Davíðssálma. Þá „bað hann Orðin helgu“ til að fá meira ljós og dýpra skyn við þetta mikil- væga viðfangsefni, sagði hann mér eitt sinn er ég kom - einu sinni sem oftar - í vinnustofuna til hans á þeim árum, er undirbúin var útgáfa ísl. Biblíunnar 1981. Innan á titilsíðu þeirrar útgáfu stendur: „í þessari útgáfu Bibl- íunnar, hinni tíundu á íslensku (1584-1981) eru guðspjöllin og Postulasagan endurþýdd úr frum- texta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testamentisins (lokið 1912/14) endurskoðuð. Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins." „Nokkrar um- bætur“ - það var hóflega orðað. Mig minnir að Þórir áætlaði að breytingarnar hafi verið um 40 þúsund; ný réttritun meðtalin. Prófarkalestur hinna 66 bóka Bibl- íunnar (GT og NT) var mikið verk og vandasamt. Þegar liðið í kring- um þetta verk hafði fulllesið og „grænt ljós“ var gefið á handritið til prentunar - og það afhent mér sem framkvæmdastj. Hins ísl. Biblíufélags - þá vissi Þórir að ég hafði enn einn lesara mjög nálægt mér, sem hann nefndi „huldumanninn" (þar var Inga, kona mín, d. 19/9 ’93), og hann hafði miklar mætur á þeim loka- lestri, sem jafnan skilaði góðri uppskeru. Þórir færði „huldu- manninum“ eðalstein þegar verkið var fullnað og Bókin góða komin út. Þau höfðu lengi haft miklar mætur hvort á öðru, eins og eftir- mælin, sem hann ritaði hér í blað- ið á sínum tíma bera vott um. Um skeið háðu þau samtímis barátt- una (jafnan brosmild bæði) við þann skæða sjúkdóm, sem að lok- um lagði líkami þeirra að velli. „Andinn fór til Guðs, sem gaf hann“ - trúi ég. Endurminningarnar sóttu fast að mér, er ég sat þama í háskóla- stofunni og virti vininn góða fyrir mér: Nú var dökka, þykka hárið orðið að gráum „makka“, litar- hátturinn fölur og skarplega and- litið markað eftir langvarandi álag, en augun glaðlegu snör sem forðum. Enn sækja á mig góðar minningar frá fyrra ári. Á afmæl- isdegi sr. Friðriks, 25. maí, kom ég með „drengina mína“ Hermann Inga (11) og Sigga (12) í stofuna til Þóris. Hann tók þeim fagn- andi, sýndi þeim Guðbrandsbiblíu og las fyrir þá kafla á hebresku og spjallaði glaðlega við þá, m.a. um 8 ára vera þeirra í Pokot í Kenýa með foreldranum, kristni- boðunum Ragnari og Hrönn. - Og í ágúst sl. kom ég enn með gest til hans, nú ungan kínverskan lækni frá Peking, konu við fram- haldsnám í Danmörku, sem stödd var hér á norrænu læknaþingi ónæmisfræðinga. Hún las fyrir hann á kínversku og hann fyrir hana á hebresku og myndin sem ég tók af þeim sýnir glaðar og fjörmiklar samræður. Og hann geislar af gleði á mynd, sem ég tók er ég færði honum litríka jóla- kveðju frá lækninum unga, sem hreifst mjög af þessum hámennt- aða og fjölhæfa vini mínum. Upp frá þessum hugsunum öll- um hrökk ég, er Þórir hafði slökkt á tölvunni og kallað: Velkominn, vinurinn minn góði. Ég svaraði: Þú lætur ekki deigan síga, þótt hart sértu leikinn, minn kæri. Nei, sagði hann, því hver nýr dag- ur, sem ég fæ að lifa og starfa eins og kraftar leyfa, er gjöf til mín frá Jesú. - Allt frá fyrstu kynnum samtöluðum við á opnu og glöðu skáta-drengjamáli (5. gr. skáta-laga segir: Skáti er glað- vær). Og í vitund okkar geymdust frá ungum dögum orð Jesú: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki“ (Matt. 18.3). Við blönduðum þama glaðir geði nokkra stund og ræddum m.a. fýrirhugaða nýja útg. ísl. Biblíunn- ar árið 2000. Og enn minnti ég hann á: Og þá förum við saman til hátíðarinnar á Þingvöllum, eins og þú hefur heitið mér og þú manst: Skáti gengur aldrei á bak orða sinna. Já, vinur Hermann, ég man - en þetta er víst ólækn- andi sem að mér amar. Ég svar- aði: Nú, en er ekki Guð almáttug- ur og við erum mörg, sem biðjum þess, að Hann þyrmi lífi þínu, því við megum ekki missa þig á þess- ari öld - þú manst: „Engum er Kári líkur“ (Njála). Enn brosti þessi kæri, kæri vinur, og sagði: Jú, Hermann, Guð er almáttugur. Og við skildumst þarna með kær- leikum í síðasta sinn - hér á foldu. Ég mun sakna Þóris mjög, eins og ég sakna stöðugt sárt „lesar- ans“ okkar góða. Um aldir hefur séra Hallgrímur huggað okkur ís- lendinga. Hann gerir það enn nú á þessari föstu. Er hann missti augasteininn sinn, Steinunni, dótt- ur sína, komunga, þá mælti hann: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hðrmunga^ og raunafrí. Við Guð máttu nú mæla, miklu fegri en sól, unun og eilíf sæla er þar hjá lambsins stól. Ástvinum Þóris öllum votta ég dýpstu samúð. Það era fátækleg orð, sem hér eru á blað komin, aðeins glampi af öllu því, sem í huga mínum og hjarta býr nú. Á samveram í Friðrikskapellu á Hlíð- arenda í hádegi á mánudögum höfum við á undangengnum misserum/áram beðið stöðuglega fyrir Þóri. Á útfarardegi hans, mánudaginn 6. marz, munum við í hádeginu þakka Guði fyrir lánið á þessum kæra, góða dreng, sem Hann hefur nú tekið til sín. Og fjölskyldan mun fá að finna að hún er ekki ein, „því að þú ert hjá mér“ (Sálm. 23:4). Hermann Þorsteinsson. Vegna mistaka í vinnslu féllu niður nokkrar línur í minningar- grein Hermanns Þorsteinssonar um dr. Þóri Kr. Þórðarson prófessor á blaðsíðu 39 í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag. Greinin birtist hér að nýju og era hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á mistökunum. • Fleirí minningargreinar um Þórir Kr. Þórðarsson bíða birtíng- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HREFNA EINARSDÓTTIR ■4- Hrefna Einarsdóttir fædd- ’ ist í Reykjavík 29. nóvem- ber 1958. Hún lést á Land- spítalanum 25. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 8. mars. í DAG kveðjum við vinkonu okkar Hrefnu Einarsdóttur sem nú er látin aðeins 36 ára gömul. Hrefna var lífsglöð og einstaklega dugleg kona sem af ótrúlegum krafti hef- ur barist við erfið veikindi undanf- arin ár, baráttu þar sem uppgjöf kom aldrei til greina. Þegar í ljós kom fyrir nokkram árum að hún þyrfti að fara til Svíþjóðar í líffæraflutning tók við bið sem hlýtur að hafa verið gífur- lega erfið, tími þar sem hún og maður hennar Einar Marteinsson þurftu ávallt að vera tilbúin til að fara um leið og rétta líffærið bærist spítalanum í Gautaborg. En Hrefna sat ekki og beið bara, hún notaði tímann vel til að styrkja sig bæði andlega og lík- amlega, ásamt því að njóta þess að vera til með syni sínum Sigur- geir og öðrum úr hennar sam- hentu fjölskyldu. Um veturinn á meðan á þessari löngu bið stóð, datt okkur í hug að skreppa austur fyrir fjall og vera þar í sumarhúsi eina helgi, ásamt Einari bróður hennar og Huldu konu hans. En þegar við komum í Hveragerði er komið snælduvitlaust veður svo varla sá úr augum, svo okkur leist ekki á að halda áfram vitandi að þau hjón þurftu að vera í kallfæri, til- búin að fara til Svíþjóðar fyrir- varalaust, og því spurðum við Hrefnu hvort henni litist á þetta. Nei, sagði hún, það er alltof lítill snjór og of lítil ófærð. Þannig var Hrefna, erfiðleikarnir vora til að yfirstíga þá, og í bústaðinn fórum við og áttum þar góðar stundir. Svo fór hún í þessa aðgerð og allt virtist ganga að óskum og hún kom heim, full af bjartsýni í nýja húsið þeirra við Beijarima, en svo kom reiðarslagið, hún varð að fara í aðra aðgerð og þá hafði gengið mikið á þrekið, en að sjálfsögðu var alltaf haldið í vonina. Við hjónin áttum þess kost að geta heimsótt Hrefnu á spítalann ytra, fyrir rétt tæpu ári, þar sem hún lá og naut frábærrar um- hyggju þeirra Einars og Ernu syst- ur sinnar og það var greinilegt að hugurinn stefndi bara í eina átt, héim til íslands, heim til Sigur- geirs og annarra ættingja og vina sem þar biðu og vonuðu. Og Hrefna vildi vera með í því sem verið var að gera og það gladdi okkur mjög í desembermánuði síð- astliðnum þegar þau hjón komu með okkur og fleiri vinum á skemmtikvöld á Hótel íslandi, þar sem við áttum ógleymanlegar stundir saman, og kannski ekki síst fyrir það að Hrefna virtist skemmta sér vel miðað við hve helsjúk hún var. En Hrefna stóð sannarlega ekki ein í erfiðleikum sínum, þótt að sjálfsögðu hafi enginn getað borið líkamlegar þjáningar hennar fyrir hana. Það er öragglega ekki á neinn hallað þótt sagt sé að maður hennar, Einar Marteinsson, sé búinn að standa sig eins og hetja á þeirri þrautagöngu sem nú er lokið, svo og foreldrar hennar systkini og tengdafólk sem hafa gert allt til að gera alla þessa lífs- baráttu Hrefnu sem léttasta bæði í Svíþjóð og hér heima, svo og Sigurgeir sem mikið hefur mætt á þennan tíma. Þessu fólki öllu viljum við hjón- in og fjölskyldur okkar senda okk- ar bestu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Hrefnu fyrir góð kynni. Stefán Vagnsson, Guðveig Búadóttir. Með fáeinum orðum langar okk- ur föður minn og systkini að minn- ast elskulegrar tengdadóttur og mágkonu, Hrefnu Einarsdóttur. Myndir og minningar af henni eru sjálfsagt margar eftir því hver í hlut á, en eitt eiga þær allar sameiginlegt: Þær minna okkur á að þar er gengin einstök kona, sem alltaf hafði trú á lífinu og var ævinlega að hugsa um hvernig öðrum liði og hvernig þessi eða hinn hefði það. En hvernig hún hefði það, það var ekki spurningin. Við minnumst þess ekki að hafa kynnst eins jákvæðri og hlýlegri konu og Hrefnu. Aldrei hittum við hana eða heyrðum í henni svo ekki væri glens og gaman af henn- ar hálfu. Alltaf var hennar hugsun að koma til okkar norður og gleðj- ast með okkur. Gleðjast og grínast með liðnar stundir, nú og ekki síð- ur þær sem væra væntanlegar. Álltaf voru vonir og alltaf eru þrár, en sumar þrár og vonir verða stundum að sorgum. Við kveðjum ástkæra tengdadóttur og mág- konu með erindi úr ljóði Tómasar Guðmundssonar: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því ailtaf bætast nýir hópar í skörðin. Elsku Einar, Sigurgeir, Guð- laug, Einar og systkini. Guð gefí ykkur styrk. Lifið áfram í hennar anda, þá fer allt vel. Kristín I. Marteinsdóttir. Eftir mikla þrautir og langa sjúkdómslegu er lífi vinkonu minnar, Hrefnu Einarsdóttur, lok- ið og í dag þegar ég fylgi henni til grafar streyma minningarnar fram. Ég hef þekkt Hrefnu frá því við voram litlar stelpur. Einar bróðir hennar var nokkur sumur í sveit heima í Hjarðarholti. Einnig var Ema systir hennar viðloðandi sveitina á unglingsáranum. Þann- ig tókst vinskapur með fjölskyld- um okkar sem ætíð síðan hefur haldist. Mér er sagt að Þórður afi minn hafí sagt er hann sá Hrefnu fýrsta sinni: „Hún hefði átt að heita Mjallhvít.“ Svo ótrúlega ljós- hærð var hún og með dimmblá augu. Margar af mínum bestu bern- skuminningum era tengdar heim- sóknum Einars og Guðlaugar, for- eldra Hrefnu, með börnin. Þeim fylgdi ætíð blær glaðværðar og góðvildar. Við Hrefna urðum strax mjög góðar vinkonur og brölluðum margt. Ég kenndi henni ýmislegt er viðkom lífinu í sveitinni, en þá var lífið ævintýri og margt hægt að una sér við. Við sigldum heima- smíðuðu bátunum á tjörninni eða fóram upp á „Hól“, en þar var rekinn myndar búskapur með hornum og leggjum. Þegar ég var sex ára kynnti hún mér hins vegar borgarlífið, þá fékk ég að dveljast nokkrar vikur á heimili hennar í Reykjavík. Hún var mér einstak- lega góð.lánaði mér fínu kjólana sína, fylgdi mér um nágrennið og tók mig í vinahópinn sem mér fannst ótrúlega stór. Þannig var það alla tíð að fólk dróst að henni. Hún var svo lífsglöð og gefandi, virtist skynja að æviárin yrðu ekki mjög mörg, fannst hún þurfa að gera svo margt og þegar litið er yfir ævi hennar kemur í ljós að ótrúlega margt hefur gerst í henn- ar lífi. Hrefna sá um að ekki var bara bollalagt í vinahópnum heldur líka framkvæmt, farið í útilegur, veiði- túra, fjallaferðir, að ógleymdum öllum réttarferðunum vestur í Dali með fjölskyldunni. Jafnvel síðastliðið haust lét hún sig ekki vanta í hópinn þó fársjúk væri. Þannig var seigla hennar og dugn- aður. Smám saman hljóðnaði í kring um Hrefnu mína eftir því sem veikindin ágerðust. „Henni hefur verið ætlað eitthvert annað hlut- verk,“ sagði móðir hennar við mig fyrir skömmu og undir það vil ég taka. Víst sefar það hugann og huggar þá sem eftir lifa að nú líð- ur henni vel. Það er aðdáunarvert hvernig Einar eiginmaður Hrefnu og fjöl- skylda hennar öll hafa staðið sem einn maður að baki henni á þessum erfiðu tímum. Traustari og sam- heldnari fjölskylda er vandfundin. Elsku Geiri minn, Einar og Ás- vegsfjölskyldan, Guð styrki ykkur. Minningin lifir. Nanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.