Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 37 MINNINGAR i i i i ( < ( ( ( ( ( i ( ( ARNFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR Arnfríður Guðný Guð- jónsdóttir var fædd á Arnarnúpi í Keldudal í Dýra- firði hinn 17. sept- ember 1911. Hún lést í Landakots- spítala aðfaranótt 27. febrúar sl. Arn- fríður var tíunda systkinið í hópi þrettán barna hjónanna Elín- borgar Guðmunds- dóttur, f. 30. sept. 1875, d. 22. jan. 1959, og Guðjóns Þorgeirsson- ar, f. 13. nóv. 1871, d. 22. maí 1957. Fjögur systkini Arnfríð- ar lifa hana en nöfn systkina hennar eru sem hér segir: Guðbjörg Kristjana, f. 20. ág. 1897, d. 31. des. 1989; Guð- mundur Jón, f. 26. nóv. 1898, drukknaði á Valtý 17. mars 1920; Jóhanna Bjarney, f. 25. sept. 1900, d. 9. ág. 1989; Bjarni Þorvaldur Stefán, f. 12. d. 29. okt. 1929; Daðína Matthildur, f. 30. des. 1903; Ásgeir, f. 25. sept. 1905; Margrét Ingibiörg, f. 10. des. 1906, d. 27. des. 1970; Þor- geir, f. 18. apríl 1908, d. 27 jan. 1936; Guðmundur Örn, f. 3. jan. 1909, 29. júní 1910; Kristján Guðmund- ur Jón Skarphéð- inn, f. 4. jan. 1913, d. 16. des. 1938; Elínborg, f. 7. nóv. 1914, og Ásta Kristín, f. 30. ágúst 1916. Arnfríður var tvo vetur við nám í Núpsskóla en fluttist til Reykjavíkur 1932 og vann við margs konar störf; lengst og síðast vann hún hjá Últímu við verslunarstörf. Arnfríður var ókvænt og barnlaus. Arnfríð- ur verður jarðsett frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ÉG ætla að skrifa nokkrar línur um Arnfríði Guðjónsdóttur, en hún andaðist hinn 27. febrúar síðastlið- inn á Landakotsspítala, eftir erfiða sjúkralegu. Arnfríður var búin að vita hvað það var að vera á spít- ala, það voru orðnar margar ferð- irnar þangað. En ég vona bara að hún sé laus við allar þjáningar og þrautir og að henni líði vel. Ég kynntist Arnfríði fyrir um 7 árum er ég kom til hennar að Hörðalandi 4 sem heimilishjálp. Amfríður var alveg einstök mann- eskja í alla staði, hún var mér al- veg einstaklega góð, og mun ég koma til með að sakna hennar. Ég gat nú ekki verið hjá henni síðustu mánuðina sem hun var heima og fannst mér það miður, en hun fékk alveg sérlega góða konu, sem gat verið hjá henni frá kl. 9-3 á daginn, og hugsaði hún afar vel um hana og vil ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyr- ir Arnfríði. Ég vil þakka Arnfríði fyrir allar samverustundirnar í Hörðalandi 4, þær eru ógleyman- legar. Að lokum vil ég senda öllum hennar ástvinum, systkinum, vin- um og vandamönnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa þau öll. Guðrún. Ég kynntist Öddu fyrst árið 1948. Þá hafði hún unnið sem afgreiðslustúlka í klæðagerðinni Últímu við Bergstaðastræti um eins árs skeið. Hún ætlaði að starfa þar í tvær vikur vegna veik- inda afgreiðslustúlku í búðinni, en starfsárin urðu 32. Það.kom fljótt í ljós að þarna fór manneskja sem hægt var að treysta. Trúmennskan var henni í blóð borin. Betri starfskraft var ekki hægt að hugsa sér. Hún var vakin og sofin yfír velferð fyrir- tækisins í smáu og stóru. Hún var af gamla húsbóndahollustuskólan- um og ef hún minntist á vinnuveit- anda sinn sagði hún jafnan, „bless- aður húsbóndinn". Aldrei yfirgaf hún vinnustað sinn fyrr en öllum verkum var lokið, hvað svo sem klukkunni leið. Þeir eru margir herramennirnir í landinu sem hún hefur ráðlagt um fatakaup og selt föt, en henni var alltaf treystandi því smekkur hennar var einstakur. Síðar vann Adda í gluggatjalda- deild Últímu og þaðan var sömu sögu að segja, alúð og vandvirkni í fyrirrúmi. Margir þekktu Öddu undir nafninu „Adda í Últímu" og held ég henni hafi þótt vænt um þá nafngift. Adda var skartkona í klæða- burði, í bestu merkingu þess orðs. Ekki áberandi en ævinlega „sólítt“ klædd, enda klæddist hún vel svo há og grönn sem hún var. Það var alltaf gaman að koma heim til Öddu. Lagður var á borð bróderaður dúkur, fallegt postulín og silfurborðbúnaður, rétt eins og þjóðhöfðingi væri á ferð, öllu því fínasta til tjaldað, og viðmótið eft- ir því. Heima hjá henni var hver hlutur á sínum stað og staður fyrir hvern hlut. Eftir að hún varð rúmliggj- andi heima vafðist það því aldrei fyrir neinum að finna það sem hún bað um að rétta sér. Það var í hægra horninu innst í annarri skúffu eða í litlum kassa ofaní öðrum kassa undir peysunni í neðstu hillunni. Slík var reglusem- in í einu og öllu. Sólargeislinn í lífí Öddu var Kristján Jón frændi hennar, „Nonni minn“. Hann var eins kon- ar uppeldissonur hennar. Steinunn móðir hans og Adda voru systk- inadætur og bjuggu saman á Bar- ónsstíg 11 í fjöldamörg ár. Stein- unn lést árið 1984. Adda vakti ætíð yfír velferð Kristjáns Jóns. Hún gladdist inni- lega yfir velgengni hans á lista- sviðinu og var honum sem besta móðir. Hann launaði henni um- hyggjuna og fóstrið á sinn hljóðl- áta hátt. Fór til dæmis aldrei að sofa fyrr en hann hafði talað nokk- ur orð við frænku og boðið henni góða nótt. Svo voru það drengirnir hennar Mundu frænku hennar, en um þá talaði hún jafnan í sérstakri tón- tegund. Með þeim fylgdist hún allt frá fæðingu þeirra. Ekki þýddi að hringja til hennar er landsleikur stóð yfir í sjónvarpinu og hann Júlli var að spila. Þá sat hún sem límd við sjónvarpið. Dætrum okkar Kristjáns og barnabörnum var hún sem besta frænka eða amma. Bar hún hag þeirra jafnan fyrir brjósti og mundi alltaf eftir afmælisdögum þeirra og sendi eða færði þeim blóm og gjafir. í áraraðir pijónaði hún sokka og vettlinga handa þeim og börnum þeirra. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgur fórum til Öddu til að bera undir hana mál sem okkur lágu á hjarta. Og ævinlega fórum við hressari og ánægðari af hennar fundi. Hún dró alltaf fram það jákvæða í öllum málum. Ef haldið var upp á afmæl- ið eða annað í okkar fjölskyldu var Adda sjálfsagður gestur. Fyrsta spurning barnabarnanna var jafn- an: „Verður ekki Adda frænka?“ Það er gott að minnast slíkrar vinkonu og maður eins og hangir í lausu lofti þegar ekki er lengur hægt að hringja í Öddu til að spjalla við hana og fá góð ráð hjá henni. Árið 1979 hætti Adda að vinna í Últímu vegna heilsubrests. Hún gekkst undir marga og erfíða upp- skurði en alltaf reif hún sig upp þar til nú síðastliðið ár að hún var að mestu rúmiiggjandi. Adda var mikil trúkona. Hún las Biblíuna sína og kunni ósköpin öll af sálmum og bænum. Daglega bað hún fyrir vinum sínum og öll- um þeim sem bágt áttu. Hún var ljóðelsk með afbrigðum. Davíð Stefánsson var hennar skáld sem hún dáði og kunni mörg kvæða hans utanað. Ég held að á engan sé hallað þó sagt sé að enginn reyndist Óddu jafn vel í einu og öllu og þau hjónin Guðmunda frænka hennar og Jónas maður hennar. Það var fallegt og mannbætandi að horfa upp á alla þá ást og umhyggju sem þau sýndu henni og það kunni Adda svo sannarlega að meta. Sú vinátta og elskusemi sem Adda sýndi okkar fjölskyldu alla tíð verður aldrei fullþökkuð. Ég þykist viss um að henni hefur ver- ið vel fagnað þegar hún kom yfir landamærin, því margir hennar kærustu vinir eru farnir á undan henni. Ég kveð elskulega vinkonu með söknuði ogþakklæti. Kristjáni Jóni og öðrum ættingjum hennar og vinum sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Oddný Ólafsdóttir. Adda var fædd á Arnarnúpi í Keldudal við utan- og sunnanverð- an Dýrafjörð og var fjórða yngsta barn af 13 börnum afa og ömmu. Þótt búið væri myndarbúi á Arn- arnúpi var ríkidæminu ekki fyrir að fara. Vestfirsk náttúra er ekk- ert lamb að leika sér við og hver bóndi varð jafnframt búskap að stunda sjóinn til að afla sér og fjölskyldu sinni viðurværis. En sjórinn tók sinn toll af dalbúum Keldudals, ekkert fékkst án fórna. Þeir yngstu og hraustustu voru þeir fyrstu sem hurfu á braut því að þeir voru knáastir til sjóróðr- anna. Yfir vegleysur var að fara til næstu byggða úr Keldudal svo að íbúarnir tengdust sterkari böndum en ella. Vegna þessara aðstæðna ríkti því í dalnum sér- stakt mannlíf hjálpsemi, vináttu, tryggðar og góðvildar. Margar fjölskyldnanna voru tengdar eða skyldar innbyrðis og hver vildi reynast annars bróðir. Ef fólkið stóð ekki saman var heill þess horfin. Úr þeim jarðvegi sem þarna var ræktaður hlutu því að spretta góð grös, lífgrös. Menn bjuggu þröngt hvað varðaði hús- næði, fæði og klæði en hjartað var á sínum stað. Menn vissu hver var náungi þeirra. Þótt hér eigi í hlut ættmenn mínir af Arnarnúpsætt, sem ásamt fleirum áttu rætur sínar í Keldu- dal, leyfi ég mér að fullyrða að þeir einstaklingar sem þarna slitu barnsskónum .séu fyrir nokkurra hluta sakir sérstakir. Það sem ég tel einkenna þá er að þeir eru umfram allt hógværir, lítillátir, góðsamir og umburðarlyndir. Trú- mennsku þeirra til starfa og holl- ustu við vinnuveitendur sína er viðbrugðið. Hvers vegna allt þetta? Lengi býr að fyrstu gerð og óblíð íslensk náttúra, og mannlífið sem hún fóstraði, mótaði þetta fólk. Það drakk með móðurmjólkinni í sig þann lærdóm að lifa í nægju- semi og duga til einhvers. Það lærði að ekkert fæst án fórna og að þegar upp er staðið er það manngildið sem máli skiptir og rækta ber. í þessu umhverfi ólst hún Adda, móðursystir mín upp. Hún var enginn undanvillingur frá því sem ég hefí lýst hér að ofan. Hún var kannski miklu fremur þetta allt saman holdi klætt. Hún átti þess kost að vera tvo vetur í Núpsskóla áður en hún hleypti heimdragan- um en þegar til Reykjavíkur kom vann hún að margs konar störfum. L/mgst og síðast starfaði hún hjá Últímu, eða svo lengi sem kraftar leyfðu. Adda giftist aldrei en bjó fyrstu árin hjá móðurbróður sín- um, dóttur hans og dóttursyni. Þessi ungi frændi Öddu, Kristján Jón, varð augasteinn hennar. Ég held að fulíyrða megi að Adda hefði ekki elskað hann heitar þótt hann hefði verið frá henni skorinn. Hún var honum eins og önnur móðir og kunni því vel að fínna hversu nákominn hann varð henni. Hann var sólargeislinn í lífi henn- ar. Einu sinni kom Nonni hennar með henni vestur. Hún var stolt hún Adda þá. Þar sem afí og amma bjuggu heima hjá okkur á Vésteinsholti þá var þar oft gestkvæmt þegar systkini mömmu úr Reykjavík komu vestur. En það var alltaf nóg pláss, ef rúmin þraut þá var bara sofið í hlöðunni. Á þeim árum voru engar springdýnur í rúmun- um heldur einfaldlega fiðursæng- ur, stundum tvær í hverju rúmi ef þær voru farnar að slitna. Ein undirsæng var þá látin duga á meðan á gestakomu stóð og hin lögð á gólfíð. Þetta voru dýrðar- dagar, dagar tilbreytingar og gleði. Amma og afi urðu alltaf svo keik þegar gestina bar að garði og mamma og systur hennar þurftu að skrafa um svo margt. Ýmsum leyndarmálum var hvíslað í eldhúsinu, kannski sögum. Þá var nú gott að stiginn upp á loftið lá einmitt upp úr eldhúsinu. Þegar maður var búinn að búa um rúmin á morgnana, hella úr koppunum og sópa gólfíð þá passaði það að mamma og Adda, eða Magga, voru orðnar tvær einar í eldhúsinu og því kjörið tækifæri að treina sér að sópa niður stigann en fá sér bara sæti í efstu tröppunni og hlusta. En maður varð að gæta sín að skjóta ekki inn orði, enda þótt atburðarásin yrði spennandi og maður vissi stundum betur. Eitt hóstakjöltur gat kostað brott- rekstur eða að maður varð að ljúka strax við stigaræksnið og koma sér svo út að leika sér eða raka, já, jafnvel gefa hænsnunum. Svo var hún Adda svo dæma- laust fín og á hendi hennar glóði gullhringur fá góðum vini, sem alltaf var hægt að dást að. Ungum heimasætum fannst það eilítið merkilegt að ógift kona á aldur við Öddu skyldi vera ástfangin; í sveitinni virtist nefnilega ástin víkja fyrir amstri daganna. Þegar Adda lagði fötin sín til hliðar, vel með farin að sjálfsögðu, þá henti það stundum að pakki kom vestur og frænkur sem vart höfðu slitið barnsskónum skreyttu sig í fötun- um hennar. Þau voru glæsileg. Ég man eftir rósóttum bólerókjól sem hún sendi. Ég var þá um ferm- ingu og .stór eftir aldri og íklædd kjólnum bætti ég nokkrum árum við aldur minn og komst á drauma- aldurinn: mér fannst ég að minnsta kosti sextán. Þegar ég sjálf var komin suður í skóla var það heilög og ljúf skylda að koma við í búðinni hjá Öddu þegar farið var um Laugaveginn. Hún var Frænkan með stórum staf. Ég hef oft spurt mig af hverju, en ég á ekkert eitt svar. Hún Adda var bara þannig. Hún var dálítil heimskona, þekkti marga og kunni skil á ýmsu sem ekki var daglegt brauð í sveitinni. Hún var fús að gefa góð ráð og verða að liði hvenær sem hún gat. Kannski var það samt ekkert af þessu sem laðaði mann til hennar. Kannski var það bara þetta „eitt- hvað“ við hana sem heillaði og „eitthvað-ið“ hennar Öddu seiddi og dró. Hún einfaldlega auðgaði tilveruna með návist sinni. Ekki verður Öddu getið án þess að minnst sé á þrístirnið Öddu, Möggu og Geira, en Magga og Geiri voru einnig systkini mömmu í Reykjavík. Þau höfðu, eins og Adda, ung haslað sér völl hér syðra en héldu tryggð við átthaga og ættingja vestra. Ég minnist til dæmis árvissrar jólakveðju í út- varpi sem beðið var með óþreyju á Þorláksmessu með hangikjöts- lykt í vitum og eftirvæntingu í hjörtum. Þá sátu amma og afí við útvarpið og þegar þulurinn hóf lestur kveðja í Barðastrandarsýsl- ur var eins gott að hægja á sér, að maður tali nú ekki um Vestur- ísafjarðarsýslu þá dugði ekkert minna en grafarþögn þar til jóla- óskir frá Öddu, Möggu og Geira : höfðu ómað á öldum ljósvakans. En hjól tímans snýst án afláts. Amma og afi hurfu á braut og foreldrar mínir brugðu búi og fluttust suður. Nánir ættingjar og vinir hurfu af sjónarsviðinu en nú gátu samt systkinin frá Arnarnúpi sem bjuggu hér syðra haft meira samneyti en áður og þegar ellin færðist yfír var síminn galdratækið góða sem oft stytti stundirnar. Adda átti við vanheilsu að stríða mestan hluta ævi sinnar enda þótt hún ætti sín góðu skeið. Hún fékk krabbamein aðeins 35 ára gömul. Þrisvar sinnum var talið að hún hefði sigrast á því en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi. Segja má að hún sé búin að vera á sjúkrahúsi nær óslitið frá því í apríl í fyrra en þá hófst síðasta orrahríðin. Þótt á stundum syrti í álinn gaf Adda ekki upp vonina en barðist með reisn til hinstu stundar. Hún fékk hægt og fagurt andlát; hún leið burt og burtför hennar var í sam- ræmi við líf hennar: hún kvaddi með hógværð og fegurð. Að leiðarlokum vil ég þakka minni elskulegu frænku fyrir kærleika hennar og umhyggju- semi og fyrir allar stundir sem við áttum saman, sem þó voru allt of fáar. Ég minnist hennar með virðingu og þökk og bið henni blessunar inn í ljósið. Kristín Jónsdóttir. Adda var hún alltaf kölluð. Ég sá hana fyrst árið 1952 í verslun- inni Últíma, en þar vann hún hjá móðurbróður mínum Kristjáni Friðrikssyni. Þetta var glæsileg kona, smekklega klædd og vel snyrt. Hjá honum átti hún eftir að vinna meiri hluta starfsævinn- ar. í fyrsta sinn sem ég kom heim til hennar tók ég eftir því hvernig allt var í röð og reglu, hlýlegt og heimilislegt, ekkert drasl. Gamla hluti hafði hún gert sem nýja, t.d. handavinnustólinn sinn. Hann var ferkantaður með loki og á það hafði hún saumað út svo fallegt stykki og klætt hann utan. Um allt voru handgerðir púðar, dúkar o.fl. eftir hana. Það var þá sem ég taldi inni í þessari einu stofu 14 myndir af „Nonna mínum“ á öllum aldri. Okkur þótti nú nóg um þetta, sem vorum þarna sam- an komnar og spauguðum auðvit- að svolítið með það. Hún tók því öllu vel og hló bara með okkur! Ekki varð þetta þó til þess að fækkaði af honum myndunum. Við kölluðum hann alltaf þessum tveimur nöfnum, Nonna minn, en maðurinn heitir Kristján Jón Guðnason og er myndlistarmaður. Myndunum af honum fór ekki að fækka fyrr en hann fór sjálfur að gefa henni myndir eftir sig og þá þurfti auðvitað að rýma til á veggjum. „Nonni minn“ naut elskusemi hennar og umhyggju, en það var ekki bara hann heldur allir sem áttu hennar vinskap. Hún var ótrúlega góð við mig og tryggðin var svo sterkur eiginleiki hennar. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.