Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 38

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hún þekkti breyskleika manna og átti auðvelt með að setja sig í spor hvers sem var. Hún fann gott í öllum og tók svari lítilmagn- ans. Það var eins og hún skildi allt og hún fyrirgaf allt. Myndinni af henni mun alltaf fylgja minn- ingin um hægláta, nærgætna konu sem var sígefandi af sjálfri sér og notalegt að vera nálægt. Broshýr og mild. Adda eignaðist ekki erfíngja sjálf, en frænka hennar, Steina og besta vinkona hennar um leið, lofaði henni að eiga son sinn, Nonna minn, með sér og arfleiddi hana seinna að honum, ef svo má að orði komast. Nonni hennar reyndist henni eins og góður sonur. Hún fór aldr- ei að sofa á kvöldin nema þau væru búin að talast við í síma. Sambandið á milli þeirra var fal- legt. Svo var það hún „Munda mín“ og hann Jónas, nú og drengirnir þeirra. Þessi gamla veika kona reyndi að missa aldrei af hand- boltaleik með Júlla, sem var út- varpað eða sjónvarpað. Tryggðin var svo sjálfsögð. Adda átti við mikil og erfið veikindi að stríða á lífsleiðinni. Fyrra brjóstið var tekið af henni ungri stúlkunni, en hún náði sér og gat lifað tiltölulega góðu lífi í nokkra áratugi, en svo tók krabb- inn sig upp og aðgerðirnar þess vegna og annars urðu á annan tug. Reyndar kom fleira til, s.s. mjaðmarbrot á gamals aldri, sem gert var við en hún átti lengi í. Þetta bar hún allt með æðruleysi. Hún var jákvæð og vel skapi far- in. Velviljuð og ráðagóð. Sl. tvö ár leið henni aldrei vel og hún var viðbúin hvíldinni. Hún var trúuð kona og efaðist ekki um fram- ^haldslíf. Á milli átakanna við sjúkdó- mana komu hlé þegar henni Ieið bærilega. Þá las hún og gerði mikið í höndum sínum. Ófá voru pörin af sokkum, vettlingum og fleiru, sem hún gaf börnunum mínum. Fleiri veit ég um sem hún gerði það sama fyrir. Adda hafði frábæra kímnigáfu og alltaf var stutt í hláturinn. Jafnvel eftir að hún var komin inn á spítala núna síðast. Hún var svo góður „kammerat". Oft las hún hugsanir manns jafnvel áður en þær fóru í gegn um hugann á manni sjálfum. Svo til fram á síð- ustu stundu var hún klár í kollin- um og vildi fylgjast með öllum. Munda hennar og fjölskylda önnuðust Öddu af mikilli alúð í veikindum hennar eins og hún væri þeirra móðir og amma. Vert er að nefna ekkju Kristj- áns Friðrikssonar, Oddnýju Ólafs- dóttur, en þær voru góðar vinkon- ur og ræktuðu sambandið á milli sín. Einnig fólkið í húsinu í Hörða- landi 4. Þar fylgdust allir vel hveijir með öðrum þegar á lá og naut Adda í veikindum sínum góðs af því sem hún hafði lagt þar inn. Samvinnan á milli fólks- ins þar var og er til eftirbreytni. Þessum orðum fylgja samúðar- kveðjur til allra aðstandenda og einlægar þakkir fyrir samfylgdina frá mér og fjölskyldunni, sömu- leiðis frá föður mínum og systkin- um, Guðrúnu Ágústu og hennar Qölskyldu. Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig. Handrit afmælis- og minníngargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Áuðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auð- veld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centr- um.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vin- samleg tilmæli að Iengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÓSKAR Þ. * ÞORÐARSON + Óskar Þórðar- son fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1906, elsti sonur Þórðar Sig- urðssonar sjó- manns og _ konu hans, Ágústu Gunnlaugsdóttur. Hann lést I Borgar- spítalanum 2. mars síðastliðinn. AI- systkini Óskars voru Sigurður, kvæntur Vilborgu Ólafsdóttur, og Lilja, kvænt Frið- rik Stefánssyni, og eru þau öll látin. Hálfsystur Oskars í móð- urætt eru Gyða, gift Þórði Þórðarsyni, Margét, gift Bjarna Sigurjónssyni, sem nú er látinn; Agústa, fyrri maður hennar var Ingimar Sigurðs- son, látinn, seinni maður Þor- móður Haraldsson; og Jóna, gift Eggerti G. Þorsteinssyni. Tvær síðastnefndu systurnar eru látnar. Hálfsystkini Óskars í föðurætt eru Helga, kvænt Roy Stoner, Þorlákur, kvænt- ur Björgu Randversdóttur; Margrét, gift Jóni Guðmunds- syni, sem nú er látinn; Sigurð- ur Ragnar, kvæntur Esther Ágústsdóttur, og eru þau bæði látin, og Fríða, gift Felix Matz- at. Frá tíu ára aldri ólst Óskar upp hjá móðursystur sinni Guðrúnu Halldórsdóttur og eiginmanni hennar, Guðmundi Halldórssyni sjómanni. Óskar kvæntist Inger Þórðarson, fæddri Schröder, 1942. Börn þeirra eru Guðrún, sem lést 1963, Högni læknir, kvæntur Ingunni Benediktsdóttur, og Ásgeir verslunarmaður, kvæntur Margréti Johnson. Barnabörn- in eru fimm. Óskar lauk stúdentsprófi frá MR 1928 og læknaprófi frá HI 1934. Hann lagði stund á framhalds- nám í lyflækningum í Noregi og Dan- mörku, og flutti til Islands að lokinni seinni heimsstyrjöld. Hann stundaði bæði almennar lækningar og sérfræðistörf á sviði lyflækninga og hjartasjúkdóma. Frá 1955 var hann yfirlæknir við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og Farsóttarhúsið, og frá 1967 yfirlæknir lyflæknisdeildar Borgarspítala. Lauk Óskar störfum við Borgarspítala 1976. Óskar varði doktorsrit- gerð sína við Kaupmannahafn- arháskóla 1941. Hafa birst eft- ir hann vísindaritgerðir í inn- lendum og erlendum tímarit- um um læknisfræði. Um tíma var hann í ritstjórn Nordisk Medicin. Óskar tók virkan þátt í félagsstörfum lækna. Hann var einn af stofnendum Læknafélagsins Eirar og for- maður þess um tíma, formaður Læknafélags íslands var hann 1961-65 og beitti sér sérstak- lega fyrir menntunarmálum lækna og siðamálum. Hann var heiðursfélagi Læknafélags Is- lands, Félags íslenskra hjarta- . sjúkdómalækna og finnska læknafélagsins. Útför Öskars verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. mars og hefst at- höfnin kl. 10.30. eina létta kotru, kryddaðri nota- legri umræðu. Síðast gengum við saman á skíðum fýrir nokkrum árum. Kapp hans er minnisstætt, en ekki síður hvíldirnar, sem hann notaði til að benda okkur á snjó- kristalla, líkja bláma himinsins við verk ákveðinna listamanna eða til að ræða þróun heimsmála. Hann kenndi okkur að njóta lífsins í starfí og leik, tendraði áhuga, sem lengi lifír. Barnabömunum sýndi hann mikla þolinmæði; umhyggja afa og ömmu og skopskyn mun ávallt fylgja okkur. Veiðiferð með afa og ömmu á Þingvelli fyrir margt löngu mun seint gleymast. Veiði- kennslunni lauk snarlega þegar annað barnabarnið þeytti rándýrri veiðistöng með öllum græjum langt út í vatn. í stað þess að skamma okkur vatt afí sér nær fatalaus út í ískalt vatnið til að bjarga bæði stönginni og áhuga okkar fyrir veiðimennsku. í brunni minninganna er líka koddaslagur rétt fyrir humarveislu í Maine, „gumbo“ máltíð undir jazztónum í New Orleans, tjöruhreinsun á litl- um tám í Punta Ala og vals- og jivekennsla þeirra ömmu í stof- unni. Samband afa og ömmu var ein- stakt. Það einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og lífsgleði. Þau höfðu stuðning hvort af öðru, nutu saman góðu stundanna og lærðu af þeim erfiðu. Áfí var okkur bamabörnunum sterk fyrirmynd; hann minnti okk- ur á gildi menntunar og vísinda, á gildi náttúrunnar jafnt sem hinn- ar Jíðandi stundar. Ég kveð afa með söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir það vega- nesti sem hann deildi með okkur á svo óeigingjarnan hátt. Elsku amma Inger, hugur okkar er með þér á þessari erfíðu stund, en minningar okkar um afa munu auðvelda okkur skrefín inn í ókomna framtíð. Guðrún Högnadóttir. LIÐIN eru rúm þijátíu ár frá því fundum okkar Öskars Þórðar- sonar, sem hér er kvaddur, bar fyrst saman. Hann formfastur og við fyrstu kynni fremur fjarlægur, en ég, glaðhlakkaleg mennta- skólastúlka, að koma fyrst inn á heimili þeirra hjóna með eldri syni þeirra. Ekki man ég hversu langt um leið þar til fór að glitta í ann- að viðmót, hlýlegt og oft kímið, alþýðustrákinn og prakkarann úr Vesturbænum, og svo heimsborg- arann, sem hafði unun af ferðum á söguslóðir, hvort heldur var inn- an lands eða utan. Óskar var barn síns tíma, alinn upp á alþýðuheimili, en við metn- að, sem fram kom í íþróttaferli hans, námi og seinna starfi. Þó hann fjarlægðist uppruna sinn, þá hafði hann ríka réttlætiskennd, sem birtist í stjórnmálaskoðunum hans framan af ævi. Mörgum þótti Óskar seintekinn, en þó var hann traustur og hlýr, bæði sem tengdafaðir og sem vin- ur. Ómetanlegt var að leita í smiðju til hans, því hann var víð- lesinn í sögu og bókmenntum, og miðaldalistir heilluðu hann. Því var hann félagi, sem unun var að ferð- ast með, hvort heldur var á slóðum Rómveija, vestan hafs á Azteka- slóðum, eða uppí Borgarfirði. Heimili þeirra hjóna, Inger og Óskars, hefur einkennst af höfð- ingsskap, menningu og reisn. Fyr- ir mig var þetta í fyrstu framandi heimur, en fljótt fór ég að skilja, að í forminu var virðing fyrir manneskjunni, í höfðingsskapnum gleðin við að gefa af sjálfum sér. Það hefur verið þroskandi að fylgja Óskari frá hátindi læknis- ferils síns, og til loka sem öld- ungi, sem miðlaði öðrum af visku sinni. Hann var gleðimaður í góðra vina hópi, þekkti lífsnautnirnar út \ æsar, en alltaf hófsmaður. Þó Óskar væri ekki orðmargur um tilfínningar sínar, þá fór það ekki fram hjá neinum hversu nátengdur hann var Inger, konu sinni. Hún gaf honum margt af eðliskostum sínum, sem hann átti ekki, en gat ekki verið án. Á sama hátt var Óskar henni mikilvægur. Barna- bömin fóru ekki varhluta af um- hyggju þeirra eða gjafmildi. Það er með trega í hjarta sem ég kveð Óskar nú, þó saddur væri hann lífdaga. Hann var allt í senn, tengdafaðir, afí barna minna, góð fyrirmynd, vinur og velgjörðar- maður. Þökk sé honum. Ingunn Benediktsdóttir. Nú hefur afí Óskar haldið af stað í lokaáfanga þess ferðalags, sem lífshlaup okkar er. Hann kvaddi okkur með sínum hætti - hlýju augnaráði, hughreystandi handtaki - en skilur eftir sig hafsjó af minningum og fróðleik, sem við munum búa að alla ævi. Afi notaði hvert tækifæri sem gafst til að miðla af þekkingu sinni; við nutum skemmtilegra frá- sagna af menningu, sögu, náttúru, vísindum, víni og mat við enda borðstofuborðsins á Vesturbrún. Minni hans var með ólíkindum, og það voru ófáar stundirnar, sem afi og amma deildu með okkur minningum úr ferðum þeirra um hálendi íslands á hestbaki í góðra vina hópi, eða um eyðimerkur Mið-Austurlanda. Frásagnargleði hans var smitandi, hann hreif okk- ur með sér um ævintýraheima. En afi fylgdist einnig vel með málum líðandi stundar; gluggi hans að alheiminum hin seinni ár voru fjölmiðlar, fagtímarit og bækur. Óskar var mikill íþróttamaður. Glöggt vitni þar um eru glímuaf- rekin á yngri árum og fótboltaleik- ir við barnabörnin. Eins spilaði hann við okkur systkinin eða tók Kynni mín af dr. Óskari Þ. Þórð- arsyni hófust fyrir 40 árum er ég átti þess kost á námsárum mínum að fylgjast með læknum Landa- kotsspítala. Þá urðu straumhvörf í lífí mínu. Eftir að hafa fengið að aðstoða frábæra skurðlækna. Landakotsspítala var mér bent á að mögulegt væri að lækna og lina þjáningar sjúklinga án skurðað- gerða. Aðstoðarlæknar, eða „kandidatar", eins og þeir voru nefndir á þeim tíma, bentu mér á að fylgjast vel með lágvöxnum grönnum lækni sem alltaf var kallaður dr. Óskar. Hér var kom- inn dr. Óskar Þ. Þórðarson sem 10 árum áður hafði komið heim frá Danmörku að loknu glæsilegu framhaldsnámi sem endaði með doktorsgráðu í lyflæknisfræði. Ég gerði mér strax grein fyrir að hér var maður sem ég gæti lært mikið af. Eftir að hafa fylgst með Ósk- ari í mánuð var ég farinn að geta greint lungnabólgu með þeirri ein- földu aðferð að hlusta á kvartanir sjúklingsins og nota hlustpípu. Eftir þetta var teningnum kastað og ég gaf hnífínn upp á bátinn. Leiðir okkar Óskars lágu síðan saman 12 árum síðar er ég kom heim frá Bandaríkjunum að loknu framhaldsnámi og var ráðinn að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, en þar hafði árið 1955 verið í skyndi stofnuð farsóttardeild þegar síð- asti lömunarveikifaraldurinn gekk yfír ísland. Hafði Óskar verið ráðinn sem yfirlæknir þessarar deildar, sem hann þróaði fljótlega í almenna lyflækningadeild. Um áramótin 1967-68 fluttist þessi deild í nýtt húsnæði á Borgarspítalanum í Fossvogi þar sem aðstæður voru allt aðrar og betri. Óskar hélt áfram að þróa lyflækningadeild Borgarspítalans af sama eldmóði og hann gekk til allra verka. Hann hafði mikinn áhuga á hjartasjúk- dómum, sem var hans undirsér- grein, og stofnaði hann síðan hjartadeild innan lyflækningasviðs þann 8. febrúar 1972. Eftir heimkomu frá Danmörku hélt Óskar áfram rannsóknum sín- um í lyflæknisfræði og hafði safn- að miklum efnivið, einkum varð- andi kransæðasjúkdóma á íslandi. Veitti hann mér strax aðgang að gögnum sínum og hvatti mig til dáða. I sameiningu birtum við fyrsta uppgjör um kransæðastíflu sem gert hafði verið hér á landi. Á þeim tíma voru umhverfísþættir taldir vera aðalorsök kransæða- sjúkdóma en Óskar taldi að erfða- þættir léku stórt hlutverk. í dag beinast rannsóknir vísindanna einkum inn á þær brautir. Óskar tók virkan þátt í félags- störfum lækna, m.a. var hann í ritstjórn Nordisk Medicin, formað- ur Læknafélagsins Eirar, Ly- flæknafélags Islands, Yfírlækna- félags^ Reykjavíkur og Læknafé- lags íslands. Heiðursfélagi var hann í Hjartasjúkdómafélagi ís- lenskra lækna, Yfírlæknafélagi Reykjavíkur og Læknafélagi ís- lands. Óskar var læknir af gamla skól- anum eins og við yngri menn í þá daga kölluðum þá sem höfðu feng- ið framhaldsmenntun á Norður- löndunum og í Þýskalandi. Þessir læknar lærðu sína læknisfræði undir miklum aga og vildu því að aðrir sýndu agaða framkomu. Þrátt fyrir agaða framkomu Ósk- ars var ekki langt í samúð og hjartahlýju gagnvart sjúklingum og samstarfsfólki sem báru til hans traust og virðingu. Við læknar lyflækningadeildar Borgarspítalans kveðjum dr. Ósk- ar með virðingu og þökk fyrir löng og góð kynni. Við vottum Inger og fjölskyldu dýpstu samúð. Einar Baldvinsson. Með Óskari Þ. Þórðarsyni er genginn einbeittur, stjórnsamur og mikilsvirtur læknir sem setti fróðleiksleit og strangar siðareglur í öndvegi. Óskar var Reykvíkingur og ólst upp hér í bæ á þeim árum þegar allsnægtir og óhóf var aðeins til í ævintýrum. Strax og hann hafði þrek og krafta til kynntist hann erfiðisvinnu hverskonar og högum þess fólks sem þau störf stunduðu. Mér fannst að þessi reynsla hans frá unglingsárunum mótaði tölu- vert lífsviðhorf hans, því glöggt mátti oft kenna samhygð hans með þeim sem hart þurfa að leggja að sér án þess að bera mikið úr býtum. Óskar lauk læknisprófí frá Há- skóla íslands árið 1934. Að því loknu hélt hann til framhaldsnáms til Noregs og síðar Danmerkur þar sem hann vann á rannsóknarstof- um og spítölum í rúman áratug. í Árósum dvaldi Óskar í nær tvö ár og vann hann þar aðallega að doktorsriti sínu við Biokemisk Institut. Rit þetta sem fjallaði um storknunarþáttinn „protrombin" kom út árið 1941 og vakti á þeim tíma verðskuldaða athygli. Óskar hvarf aftur til íslands árið 1945. Fyrst hóf hann störf á Landspítalanum og stundaði hann þá einnig heimilislækningar. Jafn- framt lagði hann stund á rann- sóknarstörf. Mér er t.d. enn í minni þegar Óskar vandi komur sínar forðum daga að Tilraunastöðinni að Keldum. Þar hafði hann með höndum tilraunir með músaunga í þeim tilgangi að færa sönnur á að svonefnd „stingsótt" væri af völdum veiru, en faraldur af „stingsótt“ gekk þá hér í borg og lék suma illa. Áhugi Óskars á hverskonar rannsóknum í læknis- fræði entist honum alla tíð og um þau mál vildi hann gjaman ræða. Óskar var margfróður, las mikið, var stálminnugur og alltaf hafði hann frá mörgu að segja viðmæ- lendum til fróðleiks og oft um hin fjarskyldustu málefni. Frá hendi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.