Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjum diskum með söng Kristjáns Jóhannssonar dreift um allan heim Lækkað þorskverð íafla- hrotunni Kennarar á námskeið þrátt fyrir verkfall UM 70 íslenskir og erlendir tungu- mála- og móðurmálskennarar eru þessa dagana á námskeiði á Flúðum. Sigrún Agústsdóttir, formaður verk- fallsstjórnar kennara, sagði að ekki væri ætlast til að kennarar sinntu endurmenntun í verkfalli en þetta námskeið hefði ákveðna sérstöðu. Sérstaða Námskeiðið sækja kennarar af öllum Norðurlöndunum. Um 20 ís- lenskir kennarar eru á námskeiðinu, en það er haldið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Undirbún- ingur að því hefur staðið í marga mánuði. „Við höfum gefíð það almenna álit að það sé ekki gert ráð fyrir því að kennarar sinni endurmennt- un meðan á verkfaili stendur þar sem endurmenntunin er hluti af þeirra vinnuskyldu, en við létum þetta eina námskeið átölulaust vegna sérstöðu þess. Á því kenna erlendir kennarar og erlendir kenn- arar sækja það og þeir sem stóðu fyrir því töldu ekki hægt að aflýsa því,“ sagði Sigrún. Sigrún sagði að nokkur endur- menntunamámskeið hefðu fallið niður vegna verkfalls kennara. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson SAMFARA mikilli þorskgengd hefur verð á þorski farið lækk- andi á Fiskmarkaði Suðurnesja. Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, segir að verð á 10 til 12 kg þorski hafi fallið úr 115 til 120 kr. í um 100 kr. að meðaltali. Lægst varð kílóverðið 94 til 95 kr. í gær. Aflahrotan er ekki eina skýr- ingin á lækkandi þorskverði að sögn Ólafs. Ýmislegt hjálpaðist að. Húsin væru ekki tilbúin til að taka skyndilega við miklu magni. Mikið af stórum þorski og ufsa færi í salt og markaður- inn væri að mettast. Flestir tóku upp netin „ Auðvitað er agalegt að sjá allan þennan fisk i sjónum og vera að verða búinn með allan kvótann. Elstu menn muna ekki eftir öðrum eins fiski í mörg, mörg ár. Ég get ekki séð annað en óhætt sé að taka mark á þeim. Og sama hvað fiskifræðingarnir segja, þá hefur ekki orðið önnur þróun í netagerð frá því Kristur var á netum en komnir eru flot- teinn og blýteinn," segir Einar Magnússon, skipstjóri á Ósk KE. Einar fékk 25 tonn af blönduð- um þorski gær þrátt fyrir að trossunum væri fækkað úr 100 í 50. Myndin var tekin á miðunum en þá voru netin tekin upp. Ekkert opinbert eftirlit Himinlif- andi með útkomuna KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari syngur óperu- tónlist á tveimur hljómdiskum sem koma út á næstu vikum. Hljómdiskunum verður dreift um allan heim. Hann hefur auk þess gert samning um að syngja inn á tvo diska til við- bótar sem teknir verða upp í lok þessa árs og byijun þess næsta. Kristján mun koma heim í vor og syngja ásarat Kristni Sigmundssyni inn á plötu með Karlakór Reylqa- víkur. Um miðjan næsta mánuð verður gefinn út hljómdiskur í Þýskalandi, Bretlandi og Ameriku. Fyrirhugað er að dreifa honum víðar um heim þegar líður á vorið. Tónlistin var tekin upp í Dusseldorf í fyrrahaust, en undirleik ann- ast útvarpshljómsveitin í Miinchen. Á disknum syngur Kristján ásamt fleirum óperu- aríur eftir Puccini og Verdi. Hinn diskurinn hefur að geyma óperuna Aidu í heild þar sem Kristján syngur aðal- hlutverkið. Undirleik annast irska sinfóniuhljómsveitin. Diskurinn keraur út um mán- aðamótin aprfl/maí og honum verður dreift um allan heim. Kristján hefur gert sam- komulag um að syngja inn á tvo aðra hljómdiska. Annars vegar Á valdi örlaganna eftir Verdi, sem verður tekinn upp í september, og hins vegar Turandot eftir Puccini, sem verður tekinn upp á næsta ári. Kristján sagði að fyrir hans orð væru miklar líkur á að íslenskur bassasöngvari myndi syngja með honum í óperunni A valdi örlaganna. Líklega yrði það Guðjón Ósk- arsson. Karakterinn kemurfram Kristján sagði að þessir tveir hljómdiskar sem kæmu út á næstu vikum væru fyrstu hljómdiskarnir sem teknir væru upp í alþjóðlegu hljóð- veri með hans söng, en Krist- ján hefur sent frá sér eina sjö hljómdiska hér á landi. „Ég er mjög ánægður með þessa útkomu. Við vorum með frábæran upptökustjóra. Mér finnst að í þessum upptökum komi í fyrsta skiptið allur kar- akter í minni rödd virkilega vel fram, ekki bara krafturinn heldur einnig litbrigði og til- finning. Ég er því himinlifandi með þessa útkomu,“ sagði Kristján. Nýir eigendur að Morgunpóstinum JÓHANN Óli Guðmundsson, eig- andi Securitas, og hópur undir hans forystu hefur selt hiutabréf sín í Morgunpóstinum, en hópurinn átti meirihluta í blaðinu. Að ósk kaupenda vildi Jóhann Óli ekki upplýsa hveijir þeir væru né _ heldur kaupverðið. í hópnum með Jóhanni Óla voru Prentsmiðjan Oddi hf., Hús- virki hf., Sólning hf. og ýmsir einstaklingar sem eiga hlut í ís- lenska útvarpsfélaginu hf. Jóhann Óli sendi frá sér yfír- lýsingu í gær fýrir hönd hlut- hafahópsins þar sem kemur fram að aðild þeirra að Morgunpóstin- um hafí haft þann tilgang að standa að samkeppni við DV sem aftur hafí ætlað að heíja rekstur sjónvarpsstöðvar í samkeppni við Stöð 2. Nú sé Fijáls fjölmiðlun hf. - DV að stórum hluta komin í þeirra eigu gegnum íslenska útvarpsfélagið og vænta megi að þessi fyrirtæki hagi málum þann- ig að rekstur beggja verði trygg- ari en áður og því sé markmið- unum náð. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Morgunpóstsins, segir breytingu á eignaraðild í blaðinu jákvæða. „Þessir hluthafar voru flæktir inn í mjög sérkennilega stöðu því þeir áttu meiri hagsmuna að gæta í blaði sem við erum í raun í samkeppni við,“ sagði Gunnar Smár^og vísaði þar til nýlegra kaupa ísíenska út- varpsfélagsins á hlut í DV. Hann segir að gerðar verði breyt- ingar á blaðinu sem sjái stað strax á mánudag. „Nú ætlum við að rugga bátunum," sagði Gunnar Smári. ■ Ekki tilgangur/11 2ttor0un&lní>»l> AÚlll framtið NÁM & framtíð, tólf síðna blaðauki, er í Morgunblaðinu í dag. með bílasölum í Reykjavík EKKERT opinbert eftirlit er með því að bíiasalar í Reykjavík starfí samkvæmt núgildandi lögum um sölu á notuðum bílum sem sam- þykkt voru á Alþingi síðastliðið sumar. Útgáfa leyfa að uppfylltum viss- um skiiyrðum til að stunda bílasölu og eftirlit með starfseminni á að vera í höndum sýslumannsembætt- isins í Reykjavík en í erindi sýslu- mannsins til dómsmálaráðuneytis- ins sl. sumar var bent á það að eðlilegra væri að það væri á hendi lögreglustjórans í Reylq'avík eins og var samkvæmt fyrri lögum og fallist var á það sjónarmið. Hins vegar hefur ekkert gerst í þessu máli frá því að þessi bréfaskipti fóru fram. Rúnar Guðjónsson sýslu- maður í Reykjavík telur að löggjaf- arvaldinu hafí yfirsést þetta atriði þegar lögin voru-samin. Aðeins 11 aðilar hafa sótt um leyfí til rekst- urs bílasölu til sýslumannsins í Reykjavík en þær eru nálægt 30 talsins. í höndum viðkomandi ráðuneyta Rúnar segir að lagaákvæði sem felur sýslumönnum þetta hlutverk en ekki lögreglustjórum, eins og eðlilegt hefði verið, kæmi hvergi að sök nema í umdæmi sýslumanns- ins í Reykjavík, þar sem í öllum öðrum umdæmum landsins færu sýslumenn jafnframt með iögreglu- stjóm. „Okkur varð strax ljóst hér hjá embættinu að erfítt yrði fyrir okkur að framfylgja að minnsta kosti eft- irlitshlutverkinu samkvæmt lögum um sölu notaðra bifreiða sem tók gildi í fyrra. Til þess höfum við ekki tiltækan mannafla né fjármuni til að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlýst. Við teljum enda óeðlilegt að fela sýslumanninum í Reykjavík þetta hlutverk en ekki lögreglustjóranum í Reykjavík sem hafði með þessi mál að gera sam- kvæmt eldri lögum,“ segir Rúnar. Hann segir að dómsmálaráðu- þessu viðhorfí sl. sumar-og var svo ítrekað í desember sl Eii var viðskiptaráðuneytinu gerð g fyrir því. Ráðuneytin féllust á þ sjónarmið og dómsmálaráðune staðfesti það í bréfi til sýslumai embættisins í desember sl. að ri neytinu væri það ljóst að emba væri ekki í stakk búið til að s: þftSSr. rki’ Þ'e' ‘eyfaútgáf, eftirhti. Eðliegra væri að fela reglustjóranum í Reykjavík þai að stofna til viðbótarútgjalda syslumannsembættið. „Eg hlýt að líta svo á að úrl: málsms sé nú í höndum viðkom raðuneyta," segir Rúnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.