Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 13
FRÉTTIR
Skoðanakönnun DV
Alþýðu-
banda-
lag hækkar
FYLGI Alþýðubandalags hefur
aukist nokkuð frá síðasta mánuði,
samkvæmt skoðanakönnun DV
sem birt var í gær. Fylgi annarra
flokka breytist minna.
í könnuninni fékk Alþýðu-
bandalagið 13,9% fylgi en í könn-
un sem DV gerði í febrúar var
fylgi flokksins 9,7%. Sjálfstæðis-
flokkur fékk 42,3% og lækkaði um
2% frá febrúar. Framsóknarflokk-
ur fékk 20,6% nú og lækkaði um
tæp 2%, Alþýðuflokkur fékk 8,6%
sem er aðeins meira en í febrúar
og Kvennalisti fékk 3,1% en fékk
3,5% síðast.
DV reiknaði út kosningaspá út
frá könnuninni og samkvæmt
henni fengi Alþýðuflokkurinn
9,4% og 6 þingmenn, Framsóknar-
flokkur 22,8% og 15 þingmenn,
Sjálfstæðisflokkur 36,2% og 23
þingmenn, Alþýðubandalag 16,8%
og 11 þingmenn, Kvennalisti 3,4%
og 2 þingmenn og Þjóðvaki 9,4%
og 6 þingmenn.
-----» » ♦
Alþýðuflokkurinn
Ráðherrar á
fundi á Pat-
reksfirði
ALÞÝÐUFLOKKURINN boðar til
opins fundar í félagsheimili Pat-
reksfjarðar með Sighvati Björg-
vinssyni, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og heilbrigðisráðherra, Öss-
uri Skarphéðinssyni, umhverfís-
ráðherra, og Ægi Hafberg, spari-
sjóðsstjóra, sunnudaginn 12. mars
kl. 20.30.
Á fundinum verða rædd um al-
menn mál Vestfirðinga í komandi
kosningum með sérstakri áherslu
á atvinnumál svæðisins, einkum
fískveiðar, kvótakerfi og króka-
veiðar.
Fundarstjóri verður Kristín Jóh.
Björnsdóttir, forseti bæjarstjórn-
ar.
- kjarni málsins!
erwoo
^u/íkom/n
T^’Stgr.
dundur hljórrii
?oa með
2x60VV
6 diska stæða
2x40W
lómtaekjakaupin
2x30\N
Heimilistæki hf
Umboðsmenn um land allt.
, 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur ,
Borgardagar í Borgarkringlunni
8.-11. mars
Úrvalsvörur
á afsláttarverði
10-18"50 og laugardaga 10-16* 10-11 matvöruverslun 10-11
CN !
‘ jnijeisje %ql-0Z - Jn»e|sje %QZ-QZ ■ Jnueisje %QZ-QZ ■ jn»e|S|e %0Z-0Z - Jnueisje %0Z-0Z - Jnneisie %0Z-03 - Jnue|s*e %0Z-02