Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR: EVROPA
Utanríkisráðherrar ESB ræða við
rússneska ráðamenn
ÖSE fær fasta-
fulltrúa í
Tsjetsjníju
Moskvu, Samashki. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
fullvissaði í gær utanríkisráðherra
þriggja Evrópusambandsríkja um
að hann væri staðráðinn í að finna
pólitíska lausn á Tsjetsjníju-málinu.
Ráðherrarnir skýrðu frá því að rúss-
neskir ráðamenn hefðu fallist á þá
hugmynd að Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu (OSE) hefði fasta-
fulltrúa í Tsjetsjníju.
Jeltsín hvatti til þess að viðamik-
ill samstarfssamningur Evrópusam-
bandsins og Rússa, sem undirritað-
ur var í fyrra, kæmi til fram-
kvæmda sem fyrst. Hann sagði ut-
anríkisráðherrum Þýskalands,
Frakklands og Spánar að leiðtogar
Rússlands væru staðráðnir í að
„leysa Tsjetsjníju-vandann með pól-
itískum aðferðum" og efna til
fijálsra kosninga í Tsjetsjníju.
Ráðherrarnir eru æðstu embætt-
ismenn ESB sem hafa heimsótt
Rússa frá því þeir hófu hemaðarað-
gerðimar í Tsjetsjníju 11. desember.
Kozyrev óánægður
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, ræddi einnig við Andrej
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sem lét í ljós óánægju með
þá ákvörðun ESB fyrr í vikunni að
fresta undirritun mikilvægs við-
skiptasamnings við Rússa vegna
mannréttindabrota þeirra í
Tsjetsjníju. Kozyrev Iét svo um
mælt að á því hefði orðið „óréttlæt-
anleg töf“.
Kinkel sagði að náðst hefði sam-
komulag um að Óryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu fengi að hafa
fastafulltrúa í Tsjetsjníju, en eftir
væri að semja um fjölda þeirra og
verksvið.
Vopnahlé rofið
Þrátt fyrir yfirlýsingar Jeltsíns
og vopnahlé, sem samið var um í
fyrradag, héldu rússnesku her-
sveitirnar í Tsjetsjníju áfram stór-
skotaárásum á þorp vestan við
höfuðstaðinn, Grosní. Fulltrúar
þorpsbúanna höfðu samið við rúss-
neska herforingja um að koma
vopnuðum uppreisnarmönnum úr
þorpunum meðan hlé yrði á árásum
Rússa.
Brussel. Reuter.
MIKIL óvissa ríkir um áform síma-
fyrirtækjanna France Telecom og
Deutsche Telekom um náið sam-
starf. Vilja fyrirtækin bjóða fyrir-
tækjum víðtæka samskiptaþjónustu
um alian heim. Áformin hafa sætt
harðri gagnrýni og á fimmtudag
bættist Martin Bangemann, sem fer
með iðnaðarmál í framkvæmda-
stjórninni, í hóp efasemdarmanna.
Bangemann greindi blaðamönn-
um frá því að erfitt yrði fyrir fram-
kvæmdastjórnina að samþykkja hið
svokallaða „Atlas“-samkomulag fyr-
irtækjanna ef frelsi á sviði símamála
yrði ekki aukið í Þýskalandi og
Frakklandi.
Karel van Miert, sem fer með
samgöngumál í framkvæmdastjórn-
inni og hefur Atlas til umijöllunar,
hefur látið svipuð sjónarmið í ljós.
Samkvæmt fyrri ákvörðunum
ESB verður að vera búið að auka
frelsi í símamálum í öllum ríkjum
sambandsins fyrir árið 1998. Ef
samþykki á að fást fyrir Atlas kann
Þjóðveijum og Frökkum að reynast
ERLENT
Mannskætt
tilræði í
Karachi
SPRENGJUTILRÆÐI fyrir
utan mosku síta í Karaehi í Pa-
kistan varð ellefu manns að
bana í gær, þar af fimm börnum.
27 manns særðust í tilræðinu og
þrír menn til viðbótar féllu í
skotbardaga sem blossaði upp
þegar ungir sítar mótmæltu til-
ræðinu á götum miðborgarinn-
ar. Talið er að heittrúaðir súnn-
ítar hafi verið að verki. Á mynd-
inni er særður drengur borinn
á sjúkrahús.
Reuter
Ákvörðun IMF
Rússlandi
veitt láns-
heimild
Moskvu. Reuter.
MICHEL Camdessus, forstjóri Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), undir-
ritaði í gær yfirlýsingu ásamt forsæt-
isráðherra Rússlands, Viktor
Tsjemomýrdín, þess efnis að Rússar
muni fá lánsheimild er nemur 6,4
milljörðum Bandaríkjadollara. Mark-
miðið er að aðstoða stjórnendur í
Moskvu í baráttu gegn fjárlagahalla
og lækkandi gengi rúblunnar.
Að sögn Camdessus ættu fljótlega
að geta hafist viðræður Rússa og
helstu lánardrottna þeirra um að
stokka upp gömul lán tii að létta
greiðslubyrði landsins. Allar erlendar
skuldir Rússa eru um 120 milljarðar
dollara, mikið af þeim eru leifar frá
sovétskeiðinu.
Um hríð var talið að Vesturveldin
myndu fresta því að veita heimildina
vegna styijaldarreksturs Rússa í
Tsjetsjníju en af því varð ekki, þrátt
fyrir vaxandi gagnrýni á vestræna
aðstoð við ríkisstjórn Borís Jeltsíns
forseta.
Sérfræðingar sögðu í gær að heim-
ild IMF gæfi til kynna að Rússar
myndu á næstu árum komast yfir
erfiðustu hjallana á leiðinni til mark-
aðshagkerfis.
Ekkja Georgíuforseta ákærir Shevardnadze
Gamsakhurdía myrtur?
Moskvu. Reuter.
EKKJA Zviads Gamsakhurdia,
fyrrverandi forseta Georgíu, segir
að eiginmaður sinn hafi ekki fyrir-
farið sér heldur hafi lífverðir á
mála hjá Edúard Shevardnadze,
núverandi Georgíuleiðtoga, myrt
hann.
Gamsakhurdia var kjörinn forseti
Georgíu 1991 og hlaut þá um 80%
atkvæða en var steypt af stóli 1992.
Á sovétskeiðinu var hann frægur
andófsmaður en honum tókst ekki
að efla samstöðu með þjóð sinni og
var sakaður um einræðishneigð.
Gamsakhurdia lést í útlegð í
Tsjetsjníju árið 1993, hann var þá
54 ára gamall.
Ekkjan, Manana Archvadze, hef-
ur áður sagt að eiginmaðurinn hafi
framið sjálfsvíg. I viðtali við rúss-
neska blaðið Trúd sl. föstudag seg-
ir hún að verðirnir hafi fyrst reynt
árangurslaust að eitra fyrir Gams-
akhurdia 12. desember en síðar
gripið til þess ráðs að skjóta hann
til bana þar sem hann lá í rúmi
sínu aðfaranótt 31. desember 1993.
„Eðli sáranna sýndi glöggt að Zviad
gat alls ekki hafa framið sjálfsvíg",
sagði Archvadze.
EVRÓPSKU utanríkisráðherrarnir ganga til blaðamannafundar
ásamt Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, að loknum
viðræðum sínum við rússneska ráðamenn.
Óvissa um samstarf
símafyrirtækja
nauðsynlegt að auka frelsi á ákveðn-
um sviðum, s.s. varðandi kapalkerfi,
fyrir þann tíma.
Van Miert hefur greint fyrirtækj-
unum tveimur frá því að hann efist
um að hann geti samþykkt sam-
starfssamninginn af ótta við að þar
með yrði samkeppni á sviði gagna-
sendinga útilokuð. Breska fyrirtækið
British Telecom hefur formlega
kært Atlas-samkomulagið til fram-
kvæmdastjórnarinnar.
Þá hefur framkvæmdastjórnin
óskað eftir upplýsingum um áform
fyrirtækjanna um að kaupa 20% hlut
í bandaríska fyrirtækinu Sprint fyrir
4,2 milljónir dollara.
Bangemanr. sagði að frestur sá
sem franska og þýska fyrirtækinu
hefði verið veittur til að veita upplýs-
ingar um Atlas og kaupin á Sprint
hefði runnið út sl. mánudag án þess
að fullnægjandi upplýsingar hefðu
borist.
Framkvæmdastjórnin mun taka
bráðabirgðaákvörðun varðandi Atias
innan tveggja mánaða.
Míkhaíl Gorbatsjov segir frá hruni sovétkommúnismans
„Ég var haldinn
blekkingu“
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti
leiðtogi Sovétríkjanna, segir
í viðtali sem birtist í norska dag-
blaðinu Aftenposten á fimmtudag
að aldrei hafi hvarflað að forystu-
sveit Kommúnistaflokksins að ríkið
gæti liðast í sundur. Gorbatsjov
gerir Borís N. Jeltsín Rússlandsfor-
seta ábyrgan fyrir endalokum Sov-
étríkjanna og segir hann vera
„skemmdarverkamann".
Gorbatsjov rekur í viðtaiinu við
Halvor Tjönn, fréttaritara norska
blaðsins í Moskvu, hvernig það at-
vikaðist að hann var skipaður aðal-
ritari Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna eftir andlát Konstantíns
Tsjernenkos fyrir réttum tíu árum,
þann 10. mars 1985. „Að kvöldi
dags 10. mars þegar vinnu var lok-
ið hélt ég heim í sumarhúsið mitt
skammt fyrir utan Moskvu. Yfir-
læknir Kremlar hringdi þá í mig
og tilkynnti mér að Tsjernenko
væri allur. Þar sem ég gekk næstur
Tsjernenko að völdum kom það í
Aldrei hvarflaði að
flokksforystunni að sjálf
Sovétríkin myndu liðast
í sundur. Míkhaíl S.
Gorbatsjov, síðasti sov-
étleiðtoginn, segir frá
hruni kommúnismans og
endalokum risaveldisins
minn hlut að hringja í aðra meðlimi
stjórnmálanefndarinnar," segir
Gorbatsjov og rekur fund sem hann
boðaði til þetta sama kvöld þar sem
fram kom mikill stuðningur við að
hann tæki við embætti aðalritara.
Daginn eftir var haldinn annar
fundur sem stóð fram á kvöld og
segir síðasti Sovétleiðtoginn að þá
hafi verið lagður grunnur að „um-
bótastefnu" þeirri sem hann boðaði
og kennd hefur verið við per-
estrojku.
Líktist Kosygin og Khrústjov
Gorbatsjov segir að þá þegar
hafi legið fyrir fjöldinn allur af
skýrslum um hvernig koma bæri á
umbótum á flestum sviðum sovét-
samfélagsins. „Allar þessar skýrsl-
ur og allar þessar áætlanir áttu það
sameiginlegt að með þeim var
stefnt að því að bæta kerfið. Eng-
inn vildi eyðileggja það. Sjálfur vildi
ég nýta það sem var nýtilegt í kerf-
inu. Að því leytinu til líktist ég leið-
togum á borð við Khrústjov og
Kosygin; ég var haldinn þeirri
bl.ekkingu að unnt væri að halda í
það besta í kerfinu."
Gorbatsjov kveðst fyrirlíta þá
sem gagnrýni þessa afstöðu Sovét-
manna á þessum tíma. „Við vorum
börn okkar tíma. Níu af hveijum
tíu íbúum Sovétríkjanna höfðu aldr-
ei kynnst öðru kerfi en sósíalisman-