Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Virkjun hálendisvatna
í GREIN Egils Egilssonar í
Morgunblaðinu 7. marz sl. eru
nokkrar missagnir og rangfærslur
sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
1. Egill segir: „Mengunarleysið
felst í því samkvæmt Morgunpóst-
inum að Dettifoss er mikið til þurrk-
aður upp (nema e.t.v. sem buna
eftir pöntun handa túristum eða
þjóðhöfðingjum).“
Þetta segir Egill að sjáifsögðu
gegn betri vitund því öllum er ljóst
að „mengunarleysið" felst ekki í
þessu heldur í hreinni orku; orku
sem hvorki hefur í för með sér við
vinnsluna brennisteins- eða köfnun-
arefnissambönd, koltvísýring eða
geislavirkni. í samþykktum Ríó-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
1992, „Dagskrá 21“, eru þjóðir
heims einmitt hvattar til að nýta
slíkar orkulindir fremur en elds-
neyti, m.a. vegna hættunnar af
gróðurhúsaáhrifunum sem snertir
alla jarðarbúa jafnt. Þannig er nú
samhengið milli vatnsorkunnar og
orkumála heimsins.
Þá er það beinlínis rangt hjá
Agli að Dettifoss verði „mikið til
þurrkaður upp“. Allar áætlanir um
virkjun gera ráð fyrir rennsli um
fossinn að sumrinu, sem nemur
rúmlega helmingi af venjulegu sum-
arrennsli hans, eða 170 rúmmetrum
á sekúndu. Meðfylgjandi mynd sýn-
ir einmitt fossinn við það rennsli.
Sökum þess að nauðsynlegt verður
að skola út aur úr veitulóninu að
sumri til verður meira grugg í foss-
inum við þetta rennsli en myndin
sýnir, þannig að hann heldur tröll-
skap sínum í ríkari mæli en hún
gefur til kynna.
2. Egill segir einnig: „Jökulsár-
gljúfri, Miklagljúfri íslands, er fóm-
að með því að áin er farin úr því.“
Einnig þetta er beinlínis rangt.
Meðan á með 170 rúmmetrum á
sekúndu rennur um gljúfrið fer því
víðs fjarri að hún sé „farin úr því“.
Slík á er líka langt frá því að vera
smáspræna. Sogið er rúmlega 100
rúmmetrar á sekúndu. Jökulsá á
Fjöllum yrði eftir virkjun ein af 10
stærstu ám landsins.
3. Þá segir Egill: „Hafra-
hvammagljúfur upp af Jökuldal,
annað Miklagljúfur íslands, ein-
hver ferlegasta smíð náttúruaf-
lanna, fara einnig."
Þetta er sömuleiðis
rangt. Ráðgerð stífla í
Jökulsá á Brú er við
efri enda gljúfranna
þannig að þau fara
ekki undir vatn.
4. Enn segir Egill:
„Þingeyingar sem
myndu missa mest sitja
norðurfrá og myndu
ekkert fá að gert gegn
sameiginlegu veldi sér-
fræðinga þeirra og
fylgismönnum þeirra,
Alþingi ..."
Það er mikill plags-
iður sumra að slengja
fram órökstuddum fullyrðingum og
sleggjudómum um alþingismenn.
En minna má á að þjóðin fær þá
alþingismenn sem hún sjálf kýs,
þannig að slíkir sleggjudómar eru
ekki einungis óvirðing við alþingis-
menn heldur kjósendur almennt í
landinu sem velja þá og þar með
óvirðing við lýðræðisskipulagið.
Það er einnig vert að minna á
að það eru ekki sér-
fræðingar sem hafa
síðasta orðið um hvar
skuli virkjað. Sérhvert
raforkuver, 2 MW og
stærra, þarf að sam-
þykkjast af Alþingi,
hinum kjörnu fulltrú-
um almennings.
5. Egill segir enn-
fremur: ,;Það er miðhá-
lendi Islands sem
stendur undir hinni sí-
vaxandi ferða-
mennsku. Það er ein-
sýnt að það gerði það
ekki ef menn þurfa að
stikla þar á hæðar-
drögum á milli jökullóna Lands-
virkjunar."
Þetta eru furðulegar öfgar og
ýkjur. Miðlunarlón í tengslum við
tífalt meiri raforkuvinnslu en nú fer
fram í landinu yrðu samanlagt um
1000 ferkílómetrar. Hin stærstu
þeirra yrðu innan við 80 ferkfló-
metra, eða svipuð að stærð og
stærri stöðuvötn landsins. Fjalla-
Engin orkulind stenzt
afskrifaðri vatnsafls-
stöð snúning, segir Jak-
ob Björnsson, þar sem
90% af tekjum eru um-
fram tilkostnað.
vötn hafa ekki til þessa þótt til
óprýði í náttúrunni.
6. Egill segir: „Mér vitanlega
hefur ekki verið borið saman hrein
hagkvæmni þess að selja stórvötn
landsins þar sem þau renna út af
hálendisbrúninni útlendingum og
hinu, að selja sérleik landsins
óspilltan ferðamönnum í leit hins
ósnortna og upprunalega."
Egill stillir þessu tvennu upp sem
andstæðum. Þetta eru alls ekki
andstæður. 98% af flatarmáli lands-
ins verða ósnert af tífaldri núver-
andi raforkuvinnslu. Þau 98% munu
geyma í ríkum mæli hið ósnortna
Jakob Björnsson
;í|
Dettifoss
og upprunalega. Við munum geta
gert hvort tveggja í senn: Nýtt or-
kulindimar í stómm stíl og stórlega
eflt ferðamennsku í landinu. Meira
að segja greiða virkjunarfram-
kvæmdir oft fyrir ferðaþjónustu.
Við skulum minnast þess að mörg
lönd sem rómuð em fyrir nátt-
úrufegurð og ferðamennsku hafa
virkjað vatnsorku í mun ríkari
mæli nú þegar en við munum gera
um næstu áratugi án þess að það
hafi haft neikvæð áhrif á ferðaþjón-
ustu þeirra. Mörg dæmi eru hins-
vegar um hið gagnstæða.
7. Enn segir Egill: „Virkjana-
áætlanir á við þær sem em á borð-
um. ráðamanna og séfræðinga
landsins enda í óbætanlegum
skemmdum landsins komi þær til
framkvæmda.“
Það er í rauninni sorglegt að
kennari skuli ekki geta rætt mál
af meira jafnvægi og stillingu en
lýsir sér í þessum orðum. Þetta eru
fáránlegar öfgar eins og ég tel mig
hafa sýnt fram á hér að ofan.
8. Egill segir að endingu þar sem
hann ræðir um samrunakjarnorku:
„Ekki er nema beinlínis sennilegt
að eftir allnokkra áratugi verði hin
mengunarlitla eða mengunarlausa
prka búin að gera öll vatnsorkuver
íslands óarðbær."
Hér vil ég fyrst minna á að vatns-
orka er ekki aðeins mengunarlítil
heldur alveg mengunarlaus eins og
ég hef þegar rakið (þar fyrir er hún
ekki án áhrifa á umhverfíð; engin
orkulind er það). Að sjálfsögðu má
Egill, mér algerlega. að meinalausu,
hafa þessa bjartsýnu skoðun þótt
ég deili henni ekki með honum. En
gerði ég það myndi ég draga aðra
ályktun af henni en hann gerir.
„Allnokkrir áratugir" er að vísu
nokkuð teygjanleg tímalengd en
venjulegur afskriftartími vatnsafls-
stöðva er fjórir áratugir. Mín álykt-
un væri því þessi: Við skulum þá
umfram allt flýta okkur að nýta
vatnsorku okkar þannig að við höf-
um náð að afskrifa stöðvarnar áður
en samrunakjarnorkan ryður sé til
rúms. Því að alls engin orkulind
stenst afskrifaðri vatnsaflsstöð
snúning, þar sem um og yfír 90%
af tekjunum eru hreinar tekjur,
umfram tilkostnað. Ég vil þó taka
fram að ég tel ekki hættuna á sam-
keppni frá samrunakjarnorku svo
bráða að við þurfum að flýta okkur
þess vegna.
Höfundur er forstjóri
Orkustofnunar.
Aðgerðir g’egn skattsvikum
EITT af forgangsverkefnum rík-
isstjómar Davíðs Oddssonar hefur
verið að vinna gegn skattsvikum
með ýmsum ráðum. í þessari grein
verður farið nokkrum orðum um
helstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
þessum efnum, en þær hafa þegar
skilað verulegum árangri.
í skýrslu nefndar sem ég skipaði
um umfang skattsvika og skilaði
áliti sínu í september 1993 voru
gerðar allmargar tillögur um ráð-
stafanir til þess að draga úr skatt-
svikum. Nefndin gerði grein fyrir
ýmsum leiðum sem hún taldi að
fara mætti til þess að draga úr
umfangi skattsvika. Hér á eftir
verður drepið á nokkrar af þeim
aðgerðum sem gripið hefur verið
til í því skyni að stemma stigu við
skattsvikum.
Hert skattaeftirlit —
einfaldari skattframtöl
Embætti skattrannsóknarstjóra
hefur verið gert að sjálfstæðri
stofnun, en hafði áður verið hluti
af embætti ríkisskattstjóra. í kjöl-
far aðskilnaðarins hefur skattrann-
sóknarstjóri einbeitt sér að alvar-
legri skattsvikamálum og hefur
það starf skilað verulegum ár-
angri. Samtímis var skattstjórum
landsins falið að herða skatteftirlit
og 20 nýir starfsmenn ráðnir í því
skyni. Hjá embætti ríkisskattstjóra
er unnið að því að
staðla skattframtöl
rekstraraðila. Það er
gert í samráði við lög-
gilta endurskoðendur
og aðra sem koma að
framtalsgerð. Vonandi
verður einnig innan
tíðar hægt að einfalda
skattframtöl einstakl-
inga.
- Endurskoðun á
bókhaldslögum og
strangari viðurlög
í ársbyijun 1993
var skipuð nefnd, sem
samdi frumvarp til
laga um bókhald og annað um árs-
reikninga fyrirtækja. Þessi frum-
vörp urðu að lögum í desember
síðastliðnum. Viðurlagaákvæðum
var bætt í lögin í síðasta mánuði.
Þá varð að lögum frumvarp dóms-
málaráðherra til breytinga á al-
mennum hegningarlögum, þar sem
stórfelld skattsvik eru gerð refsi-
verð samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum.
Nefndin um umfang skattsvika
taldi koma til greina að lögfesta
lágmarksrefsingar við skattsvikum
þannig að refsivist kæmi til og lág-
marksfésektum beitt við skattlagn-
ingabrot. Nýlega voru sett lög sem
gera ráð fyrir slíkum lágmarksr-
efsingum. Setning
allra þessara laga er
hluti af heilsteyptu
átaki gegn skattsvik-
um og bókhaldsbrot-
um.
Átak gegn svartri
atvinnustarfsemi
í febrúar 1994 stóð
fj ármálaráðuneytið
fyrir því að komið var
á fót hjá embætti
skattrannsóknarstjóra
ríkisins sérstakri
skrifstofu sem ein-
göngu vinnur gegn
svartri atvinnustarf-
semi. Auk almennra rannsókna á
skattsvikum í svartri atvinnustarf-
semi hafa starfsmenn skrifstof-
unnar og embættisins sótt fjölda
funda hjá hagsmunaaðilum og öðr-
um sem málið varða til þess að
kynna stefnu íjármálaráðuneyt-
isins í þessu efni. Þá hefur skatt-
rannsóknarstjóri lagt fyrir ráðu-
neytið tillögur um stefnumótun
gegn svartri atvinnustarfsemi og
hefur ráðuneytið þær tillögur nú
til athugunar.
Skýrar reglur um
rekstrarkostnað
Á síðasta ári var gefin út reglu-
gerð um frádrátt frá tekjum til
í þessari grein fjallar
Friðrik Sophusson um
heilsteypt átak gegn
skattsvikum og bók-
haldsbrotum.
skatts af atvinnurekstri eða sjálf-
stæðri atvinnustarfsemi. Þar er tek-
inn af allur vafí um fjölmörg atriði
er tengjast rekstrarkostnaði fyrir-
tækja. Ætti nú að reyna mun minna
á mat skattyfirvalda á ýmsum
kostnaði fyrirtækja, svo sem starfs-
tengdum kostnaði o.fl. Reglugerðin
var unnin í samráði við löggilta
endurskoðendur, en eldri reglugerð
var að ýmsu leyti óljós og komin
til ára sinna.
Hugarfarsbreytingar er þörf
Nefndin um umfang skattsvika
taldi brýnt að vinna að breyttu við-
horfi almennings til skattsvika.
Þess vegna hefur fjármálaráðu-
neytið haft til umfjöllunar tillögur
um hvernig sé heppilegast að
standa að fræðslu og áróðri gegn
skattsvikum. Þegar hefur verið
gefinn út bæklingur sem fylgdi
öllum útsendum skattframtalsblöð-
um og frekari aðgerða er að vænta.
Ekki má gleyma í þessu sam-
Friðrik Sophusson
bandi að það er afar mikilvægt
fyrir ríkisvaldið að sýna skattgreið-
endum að reynt sé að ná eins mik-
illi hagkvæmni í ríkisrekstri og
kostur er. Hagkvæmur ríkisrekstur
er ein árangursríkasta leiðin gegn
skattsvikum.
Auk þeirra aðgerða sem að
framan hefur verið lýst starfar nú
framkvæmdanefnd þriggja manna
sem kannar möguleika á frekari
aðgerðum. Er framkvæmdanefnd-
inni ætiað að koma með sjálfstæð-
ar tillögur og hrinda þeim í fram-
kvæmd að fengnu samþykki ráð-
herra. Skipun nefndar af þessu
tagi er nýjung hérlendis og eru
miklar vonir bundnar við störf
hennar. Nefndin hefur þegar lokið
fyrstu verkefnum sínum, sem var
að vinna að útfærslu refsiákvæða
við skattsvikum. Ný greinargerð
nefndarinnar er væntanleg á næst-
unni, þar verður m.a. gerð grein
fyrir nýrri könnun á viðhorfi al-
mennings til skattsvika. Sam-
kvæmt þeirri könnun telja 80%
aðspurðra að skattsvik séu alvar-
legri þjóðfélagsvandamál.
Allt það sem að framan er talið
sýnir að ötullega hefur verið unnið
að því að draga úr umfangi skatt-
svika. Mikilvægt er að halda því
starfi áfram. Til að ná árangri í
baráttu gegn skattsvikum er nauð-
synlegt að stjórnvöld sýni ráðdeild
í meðferð opinbers fjár. Sé það
gert verður auðveldara en ella að
sameina þjóðina gegn skattsvikum.
Höfundur er fjármálaráðherra.