Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Trúnaður við fólkið MEGINTILGANG- URINN með stofnun hreyfingar fólksins Þjóðvaka er fjórþættir: • Sameina jafnaðar- og félagshyggjufólk í eina öfluga fjölda- hreyfíngu. • Endurreisa trúnað milli stjórnmála- manna og fólksins. • Vinna að nýrri sókn í atvinnu- og menntamálum og til átaks í mannrétt- inda- og jafnréttis- málum. • Breyta skiptingu þjóðarauðsins með því að ná fram jafnrétti í eigna- og tekjuskiptingunni og að sporna gegn söfnun auðs og valds á fárra manna hendur. Lykillinn að þessari íjórþættu uppstokkun í íslensku samfélagi er öflug hreyflng jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, sem byggir á hugsjónum jafnaðarstefnunnar og nútímalegum fijálslyndum viðhorf- um. Þannig viljum við endurvekja mannleg verðmæti í samfélaginu; mannúð, samhjálp og sjálfsvirðingu einstaklingsins, andspænis þeirri óheftu fijálshyggju hægri aflanna, sem leitt hefur til sundrungar og stéttaátaka víða í samfélögum Vesturlanda á siðustu árum. Fólk hér á landi sem annars staðar krefst réttlætis og mannúðlegrar jafnað- arstefnu, ekki bara í orði heldur á borði. Það ætlast til að mannúð, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti i skiptingu þjóðarauðs skipi æðri sess í samskiptum manna. Til þess að það megi gerast hér á landi þarf m.a. hreinni línur í ís- lensk stjórnmál og að endurreistur verði trúnaður milli stjórnmála- manna og fólksins í landinu. Það verður einungis gert með nýjum vinnubrögðum og breyttum áhersl- um í íslenskum stjómmálum. Félagshyggjuöflin lykillinn að breytingu Trúnaður - velferð - velmegun eru lykilhugtök Þjóðvaka. Við vilj- um nýja hugsun inn i íslensk stjórn- mál og breytt viðhorf, þannig að hér geti allir lifað við sómasamleg lífskjör, atvinnu- og afkomuöryggi og með sjálfsvirðingu og fullri reisn. Allt of lengi hefur fyrirgreiðsla, ábyrgðarleysi og slakt siðferði í stjórnmála- og viðskiptalífi, ásamt handahófskenndum niðurskurði velferðarkerfisins og ónýtu launa- og lífeyriskerfí breikkað bilið milli ríkra og fátækra í þjóðfélaginu og dregið lífskjörin niður á fátæktar- stig hjá fjölda heimila í landinu. Gamla flokkakerfið hefur í raun gefíst upp andspænis þessum brýnu verkefnum í íslenskum stjórnmál- um. Því þarf uppstokkun og ný vinnubrögð á öllum sviðum þjóðlífs- ins - ekki síst í valda- og samtrygg- ingakerfi stjórnmálanna. Þjóðvaki stefnir að uppstokkun í stjórnmálum, stjórnkerfí og at- vinnulífi til að ná fram breytingum sem leitt geta til jöfnuðar í íslensku samfélagi. Þannig stefnum við að samfylkingu félagshyggjufólks og jafnaðarmanna í öflug stjórnmála- samtök, sem njóti meirihlutafylgis. Við viljum að því ástandi linni að gömlu flokkarnir til vinstri fari fyr- ir hveijar kosningar í kapphlaup um valdastóla undir leiðsögn Sjálf- stæðisflokksins. Þjóðvaki hafnar því að fara i þá biðröð, þar sem sá félagshyggjuflokkanna hlýtur hnossið við hlið íhaldsins sem mest slær af sínum loforðum við kjósend- ur. Þegar þeir segjast vilja ganga óbundnir til kosninga, þýðir það í reynd að þeir vilja ganga óbundnir af lof- orðum sínum við kjós- endur til stjórnar- myndunar. Þeir vilja geta samið sig frá lof- orðum sínum við fólkið fyrir ráðherrastólana. M.a. þess vegna hefur orðið trúnaðarbrestur milli fólksins og stjórnmálaaflanna í landinu. Stefna hægri aflanna ráðandi Þjóðvaki aftur á móti er trúr stefnu- málum sínum, upp- stokkun flokkakerflsins og sam- fylkingu félagshyggjuaflanna og mun þessvegna ekki taka þátt í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Stefna Sjálfstæðisflokksins gengur í veigamiklum atriðum þvert á stefnu Þjóðvaka og við segjum því skýrt við kjósendur: Við ætlum ekki að semja okkur frá loforð- um við ykkur með samstarfi við Þjóðvaki hefur skorað á önnur framboð félagshyggju- og jafnaðarmanna að taka þátt í nýsköpun flokka- kerfis, segir Jóhanna Sigurðardóttir, með því að gefa sams- konar yfírlýsingu og Þjóðvaki varðandi ríkis- stjórnarþátttöku. Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Því leggjum við fram 10 áhersluatr- iði við stjórnarmyndun félags- hyggjuflokkanna, sem koma eiga til framkvæmda á kjörtímabilinu. Miðað við stefnuskrár félags- hyggjuflokkanna ætti að vera auð- velt að semja stjórnarsáttmála nú þegar utan um þessi stefnuatriði, sem öll miða að því að jafna tekju- skiptinguna og bæta lífskjörin. Það gerum við með því að stokka upp launa- og lífeyriskerfið, hefja nýja sókn í atvinnu- og menntamálum, átak í mannréttinda- og jafnréttis- málum og að endurreisa trúnað milli fólksins í landinu og stjóm- málamanna. Þetta eru ný, heiðarleg og trúverðug vinnubrögð gagnvart fólkinu í landinu. Það er nýbreytni í íslenskum stjórnmálum að stjórn- málaafl taki af skarið og gefi fólki skýra valkosti fyrir kosningar. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Jóhanna Sigurðardóttir Staðreyndin er sú að kjósendur vita aldrei hverskonar ríkisstjóm þeir eru að kjósa yfir sig að loknum kosningum. Atkvæði greitt Alþýðu- bandalaginu eða Alþýðuflokknum gæti þess vegna verið atkvæði greitt ríkisstjóm undir forsæti hægri aflanna, sem knýr félags- hyggjuflokkana til að semja sig frá sínum loforðum við kjósendur. Und- ir yfirskyni nauðsynlegrar málam- iðlunar við hægri öflin eru kjósend- ur síðan beðnir velvirðingar á því að félagshyggjuflokkarnir hafí ekki staðið við loforð sín. Veltum því fyrir okkur afhveiju við höfum ekki náð fram jafnrétti í tekjuskipting- unni, - afhveiju margar ijölskyldur búa við lífskjör sem nálgast fátækt- armörk, aftiverju láglaunastörfm eru ekki metin meira til launa en atvinnuleysisbætur, og afhveiju launamunur kynjanna og staða kvenna í valda- og áhrifastöðum er með þeim hætti sem við þekkj- um. Afhveiju hafa grundvallaratr- iðin í stefnu félagshyggju- og jafn- aðarmenna ekki komist meira til framkvæmda í íslensku samfélagi. Staðreyndin er þó sú að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru í minni- hluta meðal þjóðarinnar, þegar 60-70% þjóðarinnar vilja í raun og sanni framgang og framkvæmd jafnaðarstefnu og félagshyggju á íslandi. Engu að síður hefur stefna hægri aflanna - minnihluta þjóðar- innar - með stuðningi þessa eða hins félagshyggjuflokksins verið alltof ráðandi um stjórn landsins í áraraðir. Skýr valkostur Þjóðvaki hefur skorað á önnur framboð félagshyggju- og jafnaðar- manna að taka þátt í nýsköpun flokkakerfisins með því að gefa samskonar yfirlýsingu og Þjóðvaki varðandi ríkisstjórnarþáttöku. Það gæti orðið upphafí að öflugri breið- fýlkingu jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks til mótvægis við hægri öflin í landinu. Þannig yrðu til skýr- ar línur í íslenskum stjómmálum. Þannig gætu kjósendur veitt stjórn- málaöflunum í landinu meira að- hald, - því þeir gætu þá ekki hlaup- ið frá sínum loforðum. Skorist önn- ur framboð félagshyggju- og jafn- aðarmanna undan því að gefa þessa yfirlýsingu, til að hafa svigrúm til að taka þátt í kapphlaupinu til Sjálf- stæðisflokksins að loknum kosning- um, eru loforð þeirra við kjósendur ekki marktæk. Þá hafa jafnaðar- menn og félagshyggjufólk í þessum kosningum aðeins einn skýran val- kost; að leggja sitt af mörkum til að Þjóðvaki verði svo öflugur að loknum kosningum að hann verði forystuafl, sem félagshyggjuflokk- arnir geta ekki gengið framhjá við stjórnarmyndun að loknum næstu kosningum. Með því stöðvum við sókn hægri aflanna og fijálshyggj- unnar í þjóðfélaginu. Höfundur er alþingismadur og formaður Þjóðvaka. ÞEGAR þetta er skrifað er 8. mars að kvöldi kominn og einn dag vantar upp á að verkfall kennara hafi staðið í þijár vikur. Afleiðingar verkfalls eru að koma í ljós og áhyggjur nemenda, foreldra og kennara sem flestir eru foreldr- ar líka, magnast með degi hveijum. Yfirgnæfandi meiri- hluti kennara sam- þykkti verkfallsboðun, ekki til þess að komast í frí, heldur til þess að knýja fram kjarabætur og viðræður um kröfugerð sem lögð var fram í nóvember sl. Óánægja kennara hefur farið sívaxandi und- anfarin ár og stendur skólastarfi fyrir þrifum í dag. Astæðurnar eru; lélegir samningar, aukið vinnuálag, niðurskurður í skólakérfínu, m.a. niðurskurður á kennslutímum nem- enda, og yfirlýsingar stjórnvalda á tyllidögum um stóraukinn metnað í menntamálum, sem ekkert reynast nema orðin tóm. En hvað er í veginum? Maður skyldi ætla að dag hvern í verkfalli reyndu deiluaðilar til þrautar að fínna leiðir til samninga. En svo er ekki. í seinni fréttatíma sjónvarpsins í kvöld heyrði ég Indriða Þorláksson, varaformann samninganefndar rík- isins, enn einu sinni lýsa tveggja vikna gömlu tilboði samninganefnd- ar ríkisins sem gylliboði. Ég ætla ekki að fjölyrða um það tilboð, en það er auðvelt að slá ryki í augu almennings með því að leika sér að prósentureikningi og það er auðvelt að fá fram háar tölur með mörgum núllum þegar margfalda má með 5 þúsund kennurum. En kennarar hafa haft nægan tíma til að velta fyrir sér tilboði ríkisins og það segir allt sem segja þarf að ekki einum einasta kennara dettur í hug að þetta tilboð sé ásættanlegt til samninga. Kennarar eru nefnilega í verkfalli til að ná fram kjarabótum. Indriði Þorláksson er auðvitað bara fulltrúi þeirra stjórnmálamanna sem með völdin fara. Viðbrögð for- sætis- og fjármálaráðherra eru fyrst og fremst þau að gera kennara sem tortryggilegasta í augum almenn- ings. Tilgangurinn er sá að knýja kennara til uppgjafar með aðstoð almannaróms og viðhalda því launa- misrétti sem var staðfest enn á ný í nýgerðum samningum Alþýðusam- bandsins og ekki er hægt að líta á sem annað en uppgjöf launafólks. Indriði Þorláksson gerði tilraun í áður- nefndum fréttatíma til að kasta fleyg milli kennarafélaganna, því auðvitað stendur ráð- herrum okkar helst ógn. af samstöðu kennara. * Indriði talaði um há- skólamenntaða kennara sem að hans sögn eru félagsmenn í Hinu ís- lenska kennarafélagi og svo hina. Þeir háskóla- menntuðu áttu jú að vera aðeins fýrir ofan eitthvert meðaltal, hinir fyrir neðan. Indriði hlýt- ur að vita að í tuttugu ár hafa grunnskólakennarar og þar með allir kennarar, útskrifast með háskólapróf. Getur verið að þessi orð Indriða tengist þeirri staðreynd að félagsmenn Kennarasambands ís- lands eru að stórum meirihluta kon- ur sem samkvæmt ríkjandi Iauna- misréttisstefnu eiga ekki að hafa meira en 70% af launum karla. Kennarar hafa haft nægan tíma til að velta fyrir sér tilboði ríkisins, að mati Guðlaugar Teitsdóttur, sem segir að kennurum detti ekki í hug að það tilboð sé ásættanlegt. Lægstu taxtalaun eru undir út- reiknuðum framfærslukostnaði Fé- lagsmálastofnunar og misrétti kynj- anna í launum hefur verið staðfest með niðurstöðum úr könnun sem fjölmiðlar hafa gert ágæt skil. Kjara- barátta kennara núna er jafnréttis- barátta. Sú barátta vinnst ekki nema kennarastéttinni lánist að standa saman. Að lokum spyr ég. Hvar er menntamálaráðherra? Af hveiju heyrist ekki orð frá þeim ráðherra sem ber ábyrgð á skólahaldi í land- inu og menntun þjóðarinnar? Kannski finnst honum óþægilegt að taka þátt í þeim leik flokksbræðra sinna að grafa undan virðingu fyrir kennarastarfinu og þar með mennt- un þjóðarinnar. Höfundur er skólastjóri Einholtsskóla. Ráðherrar, ræðið við kennara af alvöru og ábyrgð Guðlaug Teitsdóttir Ný sending af sófum og stólum fró Gjafavörur fró Úrval rúmteppa fró (jt^pstov) verð fró kr. 19.800 - \ ' Komið og fáið nýja bæklinginn frá Tappatogari kr. 2.990 OpiS í dag frá kl. 11-16. Mörkinni 3, sími 588 0640

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.