Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
REBEKKA FRIÐ-
BJARNARDÓTTIR
+ Rebekka Frið-
bjarnardóttir
fæddist að Sútra-
búðum í Grunnavík-
urhreppi í Norður-
Isafjarðarsýslu
hinn 17. júní 1911.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurnesja,
Keflavík, 3. mars sl.
Foreldrar Rebekku
voru Friðbjörn
Helgason, f. 5.10.
1883, d. 24.9. 1946,
og Ragnheiður Vet-
urliðadóttir, f.
11.12. 1881, d.
13.7.1915. Síðar kvæntist Frið-
björn Sólveigu Pálsdóttur frá
Hlíð. Systkini Rebekku voru
Kristján, f. 29.6. 1906, d. 23.12.
1972, Petrína, f. 16.8. 1908, d.
5.2.1992, Indriði, f. 25.12. 1909,
býr í Reykjavík, og Ragnheiður
Margrét, f. 2.7. 1915, d. 25.4.
1986. Systkini Rebekku sam-
feðra eru: Friðbjörn, f. 11.3.
1923, látinn, Páll, f. 16.4. 1924,
látinn, Jón, f. 13.12. 1925, býr
á Akureyri, Óskar, f. 5.11.1927,
býr í Hnífsdal, Sveinn. f. 23.8.
1929, býr í Hnifsdal, Olafur, f.
22.6. 1931, býr í Hnífsdal, Hall-
dór, f. 22.6. 1933, býr í Hnífs-
dal, Kristinn, f. 22.6. 1936, lát-
inn, Eiríkur, f. 19.10. 1937, býr
í Reykjavík, og Kristján, f. 2.5.
1942, býr í Hnífsdal. Rebekka
giftist 15.4. 1933 Jóni Guð-
mundssyni frá Akrahóli í Mið-
neshreppi, f. 2.2.
1912, d. 5.5. 1970.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þorsteinsson og
Sigurbjörg Torfa-
dóttir. Rebekka og
Jón eignuðust sjö
börn sem öll eru á
lífi. Þau eru: 1) Sig-
urður Guðbjörn, f.
18.6. 1932, var
kvæntur Elínrós B.
Eyjólfsdóttur, eign-
uðust þau 3 börn.
2) Ragnar Frið-
björn, f. 26.11.
1933, kvæntur Maríu Einars-
dóttur. Eiga þau 3 börn. 3)
Guðný Sigurbjörg, f. 9.6. 1935,
var gift Olafi Thordersen sem
er látinn. Eignuðust þau 3 börn.
4) Ólafur Ásbjörn, f. 4.1. 1937,
kvæntur Emmu Hönnu Einars-
dóttur og eiga þau 3 börn. 5)
Sólveig Steinunn, f. 26.11.1939,
gift Árna Júlíussyni og eiga þau
4 börn. 6) Erna Minný, f. 10.2.
1945, gift Kristjáni Valtýssyni
og eiga þau 3 börn. 7) Gunnar
Valbjöm, f. 27.1.1953, kvæntur
Þórey Eyþórsdóttur og eiga
þau 3 böra. Barnabörnin eru
21, barnabarnabörn eru 31 og
barnabarnabarnabörn eru 2.
Afkomendur era alls 61. Útför
Rebekku fer fram laugardag-
inn 11. mars frá Keflavíkur-
kirkju og. hefst athöfnin kl.
14.00.
ELSKU langamma, þú sem varst
okkur svo góð. Lífskrafturinn þinn
^ var svo óskaplega mikill. Virðing
- þín fyrir okkur litlu manneskjunum
var svo rík, svo mikill kærieikur
j ríkti í þínu hjarta og geislaði til
\ okkar hvenær sem þú hittir okkur.
j Kærieikur þinn var fólginn í viður-
< kenningu og umburðarlyndi og
skapaði hlýju og göfugu tilfinningar
hjá okkur. Nú ert þú farin til Guðs
og við söknum þín. Þegar við förum
með bænimar, biðjum við Guð að
faðma þig frá okkur.
IVið þökkum þér fyrir samveru-
stundimar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt
hafðu þar sess og sæti
sipaði Jesú mætti
\ (Höfundur ókunnur)
Góða nótt.
Þín langömmuböm,
María Anna, Guðrún Harpa
og Sigurður Vignir.
Þetta em alltaf erfið tímamót.
Það er með söknuði og trega að ég
sest niður og skrifa um Bubbu vin-
konu mína og tengdamömmu. Hún
var sönn vinkona og vildi öllum
vel, enda hjálpaði hún mörgum með
góðvild sinni.
Bubba var alltaf létt og kát og
stutt í hláturinn. Hún var ein af
þeim ljúfustu og þægilegustu kon-
um sem ég hef þekkt.
Alltaf voru allir velkomnir á
heimilið, þótt húsrýmið væri ekki
mikið. Þá var alltaf nóg pláss fyrir
börn og bamaböm.
Hún var sannarlega sameining-
Ástkær eiginkona mín,
ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR ALMEIDA,
lést í Landakotsspítala 10. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marcelo Almeida.
Elskuleg móðir mfn,
HALLDÓRA KRISTÍN STURLAUGSDÓTTIR,
Hamarsholti,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, að morgni 9. mars.
Guðbjörg Kolbeinsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HREIÐAR STEFÁNSSON
kennari
og rithöfundur,
andaðist á öldrunardeild Landspítalans þann 10. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jenna Jensdóttir,
Ástráður B. Hreiðarsson, Ásta B. Þorsteinsdóttir,
Stefán J. Hreiðarsson, Margrét O. Magnúsdóttir
og barnabörn hins látna.
MINNINGAR
artákn þessarar fjölskyldu, enda var
aðdáunarvert að sjá hversu börn
hennar reyndust henni vel alla tíð.
Það hefur ekki verið að ástæðu-
lausu, því hún hefur verið þeim góð
fyrirmynd.
Ég kveð tengdamóður mína og
vinkonu með þakklæti fyrir þennan
tíma sem við áttum saman og
hversu góð og elskuleg hún var
alltaf dætmm mínum.
Ég veit að hún yfirgaf þennan
heim, sátt við sjálfan sig og aðra.
Takk fyrir samveruna.
Þórey Eyjólfsdóttir.
Þegar ég kom heim föstudags-
kvöldið 3. mars eftir að hafa verið
á körfuboltaleik í skólanum í Minne-
sota, fékk ég þau skilaboð að pabbi
hefði hringt og að ég ætti að hringja
heim til Islands.
Ég hafði strax á tilfinningunni
að eitthvað hefði komið fyrir.
Amma Bubba kom strax í huga
minn, já, raunin var sú. Amma
Bubba dáin.
Átti ég mjög erfitt með að trúa
því að hún myndi fara svona fljótt.
Það var alltaf svo eðlilegt að hún
myndi vera hjá okkur að eilífu.
Hún amma hefur alltaf verið
höfuð fjölskyldunnar og mun alltaf
vera það í huga mínum. Ég veit
að ég á eftir að sakna þess að geta
ekki komið í heimsókn til ömmu á
sunnudögum og fengið bestu
pönnukökur í heimi. Ég vona að í
framtíðinni muni fjölskyldu hennar
takast að halda saman eins og
ömmu tókst svo vel.
Nú þegar amma er farin á ég
erfitt með að sætta mig við það að
ég mun aldrei sjá ömmu oftar. En
núna veit ég að hún er að fá sína
hvfld og þarf ekki að þjást lengur.
Hún er hjá Guði og fær að vera
með afa Jóni. Hún var orðin gömul
og hefur átt góða ævi.
Þar sem ég hef verið í Minnesota
í sjö mánuði fékk ég ekki tækifæri
til þess að kveðja hana og þakka
henni fyrir allar þær ánægjustundir
sem við höfum átt saman.
Það mun enginn geta komið í
staðinn fyrir hana ömmu Bubbu því
hún var einstök amma.
Bryndís Elfa Gunnarsdóttír.
Látin er elskuleg amma mín.
Amma kvaddi þennan heim í
hárri elli, en síðustu dagar voru
henni þungbærir sökum þess hve
heilsu hennar hrakaði.
Alltaf verður mér minnisstætt
þegar við öll úr fjölskyldunni fórum
alltaf saman í sunnudagskaffi til
hennar. Þau voru ekki ófá skiptin
sem amma bakaði pönnukökur.
Líkami og sál ömmu voru vissu-
lega búin og var hún því sátt við
að kveðja þennan heim.
Oft þegar það voru löngufrímín-
úturnar í skólanum gat ég hlaupið
heim í hlýjuna til ömmu og alltaf
fengið eitthvað gott að borða.
Hún amma var skemmtileg, fal-
leg, virðuleg og ávallt glæsileg til
fara.
Elsku amma, minningarnar um
þig geymi ég ávallt í hjarta mínu.
Eva Björg Gunnarsdóttir.
Ég átti alveg rosalega góða, fal-
lega ömmu, en nú hef ég hana ekki
lengur. Ég kom alltaf til hennar á
mánudögum og föstudögum, þegar
mamma var að vinna. Alltaf skreið
ég undir heitu sængina hennar og
knúsaði hana. Hún amma bjó til
bestu aspassúpu í heimi og alltaf
pantaði ég hana en núna fæ ég
hana ekki oftar. Við fórum líka
oftast að spila marga maríusa.
Elsku góði guð, viltu passa hana
ömmu mína, ég á aldrei eftir að
gleyma henni ömmu minni.
Hildur Gunnarsdóttir.
í dag kveð ég ástkæra ömmu
mína.
Amma var alltaf mjög heilsu-
hraust fram undir það síðasta. Þeg-
ar heilsu hennar fór að hraka sýndu
börnin hennar alveg einstaka um-
hyggjusemi og nærgætni og vöktu
yfír henni til skiptis allan sólar-
hringinn síðustu 10 dagana. Þegar
ég kom til hennar á sjúkrahúsið
rétt áður en hún dó talaði hún um
það hvað allir væru góðir við sig
og vil ég þakka öllum og sérstak-
lega starfsfólkinu á Sjúkrahúsi Suð-
urnesja fyrir frábæra umönnun.
Elsku amma, þú varst ávallt ung
í anda, létt og kát, alltaf svo vel
klædd og hvað þú varst dugleg að
muna eftir öllum afmælisdögunum
þó fjölskyldan væri farin að nálgast
100 manns. En það tók enginn eft-
ir því að þú eltist, en nú setur að
okkur söknuð, þú aldursforsetinn,
elsti unglingurinn í okkar stóru fjöl-
skyldu, hefur yfirgefið þennan
heim.
„Þó ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég
er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur, og ég, þótt látinn
sé, tek þátt í gleði ykkar yfír líf-
inu.“ (Ók. höf.)
Við amma náðum mjög vel sam-
an þó aldursmunurinn væri tölu-
verður. Minningin um hana ömmu
mína, þessa góðu, tryggu og hjarta-
hlýju konu er mér dýrmætari en
fátækleg orð mín fá nokkurn tíma
lýst. Ég er þakklát fyrir samveru-
stundirnar sem aldrei gleymast, en
veita mér yl og gleði á meðan ég
lifi. Guð geymi þig, elsku amma
mín.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Rebekka Jóna Ragnarsdóttir.
Okkur systkinin langar með
nokkrum fátæklegum orðum að
kveðja elskulega ömmu okkar.
Amma Bubba, eins og allur
bamaskarinn kallaði hana alltaf,
og afí Jón, sem Iést árið 1970, byij-
uðu búskap sinn í Vinaminni í
Keflavík en lengst af bjuggu þau á
Heiðarvegi 21 í Keflavík. Þar ólu
þau upp sjö böm sem öll komust á
legg. Margar glaðar minningar eig-
um við frá vem okkar hjá ömmu á
Heiðarveginum. Eins og að líkum
lætur var oft mikið flör þegar fjöl-
mennur krakkaskarinn ærslaðist.
Aldrei minnumst við þess þó að
amma hafí skipt skapi við ærsla-
ganginn. Alltaf var hún jafn glöð
og kát og sátt við lífíð og tilver-
una, sama á hveiju gekk. Amma
lagði mikið upp úr frændrækni og
ófáar hafa þær verið fjölskyldusam-
komurnar hjá henni í gegnum árin.
Á samkomunum var amma ætíð
hrókur alls fagnaðar og ekki var
laust við að maður sæi votta fyrir
gleðitámm er hún leit yfir hópinn
sinn. Amma vildi allt fyrir alla gera
og alltaf gat maður leitað til henn-
ar með vandamál sín. Alltaf fann
maður sömu hlýjuna geisla frá
henni. Sl. 2-3 ár hafði amma átt
við veikindi að stríða. í veikindum
sínum naut amma umhyggju bama
sinna og ættingja sem umvöfðu
hana umhyggju og hlýju. Nú hefur
amma sofnað svefninum langa og
erum við viss um að það verða gleði-
fundir þegar hún hitti Jón afa aftur
hinum megin.
Elsku amma, við systkinin þökk-
um þér samfylgdina og allt það
góða sem þú hefur kennt okkur.
Blessuð sé minning þín.
Vigdís, Stefán og Óli.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja Rebekku Friðbjarnardótt-
ur eða Bubbu eins og hún var allt-
af kölluð. Kveðjuorðin verða þeim
mun fátæklegri sem af fleiru er að
taka. Með söknuði kveð ég þessa
góðu vinkonu og frænku mína, en
við vorum systradætur. Með okkur
var alltaf kært. Bubba mín hafði
alltaf svo mikið að gefa og miklu
að miðla. Kærleikur, trú og ástúð
voru svo sterk einkenni í fari henn-
ar. Minningarnar streyma fram, um
hana Bubbu væri svo margt hægt
að segja. Ég held þó að öll sú ást
og virðing sem hún sýndi samferða-
fólki sínu, vinum og félögum, lýsi
henni best og hvað hún naut þess
að vera í návist þeirra, og gleðjast
með afkomendum sínum sem öll
báru hana á höndum sér. Fyrir mig
er minningin með þeim á síðasta
móti þeirra á nýársdag ógleyman-
legur fjársjóður. Ég bið góðan Guð
að blessa alla hennar afkomendur
og fjölskyldur þeirra og vini hennar
alla. Fyrir hönd bama minna og
fjölskyldna þeirra færi ég þér svo,
kæra vina, hinstu kveðju og hjart-
ans þakkir fyrir samfylgdina.
Geislar himins gæta þín
Guð við sundið bíður,
áfram rennur ævin þín
og ævidagur líður.
Ég lýk þessum orðum og kveð
mína ástkæru vinkonu og frænku
með orðum skáldsins:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðbjörg Halldórsdóttir.
Núna er hún Bubba amma okkar
dáin. Amma sem okkur þótti svo
vænt um og munum sakna. Okkur
er minnisstætt hvað amma var allt-
af ung í anda, þó að líkaminn hafi
verið farinn að gefa sig á síðustu
mánuðum vom hugurinn og sálin
alltaf jafn ung. Við systkinin mun-
um það þegar amma var að fara
út að dansa. Þá sögum við alltaf
að við sæjum mömmu og pabba
fara út að dansa á þessum aldri!
Amma var alltaf mikið fyrir allar
samkomur og núna fyrir jól þegar
Nína lauk stúdentsprófunum sagði
hun að hún ætlaði ekki að missa
af „partýinu" eins og hún orðaði
það. Hún hafði yndi af öllum Re-
bekku-fjölskyldumótum sem haldin
eru ár hvert, fór á þorrablót og lét
sig ekki vanta neins staðar og var
það mikið áfall fyrir hana þegar
heilsan fór að gefa sig og hún gat
ekki mætt eins vel og áður. En
amma kvartaði aldrei.
Við eigum svo sannarlega eftir
að sakna þess að fara ekki á Aðal-
götuna á sunnudögum, hitta fjöl-
skylduna og fá pönnukökumar
hennar ömmu og heitt súkkulaði,
læra í íbúðinni hennar Ástu ömmu
sem býr á móti og fara síðan yfir
til Bubbu ömmu í smá pásu og fá
eitthvað gott hjá henni.
Það er svo margt hægt að segja
um Bubbu ömmu, það væri efni í
heila bok en maður kemur varla
orðum að því.
Við kveðjum ömmu með söknuði
og við vitum að henni líður betur
núna._
Ólafur Már, Nína Steinunn,
Valtýr og fjölskylda.
Ó, ljóssi.ns faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður,
nú sest ég upp, því sólin skin
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
(Matt. Jochumsson.)
Okkur systkinin og fjölskyldur
okkar langar í fáeinum orðum að
kveðja okkar ástkæru ömmu.
Elsku amma hefur nú kvatt
þennan heim og fengið hvíldina.
Það er erfítt að hugsa sér að eiga
ekki eftir að koma til þín í heim-
sókn og fá hjá þér kaffi og pönnu-
kökur. Alltaf tókstu vel á móti öll-
um. Alltaf varstu uppáklædd og
glæsileg hvem dag, sama hvernig
þér heilsaðist. Margs er að minnast
og margt kemur upp í hugann á
þessari stundu, oft var margt um
manninn hjá þér og ýmislegt gekk
á, en þú, elsku amma, varst alltaf
jafn róleg.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og hvemig þú hefur haldið
fjölskyldunni saman og kennt okkur
að vera góð hvert við annað. Við