Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 56
MlCROSOFT. einar j.
WlNDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAU GARDAGUR 11. MARZ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Eir skilar
lóðinni
STJORN hjúkranarheimilisins Eirar
sendi borgarstjórn bréf í gær þar sem
því er lýst yfir að hún vilji ekki standa
í vegi þess að aðrir byggðu hjúkrun-
arheimili fyrir aldraða á lóð Eirar í
Suður-Mjódd ef borgin vildi ekki eiga
samvinnu við Eir um málið á fyrri
forsendum. Lóðinni verður því skilað
þegar borgin óskar.
Séra S'gurður Helgi Guðmundsson,
forstjóri Eirar, segir að jafnframt
hafi stjómin óskað eftir því að borgar-
stjóm svari bréfi Eirar þar sem stung-
ið var upp á því að borgin minnkaði
•fcinn hlut í framkvæmdunum í Suður-
Mjódd. „Ef það er vilji borgaryfirvalda
að byggja þarna sjálf eða í samvinnu
við aðra fylgja því góðar óskir," sagði
séra Sigurður í gær.
Nýtist annars staðar
Spurður um önnur áform stjómar
Eirar sagði Sigurður að menn vildu
gefa sér tíma til að hugsa sitt ráð.
Hugmyndir vora uppi um að byggja
upp í Suður-Mjódd í samvinnu við
Kópavogskaupstað og hugsanlega
Garðabæ en ljóst er að það er ekki
lengur inni í myndinni. Spurður að
”því hvort til greina kæmi að byggja
hjúkrunarheimili í Kópavogi sam-
kvæmt fyrri áformum sagði Sigurður
að fjögurra ára undirbúningsvinna
fyrir heimilið í Suður-Mjódd gæti
nýst annars staðar en vísaði á bæjar-
yfirvöld í Kópavogi með þeirra hug-
myndir. Ekki náðist í Gunnar I. Birg-
isson, formann bæjarráðs Kópavogs,
vegna þessa máls í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Sverrir
Káttí
Höllinni
HÁTT í 60 ungmenni skemmtu sér
hið besta í Sundhöll Rcykjavíkur í
gærkvöldi en þar var opið til klukk-
an 3 í nótt í tilraunaskyni. Gestim-
ir busluðu í lauginni og nutu tónlist-
ar úr hátalarakerfi við laugina.
Næturopnunin verður í tilrauna-
skyni á föstudagskvöldum í mars.
Tímamót á Reykjavíkurfundi Sþ
^ - *
Akveðið að hætta
notkun PCB-efna
SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi
á Reykjavíkurfundi Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna um þrá-
virk, lífræn efni. Samkomulagið felur
í sér að hafnar verða raunhæfar
aðgerðir til að draga úr notkun þess-
ara efna og þegar verður tekin
ákvörðun um að hætta notkun PCB-
efnisins. íslendingar hafa lagt mikla
áherslu á þetta mál allt frá því fyrir
umhverfisráðstefnuna í Ríó og segir
Magnús Jóhannesson forseti fundar-
ins að þetta sé tímamótaviðburður.
Magnús segir að nokkur Evrópu-
ríki hafi þegar bannað notkun PCB,
þar á meðal Islendingar. Þess utan
hefur notkun þess ekki verið bönnuð.
„Jafnvel þótt um hundruð þrávirkra
efna sé að ræða þá er þetta mjög
mikilvægt skref. Með ákvörðun þess-
ari er mikilli hindrun rutt úr vegi,“
segir Magnús.
Finnst í þorski
PCB hefur verið notað mikið í iðn-
aði, meðal annars sem einangranar-
efni í olíuspenna og í ýmiss konar
rafvöru. Efnið er óniðurbijótanlegt í
náttúranni og safnast þar upp. Það
berst um allan heim í hafinu og kem-
ur fram oft og tiðum langt frá upphafs-
stað mengunar. Efnin mælast í þorski
hér við land og í öðram tegundum.
Magnús segir að samkomulagið
breyti litlu hér á íslandi en það verði
eflaust til þess að flýta fyrir því að
það litla magn PCB-efna sem hér
er verði tekið úr notkun.
Þema ber
tveimur
kiðlingum
ÞÓ ENN sé langt í sauðburð gerði
geitin Þerna sér lítið fyrir og bar
tveimur kiðlingum í Húsdýra-
garðinum í Reykjavík í gær. Kið-
lingarnir komust fljótlega að því
að þeir gátu látið veikburða legg-
ina bera sig eins og sjá má að
ofan. Eflaust fá þeir svo fþ'ótlega
félagsskap af öðru ungviði enda
er vorið sá tími sem helst er von
á fjölgun í garðinum. Húsdýra-
garðurinn verður opinn um helg-
ina frá kl. 10 til 18. Selum er
gefið kl. 11, minkum ogrefum
kl. 12, svínum hleypt út kl. 14 og
að því loknu hefst spuni og þæfing
í fjárhúsinu. Hestar eru teymdir
um garðinn kl. 15, selum gefið
kl. 16, kindur og geitur teknar inn
kl. 16.30, svínum gefið kl. 17.10
og nyaltir eru kl. 17.15.
Áhrif verkfalls
Dæmi um að
nemendur
hættínámi
HRÓLFUR Kjartansson, deild-
arstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, segir það áhyggjuefni ef
nemendur í framhaldsskólunum
séu að flosna upp úr námi vegna
áhrifa kennaraverkfallsins.
Hrólfur sagði að honum
hefðu borist fregnir af því að
einhverjir framhaldsskólanem-
endur hefðu þegar ákveðið að
hætta námi.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um tilhögun skólastarfs
ef samningar takast í kennara-
deilunni og verkfallinu lýkur.
Hrólfur sagði að fólk væri í
mikilli óvissu og ástandið versn-
aði með hveijum deginum sem
líði. Sagði hann að mest væri
í húfi fyrir nemendur fram-
haldsskólanna.
Morgunblaðið/Sverrir
Vann 18
milljónir
KONA í Reykjavík vann 18
milljónir í Happdrætti Háskóla
íslands í gærkvöldi.
Aðalvinningurinn, 2 milljón-
ir, var dreginn úr seldum mið-
um og átti konan alla miðana
með sama númeri auk
trompmiða, svokallaða níu.
Miðarnir voru seldir hjá Frí-
manni í Hafnarhúsinu í
Reykjavík.
■ Vinningaskrá/46
Bakki í Hníf sdal kaupir meirihluta í Ósvör í Bolungarvík
90 miUjónir í
Vestfjarðaadstoð
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur
samþykkti í gær endurnýjað kaup-
tilboð rækjuverksmiðjunnar Bakka
hf. í Hnífsdal í eignarhlut bæjarins
í Ósvör hf. Nokkrir hluthafar í
Ósvör gerðu eigendum Bakka sölu-
tilboð í hlutabréf sín þannig að
þeir gætu myndað meirihluta með
kaupum á hlut bæjarins.
Umsókn Bakka um aðstoð sam-
kvæmt Vestfjarðaáætlun verður
afgreidd eftir helgi og telur for-
maður starfshópsins að hún full-
nægi þeim skilyrðum sem sett hafa
verið. Reiknað hefur verið með að
fyrirtækið ætti kost á 80-90 millj-
óna kr. aðstóð.
Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks samþykktu tilboðið á
aukafundi bæjarstjórnar ásamt
fulltrúa Alþýðuflokks en á móti
voru fulltrúi Alþýðubandalags og
fulltrúi Framsóknarflokks.
„Treystir atvinnulífið“
„Það er mín skoðun að við séum
ekki að gefa aflaheimildir úr
byggðarlaginu, heldur einmitt að
treysta stöðu atvinnulífsins í Bol-
Staða atvinnulífs
í bænum treyst,
segir kaupandinn
ungarvík og nýta okkur þann þrótt
sem Aðalbjörn Jóakimsson kemur
með,“ sagði Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
„Samkvæmt kauptilboðinu sem
ég verð að taka afstöðu út frá, það
er það eina sem við höfum í hönd-
unum, verða skuldir Ósvarar að
öllum líkindum meiri eftir samein-
ingu en fyrir. Það styrkir ekki
stöðu fyrirtækisins, heldur veikir,"
sagði Kristinn H. Gunnarsson,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins.
„Það er auðvitað af hinu góða ef
aðrir aðilar vilja koma til liðs við
okkur. Ég býð Aðalbjöm velkom-
inn til samstarfs en vil hann ekki
sem minn herra,“ sagði Kristinn.
Aðalbjöm Jóakimsson, aðaleig-
andi Bakka hf., sagði að markmið
fyrirtækisins með kaupunum væri
að efla mjög veiðar og vinnslu í
Bolungarvík. „Til þess þarf að gera
Ósvör að öflugu fyrirtæki sem
geti laðað að fleiri fjárfesta og
með því eflist byggð í Bolungarvík
og á Vestfjörðum," sagði Aðal-
bjöm. Ósvör mun kaupa frystihús
og tæki Þuríðar hf. og efla land-
vinnslu. Bakki leggur aukið hlutafé
og kvóta í fyrirtækið sem og fjár-
festar sem hann segir að gangi til
liðs við sig.
Aðstoð afgreidd eftir helgi
Eyjólfur Sveinsson, formaður
starfshóps um Vestfjarðaáætlun,
reiknar með að umsókn Bakka hf.
verði tekin til afgreiðslu strax eft-
ir helgi, aðeins hafi verið beðið
eftir endanlegri niðurstöðu mála
fyrir vestan. Segist Eyjólfur ekki
sjá annað en sú útfærsla á sam-
vinnu fyrirtækjanna sem nú er í
burðarliðnum fullnægi skilyrðum
laga og starfsreglna hópsins um
sameiningu og hagræðingu og að
hún verði afgreitt með jákvæðu
hugarfari.
■ Þróttur í atvinnulífið/29